Tíminn - 12.03.1992, Page 7

Tíminn - 12.03.1992, Page 7
Fimmtudagur 12. mars 1992 Tíminn 7 Gunnar Dal: var í upphafi? Hvað Annað tímabil. Á öðru tímabili, sem hefst eftir að einn hundrað- asti úr sekúndu er liðinn og stendur yfir aðeins einn tíunda hluta úr sekúndu, er alheimurinn orðinn aðeins fjögur ljósár að um- máli, sem er ekki mikið þegar haft er í huga að nú eru fjarlæg- ustu stjörnur mældar í 10 billjón ljósára fjarlægð og sú fjarlægð á vafalaust eftir að aukast. Samt er um sama efnismagn að ræða þá og nú. Það þýðir að hann er um það bil 3.8 þúsund milljón sinnum þéttari og þyngri en vatn við núverandi aðstæður á jörð- inni. Alheimurinn þenst á þessu tímabili mjög ört út, en það þýð- ir að bilin milli efnisagnanna stækka í réttu hlutfalli við útþensl- una. Og hann kólnar líka í réttu hlutfalli við þessa útþenslu. Á þessu tímabili er hitinn kominn niður í 100 þúsund milljón gráður eða 10 11 á Kelvinmæli. Við þennan hita getur atóm ekki myndast. Atómkjami getur að vísu myndast, en hann splundrast aftur á svipstundu. Rót- eindir og nifteindir eru því til, en að- eins ein á móti þúsund milljón ljós- eindum og eindum sem hegða sér eins og geislaskammtar. Og róteindir og nifteindir breytast mjög ört, rót- eind í nifteind og nifteind í róteind. En varanlegir atómkjamar eru enn engir til. Þriðja tímabilið. Nú eru liðnar 0.12 sekúndur frá upphafi heimsins. Hit- inn hefúr fallið niður í 30.000 milljón gráður. Heimurinn hefur að sjálf- sögðu þanist út og þéttleikinn minnk- að niður í að vera 30 milljón sinnum meiri en þéttleiki vatns. Heimurinn er í hitajafnvægi og mestmegnis geislun. En hér gerast mikilvægar breytingar, þróun sem stefnir í átt til myndunar fyrsta varanlega atómkjamans. Fyrir þetta tímabil var til jafnmikið af ró- teindum og nifteindum. Nú breytist þetta hlutfall þannig að nifteindir verða 38 af hundraði, en róteindir 62 af hundraði. Fjórða tímabil. Á fjórða tímabili er hitinn fallinn niður í 10.000.000.000 gráður eða 10 10 á Kelvinmæli. Og það er liðin 1.1 sekúnda frá upphafi sköpunarinnar. Heimurinn breytist stöðugt og verður flóknari. Léttustu efnisagnimar, neftrínur eða fiseindir, fara að hverfa. Alheimurinn hefur nú þanist það mikið út og kólnað að þess- ar efnisagnir eða geislaskammtar fara að ganga út úr því hitajafnvægi sem hefur verið algilt fram að þessu. Og þær koma ekki lengur við sögu nema hvað orka þeirra heldur auðvitað áfram að vera hluti af alheimsork- unni. Þær fara að hegða sér eins og frjálsar einingar og eru ekki lengur í þessu hitajafnvægi með rafeindum, pósitrónum og ljóseindum. Rafeind- um og pósitrónum fer fækkandi. Minnkandi hiti veldur því að þær eyð- ast hraðar en þeim fjölgar með árekstrum ljóseinda eða geisla- skammta. Róteindir og nifteindir eru ekki enn famar að mynda varanlega atómkjama, en hlutföllin eru alltaf að breytast í rétta átL Nú eru nifteindir orðnar aðeins 24 af hundraði, en rót- eindir 76. Heimurinn stækkar með ógnarhraða og þéttleikinn er nú að- eins 380.000 sinnum þéttari en vatn. Eðlilegt er að menn spyrji: Hvemig geta menn sett fram allar þessar af- dráttarlausu fullyrðingar? Enginn hefúr séð þetta gerast! En þetta er allt eitt og sama reikningsdæmið þar sem gefhar eru þekktar stærðir, þótt auð- vitað vanti nákvæmari og fleiri upp- lýsingar. Sé dæmið í grundvallaratrið- um rangt, fellur stærðfræði Einsteins. Og stærðfræðin túlkar hér eingöngu mælanlegar staðreyndir. Fimmta tímabil. Nú eru liðnar 13.83 sekúndur frá upphafi heimsins og hit- inn er 3000 milljón gráður. Nú ætti að fara að styttast í það að nifteindir og róteindir myndi varanlegan atóm- kjama í fyrsta skipti og að grundvöllur sé lagður undir það sem við köllum efni. En að þessu er þó enn ekki kom- ið. Heimurinn er orðinn nógu kaldur til að atómkjami venjulegs helium He4 gæti myndasL Hann þolir mjög mikinn hita án þess að leysast upp. En hann getur ekki myndast án trítíum atómkjama eða kjama úr helium þrír. Þessir atómkjamar þola miklu minni hita og springa við 3xl09 K. Þyngri at- ómkjamar geta þess vegna ekki orðið varanlegir. Tritíum eða þrívetni er þyngsta tegund vetnis H3. í atóm- kjama þess er ein róteind og tvær nift- eindir. Helium þrír hefur hins vegar atómkjama sem í eru tvær róteindir og ein nifteind. Á fimmta tímabilinu verða þær breytingar helstar að raf- eindir og pósítrónur, sem verið hafa helstu einingar alheimsins fram að þessu, víkja nú mjög ört og við það seinkar nokkuð kælingu heimsins. Þegar talað er um hita frá þessari stundu er átt við hita ljóseindanna. Hlutfallið milli róteinda og nifteinda er enn að breytast. Nifteindir eru nú orðnar 17 af hundraði, en róteindir 83. Sjötta tímabil. Það hefur gerst! Stóra stundin er runnin upp. Hinir fyrstu varanlegu atómkjamar hafa orðið til. Gmndvöllur efhisins í okkar 3. GREIN merkingu orðsins hefur verið lagður. Þrjár mínútur og tvær sekúndur eru liðnar. Hitinn er kominn niður í þús- und milljón gráður, 109 K. Hann er ekki nema sjötíu sinnum meiri en hit- inn í miðju sólarinnar nú. Rafeindir og pósítrónur eru að mestu horfnar, en helstu einingar heimsins eru áfram Ijóseindir, fiseindir og andfiseindir. Og stuttu eftir upphaf þessa tímabils er hinu þýðingarmikla takmarki náð. Al- heimurinn er orðinn nógu kaldur til að róteind og nifteind geti myndað at- ómkjama þungs vetnis, sem nefnist tvívetni. Þessi þungi vetniskjami get- ur síðan rekist á róteind eða nifteind og myndað annað hvort atómkjama helium3 He3 eða atómkjama þyngsta vetnis, sem kallað er trítíum H3. Loks getur helium þrír rekist á nifteind og myndað atómkjama venjulegs helium He4. Og það getur líka myndast með því að trítíum atómkjami rekist á rót- eind, því að í atómkjama venjulegs helium eru tvær róteindir og tvær nifteindir. Og nú er kominn fram var- anlegur atómkjami í tvö fýrstu frum- efnin, vetni og helium. Þegar atóm- kjamar fara að myndast hverfa svo til allar nifteindir, sem eftir eru (um 13%), inn í atómkjama heliums. Og þær em um helmingur þess þunga sem er í helium. Ef þessi útreikningur er réttur, þá ætti helium að vera um 26% af því efni sem er í okkar þekkta alheimi. Rannsóknir og mælingar hafa sýnt að helium er örlítið meira. En það þýðir aðeins að sá tími þegar varanlegir atómkjamar fara að mynd- ast hefúr byrjað örlítið fyrr, eða þegar nifteindir voru 14 af hundraði á móti 86 af róteindum. Vetrarbrautin og sólir eru síðar myndaðar úr þessum tveimur fyrstu fmmefnum, vetni og helium, í hlut- föllunum 22-28 af hundraði helium, hitt er vetni. Rannsóknir og mælingar margra vísindamanna á ólíkum stöð- um hafa staðfest þetta og þær em í góðu samræmi við það sem höfundar þessarar heimsmyndar höfðu áður reiknað út. Þetta ásamt mælingunum á leifum stómsprengju, sem einnig vom reiknaðar út áður en farið var að mæla þær, þykja svo sterk rök að flest- ir telja þessa heimsmynd, sem hér hef- ur verið lýst, ekki kenningu heldur vísindi, mælanlegar staðreyndir túlk- aðar með stærðfræði. Sjöunda tímabilið. Þetta tímabil er annars eðlis en hin sex. Það er eins og í sköpunarsögunni eins konar hvfld- ardagur. Gífurleg sköpun hefur farið fram á aðeins þremur mínútum. Næstu sjö hundmð þúsund árin ger- ist tiltölulega lítið, en í lok þessa tímabils verða fýrstu atómin til. Myndin er allan þennan tíma að skýr- ast og festast. Heimurinn heldurauð- vitað áfram að þenjast út og kólna. Og eftir sjö hundmð þúsund ár er heim- urinn orðinn nógu kaldur til að raf- eindir og atómkjarni geti sameinast og myndað varanlegt atóm. Ljóseind- imar skilja við „efnið", en það er skil- yrði þess að atóm geti myndasL Þegar 34 mínútur og 40 sekúndur em liðn- ar frá upphafi heimsins er hitinn 300 milljón gráður. Þessi heimur er enn gjörólíkur þeim sem við lifum í. Nú er hitinn kominn niður í um það bil 3 gráður á Kelvinmæli. En á þrítugustu og fimmtu mínútu er heimsorkan 69 af hundraði í formi Ijóseininga og 31 hundraðshluti fiseindir og andfis- eindir. Róteindir og nifteindir em orðnar fastur atómkjami, nifteindir í heliumkjama og róteindir í vetnis- kjama. Og nú hefst 700.000 ára samningafundur atómkjama og raf- einda, sem lýkur með sameiningu og atómið verður til. Og þar með er gmndvöllur efnisheimsins lagður. Þetta er svar vísindanna við spuming- unni: Hvað var fyrst? Eins og fyrr seg- ir fjallar þessi heimsmynd aðeins um mælanlegar staðreyndir. Og í því felst gildi hennar. í fyrsta sinn kemur hér fram heimsmynd sem byggir hvorki á trúarlegum né heimspekilegum for- sendum. En hún er aðeins eitt sjónar- hom af mörgum. Og hún lætur mörgum spumingum ósvarað. Hvað var á undan stómsprengju? Hvað verður, eftir að þessi alheimur líður undir lok? Hvar er upphaf vitundar- innar? Getur steindauð efnablanda 1.000.000.000.000.000.000.000.000.- 000.000 gráðu heit fætt af sér vitund? Og líf? Og vit til að skynja þetta allt, og skrá 12-18 þúsund ármilljóna sögu heimsins? Erum við komin frá þessu einfalda upphafi? Eða felast í því vídd- ir sem við enn ekki þekkjum? Höfundur er ríthöfundur. Hvar erum við stödd Höfum við gengið til góðs götuna fram eftir veg? Síður en svo, ef rétt er það sem maður heyrir þessa dagana. Maður þarf að fara aftur í aldir til að finna hliðstæður, ef rétt er sem heyrst hefur, að til að spara eigi að fækka aðgerðum og sjúkrarúmum, sem leiðir líka hvort af öðru, fækki aðgerðum, þarf færri rúm og rúm þarf undir fólk komið úr aðgerð. Já, það þarf að fara aftur í aldir til að finna hliðstæðu, er talað var um, í þekktri en ónefndri sveit, að farga örvasa og gömlu fólki, til að spara matvælin. Sem betur fór, var þeim komið í skilning um, hvílík óhœfa það vœri er til stóð. Svo var hundunum bara lógað og komst allt vel af, vetur þann. Hve margar óþarfa afætur höfum við, nú til dags? Nær óteljandi og margar mikið verri en hundarnir forðum daga. Hvað t.d. um bfla, í þúsunda tali, er æða um landið, valdandi dauða og limlestingum á fjölda manns. Varla félli allt um koll, þó stoppaður væri innflutn- ingur þeirra, í eitt til þrjú ár, til að spara gjaldeyri? Líklega mætti það ekki vera lengur, svo það spillti ekki fyrir næstu kosningum. Já og hvað með vídeó, sjónvörp og allt kring- um það? Er þar ekki óhóf, mætti ekki að skaðlausu minnka innflutn- ing á því og enn spara gjaldeyri? Ég segi minnka, ekki alveg stoppa, því sjúkum og öldruðum er ekki of gott að hafa þá ánægju er það gæti veitt þeim. í flestum tilfellum, mundi þó ekki þurfa ný tæki til þess. Svo mætti spara í ferðalögum til út- landa og slá þar tvær flugur í einu höggi, fá peninga í ríkiskassann og draga úr ferðamannastraumnum með gömlu ráði, að selja gjaldeyri það dýrt, að betra væri að eyða frí- inu sínu á okkar eigin landi. Þetta er allt hreinn spamaður og tekur ekki atvinnu frá neinum, jafnvel eykur atvinnutækifæri, samanber aukna ferðaþjónustu innan lands og aukin vinna í viðgerðum bfla og tækja, er innflutningur væri tak- markaður á. Eitt er víst, að allt annað má frem- ur spara, en lækning sjúkra, það er þegar alltof mikill dráttur á aðgerð- um. Til dæmis hjartaaðgerð verður að gerast strax og of seint er að gefa blóð, þegar sá er þarfnast þess, er dáinn, þá stendur sá, eða þau, er drógu verkið, uppi sem morðingjar, þó því miður sé ekki hægt að koma lögum yfír þá, því það eru „lög“ sem gera þá að morðingjum og heggur þar sá, er hlífa skal, eða eiga ekki lögin að vera hlífiskjöldur, sem vemdi þjóðina alla fyrir glæpum, ekki síst þá, er minna mega sín og geta ekki sjálfír varið sig gegn dýrs- legum yfirgangi, þar sem hinn sterkari treður smælingjann í svað- ið. Hugsum okkur útgerðarmann, er væri að leita að leiðum til að spara; þættist finna eina góða leið, það væri, að spara viðgerðir er mundu kosta mikið, en gæfu ekkert af sér, svo sem að fara með sjúka skipið sitt í slipp, til að láta gera við tærð- an botn þess. í staðinn léti hann mála það ofansjávar, svo það liti sæmilega út, setti svo á það lítt lærða skipshöfn og léti hana fara með skipið til veiða, þar sem brot- sjóar mættu því. Hvort væri þá verra, veiki botninn eða vankunn- andi skipshöfnin? Hvoru tveggja væri slæmt, þó tærði skipsbotninn sýnu verri, því ólærðir hafa stund- um bjargað skipi og skipshöfn, þar sem lærður skipstjóri var genginn frá, en það siglir enginn skipi, er liðast í sundur, bjargarlaust gegn holskeflunum. Það virðist algjört óhóf, að hafa jafn margt starfsfólk eins og er á mörgum sjúkrahúsum. En hafa má í huga máltækið „Greindur nærri getur, en reyndur veit þó betur", svo við getum vart dæmt fullkom- Iega um þessi mál. Svo má spyrja: Höfum við þarflegra við fólkið að gera, en láta það vera með, að ann- ast hina sjúku og þeir óreyndari að læra af þeim fullreyndari, er það ekki besti skólinn? Jú og sá þarfleg- asti, vanti starfsmenn til þjóðnýtra , íslendingar? starfa, ætti að leita alls staðar frekar að starfsfólki, en frá sjúkrahúsum. Sérstaklega skyldi þá huga að fólki á atvinnuleysisskrá, þá mætti loka leikhúsum, sumum verslunum og skólum jafnvel í ár og mundi eng- inn deyja af því og við jafnvel verða fleiri, því að unga út fleiri embætt- ismönnum en við höfum þörf fyrir, er hvati til, að þeir leiti úr landi eft- ir störfum í sínum verkahring og er Lesendur skrifa það síst til að lasta, né amast við, velji þeir sér staði, þar sem þeirra er virkilega þörf til að líkna eða lýsa eins og vitar í myrkri vanþekkingar og hindurvitna. Við megum ekki láta gerviþarfir ná að villa okkur sýn, athugum að lífið er það allra dýrmætasta sem við eigum, bæði það jarðneska og það eilífa og til að rata leið lífsins, munu þingmenn oftast fara í kirkju, til að hlýða á þann boðskap, er þar er fluttur. Svo þegar þessir sömu menn koma út úr kirkjunni, sést því miður í litlu, að þeir gangi eftir þeim boðskap, er þeir hafa heyrt þar, manni virðist helst, að sumir þeirra séu gengnir í lið með dauð- anum, þar sem þeir vilja fækka þeim, er hafa það starf að berjast við dauðann og fylgifiska hans. Fyrst svo er komið, bindumst sam- tökum til hjálpar þeim veiku, myndum sjúkrasamlög, eins og var í gamla daga og sjúkrasamlögin reki svo sjúkrahús, við getum það vel, ef við viljum það og stöndum saman og tímum að fórna ein- hverju sem gagn er í. Við gátum það, er safnað var á dög- unum og það var gott og gleðilegt að sjá. í gamla daga, lét kvenfélag smíða sjúkrahúsið Hvítabandið, er- um við öll ónýtari nú, með alla tæknina? Nei og áfram enn, til heilladags, látum ekki kúga okkur og stöndum saman. Skrifað 26/1 1992 að Hesteyri 715 Mjóafirði, Suður-Múlasýslu Anna Marta Láru og Guðmundsdóttir Viðbætin Nú er hætt að kaupa dagblöð á sjúkrahúsin. Sjúklingamir, það er að segja, sem einhverja rænu hafa, eru einmitt þeir, sem mesta þörf hafa á tilbreytingu og geta fylgst með því er gerist fyrir utan veggina. Færum þeim blöðin okkar, spömm veislumar og þorrablótin og látum ekki þurfa að knífa við sjúklinga suma.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.