Tíminn - 24.03.1992, Qupperneq 6
6 Tíminn
Föstudagur 6. mars 1992
B-keppnin í handknattleik í Austurríki:
Ísland-Noregur 20-21 (12-12)
Eftir tvo auðvelda sigra, á Belgum
og Hollendingum, lágu íslensku
strákamir gegn skemmtilegu liði
Norðmanna. íslendingamir, sem
virkuðu taugaóstyrkir allan tímann,
náðu sér aldrei almennilega á strik,
ef frá em taldir tveir leikkaflar í
byrjun fyrri hálfleiks og á kafla í
síðari hálfleik.
íslenska liðið hóf leikinn vel, og
lofaði byrjunin góðu, og komst
tveimur mörkum yfir, en eftir að
staðan var orðin 3-1, þá varð leikur-
inn að tómu basli fyrir íslenska liðið
það sem eftir lifði leiksins. Jafnt var
í hálfleik og komu Norðmenn feikn-
arlega ákveðnir til síðari hálfleiksins
og náðu fjögurra marka forskoti
strax. Þegar svo var komið, fór ís-
lenska liðið að leika dálítið ágengari
varnarleik og tókst af harðfylgi að
jafna leikinn. Lokasekúndur leiksins
voru röð mistaka, sem gerðu það að
verkum að leikurinn tapaðist með
einu marki.
Það er alveg Ijóst að þetta tap fyrir
Norðmönnum er töluvert áfall fyrir
Ísland-Noregur 20-21 (12-12)
Mörk Misheppnuð Bolta Stod- Bolti
skot tapað sendingar unninn
Júlíus Jónasson 5 2 2 0 1
Kristján Arason 0 1 0 0 0
Héðinn Gilsson 2 3 1 í 0
Gunnar Gunnarsson 2 2 1 í 0
Konráð ólavsson 0 1 0 0 0
Sigurður Sveinsson 5 2 1 2 0
Geir Sveinsson 3 1 0 2 0
Valdimar Grímsson 2(2v) 3 0 0 0
Bjarki Sigurðsson 1 0 1 0 0
Birgir Sigurðsson 0 0 0 0 1
Samtals 20 15 6 0 0
Bergsveinn Bergsveinsson Guðmundur Hrafnkelsson Kom ekki inná
Útafrekstur: fsland 6 mínútur
Noregur 8 mínútur
landsliðsstrákana, en mótið er langt ið á að leika á morgun gegn Pólverj-
frá því að verða búið og möguleikar um.
liðsins eru ennþá fyrir hendi, en lið- -PS
Ísland-Belgía 25-16 (11-4)
Mörk MUheppnuð skot Bolta tapað Stoð- sendingar Bolti unninn
Júlíus Jónasson 0 0 í i 0
Valdimar Grímsson 8(3v) 3 1 0 0
Gunnar Andrésson 5 0 0 í 0
Sigurður Bjamason 5 2 í í 1
Konráð Ólavsson 2(lv) 6 2 í 0
Bjarki Sigurðsson 1 3 1 3 0
Kristján Arason 1 0 0 2 1
Geir Sveinsson 0 1 0 0 0
Birgir Sigurðsson 3 1 1 0 1
Sigurður Sveinsson 0 0 0 0 0
Samtals Bergsveinn Bergsveinsson Guðmundur Hrafnkelsson 25 16 7 9 3
Útafrekstur: ísland 6 mínútur
Belgía 8 mínútur
Alfreð Gíslason:
„Ég er ekki
mjög ánægður“
„Ég er náttúrlega ekki mjög ánægð-
ur með úrslitin. Mér fannst vörnin
klikka dálítið mikið og Norðmenn-
irnir gerðu alltof mikið af auðveld-
um mörkum. Hún gerði alltof mikið
af því að treysta á að blokkera skot-
in, sem gerðist ekki of oft, í stað þess
að vinna meira á miðjunni og fara
þá í menn og brjóta á þeim. Sóknar-
leikurinn var ekki nógu góður, enda
dæmigerður leikur þar sem mikil
taugaspenna ræður ríkjum. Hins
vegar var mikið stólað á hraðaupp-
hlaupin, því þegar Norðmennirnir
skutu á markið þá voru bæði horna-
mennirnir og bakverðir farnir, og af
þeim sökum náði íslenska liðið ekki
neinum fráköstum eftir að Berg-
sveinn hafði varið, en hann varði
mjög vel í leiknum, sérstaklega í
seinni hálfleiknum.
Leikurinn í heild sinni var svona
miðlungsleikur, nema það var of
mikið af mistökum. Þá voru mistök-
in í lokin alveg óþarfi; t.d. þegar
Norðmenn gerðu sigurmarkið, þá
átti bara að brjóta og láta sekúnd-
urnar líða. Það hefði kannski kostað
mann útaf, en þess í stað hefðu þeir
einungis fengið fríkast á móti varn-
arveggnum. Norðmennirnir voru
ámóta og ég bjóst við. Pólverjar eru
næstir og það er eins og hver annar
leikur sem verður að vinnast, og ég
er ekkert svo svartsýnn á þann leik
og framhaldið."
Guðmundur Guðmundsson:
nógu sannfærandi"
„Byrjunin í leiknum lofaði góðu,
mér fannst íslensku strákarnir
ákveðnir og spiluðu nokkuð vel. En
fljótlega datt botninn úr því og það
sem mér fannst að, var að varnar-
leikurinn var alls ekki nógu góður
og ekki nógu sannfærandi og fengu
leikmenn norska liðsins að koma of
nálægt vörninni. Mér finnst að þeg-
ar varnarmaður fer á annað borð út
á móti leikmanni, þá verður hann að
taka hann og brjóta á honum og er
síðasta markið dáiítið dæmigert íyr-
ir vörnina. Þeir eru örlítið of seinir
og ná ekki að komast í snertingu við
sóknarmennina. Varnarleikurinn
batnaði þó til muna í síðari hálfleik,
þegar Erland var klipptur út. Það sló
Norðmenn útaf laginu og við hefð-
um kannski átt að nýta okkur það
betur. Hvað sóknarleikinn varðar, þá
fannst mér hann fyrst og fremst
byggjast upp á einstaklingsframtaki
og það var mjög lítið um leikkerfi.
Þá nýttust hornamennirnir illa. Mér
fannst ég sjá sömu kerfm sem voru í
gangi í hinum leikjunum, en hins
vegar verðum við að líta á það, að
það getur verið að leikstfll Þorbergs
sé ekki sá að keyra jafn stíft á leik-
kerfum og Bogdan gerði á sínum
tíma. Mér fannst markvarslan góð í
leiknum, Sigurður Sveinsson átti
góða kafla og hélt liðinu á floti á
tímabili. Einnig var Júlíus Jónasson
mjög góður, kom sterkur inn í síðari
hálfleikinn, en hefði mátt koma fyrr.
íslenska liðið getur leikið mun bet-
ur og ég vona að þeir nái að berja
þetta saman fyrir leikinn gegn Pól-
verjum."
Guðjón Guðmundsson:
„Leyfum þeim
aö klára mótið"
„Þetta var erfitt, eins og við mátti
búast, eftir að tveir síðustu leikir
voru náttúrlega léttir og nánast
spaug, þá yrðu þeir þrír næstu erfið-
ir. Það var reynslan með Noreg. Það
hafa ýmsir hér á landi verið að gaspra
um það að Norðmenn væru eitthvað
létt verk. Þessir sömu kverúlantar
hafa í gegnum árin afskaplega lítið
séð af alþjóðlegum handknattleik.
Þessir kverúlantar hafa alltaf komið
fram þegar ísland hefur tapað í gegn-
um árin, til að reyna að finna söku-
dólga: þjálfarinn er ekki nógu góður,
leikmennimir eru ómögulegir og þar
fram eftir götunum. En ég vil segja
við þessa sömu kverúlanta, að í guð-
anna bænum að hafa vit á því að
þegja og leyfa strákunum að klára
mótið. Ef við höfum ekki trú á þeim
hérna heima, þá er alveg eins gott að
pakka niður og halda heim. Staðan í
dag er sú að Norðmenn eru með
mjög frambærilegt lið, sem við töp-
uðum fyrir í dag. Strákamir náðu
ekki að sýna sinn besta leik, vamar-
leikurinn var mjög óöruggur framan
af leiknum og sóknarleikurinn hikst-
aði, en það þarf ekki að koma neinum
á óvart að lenda í erfiðleikum gegn
Norðmönnum, því þeir em með
mjög frambærilega leikmenn og í
byrjunarliði em síst lakari leikmenn
en í því íslenska. Úrslit leiksins vom
hins vegar gífurleg vonbrigði. Menn
virtust vera taugatrekktir og mótlæt-
ið í síðari hálfleik, þegar Norðmenn
náðu fjögurra marka forystu, varð
liðinu að falli. Þá komu ótímabær
skot og illa agaður leikur varð dýr-
keypt undir lokin. Mér fannst Geir
Sveinsson bestur hjá okkar mönnum
og þá stóð Júlíus Jónasson vel fyrir
sínu, aðrir leikmenn léku undir getu
og ollu dálitlum vonbrigðum."
Hilmar Björnsson:
„Varð fyrir
vonbrigöum"
„Ég varð nú fyrir dálitlum vonbrigð-
um með íslenska liðið og útfærslu
þess á leiknum. Vörnin var slök og
Norðmennimir gerðu 90% af mörk-
unum í gegnum miðjuna, nánast óá-
reittir. Vamarmennimir voru að
vinna alltof mikið einir og þá töpuð-
um við fjölmörgum fráköstum. Það
vom góðir taktar í sóknarleiknum,
en hann flaut ekki nógu vel. Það kom
fyrir í tvígang leikkerfi, þegar Gunn-
ar Gunnarsson kom aftur fyrir skyt-
turnar báðum megin og það opnaði
mjög vel norsku vörnina, en eins ég
sagði áðan, þá flaut spilið ekki nógu
vel og sóknarleikurinn hikstaði alltof
mikið. Leikkerfin komust aldrei í
gang og mikið af mörkunum em ein-
staklingsmörk, eins og mörkin sem
Siggi Sveins gerir. Hraðaupphlaup
sáust ekki mikið, en Norðmennimir
léku þetta mjög skynsamlega og gáfu
ekki möguleik á þeim. í sjálfu sér var
þetta ekki mjög slæmur leikur, en
þeir eiga að geta miklu betur. Norska
liðið kom mér á óvart, þeir vom
frískir og léku af mun meiri skyn-
semi en við. Ég held að þessi leikur
hafi verið gerður of stór fyrir dreng-
ina og það myndaðist mikil tauga-
spenna út af honum. Þetta var með^
alleikur og við hefðum þurft að ná
betri leik, en heppnin var með Norð-
mönnunum. Mér finnst hæpið að
taka út einhvem leikmann sem besta
leikmenn, en menn vom að taka góð-
ar rispur. Ég sé ekki að það þurfi að
vera neikvætt hljóð í mönnum, þó
svona hafi farið á móti Norðmönn-
um. Þetta er langt frá því að vera bú-
iö og það á að keyra á þetta. Við eig-
um alveg að vinna Pólverja, við
þekkjum öll þessi lið, sem við emm
að leika við, þannig að það er aðeins
spurning um dagsformið."
Geir Hallsteinsson:
„Vítaverður
klaufagangur"
„Sigurinn gat nú lent hvom megin
sem var. Ég hef nú látið hafa eftir
mér að leikurinn við Norðmenn
væri fyrsta hindrunin og við yfirstig-
um hana ekki. Ég var ekki sáttur við
varnarleikinn, ieikmenn Norð-
manna fengu að leika dálítið lausum
hala og komast nálægt vöminni og
það vantaði að vernda þetta hættu-
svæði, sem er þegar skyttur em
komnar inn fyrir punktalínu. Það
var ekki gengið nógu fast í skyttum-
ar þeirra og þeir fengu að skora allt-
of mörg mörk á þennan hátt. Þá var
þetta alveg vítaverður klaufagangur
á lokasekúndum leiksins, við vomm
með boltann og leikinn í hendi okk-
ar. Svona reynslumikið lið á ekki að
klúðra svona löguðu. Mér fannst dá-
lítið athyglisvert hvað skyttumar
hjálpa lítið hornamönnum og þá
sýnist mér kerfin ekki vera byggð
upp á það að opna fyrir hornamenn-
ina, eða að minnsta kosti nýttist það
ekki í þessum leik. Það er alveg ljóst
að þegar við höfum þetta sterka
hornamenn, þá verða skyttumar að
athuga sinn gang og hjálpa meira.
Varðandi markvörsluna í leiknum,
þá er alveg ljóst að hún var ekkert
sérstök, hvorki hjá íslendingum né
Norðmönnum. Það er alveg greini-
legt að Norðmönnum hefur farið
fram í handknattleiknum. Svona
leikir verða aldrei góðir og hand-
boltinn í leiknum var ekkert sér-
stakur, enda mikið í húfi.“