Tíminn - 24.03.1992, Qupperneq 12
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300
HEIÐI
BILAPARTASALA
Varahlutir í árgerðir '74-'87
Ýmsar smáviðgerðir
^aupi bíla til niðurrifs
HEIÐI • BÍLAPARTASALA
Flugumýrl 18D • Mosfellsbæ
Sfmar 868138 & 667387
I
yu HÖGG-
> DEYFAR
Verslið hjá fagmönnum
varahlutir
ÍL Hamrsböfða 1 - s. 67-67-44 S
ÞJONUSTA
MÁLARAR
geta bætt við sig
málningarvinnu úti sem inni
Vönduð og góð vinnubrögð
Sími670269
ÞÉTTING OG KLÆÐNING
ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 1992
Snyrti-
hús við
Gullfoss
Verið er að leggja síðustu hönd á
ferðamannaafdrep við Gullfoss í
Biskupstungum. Húsið er reist í
samvinnu Ferðamálaráðs og
Náttúruverndarráðs. Það er ein-
vörðungu hugsað sem afdrep fyr-
ir ferðamenn og landvörð og þar
verður góð snyrtiaðstaða en hins
vegar engin þjónusta önnur. Hús-
ið er einingahús frá SG eininga-
húsum á Selfossi og er ráðgert að
það verði tilbúið í byrjun maí.
Húsið stendur uppi á vesturbakka
Hvítár í grennd við svonefnt
Steinsholt, um tíu mínútna gang
frá sjálfum Gullfossi og ekki sýni-
legt þaðan.
Tímamynd AJ.
Rekstrarkostnaður VÍS hefur lækkað sem svarar 332 milljónum frá sameiningu:
Afskrifa þurfti 128 m.kr.
vegna vanskila/gjaldþrota
Rekstrarkostnaður Vátryggingafélags íslands (þ.e. greidd laun,
annar rekstrarkostnaður og greidd umboðslaun) hefur farið lækk-
andi ár frá ári, sem hlutfall af iðgjöldum ársins. Árið 1988 nam
þessi kostnaður 27,7% af iðgjöldum hjá stofnfélögum VÍS. Síðan
hefur þetta hlutfall lækkað með hvetju ári, nú síðast úr 23,4% nið-
ur í 19,8% milli áranna 1990 og 1991. Lækkunin frá því fyrir sam-
einingu svarar til 332 milljóna kr. spamaðar í rekstrarkostnaði fyr-
ir síðasta ár. Afkoma félagsins var líka mun betri 1991 en árið á
undan. VÍS náði nær 41 m.kr. rekstrarhagnaði á árinu og ákvað að-
alfundur að greiða hluthöfum 5% arð af hlutafé sínu.
ári.
Eigið fé félagsins var aukið með
útgáfu nýs hlutafjár að nafnverði
150 m.kr. á árinu 1991. Hlutafé
þetta var selt á genginu 2,0 og jók
því eigið fé félagsins um 300 m.kr.
Eftir þessa viðbót er nafnverð
hlutafjár félagsins 430 m.kr. og
bókfært eigið fé VÍS í árslok var
709 milljónir króna. - HEI
Gjaldþrot og greiðsluerfiðleikar
bæði einstaklinga og fyrirtækja
ollu auknum vanskilum hjá VÍS á
árinu. Á aðalfundi kom fram að
þrátt fyrir hertar innheimtuað-
gerðir eru nær 128 milljónir
króna gjaldfærðar í ársreikningi
1991 auk þess sem áður hafði ver-
ið gert ráð fyrir til niðurfærslu og
afskrifta á kröfum af þessum sök-
um. Þessar viðbótarafskriftir á
kröfum svara t.d. til rúmlega 3%
af iðgjöldum ársins.
Iðgjöld ársins voru 4.207 m.kr.,
sem var 21,7% aukning frá árinu
áður. Eigin iðgjöld voru 3.410
m.kr. og jukust enn meira, eða
um 25,4% milli ára.
Eigin tjón jukust minna, voru
3.078 m.kr. sem var 18,9% aukn-
ing milli ára.
Eigin tryggingasjóðir félagsins
námu 4.283 m.kr. í árslok, sem
var 1.005 m.kr. hækkun frá fyrra
Ók bifhjóli
á Ijósastaur
Ungur drengur var fluttur á slysa-
deild eftir að hann hafði ekið léttu
bifhjóli sínu á ljósastaur við Bugðu-
tanga í Mosfellsbæ, laust eftir klukk-
an fjögur í gær. Þegar á slysadeild
var komið kom í ljós að hann var fót-
brotinn. Ekki er vitað um málsatvik.
-PS
Ferðakostnaður upp um 14% eftir stjórnarskiptin:
Ferðaglöð ríkisstjórn
Frá áramótum 1989 hafa ráðherrar og makar þeirra ferðast til út-
landa fyrir um 75,5 milljónir króna. Af þessari upphæð hafa um
28,6 milljónir farið til að greiða dagpeninga til ráðherra og maka
þeirra. Ellefu ráðherrar ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar
ferðuðust að meðaltali fyrir um 63 þúsund krónur á dag. Tíu ráð-
herrar ríkisstjómar Davíðs Oddssonar hafa hins vegar ferðast fyrir
rúmlega 73 þúsund krónur á dag þá 300 daga sem þeir hafa setið í
ráðherrastólunum. Þessi aukni ferðakostnaður hefur orðið þrátt
fyrir að ríkisstjórain lækkaði dagpeningagreiðslur til ráðherra.
í svari við fyrirspum frá Eggerti
Haukdal (Sjfl.) sem lagt var fram á Al-
þingi í vikunni er fjallað um ferða-
kostnað síðustu ríkisstjórnar á árun-
um 1989, 1990 og til stjómarskipta í
lok apríl 1991.
Eins og Tíminn sagði frá í gær er Jón
Baldvin Hannibalsson sá ráðherra
ríkisstjómarinnar sem mest ferðast. í
síðustu ríkisstjóm átti Jón Baldvin
einnig metið, ferðaðist fyrir 12,8
milljónir á tímabilinu. Næstur kemur
Jón Sigurðsson með samtals um 7,8
milljónir, þá Steingrímur Hermanns-
son með 6,5 milljónir, Halldór Ás-
grímsson með 5,5 milljónir, Júlíus
Sólnes með 5 milljónir (Júlíus varð
ráðherra í okt. 1989), Steingrímur J.
Sigfússon með 4 milljónir, Svavar
Gestsson með 4 milljónir, Guðmund-
ur Bjamason með 3,6 milljónir, Ólaf-
ur Ragnar Grímsson með 1,7 milljón-
ir og Jóhanna Sigurðardóttir með
tæplega 990 þúsund. Þá fór Óli Þ.
Guðbjartsson (varð ráðherra í okt
1989) þrisvar til útlanda og dvaldi þar
í 17 daga sem kostuðu tæplega 1,6
milljón. Til samanburðar fór Ólafur
Ragnar 7 ferðir til útlanda og dvaldi
þar samtals í 43 daga á tímabilinu.
Jón Baldvin var 131 dag erlendis á
árinu 1990, en hann hefur staðið í
ströngum samningaviðræðum um
EES og verið formaður ráðherraráðs
EFTA. Sama ár var Júlíus Sólnes er-
lendis í 81 dag og Steingrímur Her-
mannsson í 66 daga. Margoft hefur
verið hneykslast á miklum ferða-
kostnaði Júlíusar Sólnes. Eftirmaður
hans í umhverfisráðuneytinu hefur
þó ferðast meira en Júlíus þá 10 mán-
uði sem hann hefur verið ráðherra.
Ferðakostnaður Júlíusar var um
8.800 krónur á dag að meðaltali.
Ferðakostnaður Eiðs hefur hins vegar
verið um 10.000 krónur á dag að
meðaltali. Eiður mun á næstunni fara
með fríðu föruneyti á umhverfisráð-
stefnu í Rio De Janerio í Brasilíu.
Athygli vekur hve dagpeninga-
greiðslur eru stór hluti af heildar-
ferðakostnaði ráðherra og maka
þeirra, en af 75,5 milljónum fara 28,6
milljónir í dagpeninga til ráðherra og
maka þeirra. Eftir er að greiða skatt af
þessari dagpeningaupphæð. Ráðherr-
ar þurfa ekki að greiða hótelkostnað,
fargjöld eða risnu af dagpeningum.
Það má því líta á svo á að dagpeningar
séu að stærstu hluta launauppbót til
ráðherra. Mjög mismunandi er hvað
ráðherrar fá í dagpeninga, það fer eft-
ir því hvað þeir ferðast mikið. í tíð síð-
ustu ríkisstjómar fengu Jón Baldvin
og eiginkona hans t.d. 4.305 þúsund í
dagpeninga, en Jóhanna Sigurðar-
dóttir fékk einungis 386 þúsund á
þessu tímabili sem telur um 850
daga. Jóhanna hefur alla tíð verið afar
sparsöm hvað ferðalög varðar. Hún
hefur hins vegar ferðast mun meira
eftir að hún tók sæti í ríkisstjóm Dav-
íðs Oddssonar og hefur t.d. fengið 416
þúsund í dagpeninga í þá 300 daga
sem hún hefur setið í ríkisstjóm
hans. - EÓ
Vinningstölur 21. marS 1992
laugardaginn
VINNINGSHAFA
UPPHÆÐ A HVERN
VINNINGSHAFA
1.
Zutxtyjjdir
3. 4af5 I
7.957.019
181.041
307
8.138
4.
10.746
542
Heildarvinningsupphæö þessa viku:
kr. 25.685.064
UPPLYSINGAR SIMSVAHI91 -681511 LUKKUUNA991002