Tíminn - 27.03.1992, Qupperneq 9

Tíminn - 27.03.1992, Qupperneq 9
Föstudagur 27. mars 1992 Tíminn 9 Brúð- kaup Imans og Dav- ids Bowie verður / ■ / / ijum Fyrir sex mánuðum dró David Bo- wie hring með risastórum gulum demanti á baugfmgur vinstri handar Imans hinnar sómalisku, sem í eina tíð var hæst launaða fyr- irsæta heims en er nú orðin leik- kona. Umhverfið var rómantískt, bátsferð eftir Signu og dýrlegur málsverður við kertaljós, kjörið fyrir bónorð sem Iman segir hafa komið sér algerlega á óvart. Eftir þrjá mánuði endar svo til- hugalífið með brúðkaupi á eyjunni Mustique, en þar á David hús, að viðstöddum vinum og vanda- mönnum en Iman segir þau end- urskoða gestalistann stöðugt og þá frekar til að skera niður en hitt. Öruggt er þó að í hópi gestanna verða sonur Davids, Joe, úr hjóna- bandinu með Angie, og dóttir Im- ans, Zulakha, úr hjónabandi með bandaríska körfuboltaleikmannin- um Spencer Haywood. Reyndar giftist Iman íyrsta manni sínum í Sómalíu þegar hún var aðeins 16 ára en það hjónaband var skamm- líft þar sem bæði voru þau ung. Aðrir í hópi gesta verða foreldrar „ Við David eigum margt sam- eiginiegt, t.d. þykir okkur sér- lega gaman aö ferðast, “ segir Iman og það er eins gott því að þau eru bæði á ferð og flugi, ýmist saman eða sitt í hvoru lagi. Imans, faðir hennar er diplómat og móðirin kvensjúkdómalæknir. Þau búa í Tanzaníu og það gera bræður Imans líka. Systur hennar tvær stunda nám við New York háskóla. Systkini Imans hafa gert hana fimm sinnum að töntu. Og það er einmitt þessi dreifða fjölskylda sem skapar eina vandamálið við brúðkaupið. Það er illmögulegt að komast niður á nákvæma dagsetn- ingu fyrr en allir hafa fengið vega- bréfsáritun og þegar síðast fréttist var það mál ekki leyst. Eins og skiljaniegt er hafa bræður og foreldrar Imans ekki kynnst David ennþá og bræðrum hennar líst svona og svona á hneykslan- lega náungann „Ziggy Stardust" sem þeir hafa kynnst í sjónvarp- inu. Iman segir að foreldrar henn- ar leggi blessun sína yfir ráðahag- inn. Iman er 36 ára og David Bowie 45. Þegar hún er spurð hvaða vonir hún geri sér um hjónabandið segir hún: Langlífi og hamingju, og við skulum vona að henni verði að ósk sinni. Fáar aðrar konur gætu boriö trúiofunarhrínginn með stóra gula demantinum, en fyrrum fyrírsæta og núverandi leikkona Iman, fædd I Sómalíu, gerir það með reisn. Neil Simon skilur í annað sinn - við sömu konuna Bandaríska leikritaskáldið Neil Simon er búinn að gera tvær til- raunir til að vera giftur Diane og báðar hafa þær farið út um þúfur. Allt byrjaði þetta með því að leik- ritahöfimdurinn kom auga á af- greiðslustúlku við snyrtivöruborð í stórmarkaði sem honum leist vel á. Þar var hin upprennandi leik- kona Diane. Eftir tilhugalíf spáss- eruðu þau saman upp að altarinu 1987. Ári síðar voru þau skilin. 1989 gerðu þau aðra tilraun en nú er skilnaðarmál þeirra fyrir dóm- stóli í Los Angeles og fer Neil fram á sameiginlega forsjá dóttur Diane frá fyrra hjónabandi, Bryn, sem er átta ára. Hann tekur þó fram að hann vilji ekki greiða með barn- inu. Neil Simon sagði um fyrra hjóna- band hans og Diane að það væri líkast lélegu leikriti. „Þetta hjóna- band gekk ekki vegna þess að því var ekki ætlað að ganga. Það má sjá fræ eyðiieggingarnar í því mjög snemma og ég vissi að ég hefði ekki átt að halda áfram. En það var eitthvað yndislegt við það og það er margt yndislegt við Diane," seg- ir hann. En það er augljóst að honum dugði ekki að vera leikritaskáld með innsæi því að hann bætir við: „Svo að við reyndum það — en því miður tókst það ekki. Mér þótti Ekki vitum við númer hvaö þetta brúökaup var en á henni eru Neil Simon, Diane og dóttir hennar Bryn. það sárt að hjónabandið mis- heppnaðist. Ég vildi að það hefði Glenda Jackson gerir hlé á kosninga- baráttunni Breska leikkonan Glenda Jackson, sem er í framboði fyrir Verkamanna- flokkinn í komandi þingkosningum í Bretlandi, hefúr orðið að gera hlé á kosningabaráttunni þar sem Daniel sonur hennar varð fýrir því óláni að missa vinstra augað eftir að hafa fengið glerbrot í andlitið í slagsmál- um á krá. Daniel er 23ja ára og einka- sonur leikkonunnar. Faðir hans er leikarinn Roy Hodges. Móðir hans segir hann bera sig vel og að hún sé mjög stolt af honum. Glenda er ein frægasta leikkona Breta og hefur unnið til tvennra Ósk- arsverðlauna. Hún var sæmd heið- ursorðunni CBE 1978. Og 1990 var hún valin sem þingframbjóðandi Verkamannaflokksins lyrir Hampstead og Highgate. Breska leikkonan Glenda Jack- son er í framboöi til þingkosn- inganna t Bretlandi á vegum Verkamannaflokksins.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.