Tíminn - 28.05.1992, Qupperneq 1

Tíminn - 28.05.1992, Qupperneq 1
Fimmtudagur 28. maí 1992 97. tbl. 76. árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 110.- Andriessen, varaforseti framkvæmdastjórnar EB, telur að EES- samn- ingurinn gildi áfram fyrir ísland jafnvel þó að önnur EFTA-ríki gang í EB: EES-stofnanakerfið einfaldað ef ísland verður eitt í EFTA Jón Baldvin Hannibalsson, ut- anríkisráðherra, segir að það sé sameiginlegur skilningur sinn og Prans Andriessen, varafor- seta framkvæmdastjórnar Evr- ópubandalagsins, að samning- urinn um Evrópskt efnahags- svæði gildi áfram fyrir ísland jafnvel þó að öll aðildarríki EFTA, nema ísland, gangi í Evr- ópubandalagið. Úrskurðar- og eftiriitskerfi EES verði hins vegar einfaldað og því breytt í svipað horf og gildir um þann fríverslunarsamning sem nú er í gildi milli íslands og EB. Andriessen kom hingað til lands í tengslum við ráðherrafund EFTA sem haldinn var í síðustu viku. Jón Baldvin hafði lýst því yfir á Al- þingi að hann myndi ræða við Andriessen um stöðu íslands í EES ef öll EFTA-ríkin, nema ís- land, gengju í EB. Fjögur af EFTA- ríkjunum sjö hafa þegar lagt fram umsókn um aðild að EB og reikn- að er með að Noregur og Liech- tenstein óski eftir aðild síðar á þessu ári. „Samningur okkar um aðildina að Evrópska efnahagssvæðinu er í reynd tvíhliðasamningur, þ.e.a.s. samningur milli íslands og Evr- ópubandalagins, þótt EFTA-ríkin sjö hafi staðið saman á samnings- ferlinum," sagði Jón Baldvin. „Jafnvel þó að EB breytist, hvort heldur er með fjölgun aðildarríkja eða breytingu á innri gerð þess, þá heldur þessi samningsskuldbind- ing. EB er eftir sem áður skuld- bundið til að virða þennan samn- ing við lýðveldið ísland. Frá pólit- ískum sjónarhóli séð eru engar líkur á því að nokkur vilji sé á því, af hálfu EB eða nýrra aðildarríkja þess, að segja sig frá þeim skuld- bindingum þó að formlega sé upp- sagnarákvæði í samningnum sem hægt er að beita með 12 mánaða fyrirvara. Fari svo, einhvern tímann síðar á þessum áratug, að ísland verði eitt eftir í EFTA þá heldur þessi samn- ingur, en það eru öll líkindi að því að aðilar komi sér saman um að í staðinn fyrir eftirlitskerfi og stofnanakerfi við lausn deilumála, komi einfaldari eftirlits- og úr- skurðarferill. Sá ferill yrði þá bara samkomulagsatriði tveggja aðila, íslands og EB, og verður trúlega með svipuðum hætti og er varð- andi fríverslunarsamninginn sem nú er í gildi. Jón Baldvin sagði að þetta væri sameiginlegur skilningur sinn og Frans Andriessen. Andriessen hefði hins vegar tekið fram að þetta mál hefði ekki verið rætt í framkvæmdastjórn EB og hún hefði því ekki gefið neinar yfirlýs- ingar um málið. Jón Baldvin sagði að Andriessen hefði sagt að þetta væri sitt mat á stöðunni, en hann teldi að ekki væru álitamál um þetta efni. Jón Baldvin sagði að í samtölum sínum við Andriessen hefði einnig komið fram að hann teldi ólíklegt að EFTA-ríkin verði öll komin í EB árið 1995, eins og sum þeirra vonast eftir. EES verði því lausn til fleiri ára. -EÓ Frá sýningunni f Prófess- orsbústaðnum frá Kleppi. Sumarstarfsemi Árbæjar- safns hefst á sunnudag: Það er svo geggjaó að geta hneggjað Hefðbundið sumarstarf Árbæj- arsafns hefst nk. sunnudag og þá verða jafnframt opnaðar tvær sýningar í Prófessorsbústaðnum frá Kleppi. önnur þeirra nefnist „Það er svo gcggjað og er helguð árabilinu frá 1968 til 1972. Sett er á svið mannlíf þessara litskrúðugu ára og því gerð skil með ýmsum hættl og sýndar eru fjölmargar blaöaljós- myndir af viðburðum tímabils- ins og „hippar" kyjja friðar- söngva. Á hinni sýningunni er dæmi- gerð skólastofa og smíöa- kennslustofa frá byijun þessarar aidar með ýmsum munum tengdum skólahaldi fyrr á tíð. Flestum munanna á sýningunni var safnað saman í tengslum við skólasýningu sem haldin var í Austurbæjarskólanum í Reykja- vík fyrir 30 árum í tilefni aidar- afmælis samfellds skólahalds í Reykjavík. —sá Uppgræðsla landsins styrkt: Pokasjóður Landverndar Úthlutað var úr Pokasjóði Landvemdar í gær til skóg.ækt- arfélaga og ýmissa samtaka sem starfa með hag landsins fyrir bijósti. AIIs nemur upphæðin 20.072.995 kr. sem úthlutað er í ár og er það u.þ.h. helmingi hærra en í fyrra. 85 vericefni eru styrkt að þessu sinnL —GKG. KVEIKT I KOFA VIÐ RAUÐAVATN Slökkviliðið var þrisvar sinnum kall- að út í gær og fyrst kl. 10:32 vegna gamals manns á Grettisgötu sem hafði læst sig inni. Fara varð inn um glugga til að hjálpa honum. Klukkutíma síðar fór eldvarnarkerfi í gang á Kleppsvegi vegna vatns- gufu frá slöngu. Auðvelt reyndist að koma því í samt horf. Að síðustu var slökkviliðið kallað út að kofa við Rauðavatn sem skíðlogaði í. Nota þurfti vatn úr tveimur slökkvibílum til að vinna bug á eldinum. Grunur leikur á íkveikju. Á myndinni sést slökkviliðið að störfum við Rauðavatn. Tímamynd Sigursteinn —GKG. Innflutningur meiri en minna selt úr landi: Utflutningur í mars 10% minni en í fvrra Jákvæður vöruskiptajöfnuður (fob/fob) á fyrsta ársfjórðungi hefur farið hraðminnkandi ár frá ári að undanfömu. í ár var hann aðeins 350 milljónir kr., borið saman við 2.200 milljónir árið 1991 og um 3.600 milljónir (tíu sinnum hærri upphæð) á fyrsta fjórðungi 1990 og raunar 1989 einnig. Útflutningurinn var þá svipaður og nú, en innflutningurinn hins vegar nær 4 milljörðum minni. Útflutningur landsmanna skilaði uði á þessu ári en í sama mánuði í rúmlega 1.000 milljónum króna fyrra. Alls voru fluttar út vörur fyr- (rúmlega 10%) minna í marsmán- ir um 20,4 milljarða kr. á fyrsta fjórðungi þessa árs, sem er 1.070 milljónum kr. (5%) minna en á sama ársfjórðungi í fyrra. Og raun- ar er útflutningur nú sáralítið meiri (0,3 og 0,5 milljörðum) en á fyrsta ársfjórðungi bæði árin 1990 og 1989. Innflutningur marsmán- aðar var aftur á móti 1.360 millj- ónum kr. (19%) meiri nú en í fyrra og felst sá munur í flugvélakaup- um. Almennur innflutningur var hálfum milljarði (3%) minni á fyrsta ársfjórðungi nú en í fyrra. Alls voru fluttar inn vörur fyrir 20,1 milljarð króna á fyrsta fjórð- ungi ársins, borið saman við 19,3 milljarða á sama tíma í fyrra og að- eins 16,2 milljarða á fyrsta árs- fjórðungi 1990. - HEI

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.