Tíminn - 07.05.1992, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.05.1992, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 7. maí 1992 Tíminn 3 Sjömannanefnd skilar tillögum um hagræðingu í mjólkurframleiðslu og mjólkuriðnaði: Bændum og mjólkurbúum gert hagræða um 6% til ársloka Sjömannanefnd leggur til í áfangaskýrslu um mjólkurframleiðslu að gerð verði 6% framleiðnikrafa til mjólkurframleiðenda og af- urðastöðva á næstu tveimur og hálfu ári. Nefndin leggur til að verð- miðlun á mjólk verði hætt, en tekið verði upp flutningsjöfnunar- gjald í staðinn. Lagt er til að 400 milljónum, sem nú eru í verðmiðl- unarsjóði, verði varið til úreldingar mjólkurbúa. Nefndin leggur ekki til beina fækkun mjólkurbúa, en vonast eftir að afnám verð- miðlunar og úreldingarsjóður mjólkurbúa leiði til þess að eigendur búanna sjái sér hag í því að fækka þeim. Af mörgum tillögum Sjömanna- nefndar felur tillaga nefndarinnar um breytt hlutverk verðmiðlunar- sjóðs í sér einna mesta breytingu. Nefndin leggur til að verðmiðlun mjólkur verði hætt í áföngum, og endanlega hætt um mitt ár 1994. í staðinn verði tekið upp flutnings- jöfnunargjald. Nefndin telur að verðmiðlunarkerfi mjólkuriðnaðarins, sem að stofni til er frá árinu 1934, sé úrelt og hafi verkað letjandi á hagræðingu í mjólkurbúum, auk þess sem í því hafi beinlínis falist hvati til mjólkur- búa að fjárfesta. Nefndin segir að verðmiðlunin sé veigamikil orsök fyrir offjárfestingu í mjólkuriðnaði. Nefndin leggur til að tekið verði upp flutningsjöfnunargjald til að styrkja flutning frá bændum, styrkja flutning afurða milli svæða og til að styrkja lítii mjólkurbú sem stjórn- völd telja óhjákvæmilegt að starfi áfram. Tálið er að þetta gjald geti samtals aldrei orðið hærra en 60 milljónir á ári. í gegnum núverandi verðmiðlunarkerfi hafa hins vegar verið innheimtar á bilinu 300-450 milljónir á ári. Verðmiðlunin var t.d. 383 milljónir árið 1990. Þá leggur nefndin til að það fjár- magn sem nú er í verðmiðlunarsjóði verði notað til að úrelda mjólkurbú, en talið er að fækkun mjólkurbúa sé áhrifaríkasta hagræðingaraðgerð sem völ er á. í sjóðum eru núna á bilinu 400-450 milljónir króna. Nefndarmenn vonast eftir að þetta tvennt, afnám verðmiðlunar og úr- eldingarsjóður, verði til þess að eig- endur mjólkurbúa sjái sér hag í því að hætta eða breyta rekstri þeirra. Til að þrýsta enn frekar á mjólkur- búin leggur nefndin til að þau sem sækja um úreldingarstyrk fyrir 1. júní 1993 fá greitt allt að 90% af bókfærðu verði fasteigna og véla og þeir sem sæki um fyrir 1. júní 1994 fá greitt 80% verðinu. Eftir þann tíma verði ekki veittir styrkir til úr- eldingar. Lagt er til að gerð verði 6% fram- leiðnikrafa til bænda og afurða- stöðva, 1% á síðari hluta þessa árs, 2,5% á árinu 1993 og 2,5% á árinu 1994. Vonast er eftir að þetta leiði til þess að verð á mjólk hækki ekki næstu 12 mánuði og jafnvel lengur. Verð á mjólk hefur hækkað mjög óverulega síðan 1989. Lagt er til að verð á neyslumjólk verði það sama um allt land, en það sama gildi ekki um verð á unnum mjólkurvörum. Nefndin leggur til að núverandi verðlagningarkerfi verði viðhaldið til ársloka 1994, en eftir það verði staðan endurmetin. Ástæðan fyrir því að nefndin telur ekki rétt að horfa lengra fram í tím- ann er sú að miklar breytingar eru að eiga sér stað í rekstarumhverfi greinarinnar. Þar er vísað til EES- samningsins og draga að samkomu- lagi um GATT. Gerð er tillaga, í samræmi við ákvæði búvörusamnings, um að heildarframleiðsluréttur bænda verði jafn innanlandsneyslu. Þetta þýðir að framleiðsluréttur verður lækkaður úr 104,5 milljónum lítra í 100 milljónir lítra. Miðað er við að fullvirðisrétturinn verði bættur með því að greiða 50 krónur á hvem lítra úr verðmiðlunarsjóði. Heildar- greiðslan gæti numið 250 milljón- um króna. Þar sem stefnt er að því að verja öllum fjármunum verð- miðlunarsjóðs til úreldingar mjólk- urbúa er reiknað með að verðmiðl- unargjald verði innheimt áfram, en það verði þó lækkað stig af stigi. Verðmiðlunargjaldið er í dag 3,79% af heildsöluverði, en má hæst vera 5,5%. Þá er gert ráð fyrir að niðurgreiðsl- ur á verði mjólkurvara verði hætt um næstu áramót, en teknar verði upp beinar greiðslur til bænda. Ár- legar niðurgreiðslur vegna mjólkur- afurða í dag eru um 2.370 milljónir. í búvörusamningnum var ákveðið að útflutningsbótum verði hætt 1. september í haust. Þetta er mikil breyting fyrir bændur. Ríkissjóður sparar við þetta um 300 milljónir á ári vegna útflutnings á mjólkuraf- urðum. Tálið er að þetta ásamt breytingum sem Sjömannanefnd leggur nú til geti sparað ríkissjóði allt að 900 milljónum á árunum 1993-1994. Samkvæmt búvörusamningnum verður tekið upp greiðslumark sem hverju lögbýli verður úthlutað, líkt og þegar hefur verið gert í sauðfjár- framleiðslu. Miðað er við að í upp- hafi haldi bændur óskertri bein- greiðslu þó að þeir framleiði á bilinu 92-104% af greiðslumarki. Þessum hlutföllum getur landbúnaðarráð- herra breytt. Sjömannanefnd leggur til að land- inu verði skipt í eitt sölusvæði og mjólkurbúum verði í sjálfsvald sett hvort þau starfi sjálfstætt, taki upp samvinnu/verkaskiptingu sín á milli eða sameinist. Einkaréttur mjólkur- bús til að selja dagvöru úr mjólk og skylda þess að sjá um að framboð þeirra sé nægt hverju sinni innan sölusvæðis fellur þar með niður. Þá leggur nefnd til að frá og með næstu áramótum verði aflétt þeim hömlum sem nú eru á viðskiptum með fullvirðisrétt. -EÓ Guðmundur Lárusson, formaður Landssambands kúabænda, er harðorður í garð fulltrúa bænda í Sjömannanefhd: „Mér líst illa á þetta“ „Mér líst illa á þetta,“ sagði Guðmundur Lárusson, formaður Landssamband kúabænda (LK), þegar Tíminn innti hann álits á áfangaskýrslu Sjömannanefndar um mjólkurframleiðslu. Guð- mundur sagði að kúabændum finnist óeðlilegt að gerð sé sama framleiðnikrafa til þeirra eins og afurðastöðva þar sem verð til bænda hafi lækkað um 12% á síðustu tíu árum á sama tíma og vinnslu- og dreifíngarkostnaður hafi aukist um 10%. Guðmundur gagnrýnir fúlltrúa séu gerðar sömu framleiðnikröfúr til bænda í nefndinni og segir að tillög- umar sem þeir hafi skrifað undir séu í andstöðu við vilja bænda. „Stjóm LK skrifaði stjóm Stéttarsam- bands bænda fyrir viku þar sem hún gerði alvarlegar athugasemdir við nefndarálitið eins og það leit út þá. Nefndarálitið hefur ekki breyst í nein- um meginatriðum síðan þannig að gagnrýni okkar á álitið stendur óhögg- uð. Við sættum okkur ekki við það að það Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambands bænda, vísar gagnrýni Guðmundar Lárussonar á bug: „Eru ekki andstæðingar“ „Ég tel að það megi ekki stilia mjólkuriðnaðinum og bændum upp sem andstæðingum. Þessir aðilar þurfa í sameiningu að takast á við kröfu neytenda um lægra verð á mjólkurafurðum,“ sagði Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambands bænda, um gagnrýni for- manns Landssambands kúabænda á tillögur Sjömannanefndar og störf fulltrúa bænda í nefndinni. Haukur sagði að í reynd séu gerðar meiri framleiðnikröfur til mjólkur- iðnaðarins en bænda. Hann benti á að iðnaðurinn hafi fallið frá 1,5% hækk- un á umbúðagjaldi um síðustu mán- aðamót, en Fimmmannanefnd var búin að samþykkja hækkunina. Auk þess verði sjálfvirk afkomutrygging mjólkuriðnaðarins, sem verðmiðlun- in hefur í reynd verið, afnumin. Hauk- ur sagði að þessi afkomutrygging hafi verið hvorki meira né minna en 10% af vinnslu- og dreifingarkostnaði mjólkur. Hann benti jafnframt á að bændur fái launalið sinn hækkaðan um 1,7% 1. júní. Þetta sé gert með því að lækka framlag í verðmiðlunarsjóð þannig að verð mjólkur hækki ekki. Haukur sagði að nefndin hafi verið sammála um að ekki væri hægt að gera 6% framleiðnikröfu til bænda nema þeir fengju skerðingu á ffam- leiðslurétti bætta. Hann sagðist ekki vera sammála Guðmundi um að betra hafi verið að sleppa því að bæta skert- an framleiðslurétt og hafa framleiðni- kröfuna lægri. Hann sagðist sömu- leiðis ekki vera sammála Guðmundi um að nefndin leggi til að þetta verði gert með upptöku á nýju gjaldi. Verð- miðlunargjaldið verði áfram innheimt að hluta til ef allt það fé sem nú er í sjóðnum verði varið til úreldingar mjólkurbúa. Haukur sagði að ágrein- ingur um þetta atriði sé léttvægur í sínum huga. Haukur sagði það rétt hjá Guðmundi að fúlltrúar Stéttarsambandsins í nefndinni væru þar sem einstaklingar. Þeir gengju óbundnir að nefndarvinn- unni líkt og þeir gerðu í fýrra þegar nefndin skilaði tillögum um sauðfjár- ffamleiðsluna. Haukur sagði að það sé erfitt að ætl- ast til þess að starfsstétt styðji tillögur þar sem vegið er að þeirra kjörum, en segja megi að nefhdin leggi til að kjör kúabænda séu skert ef litið sé á skammtíma áhrif þeirra. Til langs tíma muni tillögumar bæta hag mjólkurframleiðenda. Tillögumar miði að því að auka markaðshlutdeild mjólkurvara. Haukur sagði betra fyrir bændur að selja aðeins meira á lægra verði, en selja minna á hærra verði. „Það var mitt mat að það væri betra að nefndin skilaði þessum tillögum tíl ráðherra heldur en að skila engu. Ég tek það skýrt fram að þetta eru tíllög- ur. Við höfum óskað eftir því við ráð- herra að strax í dag verði hafhar um- ræður í búvörusamninganefnd um málið,“ sagði Haukur að lokum. -EÓ mjólkurframleiðenda og til vinnslu- stöðva. Verð tíl bænda hefur lækkað um 12,4% á 10 árum á sama tíma og vinnslu- og dreifingarkostnaður hefur hækkað um 10,5%. Mjólkurffam- leiðsla er rekin með tapi í dag sam- kvæmt útreikningum Þjóðhagsstofn- unar og Hagþjónustu landbúnaðarins, en mjólkurvinnsla er rekin með hagn- aði samkvæmt útreikningi sömu aðila. Við sættum okkur heldur ekki við að Sjömannanefhd skuli leggja til að nið- urfærsla fúllvirðisréttar verði greidd með því að leggja á nýtt gjald á neyt- endur. Við höfúm lagt það til að fram- leiðnikrafan verði minnkuð niður í 1% á ári og bótunum verði sleppt Það kemur í sama stað niður fyrir neytend- ur og framleiðendur. Ég er sammála þeirri skoðun landbúnaðarráðherra að ekki eigi að leggja á ný gjöld í landbún- aði. Þá höfum við mjólkurframleiðendur krafist þess að fá bætur úr ríkissjóði fyrir niðurfærslu á framleiðsluréttí líkt og sauðíjárbændur fengu í fyrra. Sjö- mannanefnd hefur hafnað því, en legg- ur tíl að bætumar verði greiddar með gjaldi sem lagt verður á neytendur. Þetta álit sem nú liggur fýrir er ekkert annað en álit einstaklinga úti í bæ. Þó að þeir séu tilnefndir af þessum sam- tökum þá eru þetta einstaklingar. Það hefur komið í Ijós að bakland þeina einstaklinga sem Stéttarsamband bænda tilnefndi í nefndina er ekki sterkt Þeir hafa ekki samþykkt stjóm- ar Stéttarsambandsins á bak við sig, en þeir hafa hins vegar samþykkt stjómar LK þar sem þeim leiðum sem lagt er til að famar verði er mótmælt Þeim ætti því að vera ljóst að þessar tillögur, sem þeir hafa skrifað upp á, eru í andstöðu við framleiðendur," sagði Guðmundur. Guðmundur sagðist líta svo á að mál- ið sé nú í höndum búvörusamninga- nefndar. Hann sagði að þar muni fúll- trúar LK halda fast og óhikað fram sín- um sjónarmiðum . -EÓ Aðalfundur Samtaka áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann verður haldinn laugardaginn 16. maí 1992 kl. 14 að Síðumúla 3-5. Dagskrá: Aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins. Stjórn SÁÁ Samtaka áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann &&&

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.