Tíminn - 28.05.1992, Síða 12
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300
HEIÐI
Bl LAPART ASALA
Varahlutir í árgerðir '74-'87
Ýmsar smáviðgerðir
Kaupi bíla til niðurrifs
HEIÐI • BÍLAPARTASALA
Flugumýrl 18D ■ Mosfellsbœ
Sfmar 668138 & 667387
AUÐVITAÐ
Suðurlandsbraut 12
Oðruvísi bílasala
BÍLAR • HJÓL •
BÁTAR•VARA-
HLUTIR.
MYND HJÁ OKKUR - BÍLL HJÁ ÞÉR
SfMI 6T9225
09|
ýo HOGG-
,> DEYFAR
Versiið hjá fagmönnum
GS varahluti
LH.
Hamarshöföa 1 - s. 67-67-44,
Tíminn
FIMMTUDAGUR 28. MAl 1992
Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra
um kröfu aðalfundar SÍF:
„Kerfinu
verður ekki
breytt að
svo stöddu“
„Sá tími kemur að ríkisvernduð einokun verður ekki lengur við
lýði. Stefna ríkisstjómarinnar hefur verið sú að biðja menn um að
iaga sig að þeirri skipan mála á aðlögunartíma. Þannig að ef SÍP
ályktar um að þeir vilji viðhalda kerfinu þá er svarið þetta. Því verð-
ur ekki breytt frá því sem verðið hefur á næstunni. Að svo stöddu á
það einnig við um kröfuna um afnám leyfisveitingakerfis," sagði
Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra um kröfu aðalfundar
SÍF um að það fái áframhaldandi sérleyfi á útflutningi á saltfiski eða
frelsi verði veitt til útflutnings ella.
„Einkaleyfi SÍF byggist á gömlu
stjórnvaldsbréfi frá tíð Ólafs Thors.
Það breytir ekki því að leyfisveiting-
arnar eru í höndum ráðuneytisins
og allir ráðherrar sem þar hafa
stjórnað, með undantekningum þó,
hafa veitt mönnum utan SÍF leyfi.
Framtíðin í markaðsmálum er
nokkurri óvissu undirorpin. Þess
vegna hefur SÍF verið ráðlagt, af
hálfu ráðuneytisins, að líta svo á að
þeir væru á aðlögunartímabili og
þeir ættu að búa sig undir að sá tími
kæmi að ríkisvaldið hætti afskiptum
af þessu. SÍF getur hins vegar vel
haldið velli án þess að styðjast við
eitthvert ríkisleyfi.
Það er tvennt sem mun breyta
markaðsaðstæðunum. Annars vegar
EES- samningurinn. Engin ein
grein í íslenskum sjávarútvegi hagn-
ast eins mikið á honum og saltfisk-
útflutningur og það viðurkennir SÍF.
Hins vegar er á það að líta að nú þeg-
ar þessir samningar liggja fyrir er
ekkert ákvæði í bókun 9 (um sjávar-
útvegsmál) sem kveður á um það að
okkur sé ekki heimilt að hafa óbreytt
kerfið. Samkvæmt EES-samningn-
um er það hins vegar meginreglan
að það sé frjálsræði í milliríkjavið-
skiptum og að leyfakerfi sé ekki beitt
sem útflutningshindrun. Skuld-
binding okkar að gera það ekki er
aftur á móti fólgin í GATT. Henni
hefur ekki verið framfylgt sam-
kvæmt bókstafnum. Náist nýtt sam-
komulag um GATT, sem þykir nú
líklegra en áður, þá verður þessum
skuldbindingum framfylgt með
meiri þunga en áður,“ sagði Jón
Baldvin.
-EÓ
150 börn, sem aðstoðuðu Ríó tríó og Landgræðsluna við að stöðva
landið í að fjúka burt, í heimsókn í Gunnarsholti:
„Töðugjöld“ vegna
landgræðsluplötu
„Ég vil minna ykkur á það, krakkar, að fyrir 50 árum var þessi
staður ein sandeyðimörk," sagði Sveinn Runólfsson landgræðslu-
stjórí þegar hann í gær tók á móti hópi 150 barna sem kom í kynn-
isferð í Gunnarsholt á Rangárvöllum, en si. haust seldi þessi sami
hópur hljómplötuna Landið fýkur burt sem Ríó tríó gaf út til stykrt-
ar Landgræðslunni.
Hljómplata þessi fékk ágætar við-
tökur en með henni vildi Ríó tríóið
leggja sitt af mörkum til upp-
græðslu. Börnunum sem komu að
Gunnarsholti í gær var kynntur
staðurinn, en síðan tók Ríó tríóið
lagið. Að síðustu var boðið upp á
góðgerðir sem ýmsir aðilar gáfu.
í heimleiðinni tóku krakkarnir
sjálfir til hendinni við land-
græðslustörf og sáðu fræi í ná-
grenni Þorlákshafnar en þar hefur
stór hluti af starfi Landgræðslunn-
ar farið fram undanfarin ár.
—SBS, Selfossi
Samstarf Olís og Land-
græöslunnar:
Bensín til
landgræðslu
Olíuverslun íslands hf., Olís,
og Landgræðslan efna nú til
landgræðsluátaks, en Óli Kr,.
Sigurðsson forstjóri hefur
ákveðið að ákveðinn hluti af
hverjum seldum lítra af bensíni
renni tii landgræðslu. Miðað við
markaðshlutdeild Olís gæti þetta
orðið 10 mðljónir kr. á ári en
gæti hæglega aukist f 14 milljón-
ir. Þetta var kynnt á blaðamanna-
fúndi í Gunnarsholti í fyrradag.
Framlag Olis er það stærsta
sem einn aðili hefur Bl þessa Iagt
tfl stuðnings landgræðslu. Oli
Kr. Sigurðsson afhenti fyrstu
ávísunina tfl Landgræðslunnar á
þriðjudaginn og var hún að upp-
hæð þrjár mifljónir kr.
Landgræðslunni verður í sjálfs-
vald sett hvar unnið verður fyrir
það fjármagn sem Olís leggur tfl,
en ætlunin er þó að græða upp
þau landsvæði sem allra verst
eru á sig komin.
—SBS, Selfossi
SIF vill að sérleyfi SIF til útflutnings á saitfiski verði endurnýjað eða að útflutningurinn verði gefinn frjáls:
Dagbjartur vill skila
inn ,,sérleyfi“ SÍF
„Ef einhver heldur, að SÍF hafi ennþá sérleyfi á útflutningi á saltfiski, þá er rétt
að sá hinn sami íhugi hvað hugtakið „sérleyfi" þýðir. Nei, það er deginum Ijósara
að sérieyfi Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda á saltfiskútflutningi hefur
verið afnumið í verki og þvf er rétt að gera það einnig í orði. En það sem verra er,
að útflutningur hefur ekki verið gefinn frjáls, heldur er verið að veita örfáum út-
völdum leyfi. Því er aðeins eitt fyrir okkur að gera; — viðurkenna staðreyndir,
skila því sérieyfi sem við höfum haft að nafninu til undanfarin misseri og krefjast
þess, að öllum verði gefinn kostur á því að flytja út saltfisk."
Þetta sagði Dagbjartur Einarsson, for- öðrum en SÍF útflutning á saltfiski til
maður stjómar Sölusambands ís-
lenskra fiskframleiðenda, á aðalfúndi
sambandsins í gær. Fundurinn sam-
þykkti ályktun þar sem segir að núver-
andi staða í útflutningsmálum saltfisks
sé óviðunandi og skorað er á ríkis-
stjómina að endumýja sérleyfi SÍF eða
gefa útflutning á saltfiski algerlega
firjálsan.
Dagbjartur og Sigurður Haraldsson,
framkvæmdastjóri SÍF, voru harðorðir
í garð utanríkisráðherra á fundinum í
gær. Þeir sögðu að utanríkisráðherra
hefði margbrotið reglur sem hann setti
í apríl í fyrra, en þær bönnuðu öllum
Evrópulanda.
Á síðasta ári heimilaði utanríkisráðu-
neytið öðmm en SÍF að flytja út tæp
2.700 tonn af saltfiskafurðum. Auk þess
sem Aflamiðlun heimilaði útflutning á
3.400 tonnum af ferskum, flöttum
fiski, en verulegur hluti af honum fer
tii söltunar erlendis og síðan á saltfisk-
markaði okkar. Fyrstu tuttugu vikur
þessa árs er búið að flytja út 2.500 tonn
af saltfiskafúrðum af öðrum en SÍF,
nær sama magn og allt árið í fyrra.
Dagbjartur segir að af þessum tölum
sé ekki hægt að draga nema eina álykt-
un, að SÍF hafi ekki lengur sérleyfi til
Dagbjartur Einarsson í ræðu-
stóii á aöalfundi SÍF í gær.
Tímamynd Ámi Bjarna
útflutnings á saltfiski. Því sé rétt að við-
urkenna í orði það sem hefúr gerst í
verki, skila inn sérleyfinu og gefa allan
útflutning frjálsan.
Forystumenn SÍF telja að það keríi
sem nú er á þessum útflutningi sé það
versta sem hægt sé að hugsa sér. Ein-
stakir útflytjendur geti með því að rölta
á fúnd ráðherra fengið leyfi til að flytja
út farma af saltfiski. Saltnskkaupendur
í Evrópu viti ekki hvaða skipulag ríki á
saltfiskútflutningi íslendinga. Þeir þori
ekki að safna birgðum með því að
kaupa sama magn af SÍF og þeir eru
vanir, af ótta við að einstakir seljendur
frá íslandi bjóði keppinautunum salt-
fisk á lægra verði, sem leiði til þess að
þeir sitji upp með vöru á of háu verði.
í huga framkvæmdastjóra SÍF leikur
enginn vafi á til hvers afnám sérleyfis
SÍF leiðir, sem sé lægra verðs til ffam-
leiðenda hér heima. Hann vísar til
reynslu Norðmanna sem gáfu útflutn-
ing á söltuðum afúrðum til Portúgals
frjálsan í byrjun síðasta árs. Sigurður
segir að þetta hafi leitt til lækkunar á
verði saltfisks. Hann segist spá því að
innan farra ára muni norskir útflytj-
endur bindast samtökum að nýju líkt
og útflytjendur á Nýfúndnalandi gerðu
efdr að hafa gert tilraunir með frelsi í
útflutningi á saltfiski. -EÓ