Tíminn - 08.04.1992, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.04.1992, Blaðsíða 3
Miövikudagur 8. apríl 1992 Tíminn 3 Unnið er að undirbúningi á samnorrænu lóttói á vegum lottófyrirtækjanna á Norðurlöndum: Hundruð milljóna verða í pottinum Nú er unnið kappsamlega að undirbúningi og athugun á hugsan- legu samnorrænu lottói. Forráðamenn lottófyrirtækjanna á Norður- löndum eru uggandi um stöðu þeirra í nýrri og sameinaðri Evrópu, þar sem hugsanlega opnast leiðir fyrir stór og erlend lottófyrirtæki að komast inn í þessi Iönd. Ef af verður mun gamla íslenska lottóið þó ekki leggjast af, heldur geti lóttóspiiar valið um eða spilað í báð- um pottum. Breytingarnar sem verða við sam- vinnuna eru okkur ekki alveg ókunnar og allir þekkja þá byltingu sem varð hjá íslenskum getraunum þegar samvinnan hófst við sænska getraunafyrirtækið. „Petta er allt saman á undirbún- ingsstigi ennþá, en það er unnið á fullu við að útfæra hugmyndir og undirbúa framkvæmdina á þessu," sagði Sigurbjörn Gunnarsson, stjórnarformaður íslenskrar get- spár, í samtali við Tímann. Hug- myndin að þessu mun hafa kviknað og þróast á þeim fundum sem full- trúar fyrirtækjanna hittast á árlega til að bera saman bækur sínar. Það má segja að nauðsyn reki fyrirtækin á Norðurlöndunum til að fara út í slíkt samstarf, þar sem Iíkur eru á að mun sterkari lottófyrirtæki komi til með að geta starfað á Norðurlönd- um eftir að Evrópa verður hugsan- lega orðin eitt markaðssvæði. Markaðurinn á Norðurlöndunum er stór og um er að ræða fast að 23 milljónum manna og því ljóst er að um gífurlega stórt happadrætti er að ræða ef að samvinnunni verður og er öruggt að fyrsti vinningur í slíku lóttói hleypur á tugum ef ekki hundruðum milljónum króna. Öll undirbúningsvinnan miðar að því að samnorrænn lottópottur verði kominn í gang eftir ár. Því fyrir- komulagi sem hingað til hefur ver- ið, þ.e.a.s. íslenski lottópotturinn, verður þó ekki breytt. Verður sam- norræni lottópotturinn einungis aukaleikur og Iottóspilarar geta því á sölustöðum valið hvort þeir vilja bara íslenska lottóið eða bæði. „Við búumst nú ekki við neinni rosalegri þátttöku í norræna lottóinu og við lítum fyrst og fremst á þetta sem nokkurs konar varnaraðgerð af okk- ur hálfu," sagði Sigurbjörn Gunn- arsson að lokum. -PS Orð eru dýr og ekki lagast þaö þegar þau eru vitlaust rítuð. Bók- stafnum j er ofaukið á rúðunni góöu í ráðhúsinu. Tímamyndir Ami Bjama Nauðsynlegt að skipta um mörg hundruð þús- und króna rúðu í Ráðhúsinu. Ástæða þess er: Prentvilla í Ijóði Tómasar Það þótti við hæfí að láta sandblása tvö ljóð eftdr Reykjavíkurskáldið Tómas Guðmundsson á tvær rúður í Ráðhús Reykvíkinga. .Júnímorg- unn“ og „Við Vatnsmýrina" urðu fyrir valinu. En nú hefur komið babb í bátinn: Ljót stafsetningarvilla slæddist inn í síðasta erindi ljóðsins .Jíúnímorgunn". Þar stendur því „gljóbjört minning“ í stað „glóbjört minning". Að sögn Baldurs Jóhannessonar, byggingastjóra í Ráðhúsinu, fékk verktakinn, Álstoð, fyrirtækin Merk- ing hf, Glerborg og Sigurð Helgason, sem sandblés, til að vinna með sér við gerð rúðanna. Baldur sagði að sú með ljóðinu ,Júnímorgunn“ yrði tekin úr og önnur sett í. Ein slík rúða kostar nokkur hundruð þúsund kr. en fyrirtækin sem sáu um verkið munu skipta þeim kostnaði á milli sín. Rúðan er 3.415 metrar á lengd og 2.484 metrar á hæð. Á laugardag- inn kemur verður svo flutt inn í hús- ið og vonandi verður enginn prent- Uðlnn drýpur og andmr I sSfmgia. I wona vóört flmst regnlnu gánan að detta á btómtn, sem nú eru upptðfln af aá spretta og eru fyrir skemmstu tomln á stjá. 3 upp úriegnlnu ris hh unga borg. ð og tœr áns og nýstigis ipp ot boðl. og horb með vetþókmji yfir strœti og torg. Og léttt getstór gltra um tygnon ^ðrð frótvetw. abetur fðmói Guðmundnon Hér er Ijóðið eins og það var rit- aö á pappfrinn sem „sandblás- ararnir" lásu af þegar þeir sandblésu Ijóö Tómasar á ráö- húsrúðuna frægu. villupúki á sveimi í ljóðum Reykja- víkurskáldsins okkar þá. —GKG 75% á móti aðild 1 skoðanakönnun sem DV hefur gert um afstöðu þjóðarinnar til hugsanlegrar aðildár íslands að Evrópubandalaginu kemur fram að 753% af þeim sem afstöðu taka eru á móti aðild að EB, en 24,5% eru henni fylgjandi. DV spurði: „Ertu fylgjandi eða andvígur því að ísland sski um aðild að Evrópubandalaginu?" Niðurstaða könnunaiinnar var sú að 15,8% lýstu sig fylgjandi að- iid, 48,3% eru andvígir aðild ís- lands að EB, 34,5% eru óákveðin og 1,5% neituðu að svara. Blaðið hefur ekki áður kannað afstöðu landsmanna tíl hugsan- legrar aðildar íslands að EB. -EÓ Alþjóðlega heilbrigðistofnunin helgar hjartanu einn dag. Nikulás Sigfússon, læknir hjá Hjartavernd: Hjartasjúkdóm- ar eru okkar hjartans mál 1 gær, 7. apríl, var alþjóðlegur heilbrígðisdagur og í ár var hann helgaður hjartasjúkdóm- um. Hjartavemd, landssamtök hjarta- og æðaveradarfélaga á íslandi, var stofnuð áríð 1964 til að vinna forvaraastarf gegn hjartasjúkdómum og til að rannsaka þessa sjúkdóma. í tilefni dagsins gerði félagið sérstakt átak til að kynna helstu hjartasjúkdómana og forvarnir gegn þeim, m.a. í fjölmiðlum. Nikulás Sigfússon, læknir á rannsóknarstöð Hjartavemdar, segir að helmingur dánarorsaka hér á landi sé hjartasjúkdómar. Þeir geta byrjað að gera vart við sig strax hjá fólki um fertúgt. Helstu orsakir hjartaáfalla hjá íslendingum em sígarettureyk- ingar, of mikil blóðfita og of hár blóðþrýstingur. Hreyfingarleysi, offita og sykursýki vinna með hvers kyns hjartasjúkdómum. Einnig ber að gæta að mataræði og hafa í huga að dýrafita er ekki talin góð fyrir hjartað. Nikulás er ánægður með þann árangur sem náðst hefur síðan Hjartavernd hóf starfsemi sína; blóðfita hjá íslendingum hefur minnkað en hún var mjög mikil miðað við aðrar þjóðir. Það hefur líka dregið úr reykingum, eða um 17% hjá körlum en um 12% hjá konum. Hjartavernd fer bæði í barnaskóla og framhaldsskóla til að kynna forvarnir gegn hjartasjúkdómum og gefur þar að auki út tímarit. Nikulás hvet- ur að lokum fólk til að láta mæla hjá sér blóðfituna og blóðþrýst- inginn þegar það fer næst til læknis og stunda holla hreyfingu því við getum vel unnið á móti hjartasjúkdómum ef við kærum okkur um. Þannig getum við helgað hjartanu hvern einasta dag. —GKG. Nikulás Sigfússon, læknir hjá Hjartavernd. Tímamynd Áml Bjama BILALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM LANDIÐ. MUNIl) ÓDÝRU HELGARPAKKANA OKKAR REYKJAVÍK 91-686915 AKUREYRI 96-21715 PÖNTUM BÍLA ERLENDIS interRent Europcar Vestlend- ingar ræöa um samein- ingu Fyrsti fundur nefndar sem kannar leiðir til að sameina sveitarfélög á Vesturiandi var haldinn í gær. Nefndin er skip- uð sveitarstjómarmönnum af Vesturiandi. Formaður nefndar- innar er Jón Þór Jónasson, odd- viti Stafholtstungnahrepps. Að sögn Guðjóns Ingva Stef- ánssonar, framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga í Vestur- landskjördæmi, leggja sveitar- stjórnarmenn í kjördæminu mikla áherslu á að frumkvæði í þessum efnum komi frá heima- mönnum. Hann sagðist telja mun vænlegra til árangurs að heimamenn komist sjálfir að samkomulagi um þessi mál. Reynslan hafi sýnt að það sé ekki vænlegt til árangurs þegar reynt er að þvinga fram sameiningu sveitarfélaga með þrýstingi frá stjórnvöldum í Reykjavík. Guðjón Ingvi sagði að sveitar- stjórnarmenn gerðu sér vel grein fyrir því að það væri stefna stjórnvalda að sveitarfélögum verði fækkað. Menn hefðu mis- munandi skoðanir á ágæti þeirr- ar stefnu og hvernig eigi að framfylgja henni. Vestlendingar vilji með nefndarskipaninni kanna þessi mál á eigin forsend- um áður en stjórnvöld hafast frekar að í þessu máli. Stefnt er að því að nefndin skili niður- stöðum á næsta ári. Nefnd sem félagsmálaráð- herra skipaði lagði til á síðasta ári að sveitarfélögum í landinu verði fækkað niður fyrir 30, en þau eru í dag rúmlega 200. Þing Sambands íslenskra sveitarfé- laga samþykkti þessa stefnu- mörkun, en um hana er þó eng- in samstaða innan Sambands- ins. Félagsmálaráðherra skipaði nýlega aðra nefnd til að skoða þessi mál frekar. f nefhdinni sitja að hluta til sömu menn og í nefndinni sem starfaði í fyrra. Hún er skipuð mönnum frá stjórnarflokkunum og fulltrú- um frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. -EÓ Vélamarkaöur JÖTUNS • MF 50D 1983 grafa • MF 205 1987 mrtönaöartækjum • MF60H 1987 grafa • MF 50HX1S88 grafa • MF 50HX1989 • MF 690 2wd 1984 • Claas R46 m/vólbúnaöi 1990 • Krone 1990 niIlubJndivól 120x120 • Claas R66 87 rúllubindivól 150x120 • Deutz-Fahr 87 njllubindivói 120x120 • Deutz-Fahr 87 mllubindivói 120x120 • MF 47 heybindivói 1987. Frátekin • UND 7510 pökkunarvól 90 • UND 7510 pökkunarvól 90 • MF 350 dróttarvól 2v«j 1987 47 hö. • MF 365 dráttarvól 2wd 1987 65 hö. Seld • MF 355 dráttarvól 4wd 1988 55 hö. Frátokln • MF 390T dróttarv. 4wd 1990 90 hö. Se/d • MF 350 dróttarv. 2wd 1988 47 hö. • MF 240 dráttarv. 2wd 1986 47 hö. • Case 1394 dráttarv. 4wd 1985 71 ha. m. ómoksturstækjum • MF 390T dráttarvól 4wd 1990 90 hö. • IMT 577 dróttarvól 4wd 1987 70 hö. • Univ. 445 dráttarvél 2wd 1986 47 hö. • Same Expl. dróttarvól 4wd 1985 60 hö. • D. Brown 990 dróttarv. 2wd 1968 60 hö. m. einvirtc-um ámoksturstækjum. Frátekin • IH XL585 dráttarv. 2wd 1985. 58 hö. • MF 3080 dráttarv. 4wd 1987 m/frambúnaöi. Frátekin JSWIÍSÍJSÍJ THUÍsodfý HOFÐABAKKA 9 112 REYKJAVIK Sl.MI 91-670000

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.