Tíminn - 28.05.1992, Page 3
Fimmtudagur 28. ma( 1992
Tíminn 3
Yfir 75% af tekjum saltfiskvinnslunnar fara í hráefniskaup. Þetta hlutfall var 50% fyrirfimm árum:
Verðmæti saltfisks jókst um 9%
Heildarútflutningsverðmæti saltfiskafurða SÍF á síðasta ári námu 13,6
milljörðum króna. Þetta eru 1,1 milljarði, eða tæplega 9%, meiri verðmæti
en fengust árið 1990. Á sama tíma varð 6% samdráttur í heildarútflutningi
SÍF í tonnum talið, en alls voru flutt út 46 þúsund tonn af saltfiski í fyrra.
Þetta þýðir að útfiutningsverðmætí fyrir hvert tonn hefur aukist um 18%
milli ára mælt í krónum.
Saltfiskframleiðsla Islendinga hefúr
minnkað ár frá ári síðan 1987, en það
ár nam framleiðslan 64 þúsund tonn-
um. Ýmsar ástæður eru fyrir þessari
þróun. Samkvæmt útreikningum
Þjóðhagsstofnunar hefur halli verið á
saltfiskvinnslu síðan árið 1988. í janú-
ar síðastliðnum taldi stofnunin hall-
ann vera 8% og hefur þá ekki verið tek-
ið tillit til þeirrar verðlækkunar á salt-
fiski á erlendum mörkuðum sem ný-
lega varð. Önnur ástæða fyrir minni
framleiðslu á saltfiski er samdráttur í
botnfiskveiðum. Árið 1987 voru veidd
390 þúsund tonn af þorski, en á síðasta
ári var þorskveiðin innan við 300 þús-
und tonn. Þá á hátt hráefnisverð sinn
þátt í versnandi afkomu saltfiskvinnsl-
unnar. Árið 1986 var hárefhiskostnað-
ur um 50% af tekjum saltfiskvinnsl-
unnar. Á síðasta ári notaði saltfisk-
vinnslan hins vegar yfir 75% af tekjum
sínum í að kaupa fisk til vinnslu.
En þrátt fyrir að samdráttur hafi ver-
ið í saltfiskvinnslu hér heima hafa tekj-
ur af saltfiski verið að aukast stöðugt
sfðustu ár. í fyrra skilaði saltfiskurinn
rúmlega 13,4 milljörðum í þjóðarbúið,
árið áður tæplega 12 milljörðum og
árið 1989 9,7 milljörðum. Miðað er við
FOB- verð miðað við gengi á hverjum
tíma. Undanfarin fimm ár hefur sölu-
verð á saltfiski frá SÍF hækkað um
78% í dollurum talið. Á sama tíma hef-
ur verðlag í markaðslöndum okkar
hækkað um 25%. Kjötvörur í löndun-
um hafa hins vegar einungis hækkað á
tímabilinu um 21%, þannig að þær
hafa lækkað að raunverði.
Nú virðist þessi jákvæða þróun á salt-
fiskmörkuðum okkar vera á enda, í bili
a.m.k. Eftirspum eftir fiski hefur
minnkað og verð hefúr lækkað. Verðið
í dag er þó álíka hátt og það var á árinu
1990. Sigurður Haraldsson, fram-
kvæmdastjóri SÍF, sagði á fundinum
að það væru takmörk fyrir því hvað
neytandinn væri tilbúinn til að greiða
hátt verð fyrir saltfiskinn. Hann sagði
að í dag kostaði kíló af saltfiski út úr
búð í Portúgal um fimm sinnum
meira en eitt kíló af kjúklingi í sömu
búð.
Það eru fleiri ástæður fyrir verðlækk-
uninni. Norðmenn hafa að undan-
fömu aflað mjög vel og aukið söltun á
fiski. Framboð hefur því aukist. Norð-
menn og Kanadamenn hafa auk þess
bætt meðferð á fiskinum mikið og em
því með betri vöm en áður. Það forskot
sem íslenski saltfiskurinn hefur haft í
gæðum hefur því minnkað. Við þetta
bætist svo óvissa um skipulag á út-
flutningi sem getið er um í annarri
frétt. - EÓ
Færð á vegum landsins:
Helstu þjóðvegir færir
Fjölskylduhátíð á Laugaveginum:
Fólk minnt á að
koma heilt heim
Fjölskylduhátíð verður á Lauga- ferðír. ÖIlu þessu fylgja auldn slys
vegínum í Reylq'avík á Iaugardag- og er hátíðlnnl ætlað að minna
inn á vegum Slysavamafélagsins fólk á að fara varlega.
og fleiri aðila. Boðið verður meðal annars upp á
Með sumarkomunni eykst úti- tónleika, grillveislu og ýmsar
vera baraa og unglinga, umferð á kynningar á Laugaveginum.
þjóðvegum og útiiegur og veiði- —GKG.
Allir helstu þjóðvegir landsins em nú
færir, nema þó á Norðausturvegi
(Sandvíkurheiði) þar sem mikil aur-
bleyta og aðeins fært jeppum og fjór-
hjóla drifnum bílum.
Einstaka vegakaflar em ófærir eins og
Þorskafjarðarheiði á Vestfjörðum,
Hólssandur og Öxarfjarðarheiði á
Norð-Austurlandi og Mjóafjarðarheiði
á Vestfjörðum er lokuð vegna aur-
bleytu.
Allir hálendisvegir landsins em lokað-
ir vegna aurbleytu og snjóa. —GKG.
Kristín Guðnadóttir, starfsmað-
ur Listasafna Reykjavíkur, við
eitt af verkum Joan Míró.
Tímamynd Árni Bjarna
Listahátíð 1992:
Joan Míró
á Kjarvals-
stöðum
Á sunnudag verður opnuð á Kjar-
valsstöðum sýning á verkum Spán-
verjans Joan Míró, einum þekktasta
myndlistarmanni þessarar aldar. Á
sýningunni eru málverk, högg-
myndir og teikningar frá síðari ár-
um Mírós eða eftir 1960. Sýningin er
framlag Listasafna Reykjavíkur til
Listahátíðar 1992.
Joan Míró fæddist árið 1893 í Barc-
elona í Katalóníu en fiuttist til París-
ar árið 1920 og er einn þeirra sem
undirritaði yfirlýsingu súrrealista
árið 1924. Míró lést á Mallorka árið
1983. —sá
ÞAÐ TOKST!
Árum saman höfum við reynt að útvega íslenskum bændum hágæðaplast á góðu verði.
NÚ HEFUFt ÞAÐ TEKIST
Við höfum náð samningum við einn stærsta framleiðanda heypökkunarplasts
í Evrópu, Amalgamated Ltd. í Bretlandi, um
frábært verð á SILAFLEX-heypökkunarfilmu.
SILAFLEX er hvít, blásin, einslags filma, framleidd úr DOWLEX-plasti. Hún
hefur verið í fararbroddi í Evrópu frá því framleiðsla hófst á henni 1985.
Hún hefur nú fengið gæðastimpil bresku ADAS-stofnunarinnar — The
Agricultural Development and Advisory Service — sem er hin opinbera
ráðunautaþjónusta breska landbúnaðarráðuneytisins, eftir ítarlegar prófanir
sem fram fóru milli 18. júní 1991 og 18. mars 1992.
Er hún fyrsta heypökkunarfilman sem fær þá viðurkenningu.
(Verð er án VSK og miðast við gengi 27. maí 1992.)
=D@IF!JJ(i®D
lUiésúdfuj
HOFÐABAKKA 9 .112 REYKJAVÍK . SÍMI 91-634000