Tíminn - 16.04.1992, Page 2
2 Tíminn
Fimmtudagur 16. apríl 1992
Áfengisdrykkja á mann nú aftur svipuð og síðasta árið fyrir bjór:
Afengisdrykkja nú 10%
minni en síðustu 2 ár
Áfengissala ÁTVR, mæld í lítrum hreins alkóhóls, var um
10% minni fyrsta ársfjórðung þessa árs en á sama ársfjórð-
ungi bæði árin 1991 og 1990. Sala á bjór hefur minnkað enn
meira, eða um rúmlega 21% á tveim árum. Áfengissala á
raann, miðað við 15 ára og eldri, er nú aftur orðin álíka, eða
jafnvel heldur minni, en 1988, þ.e. síðasta árið fyrir bjór. Frá
því í fyrra hefur sala minnkað verulega á nær öllum áfengis-
tegundum nema freyði- og kampavíni, sem óx um nær 18%
milli ára. Sala minnkaði aftur á móti um 11 til 12% á mest
seldu tegundunum, viskf, brennivíni og vodka. Og sala á bjór
var nú 14% minni en sömu mánuði í fyrra.
Stjórn Samtaka fjárfesta
mótmælir hugmyndum um
skattlagningu sparifjár:
Hætt við að
erlendar
skuldir vaxi
enn frekar
Stjórn Samtaka fjárfesta, al-
mennra hlutabréfa- og sparifjár-
eigenda mótmælir þeim hug-
myndum um að skattleggja
sparifé, sem fram komu í
áfangaskýrslu nefndar um sam-
ræmda skattlagningu eigna og
eignatekna. Hún telur að verði
tillögurnar framkvæmdar
„muni nývakið traust sparifjár-
eigenda sem komið hefur fram í
stórauknum innlendum sparn-
aði, bresta á ný. Hætta sé á að
erlendar skuldir vaxi því enn
frekar", eins og segir í fréttatil-
kynningu.
Stjórnin álítur að mikilvægt sé
að reglur um skattlagningu séu
hvetjandi til peningalegs sparn-
aðar þar sem ástandið í efna-
hagslífi landsmanna er alvar-
legt. —GKG.
Það eru sölutölur frá ÁTVR sem
sýna þennan mikla samdrátt í áfeng-
issölu milli ára, en ekki orsakir
hans. Síðustu fimm árin hefur
áfengissala þróast sem hér segir:
Lítrar hreins alkóhóls janVmars
Ár: Alls lítrar: (Þ.a.bjór)
1988 183.000 lítrar
1989 226.600 „ (61.100)
1990 209.500 „ (70.300)
1991 210.300 „ (64.300)
1992 189.100 lítrar (55.300)
Salan er meira en 20 þúsund lítr-
um, eða kringum 10% minni á
fyrsta fjórðungi þessa árs en tvö hin
síðustu. Og þegar til þess er litið að
landsmönnum 15 ára og eldri hefur
fjölgað um meira en tíu þúsund á
síðustu fimm árum virðist áfengis-
salan jafnvel heldur minni í ár en
1988, þ.e. á síðasta bjórlausa árinu.
Áberandi er að sala bjórs skuli
hafa minnkað um meira en fimmt-
ung á aðeins tveim árum. Minna
seldist nú af bjór á fyrstu þrem mán-
uðum ársins en fýrsta mánuðinn
sem bjór var seldur, í mars 1989. í
lítrum talið minnkaði bjórsalan úr
1.360 þús. lítrum á fyrsta ársfjórð-
ungi 1990, niður í 1.090 þús. lítra á
fyrsta ársfjórðungi í ár. Samdráttur-
inn er því 270 þúsund lítrar, og gæti
því hæglega orðið meira en milljón
lítrar á árinu öllu.
Mikill sölusamdráttur hefur orðið
á nær öllum áfengistegundum sem
áður segir og hvað mestur á sterk-
ustu drykkjunum. Sala borðvína
hefur hlutfallslega lítið minnkað
síðan í fyrra og er m.a.s. töluvert
meiri nú en fyrstu mánuðina 1990.
Þegar litið er á sterku drykkina
kemur aftur á móti í Ijós 5-13%
samdráttur í sölu allra tegunda
nema romms og portvíns.
Fáar ef nokkrar áfengistegundir
hafa þó Iátið eins í minni pokann
um mörg undanfarin ár eins og
brennivínið. Rúmlega 66 þúsund
lítrar seldust af brennivíni á fyrsta
fjórðungi ársins 1988, um 47 þús-
und lítrar tveim árum síðar og nú er
salan komin niður í tæplega 38 þús-
und lítra. Vodka er sem fyrr lang-
samlega söluhæsta áfengistegundin.
Af vodka seldust um 127 þús. lítrar
fyrstu þrjá mánuðina í ár, en það er
42 þúsund lítrum minna en sömu
mánuði 1988.
Ríkisútvarpið fann í gær m.a. þá
skýringu á þessum mikla sölusam-
drætti á áfengi, að páskainnkaup
hafi lent á 1. ársfjórðungi í fyrra en í
ár kaupi menn ekki páskaölið fyrr en
á 2. ársfjórðungi. En benda má á að
páskar lentu líka á 2. ársfjórðungi
1990 og verður ekki séð að það hafi
skipt verulegu máli þegar borið er
saman við söluna í fyrra, samanber
töfluna hér að framan.
Sala á sígarettum hefur aðeins
minnkað örlítið milli ára, eða 0,2%
frá fyrsta ársfjórðungi síðasta árs.
Vindíasala minnkaði miklu meira,
eða hátt í 5%.
Neftóbak virðist hins vegar vera
að ryðja sér til rúms á ný. Af neftób-
aki seldust nú 3.390 kíló á fyrsta
fjórðungi, sem er 11% aukning frá
sama tíma í fyrra.
- HEI
Mjólkurfræðingar boða
verkföll eftir páska:
til helgar-
innar
Mjólkurfræðingar hafa boðað þrjú
eins dags verkföll í næstu og þar-
næstu viku. Þar af leiðandl hættu
vinnuveitendur við að koma á
sáttafundi sem hafði verið boðað-
ur hjá sáttasemjara í fyrradag.
Vegna verkfallsboðana sem og
stífari túlkun mjólkurfraeðinga I
yfirvinnubanni smu, var ekki
hægt að dreifa allri þeirri mjólk
sem þurfti í þann daginn.
í Hagkaup Skeifunni var rjómi
búinn strax um miðjan dag í gær,
sem og í Versluninni Nóatúni þar
sem mjóik var einnig uppurin. Þar
hafði borið á því að fólk væri að
hamstra. Sama var uppí á ten-
ingnum í Matvöruversluninni
Austutveri, fólk hamstraði óg
enginn rjómi var til lengur. í Bón-
us var allt með kyrrum kjörum og
einungis vantaði léttmjólk sem
hafðl eldd verið til hjá Mjólkur-
samsölunni um morguninn.
Búist er við alvarlegum mjóikur-
skorti t vikunni eftir páska og
strax á þriðjudag getur fólk farið
að fmna fyrir honum, fáist mjófk-
urfræðingar efcki í vinnu á annan í
páskum.
Eins dags verkföllin þijú verða
dagana 22., 24. og 27. apríl.
—GKG.
Framkvæmdastjóri Stéttarsambands bænda segir frétt Tímans í gær ranga:
Sjömannanefnd skilar
tillögum á miðvikudag
Hákon Sigurgrímsson, framkvæmdastjóri Stéttarsambands bænda
og nefndarmaöur í Sjömannanefnd, segir það rangt sem kom fram
í Tímanum í gær að Sjömannanefnd sé óstarfhæf vegna ósamkomu-
lags. Hákon segir að nefndin muni skila tillögum til landbúnaðar-
ráðherra næstkomandi miðvikudag.
í gær birtu Tíminn og Morgun-
blaðið fréttir um störf Sjömanna-
nefndar, en eins og kunnugt er vinn-
ur hún að tillögum um hagræðingu
í framleiðslu og úrvinnslu mjólkur.
Að sögn Hákons Sigurgrímssonar
og fleiri nefndarmanna í Sjömanna-
nefnd eru þessar fréttir rangar. Há-
kon sagði að nefndin sé að störfum
og allt bendi til að hún skili tillög-
um til landbúnaðarráðherra næst-
komandi miðvikudag.
Nokkuð öruggt má telja að tillög-
ur Sjömannanefndar verða um-
deildar enda miklir hagsmunir á
ferðinni.
Þrátt fyrir að Tfminn hafi kannski
fullyrt meira hann getur staðið við í
frétt sinni í gær um að nefndin sé
óstarfhæf vegna ósamkomulags, þá
stendur þó eftir að hart hefur verið
tekist á í nefndinni um tillögur sem
þar hafa verið ræddar. Skiptar skoð-
anir eru einnig meðal forystumanna
bænda um tillögur sem nefndin er
nú að skoða.
-EÓ
Tillögur um endurskipulagningu í mjólkuriðnaði stranda m.a. á því að ekki næst samkomulag um hvaða samlag eigi að leggja niður:
Verður Mjólkursamlagið
í Borgarnesi lagt niður?
Eitt af því setn Sjömannanefnd, sem vinnur að tillögum um endur-
skipulagningu í mjólkuriðnaði, hefur Qaliað um er að einstök mjólk-
ursamlög verði lögð niður. Samkvæmt heimildum Tímans hefur
einkum verið horft til Mjólkursamlagsins í Borgarnesi og Mjólkur-
samlagsins á Blönduósi. Ólíklegt er talið að nefndin leggi fram bein-
ar tillögur um niðurlagningu mjólkursamlaga enda er hér um afar
viðkvæmt mál að ræða sem erfitt er að ná samkomulagi um.
í dag eru starfandi 16 mjólkursam-
lög á landinu. Það er almennt viður-
kennt að samlögin séu of mörg og
húsakynni þeirra of stór. Þegar
ákvarðanir voru teknar um bygg-
ingu nýrra húsakynna yfir samlagið
í Borgarnesi og Mjólkursamsöluna í
Reykjavík var innvegin mjólk í öll-
um samlögunum í kringum 110-
120 þúsund lítrar. Framleiðslan var
t.d. rúmlega 120 þúsund lítrar árið
1978. Aðeins 10 árum áður var
framleiðslan um 92 þúsund lítrar.
Það var við þessar aðstæður sem
ákvarðanir voru teknar um að
byggja ný og stór samlög. Menn
gerðu ráð fyrir vexti í þessari iðn-
grein, en ekki samdrætti eins og
orðið hefur.
í dag er neysla á mjólk hér innan-
Iands um 100 þúsund lítrar á ári.
Framleiðslan á síðasta ári var rúm-
lega 105 þúsund Iítrar. Samdráttur-
inn heldur því áfram. Á sama tíma
verður krafan um hagræðingu og
lægra verð á mjólkurafurðum há-
værari.
Tvö stærstu samlögin á landinu eru
á Selfossi og á Akureyri. Hjá Mjólk-
urbúi Flómanna eru lögð inn um
36% af allri mjólk sem framleidd er í
landinu og Mjólkursamlagið á Akur-
eyri tekur á móti 19,4% af allri
mjólk. Þriðja stærsta samlagið er í
Borgarnesi. Þangað fara 9,3% af allri
mjólk sem framleidd er í landinu.
Stjórnendur samlagsins í Borgar-
nesi hafa brugðist við samdrætti í
mjólkuriðnaði með því að nýta
húsakynni samlagsins til annarrar
starfsemi. Þar eru í dag framleiddir
grautar, pitsur og áfengi. Þar á bæ
segjast menn því hafa hagrætt.
Eftir sem áður telja menn sig geta
reiknað það út að hagstætt sé að
leggja niður samlagið í Borgarnesi
og keyra mjólkina til Reykjavíkur.
Það hefur verið nefnt að Borgnes-
ingar gætu í staðinn fengið ísgerð
Mjólkursamsölunnar til sín. Þeir
telja hins vegar að atvinna við ísgerð
sé ótrygg því vitað er að eitt af því
fyrsta sem verður byrjað að flytja
inn af unnum mjólkurafurðum þeg-
ar opnað verður fyrir innflutning, er
einmitt ís.
Á aðalfundi Mjólkursamlagsins í
Borgarnesi fyrir skömmu var borin
upp tillaga um að skoðuð verði hag-
kvæmni þess að leggja samlagið nið-
ur. Tillagan var felld eftir miklar
umræður.
Umræður hafa einnig farið fram
um að leggja Mjólkursamlagið á
Blönduósi niður. Þangað fara um
3,8% af heildarmjólkurinnleggi í
landinu. Mjólkursamlag er einnig
rekið á Hvammstanga. Hörð and-
staða er við þessar hugmyndir á
Blönduósi.
Guðmundur Lárusson, formaður
Landssamtaka kúabænda, hefur lýst
því yfir að óhjákvæmilegt sé að
mjólkursamlögum verði fækkað.
Hann sagði að samtök kúabænda
hefðu ekki gert neina tillögu um það
hvaða samlög ættu að hætta starf-
semi. Hann sagðist ekki líta svo á að
það væri hiutverk samtaka bænda
að koma með slíkar beinar tillögur
um framtíð einstakra mjólkursam-
laga. Guðmundur sagðist telja að
aðeins eigendur samlaganna geti
tekið ákvörðun um að leggja þau
niður.
Guðmundur sagði að ef ekkert
samlag verði lagt niður verði sam-
lögin að sætta sig við minni tekjur.
Framleiðsla á næsta ári muni
minnka um 5% og krafa sé um að
framleiðni í greininni aukist um 2-
3% á ári.
Ástæðan fyrir því að menn eru
tregir til að loka einstökum samlög-
um er sú að þar með glatast dýrmæt
störf. Fólk sem yrði að hætta störf-
um við úrvinnslu mjólkur hefur
ekki í önnur störf að hverfa. For-
ystumenn verkalýðsfélaga í Borgar-
nesi og á Blönduósi hafa t.d. þrýst á
Sjömannanefnd að leggja ekki til að
samlögin verði lögð niður. - EÓ