Tíminn - 24.03.1992, Síða 5
Þriðjudagur 24. mars 1992
Tíminn 5
Þórarinn Þórarinsson:
Veiðileyfagjald leiðir til gengislækkunar
Menn virðast nokkum veginn sammála um tvær staðreyndir í
sambandi við sjávarútveginn. Önnur er sú, að hann sé megin-
undirstaða efnahags þjóðarinnar, þaðan sé stærsti hluti þjóðar-
teknanna runninn. Hin er sú, að allt að því helmingur eða jafn-
vei meirihluti þeirra fyrirtækja, sem stunda fiskveiðar eða fisk-
vinnslu, séu rekin með tapi, sum verulega miklu.
Menn deila um hvernig eigi að
tryggja þessum fyrirtækjum nægar
tekjur, eða með öðrum orðum líf-
vænlegan rekstrargrundvöll.
Einn flokkur telur sig þó sjá auð-
velda leið til þess. Hún er fólgin í
því að leggja á sjávarútveginn auð-
lindaskatt, öðru nafni veiðileyfa-
gjald.
Gallinn á þessari tillögu er sá, að
tapið, sem fyrir er hjá þeim fyrir-
tækjum, sem rekin eru með tapi,
verður ekki nema að litlu leyti greitt
með þessum skatti, heldur eykur
hann tapið sem skattinum nemur.
Þess vegna krefst þessi skattur
nýrrar tekjuöflunar til að greiða tap-
ið, sem eykst vegna skattsins. Að
óbreyttu útflutningsverði og afla-
brögðum, er ekki hægt að vænta
aukinna tekna úr þeirri átt.
Hér er vart að vænta annarra tekna
nema gengið verði til gengisfelling-
ar, eða gripið til hins gamla úrræðis
krata og sjálfstæðismanna á tímum
viðreisnarstjómarinnar að haga
skráningu krónunnar þannig að
sjávarútvegurinn sé rekinn halla-
laust, án styrkja og bóta.
Með öðrum orðum: Auðlindaskatt-
ur eða veiðileyfogjald verður ekki
lagt á nema gengi krónunnar sé fellt
samtímis.
Allir vita hvemig þetta úrræði
reyndist viðreisnarstjóminni. Það
leiddi til óðaverðbólgu, stórfellds at-
vinnuleysis og landflótta. Það að
leggja á veiðileyfagjald er því ekkert
annað en gengisfelling.
Rétt er að geta þess, að sá maður
sem að áliti Jóns Baldvins er helsti
sérfræðingur Alþýðuflokksins í sjáv-
arútvegsmálum, Þröstur Ólafsson,
hefur bent á annað úrræði. Það er
að láta þau sjávarútvegsfyrirtæki,
sem rekin em með tapi, fara sömu
leiðina og Kron og verða gjaldþrota.
Þá muni aflast nóg á þau skip sem
eftir verða.
Það ætti ekki að þurfa mikla íhug-
un til þess að gera sér grein fyrir að
veiðileyfagjald leysir ekki vanda
sjávarútvegsins heldur eykur hann.
Sjávarútvegurinn verður að leita
Þröstur Ótafsson
annarra úrræða en þeirra, sem Al-
þýðuflokkurinn berst íyrir. En
veiðileyfaskatturinn getur samt
verið skammt undan. Stór hluti
Jón Baldvin Hannibalsson.
hins stjómarflokksins með Mbl. í
fararbroddi virðist vera að gera auð-
lindarskatt að trúarsetningu.
Höfundur er fýrrum ritstjóri Tlmans.
Björn S. Stefánsson:
Rétturinn til að velja og hafha
Með aðild að EES gæti það orðið hlutverk ÞÓ eða skoðanabróð-
ur hans að fara til höfuðstöðva EES til að rökstyðja aðgerðir í
byggðamálum hér á landi. Þar hljóta að vera tiltækar skýrslur
sem sýna að það eru öfugmæli að telja ísland einangrað, land sem
hefur hlutfallslega meiri utanríkisviðskipti en flest ríki heims.
Þar láta menn ekki heldur segja sér að ísland skerí sig úr öðrum
ríkjum svæðisins með lítinn hlut markaðsbúskapar, um það bera
vott margvíslegar skýrslur. Hins vegar yrði verra fyrír menn þar
að meta þá skýríngu á aðgerðum íslendinga í byggðamálum að
þær séu byggðar á hugarfóstrí félagsskapar sem varð til fyrir 90
árum. Menn kynnu að spyija nánar um þann félagsskap og þá
kæmi í ljós að hann starfar núorðið mest að íþróttum og afþrey-
ingu ungmenna. Ég hygg að það þyrfti talsvert annan málflutning
þar ytra til að fá aðgerðir í byggðamálum samþykktar. Eitt megin-
skilyrði er það að ástand mála í viðkomandi byggðarlagi sé tals-
vert miklu lakara en hér hefur veríð nokkurs staðar undanfarna
áratugi. Sumum líkar það vel, en öðrum miður.
Almennast er í umræðu að líta á
EES-samninginn með samanburði
við aðild íslands að Fríverzlunar-
bandalagi Efrópu og fríverzlunar-
samning íslands við Efrópsku sam-
félögin. Þegar umræðan er á því
stigi má benda á að nú þegar selja
íslendingar hraðfrystar afurðir toll-
frjálst til allra EES- ríkja og ekki er
heldur lagður tollur á fullunnar
sjávarafurðir. Tollur er hins vegar á
nokkrum lítt unnum sjávarafurð-
um.
Varðandi tækifæri íslendinga til
að reka fyrirtæki í ES-ríkjum getur
óbreyttur útvarpshlustandi komizt
að því að íslendingar athafna sig nú
þegar á EES-samningsins með ým-
is fyrirtæki í Bretlandi. Þar er því
engin fyrirstaða. í umræðu á þessu
stigi á við að spyrja hvemig raun-
vemlegar landhelgisvamir íslend-
inga fái til lengdar staðizt í félags-
skap þar sem aðalreglan er að fyrir-
tæki fái að starfa hvar sem er og við
hvað sem er, óháð því hverjir eiga
það.
Aðrir leggja málið fram eins og
þeir séu að boða siðaskipti. Fremst-
ir þar eru utanríkisráðherra og
Þröstur Ólafsson (ÞÓ), sem hann
hefur ráðið sér til aðstoðar. Rök-
semdafærsla þeirra er eins og rök-
semdafærsla trúboða, eins og vel
kom fram í greinaflokki ÞÓ.
Hvernig er röksemdafærsla trú-
boða? Hann telur sig koma fram
fyrir hönd þeirra afla sem hljóta að
sigra heiminn. Hann leggur
áherzlu á að menn þori að kasta sér
á djúp trúarinnar. Hann lofar fólki
nánu samfélagi í stað einsemdar og
einangmnar. Þessi þrjú atriði em
kjarninn í þremur greinum ÞÓ.
Trúboðar láta hugtök fá nýtt gildi.
Það sem kallað hefur verið forræði
eigin mála, kallar ÞÓ einangmn.
Til þess að fá trúboða niður á jörð-
ina verður að taka raunhæf dæmi.
Ég dreg fram tvö mál, þar sem ís-
lenzk lög veita viðkomandi forræði
til að velja sér æskilega þátttakend-
ur en hafna öðmm. Þar kemur
fram að slíkt forræði er ekki ein-
angmnarstefna. Eins og í síðustu
grein er ég svo heppinn að eiga í
fómm mínum grein til skýringar,
sem ekki fékk rúm á síðum Morg-
unblaðsins. Hún hefur haldið gildi
sínu, þótt ég hafi sent blaðinu hana
fyrir jól 1991. Á eftir henni ber ég
saman stjómlag íslendinga við
stjómlag Efrópsku samfélaganna
að því er varðar réttindi manna til
starfa og atvinnurekstrar.
Breytingar á lögum
um hlutafélög
í lögum um hlutafélög em
ákvæði, nýstaðfest af Alþingi, sem
setja hömlur á ráðstöfunarrétt
manna yfir eignum sínum. í 19. gr.
er leyft að ákveða í samþykktum
„að við eigendaskipti að hlutabréfi,
önnur en við erfð eða búskipti,
skuli hluthafar eða aðrir hafa for-
kaupsrétt." í 20. gr. er leyft að
ákveða „í samþykktum að veðsetn-
ing, sala eða annað framsal á hlut-
um megi einungis fara fram með
samþykki félagsins," en þó má ekki
skv. 18. gr. „leggja hömlur á við-
skipti með almenn hlutabréf milli
íslenzkra aðila í hlutafélögum, þar
sem hluthafar em 200 eða fleiri."
Eignarréttarákvæði
stjórnarskrárinnar
Séreignaríyrirkomulagið er einn
af hornsteinum íslenzkrar stjóm-
skipunar og án þess gæti frjálst
markaðskerfi ekki þrifizt. Eignar-
rétturinn er varinn í 67. grein
stjómarskrárinnar, en þar segir
orðrétt: „Eignarrétturinn er frið-
helgur. Engan má skylda til þess að
láta af hendi eign sína nema al-
menningsþörf krefji; þarf til þess
lagafyrirmæli og komi fullt verð
fyrir.“ Þetta stjórnarskráratkvæði
verndar þá meginreglu að mönn-
um sé frjálst að ráðstafa eignum
sínum með þeim hætti sem þeir
telja heppilegast, enda fori það ekki
í bága við „almenningsþörf" eða
lögvarin réttindi manna.
I lögfræði hefur eignarrétturinn
verið skilgreindur sem einkaréttur
ákveðins aðila yfir tilteknum lík-
amlegum hlut innan þeirra marka
sem þessum rétti em sett í lögum.
Einstaklingar geta öðlazt réttindi
yfir eignum eða eignazt hluti með
ákveðnum hætti, svo sem með
kaupum eða við erfðir. Það er
frumforsenda séreignarskipulags-
ins að eignir geti gengið kaupum
og sölum. Að öðrum kosti er sér-
eignarskipulagið ekki sá aflvaki
sem til er ætlazt. Ef einstaklingar
geta ekki hindrunarlaust selt eign-
ir sínar, verða eignirnar fljótt byrði
EES-samnmg-
urinn III
eða kvöð á viðkomandi og raun-
hæft verðmat á eignum er úr sög-
unni.
Stjómum hlutafélaga
falið víðtækt vald
Hvers vegna lét Alþingi slfk lög frá
sér fara? Er ekki sú hindrun, sem
er í þeim, óeðiileg? Er ekki stjórn-
um minni hlutafélaga falið of víð-
tækt vald til þess að hindra að ein-
staklingar geti selt eignarréttindi?
Ekki er sett neitt skilyrði um með
hvaða rökum stjórn hlutafélags
getur bannað eiganda að selja hlut
sinn. Kallar þetta íyrirkomulag
ekki á spillingu þar sem einstak-
lingunum, sem sitja í stjórnunum,
er gert mögulegt að stjórna því
hverjir kaupa hlutina og hverjir
ekki? Geta ekki hlutafélagsstjórn-
armenn eða lagsmenn þeirra söls-
að undir sig heilu hlutafélögin?
Um jarðalög
Það, sem hér segir um ákvæði
laga um hlutafélög, eru raunar rök
Gunnars J. Birgissonar lögmanns
um jarðalög í greininni „Nauðsyn-
legar breytingar á jarðalögum" í
blaðinu 11. desember, þar sem
hann mælir með frumvarpi Frið-
riks Sophussonar og Geirs H. Ha-
arde. (Sumu hef ég þó breytt í
spurnarform.) Þeir leggja þar til að
fella brott ákvæði þess efnis að
ekki megi selja jarðir utan þéttbýl-
is nema með samþykki sveitar-
stjórnar og jarðanefndar og að fella
niður forkaupsrétt sveitarfélaga
við sölu jarða.
Það kemur sem sagt í ljós að sams
konar hömlur eru á sölu hluta-
bréfa. Hvaða ástæður eru til að hafa
slíkar hömlur á sölu hlutabréfa?
Með þeim er komið í veg fyrir að sá
komist til áhrifa í félaginu sem
menn geta óttazt að spilli félags-
anda. Þannig má halda sundurvirk-
um aðilum frá sem hafa önnur
markmið en stjómin ætlar félag-
inu. Sá, sem ekki fær að selja slík-
um aðila hlut sinn, á rétt á fullum
bótum og eins er með forkaupsrétt
félágsins, að þar fær seljandi að
fullu það sem honum hafði verið
boðið, þótt úr annarri hendi sé.
Ákvæði jarðalaga um sölu jarða
hafa sömu eigindi. Sveitarstjórn
getur með því varazt þá sem gætu
spillt sveitaranda. Það voru tæki-
færi búlausra til að eignast jarðir
til orlofsdvaiar sem var mál GJB.
Vonandi telja flestir orlofsgestir
það nokkurs um vert að vel fari á
með þeim og sveitarmönnum.
Þegar sveitarfélag neytir ekki for-
kaupsréttar á jörð, hefur það á
vissan hátt boðið nýju eigendurna
velkomna. Forkaupsrétturinn
hreinsar því andrúmsloftið.
Það er að skjóta yfir markið að
tala hér um freísisskerðingu, hvort
heldur það eru hlutafélög eða
jarðalög, og eitthvað mætti fmna
sér fyrr til málflutnings en að
halda því fram að hömlur hlutafé-
lagalaganna brjóti gegn ákvæði í
stjórnarskránni.
Frelsis njóta menn bezt í sam-
hentum félagsskap. Reglur tryggja
oft frelsistilfinningu. Þetta þekkj-
um við sem starfað höfum í sveit
skáta. Þar er ekki allt leyft, heldur
ýmsar reglur og finnst skátum þeir
eigi að síður vera frjálsir í góðum
skátaanda. Eins er það í sveitum
landsins, að mönnum finnst þeir
frjálsari ef þar tekst að halda góð-
um félagsanda með því m.a. að fá
tækifæri að meta nýja félaga og
bægja þeim frá sem þykja varasam-
ir. Menn eru frjálsir að mynda með
sér hlutafélög, en það frelsi væri
minna virði ef menn réðu ekki
hverjir skipast í félagsskap með
þeim. í fjölmenni skiptír minna
máli hver kemur í stað hvers, enda
gilda ofangreindar hömlur hvorki
um fasteignakaup í fjölmenni bæj-
anna né um hlutafélagakaup í fjöl-
mennum hlutafélögum.
Þetta kann ýmsum að þykja sjálf-
sagt. Samt þarf að hafo um það
orð, þegar komnir eru til áhrifa og
valda siðskiptafrömuðir sem
breyta merkingu orða í boðun
sinni. Það er ekki löngun til ein-
angrunar sem vakir fyrir mönnum
að setja framangreind ákvæði í
hlutafélagalög og jarðalög. Það
eyðir tortryggni gagnvart nýlið-
um, ef þeir sem fyrir eru fá að meta
það hvort þess sé að vænta að þeir
bæti félagsskapinn, en spilli hon-
um ekki. Það er margt f löggjöf
landsins um rétt útlendinga til
starfa og búsetu sem veitir stjóm-
völdum rétt til að velja og hafna.
Með því má koma í veg fyrir margt
ófriðarefni og árekstra við hags-
muni þeirra sem fyrir eru. Það er
ekki einangrunartilhneiging sem
ræður þar, heldur skilningur á því
að farsælast er að geta ráðið ferð-
inni, en láta ekki ganga yfir fólk
röskun á högum þess án þess að
það fái neinu ráðið. EES- samn-
ingurinn skerðir þennan rétt
stjórnvalda á ýmsan hátt. Það má
oft læra af öðrum þjóðum. Mér
þykir trúlegt að Efrópsku samfé-
lögin geti lært ýmislegt í þessu
efni af íslendingum. Framtíð
þeirra yrði vafalaust farsælli ef
sveitarstjórnir þar, héraðsstjómir
og landstjórnir fengju rétt til að
velja sér nýja liðsmenn (atvinnu-
rekendur og starfsmenn) og hafna
öðmm samkvæmt ástæðum á
hverjum stað og hverjum tíma.
Það kynni að koma í veg fyrir
margt ófriðarefni meðal almenn-
ings að hafa slíka reglu að íslenzk-
um hætti.
Höfundur rannsakar þjóöfélagiö.