Tíminn - 20.03.1992, Síða 5

Tíminn - 20.03.1992, Síða 5
Föstudagur 20. mars 1992 Tíminn 5 Laxa- og silungaklak á Islandi Rústir klakhússins í Grafarlandi I Hrunamannahreppi, á bökkum Litiu-Laxár. Elliðaár, sem hóf starf 1932 og mun eiga að baki lengstan starfs- tíma allra klakhúsa í landinu. Auk þess voru klakhús á eftirtöldum jörðum: Hvassafell í Norðurárdal, Leiðólfsstaðir í Dölum, Þórustaðir í Önundarfirði, ísafjarðarkaup- tún, Laugaland í N-ísafjarðar- sýslu, Bergs- staðir í Svartárdal, Brúar við Laxá í Þingeyjarsýslu, Geiteyjarströnd og Garður við Mývatn, Krossdalur í Kelduhverfi, Flaga í Þistilfirði, Kirkjubær í Hróarstungu, Völlur á Héraði, Mörtunga í V- Skaftafells- sýslu, í Krappanum hjá Fiská og Stokkalækur í Rangárvallasýslu, Grafarland hjá Högnastöðum í Hrunamannahreppi, Eyvindar- tunga í Laugardal, Kaldárhöfði í Grímsnesi og Skálabrekka í Þing- vallasveit. Víst er að hér er ekki um tæmandi skrá að ræða. Að hjálpa náttúrunni Menn töldu að með klakrekstr- inum væri unnt að hjálpa náttúr- unni og gera stóra hluti. Með auk- inni þekkingu á þessu sviði kom sú vitneskja innan tíðar fram í dags- ljósið að náttúran sjálf stæði sig mun betur en menn höfðu áður talið, afföllin kæmu til sögunnar síðar í lífsferli seiðanna. Þetta sýndist því vera óþarfi og átti að sjálfsögðu við þegar menn drógu á veiðivötnin og náðu í stofnfisk og slepptu síðan kviðpokaseiðum á svæði í ám og vötnum þar sem fiskurinn hefði ella hrygnt sjálfur. Af þessum ástæðum og ýmsum öðrum lagðist klakstarfsemi smám saman af og menn létu náttúrunni eftir að vinna sitt verk, eins og áð- ur. í sambandi við klakið kom einnig í ljós að oft klöktust hrogn- in fyrr út í klakhúsinu en í náttúr- unni vegna hærra hitastigs í upp- sprettunni en í ánni. Þegar svo háttaði til var áin eða vatnið í raun ekki tilbúin til að taka við seiðum úr klakhús- inu, svo vel færi, en forða- næringin í kviðpokanum þrotin, en hún átti að vera til að tryggja aðlögun að fæðuöflun í villtri náttúru. Jákvæð hugarfars- breyting Einhverjir kunna því að spyrja núna hvort klakstarfsemin hafi öll verið unnin íyrir gýg. Nei, svo var alls ekki. Oft var seiðum úr klak- húsi sleppt á fisklaus svæði í á eða vatni. Einnig hafði með tilkomu klaksins komið hugarfarsbreyting. Þór Guðjónsson veiðimálastjóri benti á það á sínum tíma að í tengslum við þetta klakstarf hafi komið upp að menn fóru að ieggja meiri rækt við þessi hlunnindi al- mennt og nýting þeirra varð yfir- leitt hagfelldari en áður. Heildar- löggjöfin um lax- og silungsveiði, sem fram kom 1932 og lagði grundvöll að hagstæðri þróun í veiðimálum seinustu 60 ár, var kannski einmitt afleiðing af klak- bylgjunni eftir 1920. Á árunum 1942-46 stóðu tveir bændur í Kelduhverfi að silungs- eldi við Litluá í tengslum við klak- reksturinn í Krossdal og þar með hófst fiskeldi hér á landi. Það er önnur saga, sem ekki verður farið nánar út í að þessu sinni. Einar Hannesson Saga laxa- og silungaklaks hér á landi er fróðleg. Ríflega öld er liðin frá því að fyrsta laxaklakið var sett á fót Það var að Reyni- völlum í Kjós árið 1884. Á níunda áratugnum var reist mjög full- komin og dýr klak- og eldisstöð á vegum íslandslax hf. Mikið vatn hafði því runnið til sjávar frá því að klakkoflnn í Kjósinni var byggður og að hinni stóru laxeldisstöð í Grindavík. Þetta endur- speglar þær gríðarmiklu breytingar, sem orðið hafa hér á landi á þessu og öðrum sviðum þjóðlífsins. Klakhús víða í þessu sambandi má nefna jarð- ir þar sem klakstöðvar voru á ár- unum 1921-1927 og störfuðu langflestar, sbr. heimild í fyrr- greindri bók: Elliðavatn, Bjarma- land í Reykjavík, Grjóteyri í Kjós, Dragháls, Stóra-Fellsöxl, Norð- tunga, Hreðavatn, Staðarhraun, Syðri-Rauðamelur, Staðarstaður, Vatnsholt, Höskuldsstaðir og Gler- árskógar í Dölum, Núpur í Dýra- firði, Melgraseyri í Húnavatns- sýslu, Hrútatunga, Búrfell, Torfa- staðir og Bjarg, Burstafell í Vopna- Klaklaxgeymsla að Hvassafelli I Norðurárdal, klakhús I baksýn. Klak- iö annaöist Þorsteinn Snorrason. (Ljósmyndir Einar Hannesson) Elliöaárklak í 60 ár Auk fyrrgreindra klakhúsa voru á tímabilinu eftir 1920 og fram yfir seinni heimsstyrjöldina rekið klak víða um land um lengri eða skemmri tíma, eins og klakhús Rafmagnsveitu Reykjavíkur við Klakið að Reynivöllum stóð stutt, aðeins í einn vetur. En ári síðar var klak tekið upp á Þingvöll- um við Öxará og að Hjarðarholti í Dölum rétt fyrir aldamótin. Á fyrsta áratug þessarar aldar hófst klak á Ytri-Neslöndum (1910) við Mývatn og síðar laxa- og siiunga- klak hér og þar um landið. Á þriðja áratugnum var starf- andi sérstakur leiðbeinandi á þessu sviði á vegum Búnaðarfé- lags íslands. Þetta var Þórður Fló- ventsson, sem hafði afskipti af byggingu á um 30 klakstöðvum á ýmsum stöðum á landinu. Flestir voru þessir klakkofar frumstæðir miðað við núverandi frágang slíkra hluta, eins og eðlilegt er, enda sumir byggðir á einum degi. í bók Þórðar, „Laxa- og silunga- klak á íslandi", sem út kom árið 1929, segir m.a.: „Fyrst þarf vatns- lind sú, sem byggja á yfir, að spretta upp úr grjóti og að gras sé allt í kringum uppsprettuna, svo að ábyggilegt sé að engin óhreinka geti runnið í vatnið áður en það fer inn í klakhúsið. Það má ekki eiga sér stað.“ Þess má geta að Gísli Árnason frá Skútustöðum, síðar bóndi á Helluvaði, kynnti sér klak- og veiðimál í Noregi 1919-1921 og vann að ráðgjöf meðal bænda árin 1921-23 og sem ráðunautur Bún- aðarfélagsins 1923-24. Þriðji ráðu- nauturinn á þessu sviði var Ólafur Sigurðsson á Hellulandi, en hann starfaði á vegum Búnaðarfélagsins á fjórða og fram á miðjan fimmta áratuginn. firði, Þverhamar í Breiðdal, Beru- fjörður, Hvalsnes og Hofsnes í Áustur- Skaftafellssýslu, Seglbúðir og Álftaver í Vestur-Skaftafells- sýslu, Hlíð í Gnúpverjahreppi, Gröf og Laugarvatn, Búrfell, Vað- nes, Alviðra, Bfldsfell, Úlfljótsvatn og Heiðarbær í Árnessýslu. Alþjóða framlög til umhverfisvemdar Alþjóðleg ráðstefna um umhverfis- vemd hefst í Rio de Janeiro í júní 1992. Hefur 166 ríkjum verið boðið að senda fulltrúa á ráðstefnuna. Hafa 105 þeirra sent undirbúningsnefnd- inni álitsgerðir og tillögur, sem sam- tals nema um 15.000 bls. Undirbún- ingsnefnd ráðstefnunnar, sem aðset- ur sitt hefur í Genf, hefur þegar gengið frá drögum að meginályktun hennar, en drögunum fylgir verk- efnaskrá, — svonefnd „agenda 21“ — upp á 800 bls. Leggur undirbún- ingsnefhdin til, að alþjóðleg framlög til umhverfismála nemi árlega 125 milljörðum $ fram eftir áratugnum. Air France kaupir 40% hlut í CSA Air France er að festa kaup á CSA, tékkneska ríkisflugfélaginu, en um þau kaup sömdu í janúar 1991 Bemard Attali, stjómarformaður Air France, og Oldrich Churain, framkvæmdastjóri CSA. Sá 60% eignarhlutur, sem eftir stendur, mun að nokkrum hluta (40%) fara til einkavæðingar, og að öðrum hluta (20%) til uppskiptingar á milli tékkneskra ríkisfyrirtækja. Breikkandi bil milli fjáðra og snauðra Fjársýslustofn þjóðþings Bandaríkj- anna hefur birt athugun á tekju- skiptingu í Bandaríkjunum 1977- 1989, að Intemational Herald TYi- Komin er út hjá Almenna bókafé- laginu bók um málnotkun, gott mál og miður gott, rétt eða rangt, undir heitinu íslenskt málfar. Höfundur hennar er Ámi Böðv- arsson, málfarsráðunautur Ríkis- útvarpsins og í mörg ár umsjónar- maður útvarpsþáttarins Daglegs máls. Bókin er í ritröðinni íslensk þjóðfræði þar sem í eru m.a. bæk- urnar íslenskir málshættir, ís- lenskt orðtakasafn, Þjóðsagnabók AB o.fl. Bókin íslenskt málfar er kynnt þannig á kápu: bune sagði frá 6. mars 1992. — Heildartekjur fjölskyldna í Banda- ríkjunum, — um 60 milljóna að tölu, —jukust frá 1977 til 1989 um 740 milljarða $ (á föstu verðlagi), en nálega 550 þeirra milljarða höfnuðu hjá því 1% þeirra, sem hæstar tekjur hefur, þ.e. 310.000 $ árstekjur á 4 manna fjölskyldu eða hærri. Hafði þetta 1% um 13% „Efni bókarinnar íslenskt málfar er engum íslendingi óviðkomandi. Móðurmálið er svo náið hverjum manni að það verður nánast hluti af persónu hans, meðferð þess, séu talfæri heilbrigð, spegilmynd af hans innra manni. Góð meðferð móðurmálsins laðar að, vitnar um skýrleik, alúð og menningu, en klaufaleg og hirðulaus meðferð er vitni hins gagnstæða. íslenskt málfar er umfram allt leiðbeiningabók, kennsla um eðli málsins og einkenni, leiðsögn um þjóðartekna 1989, en um 9% þeirra 1977. Á meðal hins tekjuhæsta 1% bandarískra fjölskyldna hækkuðu meðaltekjur á þessu árabili úr 315.000 $ í 560.000 $. Miðlungs (median) fjölskylda hafði hins vegar 1989 um 36.000 $ árstekjur eða 4% hærri en 1977. Aftur á móti lækk- uðu rauntekjur láglauna fjöl- skyldna á árabilinu, 1977-1989. meðferð þess, orðanotkun, blæ- brigði orða, orðasambönd, beyg- ingar, hljómfall og hrynjandi, framburð o.s.frv. Efnið er þannig fram sett að bókin ætti að geta komið að fullu gagni hverjum þeim sem læs er og hefur íslensku að móðurmáli, það er hverjum einasta íslendingi. íslenskt málfar er hugsuð sem auðveld handbók um málnotkun. Fyrsti og lengsti kaflinn nefnist ORÐASKRÁ og í henni flettum við upp á því efni sem við viljum fræð- Árni Böðvarsson. ast um. En bókin er meira en handbók þeim sem verulegan áhuga hafa á efninu. Þeim er hún sannkallaður skemmtilestur frá upphafi til enda. Bókin er 415 bls. í sama broti og eins útliti og önnur rit íslenskrar þjóðfræði. Umbrot hefur annast Útgáfuþjónustan Rita og Prent- stofa G. Ben. (Fréttatilkynning) ISLENSKT MALFAR

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.