Tíminn - 28.05.1992, Page 7

Tíminn - 28.05.1992, Page 7
Fimmtudagur 28. maí 1992 Tíminn 7 Söluverð SIF hækkkaði um 75 prósent á 5 áium í ræðu sinni á aðalfundi SÍF í gær gerði Sigurður Haraldsson framkvæmdastjóri fjölmargt að umtalsefni eitt og annað er snertir stöðu og hag fyrirtækisins. Meðal þess sem hann fjallaði um voru markaðsmálin og birtum við þann kafla ræðu hans hér á eftir. í markaðsmálum eins og öllu öðm f lífinu skiptast á skin og skúrir. Und- anfama mánuði hefur verið bæði vinda- og úrkomusamt á saltfisk- mörkuðunum. Þetta er ekkert ný saga. Svona hefur þetta alltaf verið og svona mun þetta verða. Meðfylgjandi mynd (mynd 1) sýnir þróun útflutningsmagns og þróun verðmætis frá 1969 eftir einhverja mestu niðursveiflu sem við höfum lent í. Efri línan sýnir útflutt magn í tonnum og neðri línan meðalverð í Bandaríkjadölum pr. tonn. Það er augljós fylgni á milli magns og verðs og eins og sést á verð-lín- unni, þá er meðalverðið á árinu 1991 það hæsta í sögunni. Meðalverðið í dag er álíka hátt og það var á árinu 1990. Oft getur verið erfitt að greina raunvemlegar ástæður þess að markaðsverð hækkar eða Iækkar. Það er ekkert eitt atriði sem hefur valdið þeim verðlækkunum, sem við höfum mætt að undanfömu í salt- fiskinum, heldur samspil allmargra þátta. Mikill samdráttur í efnahagslífi allra landa í hinum vestræna heimi veldur sennilega þar mestu um. Með samdrætti í atvinnu og tekjum leitar neytandinn eftir ódýrari mat og dregur úr heimsóknum á veitinga- hús, en saltfiskur er með dýrasta mat í Suður-Evrópu og mikið snæddur á veitingahúsum. Undanfarin 5 ár hefur söluverð á saltfiski frá SÍF hækkað um 78% í dollurum talið. Þessar miklu hækkanir, sem náðust fyrst og fremst vegna minnkandi framboðs frá öðmm saltfiskfram- leiðsluþjóðum og vegna almennt hækkandi verðs á sjávarafurðum, eiga sjáifsagt sinn þátt í því að við höfum orðið að slaka á verðinu um sinn. Á sama tíma og verðið á salt- fiski hefur hækkað jafnmikið og raun ber vitni, hefur verð á öðrum matvörum, sem fiskurinn keppir við, í besta falli fylgt verðbólgunni. Eins og fram kemur á þessari mynd (sjá mynd 2), þá er verðbólga að meðal- tali í löndum Evrópubandalagsins samtals um 25% á þessu 5 ára tíma- bili, en kjötvörur hafa að meðaltali aðeins hækkað um 21%. Verð á 1 kg af saltfiski útúr búð á Spáni og í Portúgal er að meðaltali núna t.d. um það bil 5 sinnum hærra en verð á 1 kg af kjúklingi. Reyndar verður að hafa í huga við samanburð af þessu tagi, að við erum annars vegar að tala um saltfisk sem inn- flutta vöru, sem býr við viðskipta- hindranir ýmiss konar í formi inn- flutningskvóta og hárra tolla, og hins vegar um heimaframleidda landbúnaðarvöru sem nýtur fram- leiðslustyrkja. Þannig er hinn kaldi veruleiki, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Því eru takmörk sett hversu hátt verð neytandinn er tilbúinn að greiða fyrir ákveðna vöru. Á síðast- liðnu ári mátti sjá greinileg merki þess að verðið var orðið of hátt, þeg- ar eftirspurn eftir smáfiski stórjókst frá mörkuðum, sem fyrst og fremst leita eftir stórfiski. Það mótlæti, sem við höfum verið að ganga í gegnum að undanfömu, er því ekki eingöngu að kenna sam- keppninni við Norðmenn, þó hún hafi vissulega ekki bætt úr skák. Undanfarin 2-3 ár hefur markaðs- pólitík Norðmanna í saltfiski verið að breytast. Áður fyrr lögðu Norð- menn mesta áherslu á þurrkun, en með minnkandi ríkisstyrkjum í Nor- egi og tollfrelsi innan Evrópubanda- Iagsins fyrir ákveðið magn af blaut- söltuðum þorski hafa þeir dregið stórlega úr þurrkuninni, en lagt þess í stað vaxandi áherslu á sölu blaut- fisks til Evrópu, sérstaklega til Portúgal. Sjálfsagt á það einnig þátt í þessari breytingu, að verð á blaut- söltuðum fiski í Evrópu hefur verið mun hagstæðara hlutfallslega en verð á þurrfiski á mörkuðunum í Mið- og Suður-Ameríku. í byrjun síðasta árs gáfu Norðmenn útflutning á söltuðum afurðum frjálsan til Portúgal, en áður hafði hann verið frjáls á aðra markaði en Portúgal og Jamaica. í mínum huga, eftir að hafa fylgst nokkuð vel með þróun mála í Noregi, er engin spum- ing að þessi kerfisbreyting hefur Ieitt til þess að verð á saltfiski hefur lækk- að. Það em nokkrir tugir Norð- manna, misjafnlega stórir að vísu, sem stunda útflutning á saltfiski. Norskir útflytjendur á saltfiski em nokkmm sinnum fleiri en t.d. allir kaupendur í Portúgal. Kaupendur etja þeim saman hverj- um gegn öðmm og allir fá þeir sama verð, sama lága verðið. Norðmenn kenna sjálfir Rússaþorskinum um verðlækkunina og ásaka þá starfs- bræður sína, sem selja rússneskætt- aða þorskinn sem norskan, um verð- lækkunina. í norskum blöðum að undanförnu hefur borið á röddum, sem hvetja til skipulagningar á út- flutningnum, og ekki kæmi mér það á óvart að sama þróunin yrði í Nor- egi og hefur orðið á Nýfundnalandi að menn bindist samtökum að nýju eftir að hafa gert tilraunir með frelsi í útflutningnum. Alltof lengi hefur verið rætt hér heima um þá kröfu að gefa saltfisk- útflutninginn frjálsan án þess að það hafi beinlínis fengist niðurstaða í Mynd 1 Sigurður Haraldsson kynnti utanríkisráðherra nýlega fyrir ýmsum þáttum úr markaðsstarfi SÍF á Spáni. Þessi mynd var tekin við það tækifæri en á henni er má sjá Sigurð benda Jóni Baldvin Hanni- balssyni utanríkisráðherra og Bryndísi Schram á eitthvað áhugavert í spænskri salfiskverslun. Ljósm. GTK Kafli úr ræðu Sig- urðar Haraldssonar framkvæmdastjóra SÍF á aðalfundi í gær: og fremst þau áhrif að kaupendur eru miklum mun tregari til að liggja með birgðir, sérstaklega yfir sumar- tímann. Það er eitt einkenni, þegar markað- ur breytist í kaupendamarkað, að kröfur um gæði verða stífari. Með sama hætti hafa framleiðendur til- hneigingu til að slaka á flokkun, vigt og stöðu, þegar vindar blása þeim í hag. Gæði og vigt eru alltaf órjúfan- Iega tengd markaðsstöðunni á hverj- um tíma. Að undanfömu hafa kaupendur á Spig-fiski fullyrt að of mikið sé af Port-fiski blandað í Spig-fiskinn hjá einstökum framleiðendum. Portú- málið. Margir, sem voru þess full- vissir að saltfiskútflutningur yrði gefinn frjáls — og kannske hefur hann þegar verið gefinn frjáls — hafa verið að taka forskot á sæluna og bjóða íslenskan saltfisk til sölu til okkar viðskiptavina, í mörgum til- vikum á verði sem liggur undir okk- ar verði. Því líður varla sá dagur að kaupendur okkar fái ekki boð um að kaupa íslenskan saltfisk beint frá ís- landi eða í gegnum milliliði í ná- grannalöndunum. Þetta hefur ekki orðið til þess að létta baráttuna á markaðnum, nema síður sé, og á þátt í þeim verðlækk- unum sem orðið hafa, en hefur fyrst galir aftur á móti hafa haldið því fram, að of mikið sé um CD-fisk í ÁB- fiskinum, fiskurinn sé of blautur og að stærðarflokkun sé ekki nægilega nákvæm, of mikið sé um fiska í ein- stökum stærðarflokkum sem séu undir lágmarksvigt í viðkomandi stærðarflokki. Ekki þarf að deila við kaupendur um vigt eða stærðar- flokkun. Þá hluti er auðvelt að mæla, en aftur á móti getur verið erfitt þeg- ar markaður breytist að greina rétt- mæti krafna um gæðaflokkun og stöðu. Öllum kaupendum ber saman um að helstu keppinautar okkar, Norðmenn og Kanadamenn, hafi tekið sig verulega á í gæðum og það forskot, sem íslenski saltfiskurinn hafi haft, sé mun minna en áður, ef þá nokkuð. Þessi ummæli verðum við að taka mjög alvarlega. Sjálfsagt á það sinn þátt í þessum álitshnekki hvernig staðið var að mati og pökkun á fullstöðnum fiski á síðustu misserum. í mörgum til- vikum áttu kaupendur og reyndar framleiðendur einnig erfitt með að greina á milli hvað var tandur og hvað var fullstaðinn fiskur. Hjá of mörgum framleiðendum var fiskur metinn fullstaðinn fiskur eftir til- tekinn tíma í stæðu án umstöflunar eða pakkað var ofan á tandurfisk eft- ir tiltekinn vikufjölda. Verðmunur á annars vegar fullstöðnum fiski og hins vegar tandurfiski var of mikill til þess að kaupendur sættu sig við þetta öllu lengur. Einnig hafði það að sjálfsögðu áhrif í þessu efni að þurrkstöðvarnar í Portúgal náðu hlutfallslega betri þurrk- og gæða- nýtingu, miðað við innkaupsverðið, úr tandurfiskinum en þeim full- staðna. Það er ákveðin stefna stjórnar SÍF, þegar um vigtar- og/eða gæðakröfur er að ræða sem eiga við rök að styðj- ast, að viðkomandi framleiðandi beri sjálfur kröfuna. Að vísu geta komið upp tilvik þar sem erfitt getur reynst að heimfæra réttmæta kröfu upp á ákveðin hornmerki. í samræmi við þessa stefnu og þar sem Portúgalir hafa kveinað mikið um gæðaflokkun að undanförnu, var ákveðið að senda eftirlitsmenn og framleiðendur til Portúgal í síð- ustu viku til þess að fara í gegnum fisk úr síðasta ísnesi ásamt með kaupendum, til þess að reyna að fá á hreint í hverju ágreiningur um mat kynni að liggja. Gunnar Tómasson mun hér á eftir gera grein fyrir nið- urstöðum ferðarinnar. Nú munu um 600 manns hafa gild saltfiskmatsréttindi; af þeim er tæp- ur helmingur eða 285 matsmenn starfandi í dag í fullu starfi eða hlutastarfi. Það gefur náttúrlega auga leið að eftir því sem fleiri koma að matinu, þeim mun erfiðara er að samræma það á milli manna og staðla vöruna, sem verður þó alltaf þýðingarmeira og þýðingarmeira. Þetta er þó erfitt í framkvæmd þegar fjöldi framleið- enda er jafnmikill og raun ber vitni, þó þeim hafi fækkað talsvert og eigi sennilega eftir að fækka enn frekar á næstu árum. Umræður hafa átt sér stað — óformlega að vísu — innan stjórnar- innar um hvernig taka megi á þessu máli. Enn hefur ekki komið nein niðurstaða út úr þessum umræðum, en víðtækt samstarf á meðal fram- leiðenda um mat myndi tvímæla- laust skila miklum árangri, bæði í átt til stöðlunar á vörunni og til sparnaðar og hagræðingar, bæði hjá framleiðendum sem og hjá SÍF. í þessu sambandi verða menn einnig að hafa í huga, að af um 300 fram- leiðendum á síðasta ári er rétt tæp- lega helmingur, sem framleiðir inn- an við 25 tonn á ári og eru með sam- tals í kringum 5% af heildarfram- leiðslunni. Úr Spig-mörkuðunum svokölluðu, þ.e.a.s. Spáni, Ítalíu og Grikklandi, er greinilega vaxandi þungi á, að fiskurinn sé bjartur og efnislega góður. Fiski, sem farinn er að tapa blæ, munu kaupendur sleppa síður í gegn en áður. Þetta er að mínu mati þróun sem er að gerast óháð mark- aðsstöðunni. Fyrir góðan, bjartan fisk eru menn tilbúnir að borga gott verð, en lakari fiskur, sem pakkað er með ekta Spig-fiski, dregur verðið niður.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.