Tíminn - 26.05.1992, Qupperneq 2

Tíminn - 26.05.1992, Qupperneq 2
2 Tíminn Þriðjudagur 26. maí 1992 Þröstur Ólafsson og Einar Oddur Kristjánsson vilja að áfram verði byggt á kvótakerfi við stjórn fiskveiða: Stuðningur við kvóta- kerf ið úr óvæntri átt „Ég er þeirrar skoðunar að við megum ekki gera neinar þær breytingar á stjómkerfi fískveiða sem kalla á snögg umskipti fyrir sjávarútveginn. Sjáv- arútvegurinn þarf að fá frið. Hann verður að fá tíma og útsýni til þess að geta tekið ákvarðanir langt fram í tímann án þess að óttast að það sé alltaf verið að breyta og skipta um þann grundvöll sem hann þarf að lifa eftir.“ Þetta sagði Þröstur Olafsson, að- stoðarmaður utanríkisráðherra og annar tveggja formanna nefndar sem vinnur að endurskoðun á stjórnskipulagi fiskveiðanna, á ráð- stefnu sem Samband ungra fram- sóknarmanna hélt um helgina undir yfirskriftinni „Endar kvótinn hjá Kolkrabbanum?" Einar Oddur Kristjánsson, fyrrverandi formaður VSÍ, kvaðst einnig vera þeirrar skoðunar að best sé að byggja áfram á kvótakerfinu, en Einar Oddur, eins og aðrir Vestfirðingar, barðist gegn kvótakerfmu þegar verið var að koma því á. Þröstur sagði að Alþýðuflokkur- inn hefði gert þá kröfu að á ákveðn- um tímapunkti fari útgerðarmenn að borga fyrir afnot af okkar dýr- mætustu auðlind, fiskimiðunum. Hann sagði að sá tímapunktur væri hins vegar ekki upp runninn. Fyrst þurfi að eiga sér stað endurskipu- lagning í sjávarútvegi, sem m.a. miði að því að fiskvinnslustöðvar sameinist. Jafnframt verði skuldir sjávarútvegsins að minnka. „Ég get tekið undir margt sem menn segja um gallana á aflamark- inu. Það er ekki gallalaust. Ég tel hins vegar að við eigum að viðhalda því. Við eigum ekki að fara yfir í nýtt kerfi núna, heldur að sjá hvort þetta getur ekki skilað þeim ár- angri sem við stefnum að,“ sagði Þröstur um kvótakerfið. Þessi orð Þrastar benda til að Verkfalli aflýst eftir 25 klukkutíma samningafund: Miðl unarti I laga lögö fyrir yfir- menn á farskipum Yfírmenn á farskipum samþykktu í gær eftir 25 klukkutíma samninga- fund að leggja miðlunartillögu frá ríkissáttasemjara fyrir félagsmenn sína. Tillagan er að grunni til byggð á miðlunartiliögunni sem lögð var fyrir félaga í ASÍ, BSRB og KÍ fyrr í mán- uðinum, en tekið er tillit til breytinga á vinnufyrírkomulagi hjá stýrímönn- um og mun það ákvæði leiða til kaup- hækkunar. Grunnkaup hækkar um 1,7% og samningstími er til 1. mars á næsta árí. Samningafundur stóð hjá ríkissátta- semjara í samtals 25 klukkutíma. Honum lauk eftir hádegið í gær. Samninganefndir farmanna treystu sér ekki til að undirrita þann sam- komulagsgrunn sem lá fyrir um há- degið í gær og var þá ákveðið að ríkis- sáttasemjari legði tillöguna fyrir félög- in. Atkvæðagreiðsla stendur til 3. júlí næstkomandi. Verkfalli stýrimanna á höfnum við Faxaflóa, sem hófst á miðnætti í fyrri- nótt, var aflýst um miðjan dag í gær. Vélstjórar hættu einnig við boðað verkfall. Verkfallið var ekki farið að tefja skipaferðir þegar því var aflétt. í dag eiga Brúarfoss og Búrfell að halda úr höfn og hefðu skipin stöðvast ef verkfallinu hefði ekki verið aflétt. Aðalátök í vinnudeilunni snerust um kröfu yfirmanna um að fá að njóta í launum hagræðingar sem breytt vinnufyrirkomulag hjá stýrimönnum og vélstjórum hefur haft í för með sér. í miðlunartillögunni er tekið tillit til þessarar kröfu yfirmanna. Þriggja tíma seinkun varö á áætlun einnar flugvéla Flugleiöa, „Heiðdísar", á Förnebu- flugvelli í Noregi sl. sunnu- dag. Orsökin var sú aö vegna mistaka fylltist uppblásanlegur neyðarútgangur fyrirvaralaust af lofti. Hér gefur aö líta vélina, en útgangurinn sem töfinni olli liggur í kuöli á vörubílspallin- um í forgrunni myndarinnar. —GKG. Timamynd Pjetur nefndin sem vinnur að endurskoð- un laganna um stjórn fiskveiða komist að samkomulagi, en fram til þessa hafa margir óttast að nefndin komist ekki að sameigin- legri niðurstöðu vegna ósamkomu- lags. Nefndin stefnir að því að skila tillögum í haust. Hinn formaður nefndarinnar, Magnús Gunnars- son, hefur haft svipaðar áherslur í þessu máli og Þröstur kynnti á ráð- stefnunni um helgina. Einar Oddur barðist, eins og aðrir Vestfirðingar, gegn kvótakerfinu þegar því var komið á. Hann hefur hins vegar talað sem minnst um kvótakerfið þau þrjú ár sem hann var formaður VSI. „Sem Vestfirðingur trúi ég því að með því að þróa þetta kerfi áfram svo óréttlátt sem það var, svo and- styggilegt sem það var þegar það var sett á og svo margar falskar for- sendur sem voru fyrir því, þá megi með því að taka hér upp sterka flotastjórn koma byggðum þessa lands í þá einu aðstöðu sem þeim ber að komast í og hafa rétt til, að- stöðu til að geta keppt. Þær þurfa að geta keppt á réttum grundvelli í þjóðfélagi sem er nokkurn veginn í jafnvægi og tryggir að leikreglurn- ar eru nokkurn veginn í lagi,“ sagði Einar Oddur um kvótakerfið. Með flotastjórn á Einar Oddur við mark- vissar aðgerðir sem miða að því að minnka fiskiskipaflotann. Einar Oddur sagði að sú kenning um að aðeins með veiðileyfagjaldi sé hægt að tryggja hámarks virðis- auka af veiðunum væri rugl og vit- leysa. Hann sagði fráleitt að hægt sé að Ieggja auknar álögur á at- vinnugrein sem skuldar 95 millj- arða. Nánar verður sagt frá ráðstefn- unni í Tímanum á morgun. -EÓ Aöstandendur ráöstefnunnar, Siv Friðleifsdóttir, formaður SUF, og Gunnar B. Guðmundsson, formaöur FUF. Þröstur Ólafsson, Björn Dagbjartsson og Halldór Ásgrímsson í ráðstefnuhléi. TfmamyndlrGE Eftirspurn eftir selskinnum: Skinnið á hálfvirði ur: „Ég spái þessu 4-5 árum þangað til farveg aftur," segir Eggert. þetta verður komið í allverulega góðan —GKG Nýtt íþróttafélag stofnað þar sem tilgangurinn er: Heilsubót og ánægja Boríst hafa pantanir hingað á hertum selskinnum frá Grænlandi og Dan- mörku. „Við höfum verið að reyna að halda þessu gangandi til að týna ekki þessum gömlu vinnubrögðum, en við höfum ekki fengið nema hálfvirði íyrir skinnin miðað við þegar það var best. Þá var skinnið álíka verðmætt og meðaldilkur," segir Jón Benediktsson, formaður Félags selabænda og bóndi að Höfnum á Skaga- strönd. Jón segir skinnið vera sútað í Svíþjóð en kjötinu yfirleitt hent Útselurinn er notaður í refafóður þar eð hringorma- nefnd borgar 35 kr. fyrir kílóið af hon- um: „Það er ýmislegt sem ekki er étið sem þótti nú gott í gamla daga. Mér finnst selkjötið þó gott. Súrsaðir sels- hreyfar þykja nú góðir ennþá og étnir á þorrablótum og dindillinn er bestur upp úr súr,“ segir Jón. í heimabyggð Jóns hefst selveiðin ekki fyrr en á Jónsmessu en hún byrjar þó fyrr til dæmis á Breiða- firði. Eggert Jóhannsson feldskeri segir ekki lengur bera á mótmælum vegna nýting- ar á selskinnum: „Þessi dýr eru drepin til að halda ákveðnum stofni í skefjum. Þetta er hin nýja náttúruvemdarstefna, sem hefur verið að ryðja sér til rúms, að manni beri að nýta allt það sem hægt er að nýta úr náttúmnni og það á að nýta skinnin í stað þess að henda þeim.“ Eggert segir jafnframt að yngra fólk sé sérstaklega spennt fyrir selskinninu og 60% af því sem selst hefur em herraflík- íþróttafélagið „Iþróttir fyrir alla“ hefur veríð stofnað af íþróttasam- bandi íslands. Sigrún Stefánsdóttir er formaður fé- lagsins og segir hún stofnun þess hafa verið samþykkta í fyrra á áttræðisaf- mæli ÍSÍ: „Verkefnin eru stór og mörg og meiningin er að þessi samtök verði bæði til að hvetja fólk til að stunda íþróttir og eins að vera með ýmiss konar áróður fyrir því að aðstaða fyrir fólk sem stundar almenningsíþróttir verði bætt,“ segir Sigrún. Ekki er boðið upp á neinar keppnis- 25 ökumenn voru sektaðir fyrir að aka án bfíbelta um helgina á Höfn á Homafírði. „Fólk var farið að kvarta yfir því að það væri ekki sniðugt að hafa lög sem ekki væri farið eftir svo við íþróttir innan félagsins heldur einung- is þær íþróttir sem fólk stundar sér til heilsubótar og ánægju. Stofnmeðlimir vom u.þ.b. 150 og em þar bæði einstaklingar og ýmis samtök eins og til dæmis Krabbameinsfélagið, Gigtarfélagið, Bandalag kvenna, Kven- félagasamband íslands og íþróttasam- band lögreglumanna. „Ég ímynda mér að starf félagsins verði fjölbreytt og áhugavert að fylgj- ast með hvernig það þróast," segir Sig- rún að lokum. gerðum rassíu," sagði lögreglan á staðnum. Hún fullyrðir jafnframt að um helmingur hafi ekið án belta.Ætlun- in er að gera viðlíka rassíu öðru hverju. —GKG. —GKG. Bílbeltanotkun innleidd á Höfn: 25 MANNS SEKTAÐIR

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.