Tíminn - 16.04.1992, Page 1
Guðmundur J. segir Dagsbrúnarmenn ekki vera tilbúna til að samþykkja samning um lægri kaupmátt en á þjóðarsáttartímanum:
Dagsbmn íhugar að draga
sig út úr samningaviðræðum
Guðmundur J. Guðmundsson, for-
maður Dagsbrúnar, segir líklegt að
félagið muni draga sig út úr viðræð-
um um nýjan kjarasamning, en
reiknað er með að viðræðumar heQ-
ist að nýju eftir páska. Forseti ASÍ
segir að ef Dagsbrún dregur sig út úr
viðræðunum, sé óvíst um framtíð
þeirra. Guðmundur J. segir að samn-
ingamenn Dagsbrúnar muni mæta á
fyrsta samningafund eftir páska og
sjá svo til.
Guðmundur sagði að þær tillögur,
sem voru á samningaborðinu þegar
menn gengu frá því um síðustu mán-
aðamót, væru ekki að skapi Dags-
brúnarmanna. Hann sagði flest benda
til að tillögumar verði samninga-
grundvöllur, þegar þráðurinn verður
tekinn upp eftir páska. „Við teljum
þetta ekki vera samningagrundvöll,"
sagði Guðmundur.
Guðmundur sagði að Dagsbrún vildi
að verkalýðshreyfingin gengi samein-
uð til samningaviðræðna. Félagið
muni hins vegar ekki semja um hvað
sem er. Það muni ekki semja undir
styrk sínum. Guðmundur sagði óvíst
hvað félagið muni gera, ef það dregur
sig út úr viðræðunum. Það verði
skoðað, þegar þar að kemur.
Guðmundur sagði að Dagsbrún
hefði verið eitt þeirra verkalýðsfélaga,
sem vom í fararbroddi fyrir þjóðar-
sáttinni. Félagið hefði barist fýrir því
að halda verðlagi niðri, í trausti þess
að félagsmönnum yrði umbunað í
næstu kjarasamningum. „Nú tala
menn um að semja til 18 mánaða um
eitthvað sem í hæsta lagi geti orðið
núll, þ.e.a.s. ef guð og gæfan verður
okkur hliðholl. Atvinnurekendur og
stjómvöld hrópa að nú megi ekkert
gera, sem hafi kostnað í för með sér
fyrir atvinnulífið, því þá fari hér allt á
annan endann.“
Guðmundur sagði að það væri kurr í
sínum félögum með kaup fyrirtækja á
frystitogumm, en 6-8 slíkir togarar
em nú í smíðum erlendis. „Fyrir
þessum togumm em tekin erlend
lán. Á sama tíma er verið að tala um
að það megi ekki auka erlendar skuld-
ir þjóðarinnar og að það verði að
minnka fiskiskipaflotann. Það em
sem sé til peningar í ótrúlegustu
hluti, en þegar kemur að því að verka-
fólk setur fram kröfu um að fá að
halda þeim kaupmætti, sem það hafði
skástan á þjóðarsáttartímabilinu, þá
segja atvinnurekendur nei, vegna
þess að það muni setja efnahagslífið á
annan endann."
Guðmundur sagði að flestir sér-
kjarasamningar Dagsbrúnar væm
ófrágengnir. Atvinnurekendur hefðu
óskað eftir að þeim yrði ýtt út af borð-
inu. Hann sagði þetta ekki auka
áhuga Dagsbrúnar á að gera kjara-
samning í þeim anda, sem nú er verið
að ræða um.
Dagsbrún hefur haft verkfallsheim-
ild síðan í nóvember á síðasta ári.
Guðmundur sagði einkennilegt að
stór félög innan ASÍ séu ekki enn bú-
in að afla sér verkfallsheimildar, þrátt
fyrir að samningar hafi verið lausir í
allan vetur. Hann sagði að sér fyndist
þetta ekki bera vott um mikinn sam-
stöðuvilja.
Heildar landnýtingaráætlun strandar á því að
gróðurfarskort eru ekki til:
Fjársveltið
heldur áætl-
uninm fastri
Undanfarin þrjátíu ár hefur Rann-
sóknarstofnun landbúnaðarins
unnið að gerð landnýtingarkorta
fyrir landið í heild. Nú er einungis
eftir að kortleggja um fjórðung
Iandsins á þennan hátt. Þeir, sem
unnið hafa að verkefninu, sjá ekki
fram á að hægt verði að ljúka því í
bráð, vegna fjárskorts, en framlög
til kortagerðarinnar á fjárlögum
hafa farið minnkandi ár frá ári.
Enn hefur ekki verið mörkuð nein
heildaráætlun varðandi landnýt-
ingu.
Eitt af grundvallarskilyrðum þess
að unnt sé að gera landnýtingar-
áætlun fyrir allt Island í heild, er að
fyrir hendi séu kort af landinu í
nægilega stómm mælikvarða, sem
sýni gróðurfar þess og landkosti í
byggð og á hálendi.
Á fjárlögum þessa árs er gert ráð
fyrir að um það bil tvær milljónir
króna renni til gerðar landnýtingar-
kortanna hjá Rannsóknarstofnun
landbúnaðarins.
„Við gætum klárað þetta á fimm
til sex ámm, ef við fengjum peninga
til þess,“ segir Ingvi Þorsteinsson
náttúmfræðingur hjá RALA „Við
höfum nógan mannskap og alla
tækni til þess að ljúka við kortagerð-
ina. Það eina, sem vantar, em pen-
ingar.“
Gerð landnýtingarkortanna var
hafín að fmmkvæði RALA fyrir um
þrjátíu ámm. Að sögn Ingva er biðin
eftir því að þetta verkefni verði klár-
að orðin óþarflega löng. „Við hefð-
um getað verið búnir að vinna þetta
fyrir áratug síðan, ef við hefðum haft
fjárveitingar til þess,“ segir hann.
„Þá hefðum við verið tuttugu ár að
vinna þetta starf, og það er ekki
langur tírni."
Umferðarráð varar við hættum á vegum úti um helgina. Málsháttur páskanna er:
BETRA ER AÐ KOMAST
ALLA LEIÐ EN HÁLFA
Páskamir em seint á ferðinni í ár,
sem verður til þess að fleiri leggj-
ast í ferðalög.
En þó komið sé fram í miðjan
apríl, má ekki afskrifa páskahret.
Mikilvægt er að kynna sér veður-
spá, sem og ástand vega, áður en
haldið er af stað. Einnig er æskilegt
að láta einhvem vita af ferðum sín-
um, þannig að hægt sé að gera ráð-
stafanir, beri eitthvað út af.
Það á sérstaklega við um fjalla-
ferðirnar, sem færast sífellt í auk-
ana.
Óli H. Þórðarson, formaður Um-
ferðarráðs, bendir á að vetrardekk
auka hættu á steinkasti á malar-
vegum. „Nú em margir ungir öku-
menn að fara sína fyrstu ferð úti á
malarvegunum, þar sem gilda dá-
lítið önnur lögmál," segir Óli.
„Æskilegt er að þeir öðlist þar sína
reynslu hægt og rólega."
Meðan stórlega hefur dregið úr
akstri á fjórhjólum, hafa vélsleð-
amir sífellt orðið vinsælli. Slys á
vélsleðum hafa að sama skapi færst
í aukana. Umferðarráði hafa borist
spumir af því að áfengi hafi sums
staðar verið þar með í för. Táka skal
fram að áfengi og vélknúin öku-
tæki fara aldrei saman. —GKG.
ALDREI
ÓDÝRARA TIL NOREGS!
Sigling til Noregs með bíl og helgardvöl í Færeyjum
*VerÖ fró kr. 14.540.-
með gistingu ó farfuglaheimili (3 nætur) í Færeyjum.
*Verö fró kr. 22.885.-
méb hótelgistingu (3 nætur) í Færeyjum. •miSoSva41611^31/3
NORRÆNA
'ERÐASKRIFSTO
AN
Sími 91 - 626362 og 97 21111