Tíminn - 28.03.1992, Page 10

Tíminn - 28.03.1992, Page 10
10 Tíminn Laugardagur 28. mars 1992 Byggðastofnun segir að reynsla hinna Norðurlandanna af því að flytja stofnanir út á land sé ekki góð: Byggðastofnun er andvíg því að hún verði flutt norður Stjóm Byggöastofnunar hefur sent forsætisráðherra greinargerð þar sem lýst er sjónarmiðum stofnunarinnar til hugmynda um flutning rðdsstofnana út á landsbyggðina. í greinargerðinni er lýst andstöðu við hugmyndir um að flytja Byggðastofnun til Akureyrar og fullyrt er að reynsla hinna Norðurlandanna af því að flytja stofn- anir út fyrir stærstu þéttbýlissvæðin sé ekki góð. Forsætisráðherra segist ekki vera sammála sjónarmiðum Byggðastofnunar og segir að Alþingi verði að ákveða hvort Byggðastofnun verði flutt til Akur- eyrar. Mál þetta var rætt á Alþingi þegar Davíð Oddsson forsætisráðherra svaraði fyrirspum frá Gunnlaugi Stefánssyni (Alfl.) um flutning ríkis- stofnana út á land. Forsætisráðherra minnti á í svari sínu skýrslu sem var unnin fyrir 20 árum, en nefnd sem vann hana lagði til að 25 stofnanir yrðu fluttar út á land. Aðeins ein af þessum stofnun- um hefur verið flutt frá Reykjavík, þ.e. Skógrækt ríkisins. Formaður nefndarinnar var Ólafur Ragnar Grímsson. Hann sagði að það væri betra ef farið hefði verið eftir tillög- um nefndarinnar. Nú væri það erfið- ara því að búið væri að byggja þær upp á þessum tíma sem liðinn er í Reykjavík. Því miður hefðu menn ekki haft pólitískt hugrekki til að fylgja tillögum nefndarinnar eftir. lgreinargerð Byggðastofnunar er vísað til reynslu hinna Norðurland- anna af flutningi stofnana út fyrir þéttbýlissvæði. Þar segir að þau vandamál sem upp hafi komið sam- fara þessum flutningum hafí reynst umfangsmeiri en talið var í upphafi. Mikill kostnaður hafi fylgt endur- skipulagningu stofnana á nýjum stað og starfsmenn hafi verið tregir til að flytja með stofnunum. í grein- argerðinni segir að á grundvelli fenginnar reynslu telji stjórnvöld á hinum Norðurlöndunum að flutn- ingur af þessu tagi sé ekki fram- kvæmanlegur. f greinargerðinni er lagst gegn því að Byggðastofnun verði flutt til Ak- ureyrar. „Vegna tengsla stofnunar- innar við ríkisstjórn og ráðuneyti er hagkvæmast að staðsetja aðalskrif- stofuna í Reykjavík. Stofnunin gegnir hlutverki sínu sem málsvari í stjórnkerfinu vel ef hún er staðsett í Reykjavík. Eins og glögglega hefur komið í ljós í ársskýrslu stofnunar- innar og öllum lýsingum á starfsemi hennar eru samskipti og samvinna við Alþingi, ríkisstjórn, ráðuneyti, ríkisstofnanir, banka og sjóði, sem öll eru í Reykjavík, veigamikill þátt- ur í starfsemi stofnunarinnar. Tengsl stofnunarinnar við þessa að- ila fer tíðum fram í gegnum per- sónuleg samskipti. Staðsetning Byggðastofnunar í fjarlægð frá þess- um aðilum dregur úr möguleikum hennar til að sinna hlutverki sínu. í hinum nýju Iögum um Byggða- stofnun er gert ráð fyrir auknu sam- ráði við stofnanir á höfuðborgar- svæðinu frá því sem verið hefur. Staðsetning stofnunarinnar á Akur- eyri veldur auknum kostnaði og fyr- irhöfn fyrir þá sem til hennar þurfa að sækja. Þeir sem til hennar þurfa að leita þurfa að ná fundum æðstu yfirmanna stofnunarinnar. Ef stofn- unin er á Akureyri eiga þeir engin önnur erindi þangað en samskipti við hana. Reykjavík er augljóslega ódýrasti staðurinn á landinu undir starfsemi sem á að þjóna fólki alls staðar af landinu." Davíð sagði að röksemdir stjórnar Byggðastofnunar gegn flutningi hennar til Akureyrar mætti nota um hvaða stofnun sem er. Hann sagðist ekki vera alveg sammála þessum röksemdum en sagðist heldur ekki vilja hafna þeim algerlega. Davíð sagði nauðsynlegt að Alþingi fjalli sjálft um það hvort flytja eigi Byggðastofnun til Akureyrar. Hann sagðist ætla að mæla með því við þingið að það verði gert. Hann kvaðst hafa sett það inn í drög að reglugerð um Byggðastofnun sem sett var í vetur að stofnun verði stað- sett á Akureyri, en honum hafi verið bent á að sér væri tæplega heimilt að ákveða það án samráðs við Al- þingi. Leitað yrði eftir viIjaAlþingis í þessu máli. Allmargir þingmenn tóku til máls við umræðuna. Nær allir mæltu með því að Byggðastofnun yrði flutt til Akureyrar. -EÓ Menningardagar á Héraði: Don Kíkóti og Sancho komnir til Egilsstaða Þessa dagana standa yfir menningardagar á Héraði. Stærsta atriði daganna er sýning Leikfélags Fljótsdalshéraðs á söngleiknum Æv- intýrariddarinn Don Kíkóta eftir Dale Wasserman og Joe Darion eft- ir sögu Cervantes. Söngleikurinn var frumsýndur í gærkvöldi. Þetta er í fyrsta skipti sem leikur er sýndur hérlendis, en hann hlaut mikla aðsókn og viðurkenningu þegar hann var fluttur á Broadway og var sýndur þar 2.328 sinnum. M-hátíð á Suðurnesjum Leikritið um Don Kíkóta gerist á Spáni í lok 16. aldar og segir frá að- alsmanninum Alonso Quijana sem ruglaðist eilítið í ríminu og lagði af stað út í heim sem riddarinn Don Kíkóti ásamt þjóni sínum Sancho, til að berjast fyrir réttlætinu og frelsa fagrar konur. Þetta er fisléttur gamanleikur með fjölda söngva. Þýðandi leiksins er Óskar Ingi- marsson og leikstjóri er Einar Þor- bergsson. Önnur sýning á Don Kíkóta verður í dag, 28. mars, kl. 20.30. Ráðgerðar eru átta sýningar á leikritinu, sú síö- asta 12. apríl. Fleira verður boðið upp á á menn- ingardögum á Héraði. I dag verður opnuð sýningin „Ljóð og litir" á verkum eftir Guðrúnu TVyggvadótt- ur í húsakynnum RARIK á Egils- stöðum. Þann 4. apríl opnar Mynd- listarfélag Fljótsdalshéraðs mynd- listarsýningu að Miðvangi 22 á Eg- ilsstöðum. 10. apríl verða tónleikar hjá Djasssmiðju Austurlands og daginn eftir sýna nemendur Fella- skóla leikritið „Föstudagur hjá smá- fúglunum," eftir Iðunni Steinsdótt- ur. Sýnt verður í Fellaskóla kl. 20.30. Þá verða kvikmyndasýningar, skoðunarferðir, rútuferðir á skíða- svæðið í Oddsskarði, myndlistarsýn- ingar, tónleikar og fleira. Flugleiðir býður upp á sérstaka helgarpakka til Egilsstaða í tengsl- um við menningardaganna. Innifal- ið er flug, gisting, matur og leikhús- miði. Þá býður Hótel Valaskjálf upp á mat að hætti Don Kíkóta. -EÓ Á morgun verður setningarhátíö, M- hátíðar á Suðurnesjum og hefst hún í Félagsheimilnu Stapa kl.16.00. Fjöibreytt dagskrá verður við setn- inguna og má þar nefha að Sigrún Hjálmtýsdóttir syngur við undirleik Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur, Jón Böðvarsson ritstjóri flytur erindi og fleira verður boðið upp á. M-há- tíðin er haldin á vegum Mennta- málaráðuneytisins í samstarfi við sveitarfélögin á Suðumesjum. Á meðfyigjandi mynd má sjá þá sem hafa veg og vanda af M-hátíðinni, frá vinstri: Stefán Baldursson þjóðleik- hússtjóri, Erlendur Kristjánsson, deildarstjóri í menntamálaráðuneyt- inu, Ólaiúr G. Einarsson mennta- málaráðherra, Björk Guðjónsdóttir, formaður framkvæmdanefndar, og Guðjón Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Suðumesjum. Tímamynd Ami Bjama Umferðarslys við Skutulsfjörð: Ökumenn fluttir á sjúkrahús Ökumenn tveggja fólksbifreiða voru fluttur á sjúkrahúsið á ísafirði eftir umferðarslys í Kirkjubólshlíð- inni við Skutulsfjörð klukkan 8.30 í gærmorgun. Fólksbfiarnir lentu saman, en slæmt skyggni var, ofankoma og skafrenningur. Beita þurfti klippum til að ná öðrum ökumanninum út úr bifreiðinni og eins og áður sagði voru báðir ökumenn fluttir á sjúkra- hús, annar lítið meiddur, en hinn meira. Samkvæmt upplýsingum læknis á sjúkrahúsinu er hann ekki í lífshættu, en líðan að öðru leyti eftir atvikum. Farþegi sem var í öðmm bílnum slapp ómeiddur. —PS Leikfélag Keflavíkur: Gísl í Keflavík Leikfélag Kefiavíkur frumsýndi leikritið Gísl eftir Brendan Behan í Félagsbíói í Keflavík í gærkvöldi. Leikstjóri er Pétur Eggerz, en með aðalhlutverk fara Jóhannes Kjartansson, Halla Sverrisdóttir, Hafsteinn Gíslason og Vigdís Jó- hannsdóttir. Önnur sýning verður sunnu- dagskvöldið 29. og sú þriðja mánudagskvöldið 30. mars. Gísl er annað verkefni Leikfé- lags Keflavíkur á 30 ára afmælisári félagsins. Á sl. hausti sýndi félagið revíuna Fréttaveita Suðurnesja Gísli Gunnarsson, Brynja Aðalbergsdóttir og Jóhannes Kjart- eftir Ómar Jóhannsson. ansson í hlutverkum sínum í Gísl á sviðinu í Félagsbíói.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.