Tíminn - 24.03.1992, Síða 4
4 Tíminn
Þriðjudagur 24. mars 1992
Tíminn
MÁLSVARI FRJÁLSLYNPIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Timinn hf.
Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson
Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm.
Aðstoðarritstjóri: Oddur Óiafsson
Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson
Stefán Ásgrimsson
Augiýsingastjóri: Steingrímur Gíslason
Skrifstofur: Lynghálsi 9,110 Reykjavík Síml: 686300.
Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300,
ritstjóm, fréttastjórar 686306, iþróttir 686332, tæknideild 686387.
Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Oddi hf.
Mánaðaráskrift kr. 1200,-, verð i lausasölu kr. 110,-
Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Húsnýting eða
íjárfestingaræði
Það er tiltölulega stutt síðan að Islendingar fóru að
byggja hús úr varanlegum efnum. Byggingararfur
okkar er af þessum sökum ekki mikill miðað við ná-
grannaþjóðirnar, sem státa af ævafornum byggingum
byggðum úr steini.
Um og upp úr síðustu aldamótum voru byggð nokk-
ur hús í miðbæ Reykjavíkur úr varanlegu efni sem
voru hin fegurstu. Má þar fyrst til telja safnahúsið við
Hverfisgötu, sem er glæsileg bygging. Nokkur fleiri
hús má nefna í miðbænum, sem báru vott um
smekkvísi þeirra sem teiknuðu þau og reistu.
Hins vegar er með fádæmum hvernig hefur verið
farið með mörg þessi hús. Alls konar viðbyggingum í
allt öðrum stíl hefur verið klesst við þau, og það þarf
ekki að ganga langt í kvosinni í Reykjavík til þess að
finna dæmi um slíkt, sem æpa á vegfarendur.
Mikil hugarfarsbreyting hefur þó orðið um að halda
við gömlum byggingum. Vendipunktur varð með
þeirri ákvörðun að byggja Bernhöftstorfuna upp. Áð-
ur ríkti sú stefna að flytja heilleg hús úr miðbænum
upp í Árbæjarsafn.
Fjárfestingaræðið, sem gripið hefur um sig hin síð-
ari ár, hefur meðal annars sýnt sig í því að gömlum
byggingum hefur verið illa við haldið og því fleiri nýj-
ar byggðar. Nú berast fréttir af þeim áformum að
byggja yfir Hæstarétt íslands, og á það hús að sögn að
kosta svona hér um bil 400 milljónir króna. Helsti
staðurinn, sem mönnum kemur í hug, er nýi mið-
bærinn.
Nú líður að því að safnahúsið við Hverfisgötu losni,
og hefur Hæstiréttur verið orðaður við það hús.
Einnig forsætisráðuneytið.
Hæstiréttur íslands hefði sómt sér vel í safnahúsinu
við Hverfisgötu, og hún er undarleg sú ráðstöfun að
ætla að fara að efna til fjárfestinga á nýjum stað upp á
hálfan milljarð króna eða svo, til þess að koma þess-
ari virðulegu stofnun fyrir. Stofnanir ríkisvalds og
borgar eru í Kvosinni, og það væri samræmi í því að
Hæstarétti yrði búin þar starfsaðstaða áfram.
Það er ólíklegt annað en að það mætti leysa húsnæð-
ismál forsætisráðuneytisins í miðbænum, þó að
Hæstiréttur fengi safnahúsið. Undir það ráðuneyti,
sem er efnahagsráðuneyti, heyrir Þjóðhagsstofnun.
Sú stofnun býr vel í húsnæði Seðlabanka íslands.
Væri þar ekki möguleiki að koma skrifstofuhaldi for-
sætisráðuneytisins fyrir, jafnvel þó að stjórnarráðs-
húsið við Lækjartorg yrði áfram fundarstaður ríkis-
stjórnarinnar?
Það er mál til komið að beina sjónum að því að halda
við eldri húsum og gefa þeim nýtt hlutverk í stað þess
að rjúka til, reka puttann upp í loftið, sem frægt er, og
byggja nýtt húsnæði fyrir ómældar fjárhæðir, þegar
víða er fyrir hendi húsnæði sem mætti nýta.
Þetta á að sjálfsögðu við í fleiri tilfellum en þeim,
sem nefnd voru hér í sambandi við húsnæði fyrir
Hæstarétt.
Breytt stefna í þessum efnum snertir ekki aðeins
fjármálalegu hliðina, þetta er einnig umhverfismál
og menningarmál.
Dagur að kveldi kominn
Stórblaðið Dagur á Akureyri,
sem einkum gefur sig út fyrir
að flytja fréttir af viðburðum í
bæjarlífi Akureyrar, birtir á
fréttasíðu sl. föstudag sam-
setning sem markar tímamót í
íslenskri fjölmiðlasögu. Sam-
setning þennan ritar einhver -
ÞH, sem trúlega er Þröstur
Haraldsson, áður kenndur við
Þjóðviljann og sósíalisma. Ætl-
unarverk hans er augljóslega
það eitt að sverta dagblaðið
Tímann, fréttaflutning þess og
blaðamenn. Óhætt er að full-
yrða að önnur eins lágkúra
hefur ekki sést í íslensku dag-
blaði lengi.
í vöm fyrir hvcm?
Umræðuefni samsetningsins í
Degi er frétt, sem Tíminn birti
sl. fimmtudag, þess efnis að
fjölmargir þeirra, sem tengd-
ust umfangsmiklu fíkniefna-
máli, tengdust jafnframt
ákveðinni listamiðstöð í bæn-
um sem bæjarfélagið hefur að
stórum hluta með að gera.
Þessi tengsl eru óvefengjan-
Iega fréttnæm og þau voru
staðfest af rannsóknarlögregl-
unni, eins og fram kom í frétt
Tímans. Af einhverjum ástæð-
um hentar það ekki Degi að
upplýsingar um þetta fíkni-
efnamál komi fram á prenti, og
því kýs blaðið að fela blaða-
manni sínum það verkefni að
vefengja frétt Tímans og gera
hana tortryggilega. Illskiljan-
legt er hvern Dagur vill verja
með því að fela upplýsingar um
þetta mál, og varla getur það
verið að viðkomandi blaða-
maður sé að taka upp hansk-
ann fyrir einhverja persónu-
lega vini sína. Undirritað-
ur man ekki eftir öðru
dæmi um það að fjölmiðill
taki upp frétt annars fjöl-
miðils með þessum hætti,
vitni í hana og fullyrði síðan í
fyrirsögn að hún sé „söguburð-
ur blaðsins". Fyrir þá á Degi er
það ekki einu sinni aðalatriði
hvort tengsl eru milli Listag-
ilsins og fíkniefnamálsins,
heldur er það aðalatriði að
frétt í Tímanum sé röng!
Frétt um frétt
I Degi segir m.a.: „Varla þarf
að tíunda það fyrir Akureyr-
ingum hversu miklar sögu-
sagnir hafa verið á kreiki um
hassmálið. Nú er Tíminn bú-
inn að leggja fram sinn skerf,
því að sögn rannsóknarlög-
reglumannsins sem ræddi við
blaðamann Tímans þá er eng-
inn fótur fyrir því að hann hafi
staðfest eitt eða neitt í því
samtali." Dylgjurnar í garð
Tímans eru ótrúlegar í þessari
málsgrein og fréttamatið að
sama skapi einkennilegt. Ef
það var tilgangur Dags á Akur-
eyri að ganga úr skugga um
hvort frétt Tímans væri rétt
eða ekki, í þeim tilgangi að
skrifa sjálfir frétt um þetta
fíkniefnamál, var sjálfsagt að
hringja í rannsóknarlögreglu-
manninn. En úr því að fíkni-
efnamálið var slíkt aukaatriði
og aðalatriðið var að skrifa
frétt um frétt Tímans, hefði
það verið sjálfsagt, eðlilegt og
skylt, að viðkomandi blaða-
maður á Degi spyrðist líka fyr-
ir um það á Tímanum hvers
vegna blaðið birti fréttina. Það
gerir hann ekki, en fer að fjasa
eitthvað um að óþarfi sé að tí-
unda allar kjaftasögurnar sem
gangi á Akureyri um málið!
Þetta er vitaskuld ekkert ann-
að en auðvirðilegur atvinnu-
rógur samkeppnisaðila, auk
þess að vera svívirðing á a.m.k.
tveimur af sex siðareglum
blaðamanna! Ef Dagur hefði
leitað upplýsinga hjá Tíman-
um, hefði hann fúslega fengið
þær upplýsingar að staðfesting
rannsóknarlögreglunnar er til
hljóðrituð á blaðinu, en auð-
vitað hefðu slíkar upplýsingar
skert möguleika Dags til að
rægja blaðamenn Tímans.
Það, sem gerir hins vegar allt
þetta mál enn verra, er að síð-
degis á fimmtudag átti undir-
ritaður samtal við fréttastjóra
Dags út af allt öðru tilefni, og
barst þá umrædd frétt Tímans
í tal og það að vegna fréttar
Tímans hygðist Dagur vera
með frétt um málið daginn
eftir. Undirritaður tjáði þá
fréttastjóra Dags að talsvert
hafi verið hringt til blaðsins
vegna fréttarinnar, einkum af
fólki sem vildi fá að vita hvaða
listamenn um væri verið að
ræða, en Tíminn stæði full-
komlega við sína frétt og hana
væri ekki hægt að vefengja.
Fréttastjóri Dags lýsti engum
efasemdum um frétt Tímans í
þessu samtali, raunar þvert á
móti. Þess vegna er það í raun
enn alvarlegra að blaðið skuli
leggjast svo lágt sem raun ber
vitni, vitandi að Tíminn var
tilbúinn til að standa við frétt-
ina.
Óvönduð blaða-
mennska
Blaðamennska af því tagi,
sem virðist stunduð á Degi, er
sem betur fer ekki almenn.
Flestir vanda betur til upplýs-
ingaöflunar og fæstir eru eins
áfjáðir í að hlaða fréttir sínar
gildisdómum.
Ástæðulaust er að eltast að
ráði við aðrar fullyrðingar í
samsetningi þeirra Dags-
manna. Enda ber allt að sama
brunni, hvort sem það eru út-
úrsnúningar og textaskýringar
blaðamanns á ummælum
höfðum eftir bæjarstjóra Ak-
ureyrar í frétt Tímans eða við-
tal við sármóðgaðan lista-
mann sem sagðist ekkert skilja
í „hvað Tímanum lægi til með
þessum skrifum". Seinna um
daginn birtist viðtal í DV við
þennan sama lista-
mann, í frétt sem er
samhljóða Tímafrétt-
inni en með ýmsum við-
bótarupplýsingum. Þá
er listamaðurinn hættur að
vera hneykslaður á Tímanum,
en er orðinn hneykslaður á
listamönnum í Samtökum í
Listagili: „Sem formaður fé-
lagsins lít ég mjög alvarlegum
augum á þetta mál, enda er
það, eins og gefur að skilja,
ekki á stefnuskrá félagsins að
félagar þess séu flæktir í lög-
brot“!
Á -ÞH nú að rægja
DV líka?
Ætla yfirmenn ritstjórnar
Dags að fela -ÞH að skrifa ann-
an samsetning til að gera frétt
DV tortryggilega? Vonandi
gera þeir það ekki og snúa sér
að því að gera eitthvað af viti.
Satt best að segja er erfitt að
átta sig á hvað það er sem
Dagsmönnum gengur tii með
svona skrifum. Raunar hefur
mátt merkja fjandsamlegan
tón frá ritstjóra blaðsins í garð
Tímans, þegar hann hefur ver-
ið að miklast af því að Dagur
sé ekki flokksblað, eins og t.d.
kom fram í minningargrein
hans um Þjóðviljann sáluga
sem birt var í DV á sínum
tíma. Vera kann að Dagur sé
ekki flokksblað (þó einhver
kynni að velkjast í vafa, ef
hann fer að skoða fjármögnun
blaðsins), en miðað við það,
sem þeir virðast kalla frétta-
flutning, er alveg ljóst að Dag-
ur er þess konar blað sem fæst
íslensk blöð vildu líkjast. - BG