Tíminn - 28.03.1992, Side 2

Tíminn - 28.03.1992, Side 2
2 Tíminn Laugardagur 28. mars 1992 Sænskur hreindýrabóndi sem kom hingað til lands í síðustu viku til þess að kynna sér íslenska hestínn: Treysta a stuðning frá íslend- Frá Inga V. Jónassyni, fréttaritara Tímans i Sviþjóð. Hvort þúsundir íslenskra hesta verði fluttir út tll Norður Sví- þjóðar er nokkuð sem hrein- dýrabóndinn Reidar Nordfjall viil láta tímann leiða í ljós. Hann er búsettur í Handelsta- len, Samabyggð í Jantland í Sví- þjóð, og hefur undanfarin tvö ár verið að flkra slg áfram með notkun íslenska hestsins við hreindýrasmölun. Það kom þó eldd til af góðu, því eins og hann kemst sjálfur að orði við Tímann, var hann orðinn útslit- inn af mótorhljólaakstri rétt lið- lega þrítugur að aidri. Hann viU þó ekki taka út sigur- inn fyrirfram og segir að mörg vandamál séu óleyst Meðal annars haflyfírvöid á hans slóð- um sýnt máiinu afar h'tinn áhuga og vart sé að vænta stuðnings þaðan eins og málin standa í dag. Þess vegna vonast Reidar til þess að þáttur íslend- inga í þessu mái verði sem mestur, en þaöan og hvergi annars staðar frá sé hægt að fá þá þekidngu sem tU þurfl. Þaö er viðtekin venja meðal Sama í Norður-Svíþjóð að nota mótorhjól og vélsleöa við hrcin- dýrasmölunina. Reynslan hefur hins vegar leitt í Ijós að það er mjög skaðlegt fyrir ökumenn- ina. Vegna þessa átti Reldar ein- ungis tveggja kosta vöi, að hætta með hreindýrabúskapinn eða grípa til annarra ráða. Að smala dýrunum fótgangandi þótti honum ekki fysUegur kostur og þess vegna ákvað hann að reyna ísienska hestinn. Hann hefur haft tvo íslenska hesta tU reynslu. Honum líkar mjög vel við annan þeirra og hyggur hann á kaup á fleirí hestum. í þeim erindagjörðum fór hann til íslands fyrir skömmu, tU þess að kynna sér hestinn og meðferð hans í sínu rétta umhverfi. Reidar var mjög ánægður með þessa för í hví- vetnaog sagði að það sem hann sá á ísiandi hefði styrkt hann í trúnni á notkun ísienskra hesta meðal Sama í Svíþjóð. Hann vUl þó ekki flana að neinu heldur byrja i smáum stíl, svo að dæm- ið fari ekki út um þúfur vegna kaups á of smáum og of léleg- um hestum. Mun hann, ásamt fjórum öðrum Sömum frá þremur Samabyggðum á svæði Suður Sama í Jantlandi, gera frekari tilraunir með notkun ís- landshesta. Þar er ails um að ræða fimm hesta, sem hafa ver- ið keyptir frá íslandi tU þessara nota. Reidar bindur vonlr viö að þetta gangi vel og segbr að með þessu móti fái Samarnir mögu- leika á að endurvekja tengsl sín við náttúruna. Auk þess komi hreindýrasmölunin ekki tU með að taka svo mUdu lengri tíma, þó svo að íslcnsku hestarnir fari hægar yfir en mótorhjóUn. Ástœðan er einfaidlega sú að það eru takmörk fyrir því hversu hægt er að reka hrein- dýrín hratt og sidptir þess vegna ekki máli hvort notuð eru tU þess mótorhjól, þyriur eða hestar. Samabærinn Ammarnás í Norður Svíþjóð verður sniðinn að þörfum íslenska hestsins í tilraunaskyni í sumar: Bærinn Ammarnas er staðsett- ur rétt austan við landamæri Svíþjóðar og Noregs. Þar eru ^ nú þegar a.m.k. 21 íslenskur hestur og von á 16 til viðbótar í maí. Ammarnásverkefnið verð- ur síðan prufukeyrt í sumar. Ammarnásverkefn- iö er komið af stað! Kemst hann brátt líka á íslenskan hest? „Þeir ætla hreinlega að laga allan bæinn eins og hann leggur sig að íslensku hestunum, þannig að það sé hægt að vera með hesta á götun- um og hvar sem er í staðinn fyrir mótorhjól," segir Þórður Erlings- son, hjá Loka Islandshestum í Sví- þjóð, en hann er einn þriggja ís- lendinga, sem hafa unnið braut- ryðjendastarf við kynningu á ís- lenska hestinum meðal Sama þar í landi. Bæjaryfirvöld í Ammarnas hafa nú þegar lagt fram skriflega pöntun á sextán íslenskum hestum sem munu fara frá íslandi um miðjan maí. Hestarnir fara fyrst til bæjar- ins Lidköping, sem stendur við vatnið Vétten í miðri Svíþjóð. Þangað mun koma sex manna nefnd frá Ammarnas til þess að fræðast um hestana og læra með- ferð þeirra af Þórði. Frá þessu máli var skýrt á forsíðu Tímans í byrjun janúar á þessu ári. Síðan þá hefur verið unnið stöðugt að því. Hreindýrabændurnir í Am- marnas hafa lagt talsverðar fjár- hæðir í þetta ævintýri, en undir- búningsvinna hefur staðið yfir allt frá því á síðasta hausti. Meðal ann- ars kom Ósvald Jónsson hreindýra- bóndi til íslands í lok síðasta árs, til þess að kynna sér íslenska hestinn og kaupa hesta. Hann er þó alls ekki með öllu ókunnugur hestin- um okkar, því hann hefur stundað ræktun þeirra frá því 1987 og á sjálfur 21 íslenskan hest. 10 milljón króna styrkur Það er til marks um alvöruna á bak við þetta tilraunaverkefni að Samarnir í Ammarnás hafa fengið um 10 milljón ísl.kr. styrk frá Vásterbotten léninu, en það er sú sýsla sem bærinn er staðsettur í. Ammarnásverkefnið er prófsteinn á notkun íslandshesta í Samabyggð- um. Það verður keyrt í vor og sum- ar og 10. september á að vera kom- in nægileg reynsla á notkun ís- lensku hestanna við smölun, til þess að sænska ríkið geti ákveðið hvort Samar verða almennt styrktir til þess að ráðast í búháttabreyting- una vélhjól/íslandshestar. Hrein- dýrabændurnir í Ammarnás hafa þegar sótt um slíkan styrk og gangi hlutirnir upp hjá þeim eru miklar líkur á að ríkið styrki Samana í heild að þessu leyti, því málið þykir mjög gott m.a. út frá sjónarhóli umhverfis- og heilsuverndar. Reyndar eru íslensku hestarnir ekki nema hluti af stærra dæmi í bænum Ammarnás. Mjög stór hluti þó, en þar er verið að hrinda af stað átaki til betri lífskjara sem byggist á þremur slagorðum: Aðferð, aðstaða og vara. Ósvald Jónsson hreindýrabóndi útskýrði þetta þrískipta átak í sam- tali við Inga V. Jónasson, fréttarit- ara Tímans í Svíþjóð. Breyttar að- ferðir byggjast á því að hætta að nota mótorhljól við smölun, en nota íslenska hesta í staðinn. Sam- arnir munu þó halda áfram að nota snjósleða og þyrlur meðfram. Aðstaðan er þáttur númer tvö. Til þess að geta notað hestana þurfa Samarnir, að þjálfa sig í notkun þeirra og mennta sig í tengslum við það. Að auki þurfa þeir peninga, til þess að bæta slátrunaraðstöðu fyrir hreindýrin og til að girða beitarhólf fyrir íslandshestana og byggja yfir þá hesthús og fóðurbirgðastöðvar á afréttunum. Þriðji grunþátturinn er varan sjálf. Það er að segja aukin gæði hreindýrakjötsins er skili meiri arði og jafnframt er efling ferðamannaiðnaðar sem nýbú- greinar flokkuð undir þennan þátt Fréttin olli tauga- titringi Frétt Tímans frá því á þriðjudag, sem var byggð á viðtali við Einar Bollason, formann Sölusamtaka ís- lenskra hrossabænda, olli tauga- titringi bæði hér á landi og í Sví- þjóð þegar hún birtist. Einar skýrði frá fyrirhuguðum útflutnigi sölu- samtakanna á hrossum til Sama í suðurhluta Samabyggðanna í Sví- þjóð. Einar sagði að þetta starf væri unnið í gegnum umboðsmann S.Í.H. í Svíþjóð, Hafliða Gíslason. Hafliði hafði samband við Tímann eftir að fréttin barst til hans og vildi koma því á framfæri að hann væri ekki umboðsmaður Sölusamtak- anna, heldur ynnu fyrirtæki hans Dagfari/íslandshestar og S.Í.H. verkefnið í sameiningu. Þá mun þessi frétt jafnframt hafa komið sumum stjórnarmönnum í S.Í.H. í nokkuð opna skjöldu, a.m.k. Jóhanni Þorsteinssyni bónda á Miðsitju í Skagafirði, en hann er einn áðurnefndra þriggja íslenskra aðila sem hafa staðið að markaðs- átakinu í Ammernás. Stjórn Sölu- samtaka íslenskra hrossabænda hefur verið kölluð saman á fund á morgun, þar sem fréttin verður tekin sérstaklega fyrir. -ÁG.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.