Tíminn - 16.04.1992, Blaðsíða 16
16 Tfminn
Fimmtudagur 16. apríl 1992
■ ■ ■ ■■■ KUHN - HEWINNUVÉLAFt
GÆfll OG GOn VERÐ í FYRIRRÚMI
Kuhn. verksmiðjurnar eru stærsti framleiðandi heyvinnuvéia
í heiminum. Við eigum úrval heyvinnuvéla frá Kuhn til
afgreiðslu: Diskasláttuvélar, heyþyrlur og stjörnumúgavélar.
Vélin fylgir yfirborði mjög vel. Vélarnar eru
með vökvalyftitjakk.
Vélin hefur lítil áhrif á stöðug-
leika dráttarvélar í flutningum.
Vinnslubreidd diskasláttu-
vélanna sem seldar eru hér
er frá 2 metrum og upp í 2.8
metra.
Uiskasláttuvélar eru nú að
ryðja sér til rúms hérlendis.
Eftir að rúllubaggatæknin
kom til sögunnar hefur sjálfur
slátturinn orðið flöskuháls í
heyöfluninni.
Þareru hinar stóru, létt-
byggðu og vandvirku Kuhn-
diskasláttuvélar lausnin.
Á síðasta áratug hefur orðið
mikil þróun í diskasláttuvél-
um. Þær eru léttbyggðari en
fyrr og þurfa minna afl. Þess-
ar vélar slá mjög vel og fylgja
landslagi ótrúlega vel eftir,
þótt vinnslubreidd sé mikil.
Verðið hefur líka lækkað og
er nú fyllilega samkeppnis-
fært. Sem dæmi má nefna að
vél með 240 sm vinnslu-
breidd kostar aðeins uml
266 þúsund krónur. Þessar
vélar hafa verið 10 ár í
notkun hérlendis og hafa
verið prófaðar á Hvanneyri.
KUHN STJÖRNUMÚGA VÉLAR fást með vinnslubreidd
frá 3 metrum og upp í 7.3 metra, en þær vélar sem við
erum með á lager eru af gerðinni Kuhn GA 402N og
eru með 4 metra vinnslubreidd. Þær eru lyftutengdar.
HÖFÐABAKKA 9, 112 REYKJAVÍK, SÍMI 670000.
KUHN HEYÞYRLUR eru til með vinnslu-
breidd allt frá 3.1 metra og upp í 7.35 metra,
en þær vélar sem við höfum á lager eru með
5 metra vinnslubreidd.
Heyþyrlurnar eru bæði dragtengdar og lyftu-
tengdar. Þetta eru vandaðar vélar og reynsla
íslenkra bænda af þeim er mikil og góð.
DAGBÓK
Afmælishátíð Kolaportsins á
laugardaginn
Kolaportsmarkaðurinn verður þriggja
ára nú í apríl, og að venju verður haldið
upp á afmælið laugardaginn fyrir páska,
sem nú ber upp á 18. aprfl.
Afmaelishátíðir Kolaportsins hafa ver-
ið mjög vinsælar á undanfömum árum
og reynt er að hafa þær í skemmtilegum
kamivalstfl. Seljendur klæðast skraut-
legum búningum og gestir eru hvattir til
hins sama.
Aðstandendur markaðstorgsins búast
við glampandi sól og góðu veðri á afmæl-
isdaginn og að hátíðarhöldin verði ekki
síður utan dyra en f sjálfu Kolaportinu.
Vonast er til að fá fjölda einstaklinga og
hópa til að vera með í alls konar uppá-
komum og að allir taki þátt í hressileg-
um samba-dansi að suður-amerískum
kamivalstfl.
Sunnudagurinn á mánudegi
Þessa helgi verður Kolaportið lokað á
sjálfan páskadag, en hefðbundinn
sunnudagsmarkaður færist yfir á mánu-
dag, annan í páskum. Verður þá einnig
mikið um dýrðir og margar óvæntar
uppákomur.
Þess má geta að samkvæmt nýlegri
skoðanakönnun íslenskra markaðsrann-
sókna hafa 62% þjóðarinnar einhvem
tíma komið í Kolaportið og 75% íbúa
höfuðborgarsvæðisins. Aðstandendur
Kolaportsins telja að um tvær milljónir
gesta hafi heimsótt markaðstorgið frá
upphafi, og reiknað er með að um 30.000
manns bætist við þann hóp þessa páska-
helgi.
Happdrætti Samtaka endur-
hæföra mænuskaddaöra
Dregið var í byggingarhappdrætti sam-
takanna þann 8. aprfl sl. Vinningar komu
á eftirtalda miða:
Bifreið af gerðinni Ford Explorer XLT
kom á miða nr.: 209564.
Tvær Saab 9000 CS bifreiðar komu á
miða nr.: 65522 og 71647.
Tíu Ford Escort 1300 CLX bifreiðar
komu á miða nr.: 28243, 75927, 76766,
84684,124704,184574,191035,194224,
205498,214761.
Fimm sumarbústaðalóðir f Úthlíð í
Biskupstungum komu á miða nr.: 90072,
143930,176306,183588, 233556.
Fjórtán vikudvalir í sumarhúsi SEM-
samtakanna í Úthlíð í Biskupstungum
komu á miða nr.: 44301, 45059, 69153,
97960,102882,140028,153569,155436,
197021, 224176, 233375, 233668,
234091,234636.
Vinninga má vitja í síma 91-677470.
SEM-samtökin þakka landsmönnum
fyrir stuðninginn.
Laugardagsganga Hana nú
Vikuleg laugardagsganga Hana nú verð-
ur 18. aprfl. Undir páskasólinni höldum
við áfram að ganga og komum í Fann-
borg 4 uppúr hálftíu laugardaginn fyrir
páska.
Bæjarrölt Hana nú er fýrir alla. Nýlag-
að molakaffi.
Ferðir Strætis-
vagna Reykja-
víkur um bæna-
daga og páska
1992
Skfrdagur: Akstur eins og á sunnu-
dögum.
Föstudagurinn langi: Akstur hefst
um kl. 13. Ekið eftir sunnudagstíma-
töflu.
Laugardagun Akstur hefst á venju-
legum tíma. Ekið eftir laugardags-
tímatöflu.
Páskadagun Akstur hefst um kl. 13.
Ekið samkvæmt sunnudagstíma-
töflu.
Annar páskadagur: Akstur eins og á
sunnudögum.
Opnunartími
íþróttamann-
virkja yfir
páskana
Laugardalslaug, Vesturbæjarlaug,
Breiöholtslaug og Sundhöllin: Skír-
dagun Opið 08-17:30. Föstudagurinn
langi: Lokað. Laugardagur: Opið
07:30-17:30. Páskadagun Lokað. Ann-
ar í páskum: Opið 08-17:30.
Skautasvelliö í Laugardak Skírdagun
Opið 10-18. Föstudagurinn langi:
Lokað. Laugardagun Opið 13- 18.
Páskadagun Lokað. Annar í páskum:
Opið 10-18.
Skíðasvæðin í Bláfjöllum og Skála-
fellú Opin 10-18 alla dagana.
Opnunartími í Bláfjöllum/Skálafelli
og á skautasvellinu er með fyrirvara
um veður.
Upplýsingar í símsvara á skautasvell-
inu í síma 685533 og á skíðasvæðun-
umísíma 801111.
AA-samtökin
á íslandi
Afmælisfundur AA-samtakanna verð-
ur haldinn að venju, föstudaginn
Ianga 17. apríl 1992 í Háskólabíó kl.
21.00, og eru allir velkomnir. Þar tala
nokkrir AA-félagar og gestur frá Al-
Anon-samtökunum, sem eru samtök
aðstandenda alkóhólista.
Kaffiveitingar verða að fundi lokn-
um.
AA-samtökin á íslandi voru stofnuð
föstudaginn langa 1954, eða fyrir 38
árum síðan. Síðan hefur þessi dagur
verið hátíðis- og afmælisdagur sam-
takanna, alveg sama hvaða mánaðar-
dag hann ber uppá.
í dag eru starfiandi um 198 deildir um
land allt, þar af í Reykjavík um 104
deildir; erlendis eru 5 íslenskumæl-
andi deildir. Hver þessara deilda held-
ur að minnsta kosti einn fund í viku,
og er fundarsókn allt frá 5-10 manns
og uppí 150 manns á fundi.
Hér í Reykjavík eru margir fundir á
dag og byrja fyrstu fundimir kl. 11.00
fyrir hádegi og þeir síðustu um mið-
nætti.
Upplýsingar um fundi og fundarstaði
er hægt að fá á skrifstofu AA-samtak-
anna, Tjamargötu 20,101 Reykjavík.
Skrifstofan er opin alla virka daga
rnilli kl. 13.00-17.00. Og er síminn 91-
12010. Einnig hafa AA-samtökin
símaþjónustu alla daga milli kl. 17.00-
20.00. Síminn er 91-16373.
Næturþjónusta apótekanna
yfir páskana
Helgar-, kvöld- og næturþjónusta
apótekanna I Reykjavik vikuna 17. til
23. apríl er I Laugavegs Apóteki,
Laugavegi 16, og Holts Apóteki,
Langholtsvegi 84.
Þaó er Laugavegs Apótek sem ann-
ast eitt vörsluna sklrdag, föstudag-
inn langa, páskadag og 2.1 páskum,
en Holts Apótek sinnir vörslunni á
laugardag frá kl. 10-22, samhliða
næturvörsluapótekinu.