Tíminn - 16.04.1992, Side 15

Tíminn - 16.04.1992, Side 15
Fimmtudagur 16. apríl 1992 Tíminn 15 r gert okkur það fullljóst á undan- fömum árum að frekari tvíhliða samningar, þar sem EB gengi til móts við helstu viðskiptakröfur okk- ar, hlytu að fela í sér einhliða fisk- veiðiheimildir EB hér við land. fslendingar þurfa því frekar en nokkur önnur EFTA-þjóð á samn- ingi í líkingu við EES-samninginn að halda, viljum við forðast að ein- angrast frá Evrópuþjóðum í efna- hagslegu tilliti. Þótt áhugi þeirra EFTA-ríkja, sem þegar hafa sótt um aðild að EB, á EES hafi dvínað eru þau skuldbund- in til að ljúka samningunum ef þess er nokkur kostur. Þá er ljóst að samningaviðræður um aðild að EB munu taka nokkur ár. Þess vegna er EES einnig nauðsyn fyrir þau ríki sem sótt hafa eða hyggjast sækja um aðild að EB. Á endanum gæti EES einfaldlega breyst í tvíhliða samning milli íslands og EB. Nú er að koma betur og betur í ljós hversu vel hefur til tekist að gæta íslenskra hags- muna í þeim samningi. GATT Andstæðingar EES hafa gjarnan bent á að ekki megi einblína á Evr- ópu sem markaðssvæði heldur verði að hugsa um allan heiminn sem markað. Undir þetta sjónarmið skal tekið en jafnframt bent á að með aðild að EES erum við alls ekki að loka okkur inni bak við tollmúra. Við höfum fullt frelsi til að semja við aðra og efla viðskipti við ríki og álfur utan Evrópu. Hið almenna samkomulag um tolla og viðskipti (GATT) er ein af þremur meginstoðum í skipan alþjóðaefnahagskerfisins. Hinar eru Alþjóðabankinn og Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn. Á grundvelli GATT hafa farið fram nokkrar viðamiklar samningalotur þar sem aðilar að samkomulaginu hafa samið um lækkun tolla og annarra viðskipta- hindrana. ísland og GATT ísland gerðist fullgildur aðili að GATT árið 1968 að lokinni Kennedy- samningalotunni. í henni var m.a. samið um verulegar tollalækkanir á ýmsum mikilvægum útflutnings- vörum. í Tókíó-samningalotunni, sem lauk árið 1973, tókst að tryggja verulegar tollalækkanir á íslenskum útflutningsvörum í Bandaríkjunum, Kanada og Japan, einkum sjávar- afurðum, ullarvörum og osti. Úrúgvæ-samninga- lotan Viðamesta og flóknasta samn- ingalota GATT til þessa, Úrúgvæ- samningalotan hófst árið 1986. Henni er enn ekki lokið. 108 ríki taka þátt í þessari samningalotu, fleiri en nokkru sinni fyrr. í henni er í fyrsta skipti rætt um þjón- ustuviðskipti sem verða sífellt mik- ilvægari þáttur alþjóðaviðskipta. Til þjónustuviðskipta teljast m.a. fjár- málaþjónusta, fjarskipti, flutningar, útvarps- og sjónvarpssendingar. Því er afar mikilvægt að um þau verði settar skýrar leikreglur eins og um vöruviðskipti. Að ýmsu leyti svipar GATT-samn- ingaviðræðunum á þessu sviði til samningaviðræðnanna um EES en vegna fjölda þátttakenda og ólíkra aðstæðna er í mörgum tilfellum ekki unnt að ganga eins langt og í EES. GATT og íslenskur landbúnaður Á einu sviði ganga GATT- viðræðurnar mun lengra en samn- ingsdrögin um EES. Eins og kunn- ugt er var landbúnaðarmálum að mestu haldið utan EES- viðræðnanna. Landbúnaðarmál eru hins vegar eitt helsta þrætueplið í GATT-viðræðunum. Það var erfitt fyrir samningamenn íslands í viðræðunum um EES að feta það einstigi að berjast fyrir frí- verslun með sjávarafurðir en viðhalda öllum höftum á viðskipt- um með landbúnaðarvörur því í Hlutfallsleg skipting vöruútflutnings eftir afuröum, 1970-1991 1970 1975 1980 1985 1990 1991 verði Fríverslunarsamtök Norður- Ameríku sem er skammstafað NAFTA eftir enska heitinu. Nú eru aðeins liðin nokkur ár ffá því að Bandaríkin og Kanada gerðu með sér fríverslunarsamning en NAFTA myndi hins vegar einnig ná til Mex- íkó. Verði stofnun NAFTA að veru- leika myndast þar viðskiptablokk með rúmlega 360 milljón íbúa. Til samanburðar skal nefnt að íbúar á EES-svæðinu eru um 380 milljónir og íbúar Japans um 125 milljónir. Lokaorð fslenska þjóðarbúið glímir nú við andstreymi. Atvinnuvegimir hafa ekki skilað aukinni framleiðslu um nokkurt árabil. Þó sýndi iðnaðurinn vöxt 1990 og 1991. Útgjöld þjóðar- innar hafa farið fram úr tekjum. Einmitt við slíkar aðstæður er þörf fyrir nýjar lausnir. Sannleikurinn er sá að oft hvetja erfiðleikarnir menn til dáða. Eitt mikilvægasta verkefni Alþingis og ríkisstjórnar er að tryggja stöðu íslands í alþjóðaviðskiptakerfinu til þess að við getum unnið okkur út úr vandanum. Þess vegna eru við- ræðurnar um EES- og GATT-samn- ingana mikilvægustu viðskipta- viðræður íslendinga á lýðveldis- tímanum. Við þurfum að róa á ný mið. Til þess þurfum við að opna ný hlið út í heiminn gegnum EES og GATT. Sjávarafuröir | Landbúnaöarafuröir ss Iðnaöarvörur l-l-H Ýmsarvörur Greinin er byggö i erindi sem flutt var f Samvinnuháskólanum i Bifröst 23. mars sl. ríkjum EB eru landbúnaður og sjáv- arútvegur lagðir að jöfnu. Það tókst en allt bendir til þess að nýr GATT- samningur rjúfi einangrun íslensks landbúnaðar frá alþjóðlegum markaðsáhrifum. í drögum að GATT-samningi felst viss opnun markaða fyrir land- búnaðarvörur og skref í frjálsræðis- átt. Því fer þó fjarri að GATT-samn- ingur á þeim nótum vérði til þess að rústa íslenskum landbúnaði. Svig- rúm stjórnvalda til að útfæra samn- ingsákvæðin um landbúnað verður væntanlega það mikið að neytend- um og samtökum þeirra mun án efa þykja nóg um, enda er það án alls efa hagur neytenda að leyfa aukna sam- keppni á þessu síðasta vemdaða sviði atvinnulífs hér á landi. Norður-Ameríka Athygli íslendinga hefur að und- anfömu beinst mjög að Evrópu en við þurfum ekki síður að stefna að öflugu samstarfi við Norður-Amer- íku, bæði í verslun og almennum viðskiptum. Að þessu vom lögð drög í ferð minni vestur um haf í janúar sl. þegar ég átti viðræður við viðskiptaráðherra Bandaríkjanna um fríverslunarsamning milli ríkj- anna, bæði á vettvangi GATT og tví- hliða samskipta. Við þurfum að horfa bæði til austurs og vesturs í viðskiptum. Bush, forseti Bandaríkjanna, og Clinton, líklegasti mótframbjóðandi hans í forsetakosningunum í haust, em báðir fylgjandi því að stofnuð ÚTBOÐ Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Skólaskrifstofu Reykjavlkur, óskar eftir tilboðum I viögeröir og endurbætur á þökum Álftamýrarskóla, 2. áfanga. Helstu magntölur eru: Þak suöurálmu um 600 m2 Þak tengigangs um 240 m2 Þak á austari tengibyggingu um 122m2og lægra þak Iþróttahúss um 324 m2 Múreinangnjn um 26 m2 Útboösgögn veröa afhent á skrífstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavfk, gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboöin veröa opnuð á sama staö fimmtudagion 7. mal 1992, kl. 11,00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Simi 25800 Sveitarstjórnarmenn í Austur-Skaftafellssýslu Sýsluþing er boðað föstudaginn 24. apríl 1992 kl. 14.00 að Hrollaugsstöðum. Dagskrá: 1. Fjárhagsáætlanir 2. Ársreikningar 3. Sameining sveitarfélaga 4. Önnur mál Sýslunefnd Austur-Skaftafellssýslu Viö þökkum ykkur öllum sem hafiö sýnt okkur hlýhug og samúð viö lát Önnu Stefánsdóttur kennara frá Eyjardalsá

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.