Tíminn - 26.05.1992, Side 8

Tíminn - 26.05.1992, Side 8
8 Tíminn Þriðjudagur 26. maí 1992 ■■ MINNING r Oskar Guðnason fyrrverandi frystihússtjóri, Höfn, Homafirði Fæddur 24. september 1908 Dáinn 20. maí 1992 Árvakan hefst fyrir cesku og þor. — Ekkert í verkinu mikla snýr aftur; hver fjörður, hver törm, hver knýjandi kraftur er kallaður fram í brautir og spor. (Einar Benediktsson) Framfarasókn íslendinga á síðustu áratugum hefur verið ótrúlega hröð. Við lítum á það sem sjálfsagðan hlut að keyra á nokkrum klukkutfmum milli Reykjavíkur og Hafnar. Við lít- um á það sem eðlílegan þátt í dag- legu lífi, að bátamir komi með afla að landi og útflutningsverðmæti sjávar- afurða standi undir góðum kjörum fjöldans. Þannig hefur það ekki alltaf verið og stutt er sfðan íslendingar bjuggu við þröngan kost. En hvers vegna breyttust aðstæður? Þótt sag- an, sem býr að baki, sé löng, þá er að- alástæðan að til var fólk sem trúði á landið og var staðráðið í að nýta kosti þess og gæði. Sumir bárust með straumnum, en aðrir tóku forustu. Óskar Guðnason var einn af þeim, sem voru í forystusveit baráttu- manna framfara og nýrra atvinnu- hátta. Hann var fæddur á Höfn 1908. Foreldrar hans voru Guðni Jónsson verslunarmaður og kona hans Ólöf Þórðardóttir. Þau bjuggu í Heklu á Höfn. Þar ólst Óskar upp ásamt bræðrum sínum Svavari listmálara, Stefáni lækni á Akureyri og síðar í Reykjavík, og Garðari rafveitustjóra á Fáskíúðsfirði. Guðni og Ólöf ráku gistihús í Heklu. Þar bar marga að garði, sem komnir voru um langan veg. Þar komu bændur, sjómenn og verkamenn, en einnig listamenn og stjómmálamenn. Á þessum árum var Homaijörður einangraður, en Hekla var miðstöð þeirra sem komu til staðarins. Þar mótaðist Óskar og varð fyrir miklum áhrifum af þeim miklu umræðum, sem fylgdu heimili for- eldra hans. Það má með sanni segja að Hekla hafi verið nokkurs konar akademía þeirra tíma, þar sem möguleikar framtíðarinnar voru ræddir út frá margvíslegum sjónar- miðum. Eiginkona Óskars var Kristín Bjömsdóttir frá Dilksnesi. Þau voru ákaflega samrýmd og f sameiningu byggðu þau myndarlegt heimili á Höfn. Þau eignuðust 6 böm, sem öll eru á lífi nema Knútur sem fórst í flugslysi 1973. Hann sat þá við hlið Bjöms Pálssonar, sem var einn okkar fremstu forustumanna á sviði flug- mála. Það kom fljótt í ljós að Óskar var gæddur miklum hæfileikum og hug- rekki. Hann vildi nota tæknina til að efla framleiðslu og létta störfin. Ford- vörubíll, sem hann keypti 1931, markaði þáttaskil í samgöngumál- um. Haustið 1932 var hann forustu- maður fyrir leiðangri, sem fór land- leið á vörubfl milli Homafjarðar og Reykjavíkur. Það var í fyrsta skipti sem farið var á bifreið alla þessa leið. Tildrög ferðarinnar voru þau að þrír Homfirðingar áttu erindi til Reykja- víkur, en skipið fór framhjá vegna ófærðar. Óskar bauðst þá til að aka þeim til Reykjavíkur og tók ferðin fióra daga. Þetta var ótrúlegt afrek, sem vakti upp vonina um að hægt væri að rjúfa einangrunina. Óskar starfáði lengi sem bifreiðar- stjóri og var eftirsóttur til að hafa umsjón með verkum. Þegar frysti- húsið var stofnað á Höfn 1952 var Óskar fenginn til að stjóma því. Það var ekki síst farsælli stjóm hans að þakka hvað rekstur þess gekk vel. Það var ekki mikið, sem menn höfðu á milli handanna þegar þessi starfsemi hófst, en með útsjónarsemi, dugnaði og framsýni tókst að byggja upp öfl- ugt fyrirtæki. í frystihúsinu vann Kristín með Óskari og var verkstjóri í salnum. í sameiningu tókst þeim að virkja starfsfólkið til átaka. Það var mikill skóli fyrir unglingana að njóta hand- leiðslu þeirra á uppvaxtarárunum. Óskar gerði miklar kröfur til starfs- fólksins, en það fannst öllum sjálf- sagt, því hann gerði mun meiri kröf- ur til sjálfs sín. Hann hélt uppi góð- um aga á vinnustað, en lét sér annt um alla og gaf sér tíma til að segja öllum til. Þótt hann væri strangur húsbóndi, var hann gamansamur og glettinn og orð hans vom lög á vinnustað. Þau Kristfn vom mjög samrýmd um uppbyggingu frystihússins og nutu virðingar allra. Okkur strákun- um fannst þetta stundum ósann- gjamt að hafa helmingi lægri laun en þeir fullorðnu. Óskar útskýrði þetta fyrir okkur með föðurlegum tón og að loknum viðræðum við hann vor- um við ánægðir, enda ekkert nema ósanngimi af 12 og 13 ára strákum að vera með einhveija kröfugerð. Þeir áttu auðvitað að þakka fyrir að fá að vera með og geta tekið þátt í því, sem var að gerast, og fá að vinna fram á nætur. Nú væri þetta sjálfsagt kall- aður bamaþrældómur, en enginn, sem fékk að vinna hjá Óskari á bams- og unglingsaldri, á sér slíkar minn- ingar. Minningarnar em góðar og bjartar og hann gaf uppvaxandi kyn- slóð mikið. Óskar tók virkan þátt í félagsmál- um. Hann sat í fyrstu stjóm verka- lýðsfélagsins Jökuls og var Iengi deildarstjórí Hafnardeildar kaupfé- lagsins. Hann var um árabil formað- ur hafnamefndar, enda þekktu fáir höfnina og fjörðinn jafnvel. Vinnu- staður hans var lengst af við höfnina og hann hafði mikla unun af að stunda silungsveiði úti á firði. Hann byggði upp jarðræktarsam- band Bæjar-, Nesja- og Hafnarhrepps BILALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM LANDIÐ. MUNID ÓDÝRU HELGARPAKKANA OKKAR REYKJAVÍK 91-686915 AKUREYRI 96-21715 PÖNTUM BÍLA ERLENDIS interRent Europcar og var framkvæmdastjóri þess um Iangan tíma. Störf hans þar bera enn einn vott um framfarahug hans og dugnað. Það var mikið áfall fyrir Óskar, þegar Kristín féll frá á besta aldri 1972. Þau höfðu verið samrýmd allt sitt líf, ekki aðeins í vinnu heldur jafnframt í einkalífi og tómstundum. Þau vom félagslynd og það var gest- kvæmt á heimili þeirra. Eftir að hún lést varð Óskar hlédrægari og í reynd einmana. Starfskraftar hans vom miklir og hann tók að sér að stýra uppbyggingu nýju fiskvinnslustöðv- arinnar á Höfn. Það var alveg sama að hverju Óskar kom, hvort sem það var að stjóma vinnslu á gæðaafurð- um eða byggja hús, allt lék í höndun- um á honum og hann gat gengið í hvaða verk sem var. Hann flutti síðan til Reykjavíkur og bjó þar í mörg ár. Hugurinn leit- aði alltaf austur og síðasta árið flutti hann á Skjólgarð, þar sem hann eyddi síðustu stundum. Tíminn var ekki langur á Skjólgarði, en hann var ánægður að koma aftur heim. Hann upplifði þá miklu breytingu, sem hann hafði tekið svo ríkan þátt í að skapa. Hann sá á sínum síðustu dög- um, að draumurinn hafði orðið að vemleika. Það var sæll maður sem kom heim í byggðina sína. Þar skynj- aði hann sömu fegurðina og áður af þeirri næmni, sem var honum í blóð borin. Það vom margir, sem vom fegnir að sjá hann aftur. Fólk, sem hafði unnið með honum langa starfs- ævi, hafði saknað hans og gladdist yf- ir að sjá hann á nýjan leik. Höfti í Hornafirði á Óskari Guðna- syni mikið að þakka. Það þakklæti hefur ekki oft verið látið í ljós, en það var ánægjulegt að verkalýðsfélagið Jökull skyldi heiðra hann sérstaklega 1. maí s.l. Enginn átti það betur skil- ið. Hann var í fyrstu stjórn Jökuls og fáir hafa notið jafn mikils trausts og virðingu af verkafólki og sjómönnum á Höfn. í kirkjunni á Höfn hangir mynd eftir meistara Kjarval úr Homafirði. Kjarval málaði hana, þegar hann dvaldi eitt sinn í Heklu hjá Guðna og Ölöfú. Óskar gaf þessa mynd til kirkj- unnar. Hún túlkar fegurð Homa- fjarðar, en minnir kirkjugesti ekki síður á það sómafólk sem bjó í Heklu. Hún sýnir einnig þann hug, sem Óskar bar til kirkjulegs starfs og kristinnar trúar. Við Sigurjóna vottum aðstandend- um óskars samúð okkar og foreldrar mínir, Ásgrímur og Guðrún, senda innilegar samúðarkveðjur. Óskar og Kristín vom vinir þeirra og sam- starfsmenn um langan tíma og þau kveðja hann í einlægri þökk. Halldór Ásgrímsson í fáum orðum langar mig að minnast tengdaföður míns, félaga og vinar, Óskars Guðnasonar á Höfn. í fáum orðum, því að sjálfum hugnaðist honum ekki ofhlað eða mærð og enn síður óverðskuldað lof. Stráklingur vissi ég einhver deili á Óskari bflstjóra, uppkominn þekkti ég Óskar verkstjóra og síðar hrað- frystihússtjóra, og síðar átti ég eftir að flytjast inn á yndislegt heimili hans og konu hans, Kristínar Bjöms- dóttur, sem verðandi tengdasonur. Vinátta og kynni hafa síðan haldist óslitin þar til leiðir nú skiljast Ef lýsa ætti einhveijum eðliskost- um Óskars, kæmi mér fyrst í hug fá- dæma fyrirhyggja og rökleg skipu- lagning verka í smáu og stóm. Hann var einnig verklaginn með afbrigðum og afkastamaður í besta lagi, enda vel að manni hvað líkamsburði snerti. Allt þetta hefði þó ekki dugað til, ef ekki hefði bæst við að hugur fylgdi máli, sem löngum verður þyngst á metunum. Þegar ég las yfir drög Óskars að minningum um ferð, sem hann efndi til árið 1932, en þá fór hann með far- þega frá Höfh til Reykjavíkur — sunnanlands — á bfl sínum, Ford- vömbfl eins og hálfs tonns. Eg vissi að á þeim tíma vom á þessari Ieið a.m.k. 15 vatnsföll, stór og smá, óbrúuð. Ég bjóst því við að sjá nokk- uð ævintýralega lýsingu á vatnabrasi og jafnvel svaðilfömm. En því fór fjarri. Fram kemur að vísu, að ferðin var nokkuð erfið, en það, sem upp úr stendur, er í rauninni lýsing á þeirri höfðinglegu gestrisni, sem ferða- langar nutu á Ieið sinni. Þetta var verklag Óskars Guðnasonar. Óskar átti eftir að eiga marga bfla og ferðast mikið um landið—byggð- ir þess og ekki síður óbyggðir. Hann unni landi okkar heitt og minni hans á ömefni og landslag var með ólík- indum. Störf hans á unga aldri gáfu líka tilefni til kynna á landinu. Ungur var hann smaladrengur í Dilksnesi og á Viðborði, og síðar við vegagerð m.a. í Bemfirði og á Snæfellsnesi. Þótt hugur Óskars stæði til mennta á unga aldri, varð skólagang- an ekki löng. Erfiðisvinna kallaði að og á ámm kreppu leyfði efnahagur ekki mikinn tilkostnað. En símennt- un, sem nýlega er farið að nefna á nafn, reyndist Óskari drjúgur kostur, enda var hann lestrarhestur mikill, svo sem verið hafði Guðni faðir hans, en hann held ég að hafi haft eitthvert mesta lestrarþol sem ég hef kynnst hjá nokkmm manni. Óskar var meiri fagurkeri en marg- an gat gmnað, sem ekki þekkti hann náið. Hann sótti mikið myndlistar- sýningar, enda bróðir hans og mágur, þeir Svavar Guðnason og Höskuldur Björnsson, virtir myndlistarmenn og hann var kunnugur fleiri Iistamönn- um, s.s. Jóhannesi Kjarval. Kona Óskars, Kristín Bjömsdóttir, var tón- elsk og lék á hljóðfæri og studdi Ósk- ar hana við það hugðarefni, svo sem það safn nótnabóka, sem hann dró að, ber glöggt vitni. Sjálfur var hann mikill ljóðaunnandi og sparaði ekki að læra þau kvæði sem mest höfðuðu til hans. Störf Óskars tengdust löngum fiskverkun og verkstjóm. Ungur flutti hann ís úr Hoífellsjökli á bfl sínum í gamla íshúsið á Höfn, og átti síðar, um miðja öldina, eftir að stjóma tæknivæddu hraðfrystihúsi og fiskiðjuveri Kaupfélags Austur- Skaftfellinga. í því sambandi sendi kaupfélagið hann í fróðleiksferð um þessa hluti til Evrópu og Ameríku. Óskar lagði sig líka mjög fram í sam- bandi við hafnarmál Homfirðinga og mun hafa reynst þar betri en enginn. Kristín og Óskar eignuðust sex böm: Guðna, Lovísu, Birgi, Knút, Ólöfu Auði og Margréti Kristínu. Kristín Bjömsdóttir, kona Óskars, lést árið 1972 og Knútur, sonur þeirra, fórst í flugslysi árið 1973. Líf Óskars var þannig sambland ljúfrar hamingju og þungbærra rauna. Þeim tók hann með stillingu og æðruleysi. Hér hefúr verið getið nokkurra þátta úr lífshlaupi Óskars Guðnason- ar og er þó mest ótalið það sem hann var sínum nánustu: óþreytandi í hjálpsemi sinni og röskleika, svo bömum, tengdabömum sem bama- bömum. Sem betur fer höfðum við tækifæri til að þakka það meðan hann var enn lífs. Mig langar að síðustu að minnast þess, er ég kom í Sólgerði, heimili þeirrar Kristínar, Óskars og bama þeirra, til að eignast nýja fjölskyldu. Þær minningar tengjast með öðru ljúfsemd Kristínar og röskleika at- hafnamannsins, Óskars. Annir vom miklar, en gott atlæti var ekki sparað. Þökk sé þeim. Hallgrímur Sæmundsson Ástkær eiginmaöur minn Þórmundur Guðsteinsson Ártúnl 17, Selfossl lést á Sjúkrahúsi Suöurlands aö morgni sunnudagsins 24. mal. Fyrir hönd aöstandenda Slgurbjörg Guömundsdóttlr Bændur 12 ára drengur óskar eftir að komast í sveit í sumar. Hefur kynnst sveitastörfum. Upplýsingar til kl. 18.00 í síma 91- 72010 og eftir kl. 18.00 í síma 91-79469. VERSLUNARSTJORI Óskum eftir að ráða verslunarstjóra. Skriflegar umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf, ásamt kaupkröfu, óskast fyrir 10. júní n.k. Upplýsingar um starfið gefur kaupfélagsstjóri. Kaupfélag Vestur-Húnvetninga 530 Hvammstanga . Sími 95-12370 KVH

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.