Tíminn - 16.04.1992, Side 4
4 Tíminn
Fimmtudagur 16. janúar 1992
Tíminn
MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Tíminn hf.
Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson
Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm.
Aöstoöarritstjóri: Oddur Ólafsson
Fréttastjórar: Birgir Guömundsson
Stefán Ásgrlmsson
Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gíslason
Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavlk Sími: 686300.
Auglýsingasíml: 680001. Kvöldsfmar: Áskrift og dreifing 686300,
ritstjóm, fréttastjórar 686306, (þróttir 686332, tæknideild 686387.
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf.
Mánaöaráskrift kr. 1200,- , verö I lausasölu kr. 110,-
Gmnnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri
Póstfax: 68-76-91
Hátíð við allra hæfí
Páskafrí er gefið til að kristnir menn minnist pínu og
dauða frelsara síns og fagni upprisu hans, sigurs lífsins
yfir dauðanum. Páskarnir eru sönnunarmerki um að
menn eigi eilíft líf í vændum. Páskarnir eru staðfesting
þeirra íyrirheita, sem Kristur gaf mönnunum um eilífa
vistun hjá drottni sínum.
Heilög kirkja setur sínum börnum miklar föstur
fyrir páskahátíð; hin evangelísk-lúterska þjóðkirkja
boðar ekki meinlæti, en ætlast til alvarlegrar íhugun-
ar á bænadögum og gleðihátíðar á páskadag, þegar allt
að sjö sólir á lofti gera ekki upp á milli kirkjudeilda og
allir kristnir söfnuðir fagna upprisu drottins síns.
Á síðari tímum er sá siður upp tekinn að vandaðir
kórar og góðir hljóðfæraleikarar flytja einhver af stór-
verkum tónbókmenntanna á kirkjuhátíðum, og svo
verður um þá páska sem senn ganga í garð. Sú guðs-
dýrkun og tilbeiðsla fegurðar er ef til vill ekki síðri en
hefðbundnar kirkjugöngur. En allt er það ágætt hvað
með öðru, og eru þeir ágætu kórar, sem einbeita sér að
fáguðum flutningi kirkjutónlistar, viðbót við kirkju-
legt starf, sem verður ríkulegra en ella.
En páskar og frídagarnir, sem þeim fylgja, eru nýtt-
ir til margvíslegra annarra athafna en þeirra, sem
tengjast beint kirkju og kristni. Skammdegið er um
garð gengið og tími til kominn að sletta úr klaufunum.
Margir leggjast því í ferðalög.
Spurnir eru af að nokkur þúsund manns hafi
brugðið sér til útlanda til að eyða þar páskahelginni.
En mest er ferðast innanlands. Flugflotinn hefur ekki
við að flytja skíðafólk vestur og norður til að iðka
íþróttir sínar í snjósælum landshlutum.
En flestir munu ferðast í bílum um landið þvert og
endilangt, og má með sanni segja að með nútíma far-
artækjum liggi vegir til allra átta. Fjallabílar, sérstyrkt-
ir jeppar og snjósleðar eru þau farartæki, sem ótaldar
þúsundir munu geysast um fjöll og firnindi á næstu
daga.
Alltof mörg dæmi sanna að kappið í svona ferðalög-
um er einatt meira en forsjáin, og trúin á tæknina og
getu farartækjanna er ofmetin. Hins vegar eru nátt-
úruöflin, veðurfar og landshættir á ókunnum slóðum
vanmetin. Um það tjóir víst ekki að fást, því þar er eins
og hver og einn óbyggðagarpur þurfi að reka sig á og
verða reynslunni ríkari, en láti öll varnaðarorð sem
vind um eyru þjóta.
Ekki sakaði þótt þess væri beðið í kirkjum um há-
tíðina að allir þeir, sem í óbyggðir leggja, nái heim aft-
ur heilir á húfí. Samt mun tryggara að björgunarsveit-
ir séu í viðbragðsstöðu, en vonandi verður þeirra ekki
þörf.
Þeir, sem heima sitja, komast hvergi nærri yfir að
njóta uppstyttulítilla hátíðadagskráa sjónvarpa og
hljóðvarpa, á milli borðhalda.
Páskar eru fjölskrúðugasta hátíð ársins. Þeir eru
kirkjuhátíð og dýrðartími tónlistarunnenda. Börnin fá
ómælt súkkulaði að borða og þeir fullorðnu steikur.
Vetraríþróttir eru stundaðar af kappi, aðrir sleikja sól-
ina á suðlægari breiddargráðum, fjölmenni þeysir vítt
og breitt um óbyggðir og upp um jökla, og ljósvakinn
ruglar þá heimakæru með offramboði.
Flestir hafa eitthvað að iðja við sitt hæfi, og guð gefi
að allir verði jafnheilir á bak hátíðinni.
Gleðilega páska.
Að vígja ráðhús
Vegna stöðu minnar hér á Tíman-
um varð ég þeirrar lífsreynslu að-
njótandi að vera við vígslu ráð-
húss Reykjavíkur. Ég ákvað að slá
til og fara; komst að þeirri niður-
stöðu að ég væri ekki nógu
merkilegur til þess að sitja
heima, þjóðin mundi ekki taka
eftir því.
Ráðhús, mál
Reykvíkinga
Ég hef ekki tekið þátt í opin-
berum umræðum um ráðhúsið.
Við alþingismenn látum okkur
margt koma við, en ég hef álitið
að það væri mál Reykvíkinga
hvort þeir byggðu ráðhús eða
ekki. Nú er þetta hús risið og
gamla Alþingishúsið okkar
er orðið eins og garðhús við
hliðina á því. Svona er lífið.
Þetta er glæsilegt hús, utan sem
innan, en mér fmnst það ekki
falla inn í umhverfi sitt og að það
sé of þröngt um það á þessum
stað. Svona hluti er hægt að deila
um endalaust; það, sem byggist á
smekk og tilfinningu, fæst ekki
niðurstaða um.
Almættið og
borgarsjóður
Þetta er ekki fyrsta vígsla
mannvirkis, sem ég hef verið við
um dagana. Alþingismenn eru
oftar en ekki boðsgestir, þegar
tímamótum er fagnað og ný
mannvirki tekin í notkun, þar
með talin hin glæsilegu skip sem
byggð hafa verið heima og er-
lendis á undanfömum árum. Það
er hins vegar ekki á hverjum degi
sem hús, sem valdið hefur eins
miklum deilum og ráðhús
Reykjavíkur, er tekið í notkun.
Uti um landsbyggðina gegna
prestar veigamiklu hlutverki í
vígslum af því tagi, sem nefndar
hafa verið. Nær fastur liður er að
sóknarpresturinn fari með bæn-
arorð um að það verk, sem unnið
hefur verið, verði til heilla fyrir
land og lýð. Þessu var ekki svo
farið í ráðhúsinu. Borgarstjóm-
armeirihlutinn í Reykjavík telur
sig greinilega ekki þurfa á al-
mættinu að halda eða þurfa að
biðja það um neitt. Er þetta af því
að borgarsjóðurinn er svo öflug-
ur? hugsaði ég, þegar ljóst var að
bæn yrði ekki flutt við þessa at-
höfn.
Davíð á staðnum
Það kom hins vegar í ljós að
guðirnir voru ekki langt undan.
Opnunarathöfnin sjálf minnti á
helgiathöfn. Tjöldin vom dregin
frá og tónarnir hljómuðu: „Við
Reykjavíkurtjörn á rölti eftir
dansleik", höfundur texta Davíð
Oddsson, fyrrverandi borgar-
stjóri. Það kom sem sagt í ljós að
hann var í hlutverki almættisins
við þessa athöfn. Hann talaði líka
sem slíkur, hratt og hiklaust eins
og hans er vandi, og afgreiddi
málin á einfaldan hátt. Einn
milljarður fram úr kostnaðar-
áætlun væri ekkert mál, vegna
þess að það er betra að fara fram
úr fyrir að vera fljótur að byggja,
en að vera lengi að byggja eins og
þeir í Þjóðarbókhlöðunni. „Úr-
töluliðið" hefði talað um að húsið
sykki og fuglarnir á Tjöminni
mundu drepast; Tjörnin hyrfi
jafnvel á þremur dögum, ef ráð-
húsið yrði byggt á þessum stað. í
máli Davíðs kom fram að fuglam-
ir á Tjörninni væm lifandi og all-
ir boðsgestirnir þurrir í lappirnar.
Menn drógu andann léttar, sólin
skein og æðarkollurnar kinkuðu
kolli inn um gluggann, syndandi
á Tjörninni sem var þarna enn á
sínum stað, og allt var harla gott.
Borgarfulltrúar mæta
til leiks
Svo gengu borgarfulltrúamir
til fundar í nýja salnum, og þar
vom líka mættir þeir sem vom í
fýlu og komu ekki í vígsluna.
Samþykkt var í hvelli að gera upp
Iðnó fyrir nokkra tugi milljóna,
en það gamla og góða hús er
ósköp umkomulaust við brúar-
sporð göngubrúarinnar ffá ráð-
húsinu yfir Tjörnina, brúarinnar
sem kostaði álíka mikið og brúin
sem við þingmenn Austurlands
vorum að fresta að byggja yfir
Fjallsá í Öræfum.
Ég komst að þeirri nið-
urstöðu að þessir menn
þyrftu ekki á almættinu að
halda til að biðja fyrir far-
sæld og árgæsku. Borgarsjóður-
inn er svo sterkur.
Veitingar með þeim
útvöldu
Svo fór ég að þiggja veitingar
með þeim útvöldu, sem Mogginn
og Ellert vom að reka homin í.
Einkennileg árátta að vera í fýlu á
hátíðarstundum.
En allt tekur enda og fljótlega
gekk ég aftur inn í gamla þing-
húsið okkar, sem nú er orðið eins
og garðhús við hliðina á ráðhús-
inu sem á að bera vitni um ís-
lenskt handverk og arkitektúr í
næstu fimmhundmð ár eða svo,
ef marka má orð núverandi borg-
arstjóra.
í Alþingishúsinu tekur hvers-
dagsleikinn við. Alls konar vanda-
mál, sem erfiðlega gengur að
leysa. Kannske er það fyrir það
hvað ríkissjóður er veikur. Það er
líka beðið fyrir okkur þingmönn-
um í kirkjum á sunnudögum.
Þeir hjá borginni þurfa ekki að
biðja fyrir sér. J.K.
Vitt off breitt