Tíminn - 07.05.1992, Blaðsíða 12

Tíminn - 07.05.1992, Blaðsíða 12
AtJGLÝSINGASÍMAR: 680001 & 686300 HEIÐI BILAPARTASALA Varahlutir í árgerðir '74-'87 Ýmsar smáviðgerðir Kaupi bíla til niðurrífs HEIÐI ■ BÍLAPARTASALA Flugumýri 1SD ■ Mosfellsbn Sfmar 668138 & 667387 AUÐVITAÐ Suðurlandsbraut 12 ððruvisi bílasala BÍLAR • HJÓL • BÁTAR •VARA- HLUT1R. MYND HJÁ OKKUR - BÍLL HJÁ ÞÉR SÍMI 6T9225 p i j CrSabriel SAý HOGG- DEYFAR Versiið hjá fagmönnum \ varahlutir jt ' ' Hamarsböféa 1 - s. 67-67-44 ] Tíminn FIMMTUDAGUR 7. MAl 1992 Borgarráð samþykkir 167 milljóna aukafjárveitingu til eflingar atvinnu í sumar: Rúmar 150 m.kr. í viðhald skólahúsnæðis og skólalóða Borgarráð samþykkti í gær 167 milljóna kr. aukafjárveitingu til fjölgunar starfa á vegum borgarinnar. í samþykktinni er vís- að til yfírlýsinga ríkisstjórnarinnar í tengslum við kjarasamn- ingana og tekið fram að hún sé gerð í trausti þess að framlag borgarinnar verði metið í fyrírhuguðum viðræðum ríkis, sveit- arfélaga og aðila vinnumarkaðarins um atvinnumál. Fjárhæðin skiptist þannig: Hundr- um til viðbótar til viðhalds skóla- að milljónum skal varið til viðhalds lóða. Þá eru rúmlega 6,5 milljónir skólahúsnæðis og nær 54 milljón- ætlaðar til greiðslu fyrir 35 störf í 8 Ákveðið að leggja Fjórðungssamband Norðlendinga niður: Kjördæmasamtök koma í stað FSN Á aukaþingi Fjórðungssambands Norðlendinga sem haldið var á Ak- ureyri var samþykkt að leggja Fjórðungssambandið niður í núver- andi mynd og stofna þess í stað ný samtök sveitarfélaga á kjördæma- grundvelli, fyrir Norðurlandskjör- dæmi eystra og Norðurlandskjör- dæmi vestra. Stefnt er að því að undirbúnings- vinna vegna þessa verði unnin í sumar og endanlega frá málum Bæjarstjórnarmeirihlutinn á Sauðárkróki brugðist skyldu sinni segja fulltrúar Fram- sóknar: Gengið þvert á fyrri samþykktir Bæjarfulltrúar Framsóknarflokks- ins á Sauðárkróki komu saman til fundar í gær og samþykktu þar hörð mótmæli gegn sölu á meiri- hluta hlutafjár í Skildi hf. á Sauðár- króki til Þormóðs ramma á Siglu- flrði. „Lýsum við fullri ábyrgð á hendur meirihluta bæjarstjórnar Sauðár- króks og teljum að með vitneskju um málið og þátttöku í ákvörðunar- töku, um sölu hlutabréfanna, hafi meirihlutinn brugðist skyldu sinni, að gæta hagsmuna bæjarbúa og gengið þvert á fyrri samþykktir bæj- arstjórnar í þessu máli,“ segir í sam- þykktinni. gengið á síðasta þingi Fjórðungs- sambands Norðlendinga sem haldið verður í Vestur- Húnavatnssýslu í haust. Samkvæmt tillögum stjórnar munu kjördæmasamtökin fyrir Norðurland eystra nefnast; Sam- band sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum (EYÞING), og sam- svarandi fyrir Norðurland vestra; Samband sveitarfélaga í Norður- landskjördæmi vestra (SSNV). Þá hafa verið skipaðar undirbúnings- nefndir er vinna skulu að undirbún- ingi stofnfundar, stofnunar og laga- frumvarpi fyrir hvora deild. Fyrir Norðurland eystra sitja í undirbún- ingsnefnd: Einar Njálsson Húsavík, Jóhannes Sigfússon Svalbarðs- hreppi og Halldór Jónsson Akureyri. Fyrir Norðurland vestra sitja í und- irbúningsnefnd: Björn Sigurbjörns- son Sauðárkróki, Bjarni Þór Einars- son Hvammstanga, Valgarður Hilm- arsson Engihlíðarhreppi, Björn Valdimarsson Siglufirði og Sigfríður Angantýsdóttir Hólahreppi. Á aukaþinginu var samþykkt svo- hljóðandi tillaga fjórðungsstjórnar: .Aukafjórðungsþing Norðlendinga haldið á Akureyri 30.apríl 1992 felur fjórðungsstjórn að undirbúa starfs- lok Fjórðungssambands Norðlend- inga m.a. með hliðsjón af 103. grein sveitarstjórnarlaga um fjárhagsleg skil og vinna að samningum við starfsfólk sambandsins um starfslok þess og réttindamál." hiá-akureyri. Þorgeir Pálsson flugmálastjóri Samgönguráðherra hefur skipað Þorgeir Pálsson í stöðu flugmála- stjóra í stað Péturs Einarssonar. Þorgeir tekur vift stööunni 1. júlí nk. Níu umsóknir bárust um stöð- una cg meirihluti Flugráfts mælti meft Þorgeiri. Þorgeir Pálsson er prófessor við verkfræðideild Háskóla íslands. Hann nam flugvélaverkfræði í Bandaríkjunum að loknu stúdents- prófi og hlaut doktorsgráðu í þeim fræðum árið 1971. vikur við sumamámskeið ÍTR og í íþróttamannvirkjum. Og loks tæp- lega 6,8 milljónir til greiðslu fyrir 20 störf í 8 vikur við gæsluvelli borgarinnar, sem þá eiga allir að verða opnir í sumar. Jafnframt var samþykkt að fela forstöðumönnum veitustofnana borgarinnar að fjölga sumarstörf- um um samtals 100 frá því sem ver- ið hefur undanfarin ár. Sömuleiðis skal sérstökum starfs- hópi falið að vinna áfram að hug- myndum um stofnun þróunarfy- ritækis að erlendri fyrirmynd til stuðnings atvinnulífinu í borginni. Og einnig samþykkti borgarráð að fela Atvinnumálanefnd borgarinn- ar ásamt borgarhagfræðingi sam- skipti við fyrirhugaða samstarfs- nefnd aðila vinnumarkaðarins, rík- is og sveitarfélaga um atvinnumál. Með vísan til þessara samþykkta samþykkti borgarráð að vísa til At- vinnumálanefndar framkomnum tillögum um atvinnumál frá borg- arfulltrúum minnihlutaflokkanna. Enda hefur meirihlutinn, með framangreindum samþykktum, í raun tekið ýmsar tillögur minni- hlutafulltrúanna til handargagns og gert þær að sínum. - HEI Tryggvi Ólafsson í sýningarsal Gallerí Borgar. Sýning á verkum Tryggva Ólafssonar opnuð í dag: Stæiri fletir aðrar víddir Sýning á verkum TYyggva Ólafssonar verður opnuð í dag í Gall- erí Borg. Tvö ár eru liðin síðan listamaðurinn hélt síðast einka- sýningu en hann hefur þó tekið þátt í samsýningum hér á landi sem og erlendis á þeim tíma. Myndirnar á sýningunni eru aliar gerðar á undanförnum tveimur árum. „Ég hef alltaf verið á móti því að sýna árlega. Það er of mikið," seg- ir Tryggvi. „Fólk getur orðið þreytt á manni." Hann málar allar myndir tvisvar þ.e.a.s. litlar fyrst: „Maður lærir af reynslunni að gera vitleysurnar litlar en ekki stórar. Svo getur maður séð hvort myndirnar geta borið það eða ekki, það verða stærri fletir og þá aðrar víddir um leið. Forvitnin við að mála felst í að sjá hvernig myndirnar verða þegar þær eru settar upp aftur og auðvitað verða þær aldrei eins, enda er það aldrei meiningin." Titlar myndanna þykja Tryggva mikilvægir og kýs að skrifa þá í horn þeirra: „Mér finnst að hlut- irnir. eigi að heita eitthvað. Nafn- ið er aldrei úti í hött en það er ekki alltaf vísbending fólgin í því.“ Myndirnar á sýningunni fjalla um heimsmyndina í nútíð og for- tíð, náttúruna og mannskepnuna. „Þær spanna þetta allt saman. Þetta eru svona þankar," sagði listamaðurinn að lokum. Sýningin verður opin alla daga vikunnar til 19. maí. —GKG.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.