Tíminn - 28.03.1992, Síða 14
14 Tíminn
Laugardagur 28. mars 1992
„Mér finnst ég ætíð
vera að koma heim
til Borgarness
leið min
liggur þar um“
EKKI HEFUR farið fram hjá
neinum að Borgnesingar
fagna 125 ára afmæli
verslunarréttinda sinna um þessar
mundir, og hefur þess verið minnst
að undanfömu heima í héraði og
víðar. Timinn hefurfrá þvl fýrsta átt
marga velunnara í Borgamesi, og
er að því kom hvemig við hér á
blaðinu mættum leggja okkar skerf
til að minnast Borgamess af þessu
tilefni, datt okkur í hug aö biðja
Halldór E. Sigurðsson, fyrrum ráð-
herra og sveitarstjóra í Borgamesi
í fjórtán ár, að rifja með okkur upp
sitthvað frá árum sínum þar. Hall-
dór varð vel við beiðni okkar. Hann
segir hér á eftir frá tildrögum þess
að hann eftir átján ára búskap að
Staðarfelli í Dalasýslu brá búi til
þess að taka við sveitarstjóm. Tími
Halldórs í Borgamesi varð tími at-
hafna og vaxtar í byggðinni og ekki
tök á að gera öllu því skil sem á
daginn dreif. Hann átti og sæti á
Alþingi langmestan hluta sveitar-
stjóratíðar sinnar og vann byggð-
inni á þeim vettvangi einnig. Urðu
afskipti hans af málefnum Borgar-
ness þannig löng og heilladrjúg og
er Borgarfjarðarbrúin sjálfsagt
viðamesta merki þess. Varð úr að
hann rifjar hér upp, auk aðdrag-
andans að komu sinni í Borgar-
nes, þróun vatnsveitumála sem
mjög tóku upp tíma hans og krafta
þessi ár, en í vatnsveitumálum
Borgarness var oft við ærinn
vanda að glíma. Má það vera
íhugunarefni þeim, sem yngri eru,
að leiðin til þeirra hagsbóta og
þæginda, sem menn nú lifa við,
var ekki ætið auðsótt.
„Það var haustið 1954 að ég hafði
ferið um Suðurland til fundarhalda
og persónulegra samtala við fólk að
ósk forystumanna Framsóknar-
flokksins," segir Halldór. „Fór ég um
Vestur-Skaftafellssýslu ásamt Óskari
Jónssyni í Vík, sem var bráð-
skemmtilegur maður og ágaetur vin-
ur minn. Síðan fór ég um Rangár-
vallasýslu og varð þetta allmikill leið-
angur, en heim komst ég fýrir jól.
Eftir þetta ferðalag var mér efst í
huga að setjast um kyrrt á búi mínu
og sinna því næstu árin. Ég leit svo á
að erindrekstri mínum fyrir Fram-
sóknarflokkinn væri lokið og hafði
raunar ekki áhuga á meiri ferðalög-
um af þessu tagi um sinn.
Símtal að sunnan
Jól og áramót liðu í friðsæld með
venjulegum hætti, en ekki var langt
Iiðið á árið 1955 þegar dró til tíö-
inda. Ég held að það hafi verið 4.
janúar sem beðið var um mig í sí-
mann úr Reykjavík. Þar var Þráinn
Valdemarsson, framkvæmdastjóri
Framsóknarflokksins, og kvað erindi
sitt að færa mér nýársóskir og góðar
kveðjur frá forystumönnum Fram-
sóknarflokksins, þeim Hermanni og
Eysteini, og það með að ég kæmi til
Reykjavíkur að ræða við þá, meðal
annars um mjög áríðandi mál er
varðaði Borgarnes. Meira sagði hann
ekki, en það nægði til þess að mig
fór að gruna sitt af hverju.
Leitað ráða hjá Þórði
Pálmasyni
Þetta var rétt fyrír helgi og bauðst
Þráinn til að láta sækja mig upp að
Dalsmynni, ef ég gæti komið mér
þangað sjálfur. Það varð úr að ég fór
þessa ferð og hugsaði ég mikið um
hvert erindið mundi vera. Hafði ég
að vísu heyrt ávæning af því að þá
vantaði sveitarstjóra í Borgarnesi, og
þar sem mig grunaði að erindið
kynni að tengjast þessu, lagði ég
lykkju á leið mína á leiðinni til
Reykjavíkur og kom við í Borgar-
nesi, þar sem ég fann að máli Þórð
Pálmason kaupfélagsstjóra og spurði
hann hvemig mál stæðu í bænum
og þá einkum um sveitarstjóramál-
ið. Meirihluti sveitarstjórnar í Borg-
arnesi var þá skipaður tveim fram-
sóknarmönnum, einum Alþýðu-
flokksmanni og einum Alþýðu-
bandalagsmanni. Sagði Þórður mér
að þessi meirihluti, sem hafði aðeins
13 atkvæði fram yfir Sjálfstæðis-
flokkinn, væri nú að leita sér að
sveitarstjóra og hafði hann snúið sér
til skrifstofu Framsóknarflokksins í
Reykjavík, sem hefði bent sér á mig.
Ég spurði nú margs um málefni
Borgarness og varð þetta mér góður
undirbúningur og nú hafði ég líka
fengið fulla vissu um hvert erindi
flokksforystunnar syðra væri við
mig.
Ráðagerðir
flokksforingjanna
Þegar til Reykjavíkur kom, hitti ég
þá Hermann Jónasson, Eystein Jóns-
son og Þráinn Valdemarsson. Sem
mig grunaði var erindið að ég tæki
að mér sveitarstjórastarfið í Borgar-
nesi, að beiðni meirihlutans, og
flyttist þangað. Spyrja þeir nú hvort
ég vilji taka þetta að mér. En hér lá
meira að baki. Andrés Eyjólfsson í
Síðumúla, þingmaður Mýramanna á
síðasta kjörtímabili, var kominn um
sjötugt og búinn að hafa orð um það
að hann færi ekki oftar í framboð.
Hugmynd þeirra Hermanns og Ey-
steins — svo og einhverra frammá-
manna Framsóknarflokksins í Mýra-
sýslu — var að ég tæki virkan þátt í
flokksstarfmu í Mýrasýslu og gæfi
kost á mér til framboðs í kjördæm-
inu, ef heimamenn leituðu eftir því.
Ég ræddi málið lengi við þá Her-
mann og Eystein og hugleiddi að-
stöðu mína, benti þeim á að þetta
gæti orðið nokkuð tvísýn ráða-
breytni fyrir mig og ekki hægt að
ganga að því vísu að þessi ráðagerð
gengi eftir. Þótt ég yrði ráðinn sveit-
arstjóri í Borgarnesi, væri ekki víst
að ég héldi því starfi nema þetta eina
kjörtímabil. Þá gæti annar meiri-
hluti komið til og ráðið annan sveit-
arstjóra. Enn meiri óvissa væri um
að ég fengi pólitíska staðfestu í
Mýrasýslu. Slíkt væri auðvitað alveg
óráðin gáta. Ef þetta hvort tveggja
brygðist, stæði ég atvinnulaus uppi
og ætti ekki afturkvæmt í Staðarfell.
Nú stæðu mín mál hins vegar þann-
ig að ég ætti gott bú á Staðarfelli og
væri vel í stakk búinn að reka þar
sæmilega arðsaman búskap áfram.
Auk þess ætti ég konu og börn og
yrði að gæta þess að kasta ekki frá
mér því sem áunnist hefði á mörg-
um árum á Staðarfelli, fýrir óvíst
gengi í Borgarnesi og Mýrasýslu. Ef
stutt yrði í sveitarstjórastarfinu og
ekki kæmi til framboðs í Mýrasýslu
eða ég næði ekki þingsætinu, hefði
ég gloprað úr hendi mér lífsafkomu,
sem ég hefði nú allörugga.
Erfið ákvörðun
Hermann og Eysteinn sögðu að
þeir yrðu auðvitað að taka á sig þá
ábyrgð að útvega mér lífvænlegt
starf, ef ég hyrfi að þeirra ráði og
verr færi en þeir vonuðu. Ég efaðist
að vísu ekki um að þeir mundu
standa við þau orð, ef til kæmi, en
mér var það heldur hvimleið hugs-
un að veröa þannig háður annarra
hjálp og ég hef oft hugsað um það
síðar hve lán mitt var þó mikið að
ég skyldi ekki þurfa að verða þannig
upp á aðra kominn með lífsframfæri
mitt og fjölskyldu minnar, úr því að
svo fór að ég sleppti því landi sem
ég hafði náð. Það hefði mér þótt
heldur þungt hlutskipti og ekki að
mínu skapi.
Ég hélt heim án þess að gefa
ákveðið svar. Ég sagði konu minni
og börnum hvers farið hefði verið á
leit við mig og hvernig það hefði
verið lagt fyrir. Margrét var ekki
fljót til svars og hugleiddi málið vel
og við ræddum um það frá ýmsum
hliðum. En niðurstaða hennar var
sú að þótt hún kynni vel búskapn-
um á Staðarfelli, hefði hún aldrei
hugsað sér að leggja stein í götu
mína né setja mér stól fyrir dyr. Ég
yrði því að taka ákvörðun um þetta
sjálfur. Hún kvaðst vita að ég hefði
áhuga á félagsmálum og stjórnmál-
um. Hið sama sagði móðir mín. Og
þótt áhættan væri jafnmikil og aug-
ljós við að stíga þetta skref út í
óvissuna og ég hafði gert mér grein
fyrir, varð það niðurstaða mín að
verða við beiðninni og sækja um
sveitarstjórastarfið í Borgarnesi. Sú
umsókn var samþykkt.
En það var mikil ákvörðun að
láta af búskapnum að Staðarfelli og
flytja í Borgarnes og svo var innra
með mér óttinn við að þetta mis-
tækist.
Flutt í Borgarnes
Þann 25. febrúar var gengið form-
lega frá ráðningu minni sem sveit-
arstjóra. Ég fór fljótlega að leita fyr-
ir mér um íbúð í Borgarnesi og festi
brátt kaup á henni. Annars fór mik-
ill tími í það næstu vikumar að gera
upp reikninga sveitarfélagsins frá
fyrra ári, svo og fyrirtækja þess, og
hafði ég lokið því í maí. Þá fór ég
vestur að Staðarfelli til þess að
ganga frá málum mínum þar og
flytja fjölskylduna og búslóð okkar
til Borgarness. Og 2. júní 1955 flutt-
umst við Margrét þangað með syni
okkar. Veður var bjart og heiðskírt
þennan dag, en vindur allhvass á
eftir.
Að morgni 4. júní, aðeins tveimur
dögum eftir að við komum til Borg-
arness, fæddist okkur dóttir. Móður
og barni heilsaðist vel og dóttirin
var okkur sannkallað óskabam, þar
sem við áttum tvo syni fýrir en enga
dóttur.
Ég þekkti satt að segja ekki mikið
til Borgarness áður en ég settist þar
að, hafði að vísu komið þangað
nokkrum sinnum á liðnum árum og
kynnst nokkmm ágætum Borgnes-
ingum, en kynni mín af byggðarlag-
inu og fólki þess gátu ekki talist ná-
in. En ég var nokkuð fljótur að bæta
úr þessu. Mér leist þegar vel á mig
þama. Fólkið var alúðlegt, staður-
inn fallegur, ekki síst frá náttúmnn-
ar hendi og það leið ekki á löngu
þar til mér fannst ég eiga þarna
heima. Og satt að segja hefur sú
heimakennd aldrei vikið frá mér
síðan. Mér finnst ég ætíð vera að
koma heim til Borgarness, þegar
leið mín liggur þar um á síðari ár-
um, þótt ég sé nú fluttur þaðan fýrir
alllöngu.
Vatnsveitumál
Mín biðu mörg og margvísleg
verkefni, en þegar ég minnist ára
minna sem sveitarstjóri em það þó
vatnsveitumálin sem mér finnst
hæst bera. Þau urðu líka það fýrsta
sem ég varð að fást við í þessu emb-
ætti.
Neysluvatnslindir em lífæð hverr-
ar byggðar. í Borgarnesi em þær
ekki ríkulegar á heimaslóðum. Á
fýrstu ámm mun mjög hafa verið
notast við bmnna og þeirra sér enn
nokkum stað, jafnvel frá öldunum
áður en þéttbýlið tók að myndast.
Svo hagaði einnig til í Borgamesi
eftir að atvinnustarfsemi vatt þar
fram, að hún var mjög frek til góðs
vatns, einkum hin mikla vinnsla
landbúnaðarafurða sem þar festi
rætur.
í grennd við kauptúnið vestan
fjarðar er ekki að finna nægjanlegt
og síst nógu gott neysluvatn.
Brunnar vom eina úrræðið og 1911
eða 1912 stofnauðu allmargir íbúar
vatnsveitufélag og leiddu vatn í all-
mörg hús úr svonefndum Þorbergs-
Halldór E. Sigurðsson,
fyrrum ráðherra,
rifjar hér upp tildrög
þess að hann tók
við sveitarstjórastarfi í
Borgarnesi 1955
og oft örðuga baráttu
við að koma
vatnsveitumálum
byggðarlagsins í
viðunandi horf.
bmnni. Þetta vom fýrst og fremst
íbúar við Egilsgötu.
Leið svo fram um 1930 með ein-
hverjum fleiri og svipuðum úr-
lausnum, en þá vom íbúar orðnir
432. Þessi fólksfjöldi knúði mjög á
um frambúðarlausn á vatnsveitu-
málinu, enda var þá risið mjólkur-
samlag og sláturhús. Á fjórða ára-
tugnum var því leitin að góðu
neysluvatni og ráðum til þess að ná
því heim mjög fast sótt.
Árið 1934 hvatti stjórn Kaupfé-
lags Borgfirðinga sveitarstjóm til
þess að láta kanna hvort gerlegt
væri að leiða vatn í kauptúnið sunn-
an yfir Borgarfjörð, og 1936 knúði
Kvenfélag Borgarness hreppsnefnd
fast til þess að hefjast handa um
nýtilegar vatnsveituframkvæmdir.
Verkalýðsfélagið lagðist á sömu
sveif.
Á þessum árum hafði Finnbogi
Rútur Þorvaldsson verkfræðingur
verið fenginn til að kanna vatn-
sveitumöguleika Borgarness. Hann
komst að þeirri niðurstöðu að væn-
legasti kosturinn væri að leiða vatn-
ið úr Hafnarfjalli yfir fjörðinn.
Veturinn 1937 veitti almennur
hreppsfundur um vatnsveitumálið
hreppsnefndinni heimild til lántöku
vegna vatnsveituframkvæmda og
var þá gerð nánari áætlun um þær.
Finnbogi verkfræðingur taldi að
leiðslan frá lindunum í Hafnarfjalli
ætti að liggja niður á Seleyri og það-
an yfir á botni fjarðarins.
Leið síðan fram að 1940, en þá
kom enska setuliðið til Borgarness
og settist þar að. Það var svo mikið
fjölmenni að fólksfjöldi þar tvöfald-
aðist rúmlega. Yfirstjóm setuliðsins
var gerð grein fyrir vatnsmálum
kauptúnsins og að það væri ekki af-
lögufært í þeim efnum. Tókst þá
samstarf við setuliðið um vatn-
sveituframkvæmdina. Það sam-
komulag var í aðalatriðum á þá lund
að hreppurinn skyldi leggja veituna
og láta setuliðið fá vatn ókeypis úr
henni, ef það legði til efnið í leiðsl-
una.
Framkvæmdir hófust þegar
haustið 1940. Stífla var gerð í Sel-
eyrargili í Hafnarfjalli, en þar var
vatnsbólið. Haustið 1941 var leiðsl-
unni lokið og vatnið farið að renna í
hús Borgnesinga, en þó var unnið
að innanbæjarkerfmu til vors 1942.
Vatnsgeymir til miðlunar var reistur
á Brennuholti. Vatnsleiðslan úr Þor-
bergsbmnni var keypt og notuð um
sinn.