Tíminn - 07.05.1992, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.05.1992, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 7. maí 1992 86. tbl. 76. árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 110.- 6% framleiðnikrafa á hendur mjólkurframleiðenda og afurðastöðva, verðjöfnun hætt og flutningsjöfnunargjald tekið upp: Skiptar skoðanir um ágæti tillagna Sjömannanefndar Sjömannanefnd leggur til í áfanga- skýrslu um mjólkurframleiðslu að gerð verði 6% framleiðnikrafa til mjólkurframleiðenda og afurða- stöðva á naestu tveimur og hálfu ári. Vonast er eftir að þetta leiði til að verð á mjólk hækki ekki næstu 12 mánuði eða lengur. Nefndin leggur til að verðmiðlun á mjólk verði hætt, en tekið verði upp flutningsjöfnunar- gjald í staðinn. Lagt er til að 400 milljónum, sem nú eru íverðmiðlun- arsjóði, verði varið til úreldingar mjólkurbúa. Nefndin leggur ekki til beina fækkun mjólkurbúa, en vonast eftir að afnám verðmiðlunar og úr- eldingarsjóður mjólkurbúa leiði til þess að eigendur búanna sjái sér hag í því að fækka þeim. Guðmundur Lárusson, formaður Landssambands kúabænda, segir kúabændur vera óánægða með tillög- umar og muni leggja mikla áherslu á að fa þeim breytt í búvörusamninga- nefnd. Guðmundur segir að óeðlilegt sé að gera sömu framleiðnikröfu til bænda og mjólkurbúa þar sem verð til bænda hafi lækkað um 12% á síð- ustu 10 árum, en á sama tímabili hafi vinnslu- og dreifingarkostnaður hækkað um 10%. Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambands bænda, segir að í reynd geri tillögur Sjömannanefndar ■ i ■a, .. i ftt ' 11% | ráð fyrir meiri framleiðnikröfu til af- ar verði sameiginlega að vinna saman urðastöðva en bænda. Haukur leggur að því að lækka verð á mjólk eins og mikla áherslu á að bændum og af- neytendur geri kröfu til. urðastöðvum sé ekki stillt upp eins og -EÓ andstæðingum og segir að þessir aðil- Sjá nánar á blaösíðu 3 Halldór Blöndal landbúnaðarráöherra og hluti nefndarmanna (sjö- mannanefnd; þeir Ásmundur Stefánsson, Björn Amórsson og Þórarinn V. Þórarinsson. Aörír í nefndinni eru Hjörtur Eiríksson, Haukur Halldórsson, Hákon Sigurgrímsson og Guðmundur Sig- þórsson. Tfmamynd Ami Bjama Meirihluti ræstingafólks notar 30- 90% of mikið af hreinsiefnum sem dregur úr hreinsunaráhrifum: Notkun 20-30 hreinsiefna algeng þótt 3 mundu duga í könnun sem gerð var meðal ræst- ingafólks kom í ljós að 80% þeirra notuðu of stóra skammta hreinsi- efna og var ofnotkunin 30- 90%. Og öfugt við það sem margir kynnu að ætla þá aukast hreinsunaráhrifin ekki við slíka ofnotkun heldur þvert á móti minnka þau. Ljóst þykir að mikil ofnotkun og sóun hreinsiefna á sér stað í flestum fyrirtækjum, auk þess sem þar séu víðast notaðar 20 til 30 tegundir hreinsiefna þótt 3 tegundir mundu nægja, þ.e. fyrir gólf, salerni og afþurrkunarefni. Þessar fróðlegu upplýsingar koma fram í fréttabréfi Sambands veitinga og gistihúsa, þar sem greint er frá erindi sem Hansína B. Einarsdóttir frá Iðntæknistofnun flutti á fræðslu- fundi SVG í mars. sl. um skipulag ræstinga og ofnotkun hreinsiefna. Haft er eftir Hansínu að þau fyrir- tæki sem tekið hafa þessi mál skipu- lega í gegn hafi sparað ótrúlegar fjárupphæðir. Og auk mikillar pen- ingasóunar við slíka ofnotkun sé rétt að hafa í huga að hreinsiefni valdi mikilli mengun á umhverfinu og vaxandi líkur á að þau komist í fæðukeðjuna. Benti Hansína hótel- og veitingamönnum á einfalda skammtara sem hægt sé að setja á veggi, t.d. ofan við vaskana. Sömu- leiðis sé nauðsynlegt að starfsfólk fái fræðslu í þessum efnum. Ef ofnotkun hreinsiefna hjá ræst- ingafólki í fyrirtækjum er svo al- menn sem framangreind könnun þykir benda til þá þarf varla að draga í efa að áþekk ofnotkun er algeng við ræstingar á heimiium landsmanna. Þar eiga landsmenn væntanlega möguleika á að spara sér enn stæri fjárhæðir og um leið minnka veru- lega mengun í náttúrunni. s - HEI Handknattleikur: , FH-ingarnir eru íslandsmeistarar FH tryggði sér íslandsmeistaratitil- inn í fyrstu deild handknattleiks karla í íþróttahúsinu á Selfossi í gærkvöldi. Eftir hörkuspennandi leik tókst þeim að sigra lið Selfyssinga með 28 mörkum gegn 25. Staðan í hálfleik hafði verið jöfn 13-13. Það var ekki fyrr en á síðustu tíu mínútunum sem FH-ingar gerðu út um leikinn en úrslit réðust ekki endanlega fyrr en á síðustu mínútunum. FH-ingar sigruðu því í þremur leikjum úrslitakeppninnar en Sel- fyssingar í einum. Tlilaga í borgarstjórn um neyðaraðstoð víð þá ,JÞað er samdóma álit þeirra aðila sem um þessi málefni Qaila, svo sem lögreglu, presta o.fl. að vandinn er til staðar og nauðsyn- legt að mseta honum með einhveijum hætti,“ segir Alfreð Þor- steinsson, borgarfulltrúi Framsó knarflokks. Alfreð flytur á fundi borgarstjóm- I hópi svonefnds utangarðsfólks ar Reykjavíkur í kvöld tfllögu um sé nua. að finna einstæö gamal- að félagsmáiastofnun borgarinnar menni og vegalausa unglinga. verði falið að undirhúa stofnun og Bein flárhagsaðstoð við þennan rekstur skýlis þar sem bágstödd- hóp nýtist ekki og þótt fólkið fái um einstaklingum verði úthlutað peninga í hendur þá sé það jafn- matargjöfum. matarþurfi eftir sem áður. I greinargerð með tillögunni seg- „Það vantar lágmaricsaðstððu tíl ir að svo vfrðist sem raunveruleg þess að aðstoða utangarðsfólk í fátækt sé tíl staðar j Reylqavík. borginni og ég tel eðHlegt að borg- Félagsmálastofnun grípi víöa inn í in hafi frumkvæði að þw' að henni þar sem erflöleikar steðja að flöl- verði komið á fót og reki hana skyldum og einstakUngum og hafi gjarnan i samvinna við aðra aðUa stórauldð fjárhagsaðstoð sína. sem láta sig mannúðarmál ein- Engu að síður virðist það stað- hverju stópta, td. tórkjuna,“ sagði reynd að allstór hópur fólks falll Alfreð Þorstelnsson í samtali vlð utan við félagsmálakerfið. Tímann. __»á

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.