Tíminn - 28.03.1992, Side 1
Árangurinn af markaðsstarfi skagfirskra bænda að koma í Ijós:
Heilt Samaþoip lagt
undir íslenska hesta
Þrír íslenskir aðilar hafa allt frá því í
haust unnið að markaðssetningu ís-
lenska hestsins meðal Sama í Sví-
þjóð. Þessi vinna er nú það langt
komin að ákveðið er að í vor og
sumar verði prufukeyrt tilrauna-
verkefni, þar sem íslenskir hestar
verða notaðir við smölun á hrein-
dýrum Samanna í stað vélhjóla.
Þeir íslendingar, sem hafa borið hit-
ann og þungann af verkefninu, eru
skagfirsku bændurnir Sigurður
Hansen í Kringlumýri, Jóhann Þor-
steinsson á Miðsitju og Þórður Er-
lingsson, sem er búsettur í Svíþjóð.
Verkefnið verður prufukeyrt í bæn-
um Ammarnas í norðurhluta Sama-
byggða. Gangi það eftir má búast við
að sænsk stjórnvöld styrki önnur
þorp Sama til þess að skipta um far-
skjóta, úr vélhjólum yfir í íslenska
hesta. Sjá nánar á blaðsíðu 2.
Sigri fagnaö yfir ísraelsmönnum.
Tímamynd Ámi Bjama
Stjómarandstaðan lýsir eftir viðbrögðum forsætisráð-
herra vegna EB-ummæla utanríkisráðherra:
Einkaálit eða stefna?
Stjómarandstaðan á þingi hefur
brugðist hart við orðum Jóns
Baldvins Hannibalssonar utan-
ríkisráðherra í skýrslu um utan-
ríkismál sem lögð var fyrir Al-
þingi í vikunni.
í skýrslunni segir m.a. að rétt sé
að kanna hvaða áhrif hugsanleg
innganga íslands í Evrópu-
bandalagið kynni að hafa á efna-
hagslíf og stjórnkerfi íslands.
Jafnframt þyrfti að ganga úr
skugga um það hvort yfirhöfuð
verði komist hjá því að ganga í
EB.
Stjómarandstaðan telur hins
vegar að allar grundvallarupplýs-
ingar liggi þegar fyrir í málinu
og ekki sé annað hægt en að
túlka ummæli utanríkisráðherra
sem svo að stefnubreyting hafi
orðið innan ríkisstjórnarinnar á
þann veg að innganga íslands í
EB komi fyllilega til greina.
Stjórnarandstaðan lýsir því eftir
viðbrögðum Davíðs Oddssonar
forsætisráðherra við ummælum
utanríkisráðherra.
Sjá viðtöl við leiðtoga stjómar-
andstöðuflokkanna á blaðsíðu 9.
Íslandí
A-keppni
íslenska handboltaliðið tekur þátt í A-keppni HM
í Svíþjóð á næsta ári. Allt um úrslitin í Austurríki
á blaðsíðu 6
Síðasta afgreiðsla Ríkissamningsins
o o
er í nánd en með honum er veittur vemlegur afsláttur af Macintosh-tölvubúnaði.
Aðgang að samningnum eiga: Ríkisfyrirtæki, sveitarfélög landsins og starfsmenn
þeirra, kennarar, nemendur á háskólastigi, nemendur VI, nemendur innan BÍSN
og allir menntaskólanemar.
Lokadagur pantana er 31. mars
Apple-umboðið
Skipholti 21, Rvk. Sími: (91) 624800
■ v
IP*/ Innkaupastofnun ríkisins
Borgartúni 7, Rvk. Sími: (91) 26844