Tíminn - 12.03.1992, Side 6

Tíminn - 12.03.1992, Side 6
6 Tíminn Fimmtudagur 12. mars 1992 Verða geimrannsóknir kosningabomba Bush? Ferö til Mars fyrirhuguð 2014. Afrek í geimvísindum líklegust til að treysta álit Bandaríkjanna: í Bandarflgunum áforma sfjómvöld nú að senda menn að nýju til tungls- ins og er ætlunin að það verði fyrsta skrefiö í undiifoúningi að leiðangri til Mars, þar sem hinir risavöxnu dalir og fjalllendi plánetunnar verða könn- uð. Ný rannsóknastofa Búist er við að Bush forseti staðfesti innan tíðar stofnun nýrrar geimrann- sóknastofu sem NASA (bandarísku geimferðastofnuninni) verður falið að reka. Við nýju stofuna munu starfa vísindamenn úr ýmsum deildum orku- og landvamaráðuneytisins. Fyrsti áfanginn verður að leggja grundvöll að tveimur ferðum vél- menna er snúist á braut um mánann, og verður sú fyrri væntanlega farin í apríl 1995. NASA hefur farið fram á 32 milljónir dala 1993 vegna tunglferðaáætlana þessara. En í Hvíta húsinu hafa menn rætt um að verja 99 milljónum dala til rannsókna á tunglinu og Mars sama ár. Markmiðið er að tunglið verði áfangastöð í förinni til Mars er þar að kemur. Smærri könnunarferðir Einn rannsóknastjóra NASA, Mike Griffin, sagði á blaðamannafundi ný- lega að stofnunin mundi reyna að sannfæra þingið um að afrek á sviði geimrannsókna mundu stuðla best að því að treysta ítök og álit Bandaríkj- anna á alþjóðavettvangi. Sagði hann Japana, Rússa og Evrópuríki hala leit- að eftir að fá að fylgjast með fram- vindu þessara rannsókna. Griffin sagði að ferðir vélmennanna yrðu tiltölulega ódýrar og að mark- miðið með þeim yrði að búa í haginn með öflun upplýsinga fyrir förina til Mars. Með mörgum smærri könnun- arferðum yrði líka afstýrt hættu á stóráfalli vegna dýrari ferða er kynnu að misheppnast. í fyrstu ferðunum tveimur mun vél- mennunum komið fyrir í gervihnött- um er snúast munu á braut um tungl- ið. í þeirri fýrri verður áhersla lögð á kortlagningu en í þeirri síðari (í mars 1996) á jarðfræðilegar athuganir. Vél- mennunum verður skotið upp með Delta 2 eldflaugum, sem eyðast sjálf- krafa að verkefni sínu Ioknu. Hvort vélmennanna um sig mun vega 450 kfló. Mönnuð geimstöð 2003 1996 og 1997 munu svo önnur vél- menni verða látin lenda á tunglinu og er hafin hönnun þeirra undir nafninu ,Artemis“. Lagt hefur verið til að Bandaríkjamenn komi upp alls átta geimstöðvum hér og þar á tunglinu og verður hlutverk þeirra að velja heppilegasta svæðið fyrir menn að búa um sig á. Standist núverandi áætlanir mun fyrstu mönnuðu skammtímageim- stöðinni komið fyrir árið 2003 og und- irbúningur þar með hefjast að gerð Iangtímageimstöðvar er rísi síðar á sama áratug. Fyrsta mannaða geim- farinu er færi til Mars yrði skotið upp 2014. Tækniundirbúningur NASA gerir sér vonir um að geta var- ið 67 milljónum dala á árinu 1993 til hönnunar ýmiss búnaðar er þörf yrði fyrir í langtímadvöl á tunglinu og á Mars. Þar á meðal er framleiðsla á létt- um málmblöndum og hreyflum og ýmsum geislavamabúnaði. Margar líf- fræðilegar athuganir þarf og að gera. í Mountain View í Kalifomíu er unnið að smíði nýrra fjarstýrðra farartækja með vélmennum er gætu komið geimförum á tunglinu og á Mars að notum. Þá er verið að þróa tækni er nefnist „telepresence“ og miðar að því að geimfarar geti kannað fjarlæga staði um auga myndavélabúnaðar, sem vélmenni munu bera hvert sem óskað er. Myndavélarauganu mun geimfarinn geta stýrt með höfuð- hreyfingum sínum. Súrefni unnið úr jarðvegi á tunglinu Ýmis einkafyrirtæki hafa mnnið á lyktina og em að smíða tæki er gera munu kleift að framleiða súrefni og aðrar lofttegundir úti í geimnum, svo og eldsneyti. Á tunglinu er mikið súr- efni bundið í jarðveginum og vinnur japanska fyrirtækið Shimizu að að- ferðum til að breyta því í fljótandi form. Einkum er það jarðefni sem „ilmenit" nefnist sem fyrir hendi er á tunglinu og gengur í samband við vatnsefni við hátt hitastig og myndar þá vatnsgufu. Súrefnið nýtist þá geim- fömm til viðhalds sér, en vatnsefnið má þétta og endumýta. fréttir Brussel James Baker utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Andrei Koz- yrev utanríkisráðherra Rússlands eru sammála um að þegar í stað þurfi að skera stórlega niður langdrægar kjarnaflaugar í vopnabúrum beggja. Þeir em hins vegar ekki einhuga um á hve löngum tíma þetta eigi að gerast. Washington Bill Clinton, sem er í framboði á vegum Demókrataflokksins bandaríska, hefur mjög unnið á í stóm forkosningunum og virðist sem að úr því fáist skorið endan- lega í forkosningunum í miðvest- urríkjunum hvort það verður hann eða Poul Tshongas sem hlýtur útnefningu sem forsetaefni demókrata. George Bush forseti sækist eftir kjöri í annað sinn og á undir högg að sækja á ýmsum vígstöðvum. Hann sætir harðri gagnrýni eigin flokksmanna í Repúblikanaflokknum fýrir efn- hagslega lægð og stöðnun þá sem hrjáir Bandaríkjamenn. Hon- um hefur þó tekist að sigra Pat Buchanan keppinaut sinn í for- kosningunum hingað til. London John Major forsætisráðherra Bretlands hefur boðað til þing- kosninga í Bretlandi og munu þær fara fram þann 9. apríl nk. Major vonast til þess að (halds- flokkurinn muni ná að auka fylgi sitt í kosningunum frá því sem það virðist nú vera samkvæmt skoðanakönnunum og að flokkur- inn haldi völdunum áfram næsta kjörtímabil, hiðfjórða í röð. Moskva Her nýja sambandslýðveldisins í austurvegi dregst stöðugt meir inn í þjóðernisdeilur í löndum fyrrum Sovétríkjanna. Hemum virðist nú hafa tekist að gera samkomulag við vopnaða flokka Armena um að þeir síöarnefndu sleppi lausum 10 yfirmönnum hersins sem teknir voru til fanga í bænum Artik. Frá utanríkisráðu- neyti Tékkóslóvakíu í Prag bárust þær fréttir í gær að helstu for- ystumenn RÖSE; Ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu i Evrópu ætluðu aö hittast í Helsinki í Finnlandi á morgun, föstudag, til að ræða styrjaldarástandið í Nagorno-Kharabak og deilur Ar- mena og Azera um héraðið. Belgrad Yfir tvö þúsund námsmenn efndu til mótmælaaðgerða í miðborg Belgrad í gær. Tilgangur aðgerð- anna var sá að reka á eftir Slo- bodan Milosevic forseta Serbíu með að hann segi af sér forseta- dómi. Þeir ásaka hann fyrir að stefna Júgóslavíu í átt til blóðugr- ar borgarastyrjaldar. Vilnius Litháen fagnar því nú að tvö ár eru liðin síðan lýst var yfir sjálf- stæði landsins undan Sovétríkj- unum. Efnahagsástand er heldur bágt í landinu um þessar mundir og dregur það verulega úr getu fólks til hátíðahalda af þessu til- efni. Jóhannesarborg Suður-Afríkubúar sem dvelja er- lendis gátu byrjað að greiða at- kvæði í gær um lýðræðisumbæt- ur De Klerk forseta. Aðeins hvítir rikisborgar landsins geta tekið þátt í atkvæðagreiðslunni en kos- ið er um hvort litaðir íbúar lands- ins skuli einnig fá kosningarétt eða ekki. Litaðir íbúar S-Afríku efna nú til kröfugangna til að ýta á eftir því að kosningarétti og kjörgengi hvítra manna eingöngu verði hnekkt og að litaðir fái þann sama rétt einnig. Pilsfaldakapítalískur spítali andvana fæddur Um síöustu helgl varð það Ijóst aö ekki yrðí af sameiningu Landakots- spftala og Borgarspítala. St Jósefs- systur beittu þá neitunarvaldi gegn sameiningarhugmynd þeirri, sem kynnt hafði verið sem samkomulag um sameiningu spítalanna. Þær forðuðu þannig fjárvana rildssjóði og skattborgurum frá því að taka á sig gríðariegan kostnað vegna sam- einingarinnar sjálfrar en sitja auk þess uppi með einhverskonar einkavæddan pilsfaldakapitalískan stórspítala í buOandi samkeppni við Rfldsspítala um starfsfólk, sjúk- linga og fjármuni skattborgaranna i þeim tilgangi eínum að þjóna lund einhverra spítalasmákónga sem langar í stærra rfld. Þrátt fyrir að starfsmönnum heil- brigðisráðuneytis, hinum ofvirka heilbrigðisráðherra og samninga- mönnum í sameiningarmálunum hefði átt að vera kunnugt um sanm- ing þann, sem rfldð gerði við St. Jósefssystur um Landakotsspftala þegar þær hættu rekstri hans, — og hutihald þess samnings, — þá virðist engum þessara aðila hafa hugkvæmst að ráðfæra sig við hina eiginlegu eigendur Landakotsspft- aia, St Jósefssystur, um samein- ingarhugmyndina og einstök atriði hennar. Tilgangurinn helgar meðalið Þó tóku virkan þátt í sameiningar- viðræðunum tveir menn sem ætla mætti að ágætlega væru að sér um afstöðu St Jósefssystra, en auk þess innanhandar að kynna sér hana og að hafa þær með í ráðum. Þessir tveir eru yfirlæknir Landa- kotsspítala og framkvæmdastjóri, sem einnig er lögmaður systranna. Þetta segir nokk- uð um vinnu- brögð sameining- armanna, sem virðast híafa talið að sjálfur tilgang- ur sameiningar- innar helgaði þau meðul sem beita þyrfti til þess að stofnaö yrði Sjúkrahús Reykjavflcur. Samkomulag eða viljayfirlýsing? Meðan á þessum síðasta þætti viöræöna um sameiningu spítal- anna tveggja stóð og lauk um síð- ustu helgi, virðist sameiningar- mönnum hafa verið áfram um fiest annað en ráðfæra sig við Jós- efssystur, sem bendir tii þess að þeim hafi verið bæriiega kunnugt um innihald fyrrnefnds samnings við þær. Það varð síðan lýð- um ljóst eftir að kynnt hafðí verið með miklum fögnuði „sam- komuiag" um sameiningu spítalanna þann 2. mars sl., að samkomuiagið góða, sem raunar var aldrei annað en vlljayfirlýsing þeirra sem langaði til að búa sér til „einkasjúkra- hús“, stóðst eldd gagnvart fyrr- nefndum samningi víð St Jósefs- systur og smákóngamir stóðu uppi berrassaðir. Málþroski ráðuneytísmanna Spuming er hins vegar enn hvort sameiningarsinnum sé almennt orðið það ljóst að sameiningin er úr sögunnL Það varö aö minnsta kosti ekki ráðið af ummælum aðstoðar- manns heilbrigðisráðherra þegar hann opinberaði fyrir alþjóð um sl. helgi sérkennilegan málskilning sinn og taldi að neitun Jósefssystra þýddi eitthvað aUt annaö en nei. Þá er heidur eldd aiveg víst að ráð- herra sjálfur, ráðuneytismenn og aðrir sameiningarmenn hafi enn íengið botn í það að nei þýði nei, en ekki eitthvað aUt annað. Garri hefur af því spumir að í fyrrakvöld hafi ráðuneytið haldið kokkteilpartý í Rúgbrauðsgerðinni til þess að fagna sameiningu spítalanna tveggja. Garri væntir þess að þar hafi verið giatt á hjalla og menn hafi skálaö fyrir ánægjulegum verklok- um og væntanlegri stofnun Sjúkra- húss Reykjavflcur. Dauð hugmynd öðmm en þeim sameiningarsinn- um er hins vegar nokkuð ljóst að dauð er sú hugmynd að upp rísi nýtt stórsjúkrahús, Sjúkrahús Reykjavíkur hf. Hugmyndin að þessu mun upp sprottin í hugar- heimi þeirra sem sldpa heilbrigðis- ráð Sjálfstæðisflokksins, en for- maður þess er einmitt fyrmefndur yfirlæknir Landakotsspftala.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.