Tíminn - 26.05.1992, Side 7
Þriðjudagur 26. maí 1992
Tíminn 7
Hörður í Mosfellsbæ:
Glæsilegt
íþróttamót
Ávallt er tilhlökkunarefni að koma á
hestamót í Mosfellsbæ. Glæsilegt
mótssvæði og einstök fegurð um-
hverfisins ásamt sumum bestu hesta-
mönnum landsins gerða ferðina allt-
af magfalt fararinnar virði og fyrir
flesta Islendinga er ekki lengra upp
eftir en í vinnuna. Náttúran er að
vakna, leirurnar óma af fuglasöng og
Esjan býr sig undir að grænka upp á
topp. Sögusvið Kjalnesingasögu blas-
ir við og innan seilingar eru hinstu
legstaðir hetjanna Ingólfs Amarsonar
og Egils Skallagrímssonar. Jarðfræði-
lega erum við í hjarta fomrar eld-
stöðvar, sem árþúsunda ísaldir hafa
núið og gníst. Hestamennskan er
ekki bara einstök fyrir dýrlega gæð-
inga og einstakan félagsskap, heldur
sprettur sagan upp við hvert fótmál
og jarðfræðina áreiðleiðum má nema
eins og stafi af bók. Kóngur um
stund, knapinn, sem hleypir fráum
gæðingi eftir Ieimnum er nákvæm-
lega í spomm forfeðranna og Egill
Skallagrímsson er stiginn úr haugn-
um og dreifir gullinu, það slær geisl-
um svo vítt sem er séð.
Mótið fór í alla staði vel fram, enda
engir aukvisar í mótsstjóm. Pétur
Jökull, Valdimar og Þorsteinn Aðal-
steinsson héldu styrkum höndum
um framkvæmdina og um kvöldið
var svo slegið upp dúndrandi balli í
nýja félagsheimilinu á svæðinu. Til
hamingju Harðarmenn.
Óöalsbændur frá Dalsskarði mættu snemma og tryggðu sér sæti.
/ Jj
Jz 'v
Fimm efstu í 5-gangi. Frá vinstri: Sigurður Sigurðsson, Trausti Þór Guðmundsson, Brynjar Gunnlaugsson,
Haraldur Sigvaldason og Eysteinn Leifsson.
Trausti Þór Guömundsson.
Fimm stigahæstu I tölti. Frá hægri: Berglind Árnadóttir, Trausti Þór Guömundsson, Eysteinn Leifsson, Kristfn
Birna Óskarsdóttir og Snorri Dal Sveinsson.
Erna Arnardóttir vann jómfrúrbikarinn.
Á ýmsu gekk í skeiöinu f 5- gang-
inum. Sigurður Sigurðarson.
Trausti Þór Guömundsson, varð Brynjar Gunnlaugsson.
stigahæstur knapa.
Haraldur Sigvaldason
Eysteinn Leifsson.