Tíminn - 28.05.1992, Blaðsíða 8

Tíminn - 28.05.1992, Blaðsíða 8
8 Tíminn Fimmtudagur 28. maí 1992 r BLAÐBERA VANTAR víðsvegar um borgina og á Seltjarnarnesi öööli 1- u U t 'nn^r ! N;■]iijÍP^nilfnI?ufg..i-feiiavy; Jk * j&jíi... I'íniiim Lynghálsi 9. Sími 686300 Ull Guömundur Bjarnason Valgeröur Sverrisdóttir Jóhannes Geir Sigurgeirsson Norðurland eystra Fundir með alþingismönnum Þingmenn Framsóknarflokksins i kjördæminu boða til almennra stjórnmálafunda, sem hér segir: Grimsey, Félagsheimilinu fimmtudaginn 28. mai kl. 13.00. Garðar, Húsavik, laugardaginn 30. mai kl. 10.00 f.h. Framsóknarflokkurinn. Kópavogsbúar— Vormarkaður Vormarkaöur Freyju veröur haldinn laugardaginn 30. mai kl. 10.00-16.00 aö Digranesvegi 12. Á markaönum kennir margra grasa, svo sem: Fjölær útiblóm, trjáplöntur, stofublóm, kökur o.m.fl. Auk þess veröa kaffiveitingar á staönum. Hluti af ágóöanum rennur til Vímulausrar æsku. Þeir, sem vilja leggja málefninu liö eöa vilja fá nánari upplýsingar, hringi i Ástu i sima 40229. Stjóm Freyju. Ólafsvík — Hellissandur Steingrimur Hermannsson og Ingi- björg Pálmadóttir heimsækja fyrirfæki á Ólafsvík og Hellissandi þriðjudaginn 2. júni. Fundur verður I Félagsheimilinu, Ólafsvik kl. 20.30 um kvöldiö. All- ir velkomnir. Fundarboðendur. Steingrímur Ingibjörg Ásta Ragnheiður Inga Þyri Sigurður Kópavogsbúar athugið Eftirtaldir einstaklingar verða til viðtals á Digranesvegi 12, fimmtudaginn 4. júni milli kl. 17 og 19: Ásta Ragnheiöur Jóhannesdóttir, upplýsingafulltrúi Tryggingastofnunar rikisins. Inga Þyrí Kjartansdóttir, formaður Félagsmálaráðs. Siguröur Geirdal bæjarstjóri. Kópavogsbúar, litið inn á Digranesveginum og fræðist um nýja almannatrygginga- löggjöf, félagslega þjónustu i Kópavogi og bæjarmálin almennt. Stjórn fulltrúaráðs framsóknarmanna i Kópavogi. Byggingu nýrra álvera í Venezúela skotið á frest Uppi eru ráðagerðir um fjögur ný álver í Venezúela fyrir aldamót, en byggingu a.m.k. tveggja þeirra hef- ur verið skotið á frest, þ.e. fyrir- huguðum álverum Alcoa og Austr- ia Metall. Ekki hefur verið til- kynnt, hvort byggingu hinna tveggja verður líka frestað, en þau verða í eigu aðila í Vestur- Evrópu, Bandaríkjunum og Suður-Kóreu. Tvö álver eru nú starfrækt í Ven- ezúela: Alcasa, sem hóf vinnslu 1967, og Venalum, sem hóf vinnslu 1978. í Alcasa á ríkið 92,1%, en Reynolds International 7,9%. í Ven- alum á ríkið 80%, en 20% eru í eigu sex japanskra fyrirtækja (Showa Denko, Kobe Steel, Sumitomo, Chemical, Mitsubishi Material, Mitsubishi Aluminium og Maru- beni). Vinnsla Alcasa varð 210.000 tonn 1991, en Venalum 395.000 tonn og fóru 70% vinnslu hennar til Japan. Á báðum álverunum varð tap 1991, á Alcasa 39 milljónir $, á Ven- alum 50 milljónir $. í Venezúela er báxít-náma, Bauxi- ven, sem ríkið á að öllu leyti. Úr henni voru numin 2,1 milljón tonna 1991, en væntanlega 3,5 milljónir tonna 1992. — Þá er álsýringur, al- umina, unninn í verksmiðju í land- inu, Interalumina, en ríkið á 98,3% hennar og Alusuisse 1,7%. Bandaríkin: Örbirgð í stórborgum Frá óeirðunum í Los Angeles í byrjun maí 1992 hefur atvinnuleysi og fátækt í bandarískum stórborg- um verið í sviðsljósinu. í aðalgrein Financial Times 8. maí 1992 sagði m.a.: „Mestan hljómgrunn hlýtur sú skoðun, að ríkið þurfi meira en nú að hlaupa undir bagga með fjöl- skyldum. Meginástæða upplausnar- innar í borgum er álitin vera, að að æ stærri hluta eru konur að verða höfuð fjölskyldna, um leið og barns- fæðingum utan hjónabands fjölgar. Á meðal svertingja segir mest til þessa. Hjá þeim eru konur í for- svari fyrir 56% fjölskyldna og tvö af hverjum þremur börnum fæð- ast utan hjónabands.“ ,Árið 1989 var innan við helming- ur forsvara fátækra fjölskyldna alveg án tekna... Að (Lawrence Mead, fé- lagsvísindamanni við New York-há- skóia) telst til, voru í New York á veltuskeiði níunda áratugarins að- eins 23% ungmenna, 16-19 ára gamalla, vinnandi, — heldur færri en í landinu yfirleitt. Helsta inn- lenda vandamálið er ekki lengur að hækka laun og fríðindi verkafólks, heldur að búa og temja fleira ungu fólki vinnu.“ Úi viðskiptalífinu Islandsferð 1810 Bókaklúbbur Almenna bókafélags- ins hefur sent frá sér veglega út- gáfu af Dagbók í íslandsferö 1810 eftir breska lækninn Henry Hol- land. Henry Holland var 22ja ára ný- bakaður læknir, þegar hann fór sína merkilegu íslandsferð sumarið 1810 ásamt tveimur félögum sínum, þeim Sir G.S. Mackenzie — sem þegar var orðinn víðfrægur náttúru- fræðingur fyrir að sanna að kolefni væri í demöntum — og læknastúd- entinum Richard Bright. Túlkur var Ólafur Loftsson læknastúdent. Þeir félagar höfðu bækistöð í Reykjavík og kynntust lífinu þar vel. Þaðan fóru þeir þrjár langar ferðir — um Reykjanes, síðan vestur á land um Borgarfjörð, Snæfellsnes og Dali, og Ioks um Suðurland að Markarfljóti. Sir G.S. Mackenzie ritaði glæsi- lega bók um leiðangurinn með fjölda mynda, bæði svart-hvítra og litmynda, sem þeir félagar höfðu teiknað í ferðinni. Bókin kom út í Edinborg 1811 og síðan í nokkrum útgáfum. Hún hefur ekki verið þýdd á íslensku. Henry Holland hélt nákvæma dag- bók í ferðinni. Hann gaf hana ekki út, en geymdi handritið og síðan afkom- endur hans. Árið 1957 gaf sonarson- arsonur hans, David Holland, hand- Nýjar bækur ritið Landsbókasafni íslands og þýddi Steindór Steindórsson frá Hlöðum það strax á íslensku og gaf Almenna bókafélagið bókina út 1960. Þessi nýja útgáfa er því önnur í röðinni og miklu veglegri en sú fyrri, bæði í stærra broti og með miklu fleiri myndum, þar af átta litmyndum. Þeir ferðafélagar hafa að ein- hverju marki skipt með sér verkum. Mackenzie hefur einkum sinnt nátt- úru landsins, en Holland mannlíf- inu, enda ritaði hann fáum árum síðar doktorsritgerð um sjúkdóma á íslandi. Hann ritaði dagbókina jafn- óöum, svo að áhrif ferðarinnar koma hér fram fersk og lifandi. Enda er vafamál að til sé gleggri mynd af daglegu lífi á íslandi á þessum tíma en fram kemur í þessari bók. Við kynnumst hér mörgum nafnkunn- um íslendingum, svo sem þeim Stephensenfeðgum, Ólafi og Magn- úsi, Geir biskupi Vídalín, Frydens- berg Iandfógeta, Sveini Pálssyni og auk þess sveitafólki, einkum prest- um sem þeir félagar gistu hjá. Henry Holland hafði með sér kúa- bóluefni til landsins og bólusetti eitthvað af börnum, að því er virðist einkum í Reykjavík. Fyrir þetta virð- ast íslendingar hafa verið honum af- ar þakklátir og þegar hann kom hingað aftur, 61 ári síðar, þá var sú kynslóð, sem hann hafði kynnst hér 1810, horfm á brott, en einhverjir, sem hann hitti þá, könnuðust við hann af afspurn og þá einkum fyrir þessa bólusetningu sem hann sjálf- ur var þá búinn að gleyma. Dagbók í íslandsferð er 216 bls. að stærð, auk 8 bls. með litmynd- um. Bókin er unnin af Ritu og Prentsmiðju Árna Valdemarssonar. (Fréttatilkynning) Þriðj a tilraun Eins og minnst var á í smágrein minni ,Á heljarþröm" (Tíminn 7. maí) hafði það komið fram í ís- lensku blaöi 4. jan. 1992 að tiltekinn hershöfðingi suður á Balkanskaga skyldi víkja og eftir 3-4 daga gerðist þetta, óvænt að því er flestir töldu. í þessari sömu smágrein var að því vikið að nú þyrfti eitthvað líkt að gerast í Bosníu þar sem Sarajevo er í brennidepli. Áður en sólarhringur var liðinn hafði fjöru- tíu af eldri hershöfðingjum Serba verið steypt. Þótti þetta með enn meiri ólíkindum en hið fyrra og þó væru ólíkindin mest, ef þetta bæri þann árangur til frambúðar að „bar- dagar“ féllu þarna niður. En það er reyndar hálfhjákátlegt að kalla nið- urbrytjanir með nútímatækni því fornfálega nafni. Þaö á ekki að fella niður lífafl- fræðitilraunir eins og þessar, meðan svo tekst til sem þessi tvö dæmi virðast sýna. Maðurinn Milosjevits verður að hníga. Rök fyrir því að þetta megi verða eru alveg fullnægj- andi. En til þess að þetta sé hægt, verður að vera einhver bakhjarl, eitthvað sem tekur við hróðrinum af því sem vel tekst. Þessi bakhjarl get- ur verið og á að vera íslensk þjóð- ernistilfinning, ættjarðarást öðru nafni eða ætternistryggð. En þar eru hættur á lofti, eins og hver hugsandi maður hlýtur að sjá. Fundur var haldinn til varnar sjálfstæði þjóðar- innar og þar flutti aðalræðuna valin- kunnur maður, sem margir eiga margt að þakka. Sjálfstæði íslend- ingsins hét ræðan hans. Aðrir fluttu einnig góðar ræður, en þó var sá galli á sumum þeirra að þær voru of tæknilegar. Þrjátíu þúsund loðnu- tonn (og fleira af því tagi) er svo sem ágæt röksemd í sínu samhengi, en hún margfaldast að gildi, ef búið er að nefna sjálfstæði og þjóðerni á undan. En svo var farið að segja frá fundinum í fjöl- miðlum og þá gerist það allra eftirtektarverðasta: hvergi minnst á aðalræðumanninn einu orði. Mörgum kæmi víst rit- skoðun í hug, en þó mun naumast vera um slíkt að ræða beinlínis. Lömun hugaraflsins mun það heid- ur mega heita. Vissulega ber að halda lífaflstil- raunum áfram. Náttúrlega ber að efla þá menn sem best tala. En þó þarf að grípa nær kýlinu. Kona nokkur, sem hefur fengið þá flugu í höfuð sitt að íslandi sé best borgið með því að fylla það af gulu fólki, mun vera lögð upp í sína fimmtu ferð. Óþörf er sú ferð og skyldi mis- takast. Ólmgríður skyldi tómhent aftur snúa og aldrei framar reyna. Tilraunin er þess eðlis að mikið mark mætti á henni taka. Lífaflstil- raun er það sem hér er reynd, og þeir sem vit og skilning hafa á því orði ættu að styðja hana. Þorsteinn Guöjónsson Afmælis- og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og/eða minningargreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveimur dögum fyrir birtingardag. Þœrþurfa að vera vélrítaðar. A.u&Bv,s»ir*£|4aasínrfe<»r Tímans Lesendur skrifa

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.