Tíminn - 28.03.1992, Page 18

Tíminn - 28.03.1992, Page 18
18 Tíminn Laugardagur 28. mars 1992 Höfundur: Jean-Paul Sartre Þýðlng: Þuríður Kvaran og Vlgdis Flnnbogadóttir Leikstjóm: Eriingur Gislason Lelkmynd: Steinþór Sigurðsson Lýsing: Alexander Ólafsson Búningar: Andrea Oddsteinsdóttir Garðaleikhúslö sýnlr i Kópavogs. Leikritið segir frá þremur persónum, sem komnar eru yf- ir móðuna miklu. Þau gera sér fljótlega grein fyrir því að stað- ur þessi er tæpast himnaríki. Refsingin fyrir misgjörðir í lif- anda líft liggur í loftinu. En hvers eðlis verður refsingin? Hér er enginn böðull mættur á staðinn með glóandi tengur. Hvað bíður þeirra? Það er óbragð í munni þessa fólks, enda biðja flestir um tannbursta sem hingað koma, segir þjónninn, sem vísar mönnum til sætis í vistarveru þessari, en hans hlutverk er ekki ýkja meira, því á hæla hans er dyrunum lokað og til lítils að kalla á hjálp eftir það. Þremenningarnir, sem skikk- aðir eru til að dvelja bak við luktar dyrnar, eru í raun böðl- ar hvers annars. Þau róta upp í fortíð hvers annars, grípa á kýlum og kreista fast. Hreins- unareldurinn brennur á þeim og hvert og eitt þeirra kyndir þann eld. Þrenningin í „Luktum dyr- um“ fær ekki að hvfla í friði, eins og burtkölluðum sálum er yfirleitt óskað. Hvert og eitt þeirra gerist einskonar löggilt- ur endurskoðandi á lífi hinna og dregur fram í dagsljósið ávirðingar þeirra og glæpi. Persónurnar reyna að bera hönd fyrir augu, en ljós sann- leikans skín í gegnum fing- urna, ljósið sem aldrei er slökkt. Hér getur sálin hvorki lokað augum né eyrum, og það er ekki unnt að kalla á hjálp, því það heyrir enginn til þín. Þeim er skapað að gera upp reikningana með þeim sárs- auka sem því fylgir. Fjórar persónur koma við sögu í leiknum. Þórir Stein- grímsson leikur Garcin, Margrét Ákadóttir Ines, Aldís Baldvinsdóttir Estelle og Valdi- mar Lárusson þjóninn. Leikur þeirra er mjög góður og skapa þau öll mjög eftirminnilegar persónur. Þórir og Margrét eru margreyndir leikarar, en Aldís er að stíga sín fyrstu skref á ís- lensku sviði og örugglega ekki þau síðustu. Leikur hennar var bæði kröftugur og heillandi. Þetta er sterk sýning, sem lætur áhorfandann ekki ósnortinn. Textinn er að sönnu ekkert léttmeti, en innan um dýpri spekina er ívaf hæðni og léttleika, þannig að telja má að flestum ætti að reynast nokk- uð auðvelt að melta það, sem fram er borið bak við luktar dyr í Félagsheimili Kópavogs þessa dagana. Gísli Þorsteinsson F ermingarbamamótið Leikfélag: Hugleikur Höfundar: Ármann Guðmundsson, Áml Hjartarson, Hjördís Hjartardóttir, Innglbjörg Hjartardóttir, Sigrún Ósk- arsdóttir, Sævar Sigurgeirsson Leikstjóri: Viðar Eggertsson Tónllst: Ármann Guðmundsson, Ámi Hjartarson, Sævar Sigurgelrsson, Þor- gelr Trygavason Lýsing: Olafur Öm Thoroddsen Búningan Vilborg Valgarðsdóttir Sýningarstaöur: Brautarholt 8, Reykja- vik Hugleikhúsið, sem nú er á níunda ári, frumflutti s.l. Iaug- ardag sjónleikinn FERMING- ARBARNAMÓTIÐ. Nafnið gefur ekki nema að litlu leyti til kynna innihaldið. Það stendur reyndar til að hóa saman ferm- ingarhópnum módel 1955 eða þar um bil. Ráðherrafrúin Dúrra er potturinn og pannan í þeim undirbúningi. En áður en til sjálfs mótsins kemur, þarf að kynna til sögunnar fermingar- börnin og líka hann séra Jón, sem sá um hina kristilegu upp- fræðslu á sínum tíma. Áhorfendur fá m.a. að kynnast Amljóti útfararstjóra, sérlega geðstirðum manni, sem auk áhuga á sundi sporðrennir hverjum telpnabókaflokkinum á fætur öðrum og er þegar leik- urinn hefst á kafi í Möttu Maju- bókunum. Hann er kvæntur sérlega geðgóðri konu, Sigur- línu, sem dansar Svanavatnið á svefnherbergisgólfinu þá hún rís úr rekkju morgun hvern af einskærri lífsgleði. Þá kemur við sögu opinber starfsmaður með góð sambönd innan stjórnkerfisins, Hjörleif- ur að nafni. Sá ágæti maður virðist eingöngu nærast á osti, sem hann skolar niður með drykkjum sem hið opinbera framleiðir og selur. Það er bullandi stress á at- hafnamanninum Sighvati, sem vinnur að því nótt sem nýtan dag að koma á fót súrkálsfa- brikku í Krísu- vík, er nægi til að seðja allan hinn þýskumælandi heim. Eiginkona hans Hallveig lendir í allskyns dulspeki og rugli vegna vanrækslu húsbóndans og kynnist Ingólfi Arnarsyni, fræðimanni og ex-landnáms- manni eða þannig. Er hér aðeins drepið á nokkr- ar þeirra persóna er fram koma, en æði margra kúnstugra karaktera er ógetið. Segja má að í verkinu sé imprað á ýmsum dægurmál- um og síðan er sú súpa krydd- uð með spaugi og flippi og út- koman verður skratti góð skemmtun. Leikarar eru fjölmargir og auk þess hljóðfæraspilarar. Leikurinn er ljómandi góður og leikgleðin hreinlega streymir fram í salinn til áhorfenda. í léttleikandi umQöllun um verkið, sem birt er í leik- skránni, segir svo í lokin: „Boðskapur verksins er tíma- bær og á erindi við alla mann- kind. Hver hann svo er verður hver og einn að dæma sjálfur." Þetta eru vissulega orð að sönnu, því það er vandalaust fyrir hvern og einn með vott af innsæi i mannlegt samspil að lesa út úr verkinu hverskyns tákn, svo æra mætti óstöðugan að henda reiður á öllu því safni. Eitt er víst. Það þarf mikla hörku og forherðingu til að láta sér leiðast á sýningu Hug- leiks að Brautarholti 8. Gísli Þorsteinsson HUGLEIKUR SÝNIR SÖNGLEIKINN FERMINGARBARNAMÓTIÐ LEIKSTJÓRI: VIÐAR EGGERTSSON gírmótorar rafmótorar Þýsk gæðavara á góðu verði. Einkaumboð á íslandi. GÍRAMÓTORAR verö m/VSK 0,37KW 40SN Kr. 22.993.- 0.75KW 40SN - 28.894,- 1.50KW63SN - 29.776.- 2.20KW63SN - 38.897,- 4.00KW63SN - 50.700.- 5.50KW63SN - 73.693.- 7.50KW 100SN - 83.772,- RAFMÓTORAR verð mA/SK 0.37KW 1500SN Kr. 6.820.- 0.75KW1500SN - 8.380.- 1,50KW 1500SN - 12.220.- 2.20KW 1500SN - 15.110.- 4.00KW 1500SN - 22.360.- 5.50KW 1500SN - 28.800,- 7.50KW 1500SN - 36.410.- Ef mótorinn er ekki til á lager okkar þá útvegum viö hann á skömmum tíma. Þekking Reynsla Þjónusta FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 814670 % Vélamarkaður JÖTUNS SÝNISHORN ÚR SÖLUSKRÁ • MF 50D 1983 grafa • MF 205 1987 m/iönaðartækjum • MF60H 1987 grafa • MF 50HX 1988 grafa • MF5CHX 1989 • MF 690 2wd 1984 • Claas R46 m/vélbúnaöi 1990 • Krone 1990 njnubindivól 120x120 • Claas R66 87 njllubtndivól 150x120 • Deutz-Fahr 87 rúllubindivól 120x120 • Deutz-Fahr 87 niilubindivól 120x120 • MF 47 heybindivél 1987. Frótekin • UND 7510 pökkunarvól 90 • UND 7510 pökkunarvéi 90 • MF 350 dráttarvél 2wd 1987 47 hð. • MF 365 drattarvél 2wd 1987 65 hö. • MF 355 dráttarvél 4wd 1988 55 hö. Frétekin • MF 390T dráttarv. 4wd 1990 90 hö. Frótekin • MF 350 dráttarv. 2wd 1988 47 hö. • MF 240 dráttarv. 2wd 1986 47 hö. • Case 1394 dráttarv. 4wd 1985 71 ha. m. ámoksturstækjum • MF 390T dráttarvól 4wd 1990 90 hö. • IMT 577 dráítarvól 4wd 1987 70 hö. • Univ 445 dráttarvél 2wd 1986 47 hö. • Same Expl. dráttarvél 4wd 1985 60 hö. • D. Brown 990 dráttarv. 2wd 1968 60 hö. m. einvirk-um ámoksturstækjum. Frátekin • IH XL585 dráttarv. 2wd 1985. 58 hö. • MF 3080 dráttarv. 4wd 1987 m/frambúnaöi. Frétekin

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.