Tíminn - 14.04.1992, Síða 9

Tíminn - 14.04.1992, Síða 9
Þriðjudagur 14. apríl 1992 Tíminn 9 DAGBOK Ný þjónusta Gulu línunnar fyrir landsbyggóarfólk Hinn 21. mars, kl. 10 fyrir hádegi, tók Gula línan formlega upp grænt númer, sem er 99-6262. Þar með gefst landsbyggðarfóiki kostur á að afla sér upplýsinga um vörur og þjónustu á Gulu línunni, án þess að þurfa að greiða fyrir langlínusímtal. Miðlun hf. stofnaði Gulu línuna árið 1987 og hefur þjónustan vaxið jafnt og þétt ár frá ári. Gula línan gefur upplýsingar um vörur og þjónustu og er ekkert smátt of smátt, og ekkert stórt of stórt. Vanti fólk upplýsingar um smávörur, verslanir, heildsölufyrir- tæki, umboð, iðnfyrirtæki eða hvers konar þjónustu, liggur beinast við að hringja í Gulu línuna, fá allar þessar upplýsingar á einu bretti og spara sér þar með tíma og fyr- irhöfh. Þessi þjónusta er augljós hagræðing fyrir landsbyggðarfólk, sem hefur alla tfð þurft að nota símann mikið við að afla sér upplýsinga. Þórir Ólafsson, rektor KHl, og Grimur Laxdal, forstjóri Apple-umboðsins á fslandi, við nýju Macintosh LC vélarnarfrá Apple. Apple-umboðið færir KHÍ tölvur aó gjöf Kennaraháskóli Islands hefur um langt skeið haldið uppi fræðslu um tölvur og notkun þeirra í skólastarfi. Nú hefur tölvukostur skólans til nemendavinnu og kennslu aukist mjög og batnað frá því sem verið hefur. Skólinn hyggst efla hvers konar gagnagerð á tölvur og hefur meðal ann- ars fest kaup á búnaði frá Apple-umboð- inu á íslandi í því skyni. Apple-umboðið hefur ákveðið að styðja þessa viðleitni og efla tölvukennslu við skólann með rausnarlegri gjöf að andvirði á þriðju milljón króna. Um er að ræða tíu Macint- osh LC tölvur 4/80 með litaskjám. Tölv- umar verða notaðar í tölvustofu skólans, jafnt til kennslu og verkefnavinnu nem- enda. í stofunni eru einnig tíu PC-vélar sem skólinn þáði að gjöf frá IBM, en komnar eru mjög til ára sinna. Sá tölvu- kostur verður endumýjaður með nýjum og öflugri vélum á þessu ári. Apple-umboðið hefur í ár og á síðasta ári stutt Nemendafélag Kennaraháskól- ans við að koma upp tölvubúnaði fyrir nemendur til verkefnavinnu. Nú er svo komið að nemendur hafa alfarið til eigin nota á annan tug véla frá Apple. Áður hafði félagið eignast tíu Macintosh Class- ic vélar ásamt myndskanna, mótaldi og öðmm aukabúnaði og í ár hafa þrjár Macintosh LC bæst f hópinn. Apple-umboðið og Kennaraháskólinn hafa gert með sér samning um samstarf, sem miðar að því að efla í skólanum þró- un og gerö tölvugagna til notkunar í grunnskólum. Gagnasmiðja skólans mun hafa forgöngu um þetta starf í sam- m Framsóknarmenn í sveitarstjórnum og nefndum á vegum þeirra Málefnahópar þingflokks Framsóknarflokksins um byggðamál og félagsmál, ásamt þingmönnum flokksins, bjóða til funda í öllum kjördæmum landsins sem hér segir: Suðurnes 28. apríl kl. 20.30 í Framsóknarhúsinu í Keffavík: Guðmundur Bjarnason og Ingibjörg Pálmadóttir. Guðmundur Inglbjörg FUNDAREFNI: Málefni sveitarstjórna og samskipti ríkis og sveitarfélaga Mike Tyson dæmdur í 6 ára fangelsi fyrir nauðgun m I spegli Timans Rosie Jones, Ungfrú blakka Ameríka, kærði Tyson í fyrra fyrir kyn- ferðislega áreitni. Skaðabótakrafan er upp á 100 milljón dollara. Hnefaleikakappinn Mike Tyson hef- ur nú verið dæmdur í 6 ára fangelsi fyrir nauðgun. Reyndar var hann dæmdur í þrisvar sinnum 10 ára fangelsi á grundvelli þriggja ákæra, en í öllum tilvikum var fjögurra ára dómur skilorðsbundinn og dómar- inn ákvað að öllum dómunum yrði fullnægt samtímis. Auk þess var TVson dæmdur í 30.000 dollara sekt. Hann fær ekki lausn gegn tryggingu þar til áfrýjun hefúr ver- ið tekin fyrir þar sem hætta þykir á að hann kunni að halda áfram að brjóta af sér ef hann gengur Iaus. Það var 19 ára gömul blökk feg- urðardrottning, Desiree Washing- ton, sem ákærði Mike TVson fyrir nauðgun sem hann neitaði stað- fastlega að hafa framið. Reyndar sagðist hún myndi hafa fallið frá ákærunni ef TVson hefði beðið sig afsökunar, en hann hefði látið það ógert og þess vegna hefði málið haft sinn gang. Nú hefur ýmislegt komið upp úr kafinu um umgengni Mikes við konur. Hann var ekki nema 12 ára þegar hann náðist eftir að hafa þrif- ið handtösku af konu í Brooklyn og var sendur á betrunarheimili fyrir. Það var þó ekki fyrr en í hjóna- bandinu með sjónvarpsstjömunni Robin Givens og í hávaðasömum og grimmdarlegum skilnaðarbar- daga þeirra sem Ijósinu var beint að því að hnefaleikakappinn var ekki ljúfur eins og lamb í viðureign sinni við konur. Hann hafði iðulega beitt konu sína valdi og á að hafa sagt félaga sínum að besta höggið á ferlinum hefði hann greitt Robinl Eftir skilnaðinn við Robin hélt Tý- son uppteknum ofbeldisfullum hætti. Fyrir tveim árum lagði Phyllis Polander blaðafulltrúi fram kæru á hann fyrir að hafa ráðist á sig kynferðislega meðan hann var enn giftur Robin. Reyndar flaut Ro- bin með í ákærunni fyrir að hafa „af illkvittni" ekki skorist í Ieikinn. Fyrir þrem árum gerðist hann svo nærgöngull við Sandra Miller á diskóteki f New York að hún fór Þaö varð dýrt spaug fyrir Mike Tyson að giftast Robin Givens og skiija við hana. Skilnaðurinn varö honum dýr. Villidýrið og kvennaskeifirinn Mike Tyson er nú í vondum máium. Robin Young var hin altillegasta við hnefaleikakappann til að byrja með en nú liggur fyrir krafa frá henni um tvær milljónir dollara fyrir „auömýkingu, kvöl og likamsmeiðingar". fram á 3,5 milljón dollara skaða- bætur. Henni voru dæmdir 100 dollarar. Sama kvöld og á sama stað káfaði hann á Lori Davis, sem fór fram á 7 milljón dollara bætur en um það mál var samið áður en til afskipta dómstólanna kæmi. Diskótekin í New York hafa reynst Mike TVson dýr freisting. Það var einmitt á einu slíku sem hann rakst á Robin Young. Það fór vel á með þeim í fyrstu en svo gerðist hann of ágengur, að því er hún seg- ir, og hún hefur lagt fram kæru og krefst tveggja milljón dollara skaðabóta fyrir „auðmýkingu, kvöl og líkamsmeiðsl". Það virðast gjama vera bakhlutar kvenna sem hafa komið Mike í bobba. Trena Archie, dansmær f Los Angeles, heldur því fram að hann sé faðir sonar hennar, Jaston. Mike Ieitaði á hana á kaffihúsi fyrir þrem árum og fékk hana til lags við sig með því að segja að hann væri hrifinn af „fallega rassinum" henn- ar. Tyson neitar að vera faðir Ja- stons. Það var að vísu kæra Desiree Washington sem mesta athygli hef- ur vakið. Atburðurinn gerðist þeg- ar hún var að keppa um titilinn Ungfrú blakka Ameríka. En hún var ekki ein um að vekja upp dýrið í boxaranum. Nú hefur starfsmað- ur við keppnina Iagt fram alls 607 milljón dollara skaðabótakröfu á hendur Tysons fyrir að hafa ofsótt keppendur og aðrar konur með kynferðisþmngnu atferli. Og síðast en ekki síst lagði Ungfrú blakka Ameríka, Rosie Jones, fram sína eigin 100 milljón dollara skaðabótakröfu gegn Týson á árinu sem leið. Þá átti honum enn einu sinni að hafa orðið á að grípa í bossann á fallegri konu og fara fram á eitthvert afbrigðilegt kyn- ferðislegt athæfi. Mike Tyson á því mörg mál óupp- gerð vegna óstýrilátrar náttúm og kannski er það honum sjálfúm fyr- ir bestu að vera bara lokaður bak við lás og slá næstu árin. Þingfíokkur framsóknarmanna

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.