Tíminn - 26.05.1992, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 26. maí 1992
Tíminn 9
Kosningar ungs fólks í AlþýAu-
bandalaginu
Þessa dagana standa yfir kosningar ungs
fólks f Alþýðubandalaginu. Kosið er um
einn fulltrúa flokksfólks undir þrftugu f
framkvæmdastjóm og annan til vara. Þá
eru kjömir sjö fulltrúar ungs fólks í mið-
stjóm Alþýðubandalagsins og fjórir til
vara.
Frestur til þess að skila inn tilnefning-
um er liðinn og eru 4 í framboði til fram-
kvæmdastjómar og 13 til miðstjómar.
Frambjóðendur til framkvæmda-
stjómar Alþýðubandalagsins eru: Flosi
Eiríksson, Gunnar TVyggvason, Sigþrúð-
ur Gunnarsdóttir og Sigvarður Ari Huld-
arson.
Frambjóðendur til miðstjómar Al-
þýðubandalagsins em: Amar Guð-
mundsson, Auðunn Guðmundsson, Ás-
dís Sigmundsdóttir, Dýrleif Dögg Bjama-
dóttir, Guðný Guðmundsdóttir, Hall-
gerður Pálsdóttir, Jón Páll Eyjólfsson,
Kolbeinn Einarsson, Matthfas Matthías-
son, Ragnheiður Hjálmarsdóttir, Svein-
þór Þórarinsson og Unnar Ingvarsson.
Kosning fer fram bréflega og lýkur um
mánaðamótin. Síðasti landsfundur Al-
þýðubandalagsins breytti lögum flokks-
ins á þann veg að viðhöfð skyldi allsherj-
arkosning um fulltrúa imgs fólks f fram-
kvæmdastjóm og miðstjóm og er þetta í
fyrsta sinn sem svo er gert
Því sem næst 400 flokksfélagar eiga
rétt á að taka þátt í kjörinu og hefur tals-
vert af ungu fólki ákveðið að ganga form-
Iega f Alþýðubandalagið til þess að hafa
atkvæðisrétt í kosningunni.
Hólaskóli Hólum í Hjaltadal
iB
Á Hólum getur þú stundað lifandi starfs-
nám á fögrum og friðsælum stað!
Almenn búfjámækt — sauðljárrækt — jarðrækt — bútækni —
bústjóm — tölvufræði — bleikjueldi—hrossarækt
Á Hólum eru ný kennslufjárhús og athyglisverður fjárstofn!
Á Hólum er miðstöð rannsókna í bleikjueldi!
Á Hólum er Hrossakynbótabú ríkisins!
Á Hólum er gott hesthús og reiðkennsluhús!
Á Hólum hafa nemendur aðgang að vel búnu tölvuveri!
Umsóknarfrestur til 10. júní
Takmarkaður nemendafjöldi
Bændaskölinn Hólum í Hjaltadal
551 Sauðárkrókur
Sími: 95-35962 . Símbréf: 95-36672
Reykjanes —
Leiðarþing
Steingrfmur Hermannsson alþm., formaður Framsóknar-
flokksins, heldur leiðarþing á eftirtöldum stöðum:
Hafnarffrði 26. maf I félagsheimili framsóknarmanna að
Hverfisgötu 25.
Kópavogi 27. maf ki. 20.30 f Framsóknarhúsinu v/Digra-
nesveg. Stelngrfmur
Stjóm Kjördæmlssambandsins. Hermannsson
Sumartími skrifstofu
Framsóknarflokksins
Frá 18. maf er skrifstofa okkar f Hafnarstræti 20, lil. hæð, opin frá kl. 8.00 til 16.00
mánudaga-föstudaga.
Verið velkomin.
Framsóknarflokkurlnn.
fj 4 •f *** WBk Æ Æ
Guömundur Valgerður Jóhannes Geir
Bjamason Sverrfsdóttir Sigurgeirsson
Norðurland eystra
Fundir með alþingismönnum
Þingmenn Framsóknarflokksins (kjördæminu txjða til almennra stjómmálafunda,
sem hér segir
Bergþórshvoll, Dalvik, þriðjudaginn 26. mai kl. 20.30.
Þingmenn veröa til viðtals i Bergþórshvoli kl. 18.00-19.00
Félagsheimllið Tjamarborg, Ólafsfirði, miövikudaginn 27. maf kl. 20.30.
Garöar, Húsavfk, laugardaginn 30. maf kl. 10.00 f.h.
Framsóknarflokkurinn.
Kópavogsbúar—
Vormarkaður
Vormarkaður Freyju verður haldinn laugardaginn 30. mal kl. 10.00-16.00
að Digranesvegi 12. Á markaðnum kennir margra grasa, svo sem: Fjölær
útiblóm, trjáplöntur, stofublóm, kökur o.m.fl. Auk þess verða kaffiveitingar
á staðnum. Hluti af ágóöanum rennur til Vlmulausrar æsku.
Þeir, sem vilja leggja málefninu liö eöa vilja fá nánari upplýsingar,
hringi I Ástu I slma 40229.
Stjóm Freyju.
Saman eiga þau hjón fjögur börn: synina Hamzeh 12 ára og Hashem 10 ára, og dæturnar Iman 9 ára
og Rayah 6 ára. Fyrir átti kóngur 8 börn I þrem hjónaböndum.
Riðar hjónaband
konungshjóna
Jórdaníu til falls?
Ekki hefur veriö annaö aö sjá en aö hiö besta hafi fariö á meö hjón-
unum Noor og Hussein til þessa. Drottningin er fjóröa kona kóngs-
ins og nú gengur sú saga fjöllunum hærra aö sú fimmta sé f sjón-
máli.
Þær sögur ganga nú fjöllunum
hærra að senn megi Jórdanir eiga
von á nýrri drottningu. Hussein
konungur er sagður orðinn afhuga
Noor drottningu og hafa þegar
fengið augastað á annarri.
Sagan fékk byr undir báða vængi
þegar hún var birt í A1 Quds, aðal-
blaði Palestínumanna á hemumda
vesturbakkanum. Þar sagði að hinn
57 ára gamli einvaldur ætlaði að
gera að fimmtu konu sinni 25 ára
blaðakonu af palestínskum upp-
runa, Rana Najem, sem hann hefði
kynnst á dögum Persaflóastríðsins.
Þetta kom flestum á óvart, líka
þeim sem hafa fylgst náið með ferli
kóngsins og komist að þeirri niður-
stöðu að hann hefði alltaf leitað sál-
arfriðar í ástinni þegar á móti hafi
blásið. En þeir áttu jafnerfitt og
aðrir með að trúa því að kóngurinn
ætlaði að skilja við Noor drottn-
ingu.
Lisa Halaby fæddist fyrir 40 ár-
um í Ameríku, en tók sér naínið
Noor AI-Hussein (ljós Husseins)
þegar hún gerðist fjórða kona Hus-
seins 1978. Síðan hefur hún staðið
við hlið manns síns í blíðu og
stríðu og hvað stríðast var það á
dögum Persaflóastríðsins, þegar
maður hennar skipaði sér við hlið
nafha síns íraksforseta, sem var yf-
irlýstur erkióvinur föðurlands
drottningarinnar. Hún hefúr þó
sagt, eftir að þeim hildarleik Iauk,
að aldrei hafi þau staðið jafnnærri
hvort öðm.
Þegar Lisa Halaby giftist Hus-
sein, hafði hann misst þriðju konu
sína, Alia, í þyrluslysi. Hann átti
eina dóttur og tvo syni úr fyrsta
hjónabandinu með Dina Abd-el
Hamid prinsessu og tvær dætur úr
hjónabandi nr. 2 með Toni Gardner,
enskri ofurstadóttur sem breytti
nafni sínu í Muna. En þó að Muna
snerist til islam, fengu synir þeirra
tveir ekki erfðarétt til krúnunnar
þar sem hún var ekki fædd mús-
limi. Það varð því Alia, af palest-
ínskum ættum, sem hann giftist
eftir skilnaðinn frá Muna 1972, sem
ól honum krúnuerfingja, auk
tveggja dætra. Noor er sögð hafa
eignast ást og virðingu allra þessara
barna og þjóðarinnar.
En hvemig stendur þá á núver-
andi söguburði? Rana Najem, sem
vann á vegum CNN í Persaflóastríð-
inu, harðneitar að nokkur fótur sé
fyrir honum. Hið sama gera tals-
menn jórdanska sendiráðsins í
London og yfirmaður CNN í Am-
man. Heimildir í höllinni rekja orð-
róminn hins vegar til bróður Hus-
seins, Hassans, sem nú er titlaður
krónprins. Þær segja áhrifamikla
hópa í Jórdaníu vilja fá hann í há-
sætið og aldrei gefast upp við ráða-
brugg til að ná því markmiði. Þeir
vfli jafnvel ekki fyrir sér að leggja
hjónabandshamingju konungs-
hjónanna í rúst.
„Ljós Husseins" á því kannski
ekki eftir að lýsa honum öllu leng-
ur.