Tíminn - 28.05.1992, Page 6
6 Tíminn
Fimmtudagur 28. maí 1992
Endurskipulagning sem tókst eins og til var ætlast. Friðrik Mar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Tanga á Vopnafirði:
Gott starfsfólk lykillinn að
bættum rekstri Tanga hf.
Eftir Hall Magnússon
Þaö hefur vakið athygli hve
mikil umskipti hafa oröið í
sjávarútvegi á Vopnafirði und-
anfarin tvö ár. Tángi hfM sem
er undirstöðufyrirtæki í at-
vinnulífi á Vopnafirði, rekur
þar bæði útgerð og fisk-
vinnslu. Eins og fleiri fyrirtæki
í sjávarútvegi átti Tangi hf. í
gífurlegum rekstrarerfiðleik-
um árin 1988 og 1989 og
skipti rekstrartap fyrirtækisins
tugum milljóna króna. En árin
1990 og 1991 varð hagnaður
af rekstri fyrirtækisins. Friðrik
Mar Guðmundsson er fram-
kvæmdastjóri Tánga hf. Blaða-
maður Tímans tók fram-
kvæmdastjórann taU nýlega.
Hver er ástæða þessara um-
skipta í rekstri Tanga hf.?
„Fyrir tveimur árum fór félagið
gegnum mikla fjárhagslega endur-
skipulagningu. Þá var seldur bátur
og loðnubræðsla, en auk þess kom
inn hlutafé frá Hlutafjársjóði og
fleiri aðilum. Ef við erum að tala
um árið 1990, þá voru ytri aðstæð-
ur góðar: afurðaverð var hátt og
vextir lágir. Vaxtaliðurinn var því
óverulegur. En auk hagstæðra ytri
aðstæðna vil ég fyrst og fremst
þakka bætta afkomu góðu starfs-
fólki bæði til sjós og lands. Þá höf-
um við einnig góð tæki í höndun-
um, — nýleg skip með góðan að-
búnað og tækjakost og aðstaðan er
góð í frystihúsinu. Þá hefur stór-
aukið aðhald í rekstri skilað sér
með ágæturn."
Verður áframhald á þessariþró-
un?
„í sjálfu sér kom fyrri hluti síð-
asta árs betur út en sá síðari. SI.
haust fór aðeins að halla almennt
undan fæti í sjávarútvegi og sú
þróun hefur haldið áfram fram
undir daginn í dag. Við höfum aft-
ur á móti ekki komið alveg eins illa
út úr þessu og almennt gerist Við
vorum ekki með tap síðari hluta
ársins, heldur örlítinn hagnað. Að
svo stöddu held ég að best sé að
segja sem minnst um afkomuna
sem af er þessu ári, en við verðum
með endurskoðað uppgjör fyrir
fyrstu sex mánuði ársins og þá
Friðrik Mar Guömundsson, framkvæmdastjóri Tanga hf. á Vopnafiröi. Fyrir aftan hann standa Friörik
Blomsterberg og Ellert Árnason. Tímamynd hm
Hvert er umfang Tanga hí í dag?
„Tangi velti eitthvað um 650
milljónum króna samanlagt á síð-
asta ári. Á þessu ári áætlum við að
vera með svipaða veltu, þrátt fyrir
kvótasamdrátt. Það byggist á því
að við fluttum þó nokkum kvóta
milli ára, þar sem annað skip okk-
ar, Eyvindur Vopni, var í vélar-
skiptum í fimm mánuði og kvóti
skipsins því að mestu ónýttur.
Stærra skipið okkar er hins veg-
ar Brettingur. Honum var breytt
mikið: skipt var um vél og skipið
lengt árið 1988. Þar er nú mögu-
leiki á að heilfrysta aflann um
borð, svo sem karfa sem er mjög
erfiður til vinnslu í landi. Auk þess
er hægt á Brettingi að frysta undir-
málsfisk og utankvótategundir svo
sem skráplúru og tindabikkju.
Auk frystihússins og saltfísk-
verkunarinnar, sem ég hef þegar
minnst á, rekum við síldarsöltun,
söltum grásleppuhrogn og vinn-
um hörpuskel. Alls starfa um 110
manns hjá Tánga hf.“
Hverjar eru framtíðarhorfum-
ar?
„Þegar stórt er spurt verður oft
fátt um svör. Ég held að framtíðar-
horfur okkar séu ekki slæmar. Ég
er sannfærður um að Vopnafjörð-
ur á framtíð fyrir sér. Það er gott að
búa hér og fólki líður vel. Hvað
Tánga hf. viðkemur, þá er fyrirtæk-
ið vel búið tækjum og því ekki þörf
mikilla fjárfestinga, nema að
menn vilji smátt og smátt auka við
kvóta. Það er enginn vafi í mínum
huga að sjávarútvegur á mikla
framtíð fyrir sér. Hann skaffar nú
um 80% af útflutningstekjum
þjóðarinnar. En mér er það ljóst að
ef menn ætla að lifa af í þessari
grein, verður að fara ákaflega var-
lega og taka stutt en örugg skref
fram á við.“
kemur þetta í Ijós. En hins vegar er
ekkert nú, sem bendir til þess að
farið sé að halla verulega undan
fæti í rekstri hjá okkur.“
Hvemig er að virma að sjávarút-
vegi í núverandi rekstrarumhverfi?
„Það er mikill munur að hafa
fast land undir fótum hvað varðar
efnahagslegan stöðugleika. En það
er engin launung á því að það hef-
ur orðið ákveðin gengishækkun,
þannig að kostnaður innanlands
hefur hækkað verulega á meðan
færri krónur fást fyrir þann gjald-
eyri sem greiddur er fyrir afurðim-
ar. En ef verðbólgan heldur áfram
að vera eins lág og hún er nú, þá
ætti örlítið af þessum mun að skila
sér til baka, þ.e. ef verðbólgan
verður meiri í grannlöndunum en
hér heima. Það hefur hins vegar
aldrei gerst áður og ég trúi ekki að
það verði fyrr en ég tek á því.“
Hafið þið nægjanlegan kvóta?
„Það hefur enginn nægjanlegan
kvóta í dag og það kemur alvarlega
við ansi mörg fyrirtæki. Það er
orðinn verulegur samdráttur þeg-
ar á heildina er litið í greininni.
Við höfum brugðist við þessu með
því að hagræða í samræmi við
minnkandi kvóta. Við erum búnir
að vera með lokaða saltfiskverk-
unina í tvö ár og keyrt okkar aðai-
deild, sem er frystihúsið, af meiri
krafti fyrir bragðið. Þannig hefur
minnkandi kvóti ekki komið svo
mjög niður á frystihúsinu, en hins
vegar harkalega á saltfiskverkun-
inni en þar verkum við nú einung-
is hausa. Það má geta þess að við
erum búin að framleiða um 10
þúsund pakka af þurrkuðum
hausum á rúmum tveimur árum
og fýrir þá hafa fengist um 35
milljónir króna.“
Sjúkrapúð-
ar í alla bíla
Sjálfboöaliðar Rauða kross íslands
og Landsbjargar, landssambands
björgunarsveita, ganga fyrir hvers
manns dyr á næstu dögum og selja
sjúkrapúða.
í púðunum eru nauðsynlegustu
sjúkragögn til að búa um flest opin
sár, sem oft eru fýlgifiskar slysa. Tal-
ið er að hér á landi séu sjúkragögn í
tólfta hverjum bíl, en í mörgum ná-
grannalöndum okkar er skylt að hafa
sjúkrapúða í bílum líkt og öryggis-
belti.
Söluátakið hefst í dag, uppstign-
ingardag, og stendur fram yfir hvíta-
sunnu. Markmiðið er að gefa sem
flestum tækifæri til að eignast
sjúkrapúða áður en fólk leggur land
undir fót í sumarleyfi.
iAfiOw■ > :
BELGRAD
Hersveitir Serba vörpuðu þrem
sprengjum með sprengjuvörpum
að hópi fólks, sem beiö eftir
afgreiðslu á mjólkurís og brauöi i
verslun í Sarajevo. Minnst 20
manns létust og um 160 aörir
særðust, misalvarlega að sögn
heilbrigðisyfirvalda í Bosníu.
BRÚSSEL
Sendifulltrúar Evrópubandalags-
ríkja í Brússel áttu með sér fund
í gær, tilhvattir af Bandarikja-
stjóm. Tilgangurinn með fundin-
um var að ræða þrýstiaðgerðir
gegn Serbíu, sem hugsanlega
gætu dugaö til að fá Serba til að
breyta hernaðarstefnu sinni
gagnvart grönnum sínum.
Vonast var til í gær að á fundin-
um tækist að fá Frakka ofan af
þeirri kröfu sinni aö viðskipta-
bann gagnvart Serbíu verði ekki
sett á nema eftir atkvæða-
greiðslu í öryggisráöi S.Þ.
MOSKVA
Yfirvöld Moldóvu og slavneskir
uppreisnarmenn í Dnéstr-héraði,
sem lýst hafa yfir sjálfstæði, hafa
sæst á vopnahlé þar sem ný
friðarviðræðulota er að heljast,
að þvi er segir í frétt útvarpsins í
Moldóvu.
BRÚSSEL
Varnarmálaráðherrar Atlants-
hafsbandalagsríkjanna hafaoröið
ásáttir um að hersveitir
bandalagsins gegni áfram
friöargæsluhlutverki því, sem
þær hafa gegnt frá stríðslokum,
og að það veröi gert enn
víðtækara en áður. Hins vegar
ríkti mikil óeining um það
hvemig skipulag landvama í
Evrópu skyldi verða á því
tímabili, sem nú er í garð
gengiö að loknu kalda stríðinu.
GAZA
Palestínumaður stakk til bana
rabbína, gyðingaprest, sem
búsettur var á herteknu svæði
Israelsmanna á Gazasvæöinu.
Morðið varð til þess að israelskir
landnemar óðu um svæðið og
gengu í skrokk á þeim
Palestinumönnum sem þeir
mættu.
NABATIYEH, Líbanon
Skæruliðar Hizbollah-samtak-
anna, sem hliðholl eru klerka-
stjórninni í fran, gerðu árás á
ísraelska varðstöð í S-Líbanon
og skiptust á fallbyssuskotum
við ísraelska hermenn, þrátt fyrir
ítrekuö alþjóöleg tilmæli til
beggja aðila um að halda aftur
af bardagagleði sinni.
BANGKOK
Flestir stjórnmálaforingar í
Thailandi eru enn í ýmsum
bandalögum og samtökum, sem
þeir bundust ýmist með eða
gegn stjóm Suchindas
Kraprayoon, sem setti herinn í
að drepa landsmenn í hrönnum í
síöustu viku. Suchinda hefur nú
látiö af völdum og farið í útlegð,
en enginn hefur tekiö við stjórn
landsins í hans stað.
ISLAMABAD
Innanríkisráðherra Afghanistans
hefur vísað á bug áætlunum um
kosningar í landinu innan hálfs
árs. Hann segir að fjöldi fólks
krefjist þess að hann verði leið-
togi hins stríðshrjáða lands.
HÖFÐABORG
Stjórn S-Afríku liggur undir
höröum ásökunum, sem einkum
er beint gegn de Klerk forseta og
umbótastefnu hans. Ríkisstjórnin
hefur lýst því yfir að nú verði
verkin í þeim efnum að fara að
tala. Hveitibrauösdögunum meö
Nelson Mandela og Afríska þjóð-
arráðinu sé nú lokið.