Tíminn - 07.07.1992, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.07.1992, Blaðsíða 1
MEnHmBisn Þriðjudagur 7. júlí 1992 122. tbl. 76. árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 110.- „Það á ekki að taka svona aðgerðum þegjandi. Banki — og það op- inber stofnun — á ekki að haga sér svona. Að Iáta bara starfsmann hringja eftir vinnutíma á fimmtudag og tilkynna „það er búið að Ioka hjá ykkur“. Og svo hverfa þeir (stjórnendur bankans) allir af sjónarsviðinu,“ sagði Matthías Bjamason alþingismaður um þær aðgerðir Landsbankans að loka allt í einu fyrir öll viðskipti við Fisk- vinnsluna á Bfldudal fyrir síðustu helgi. Það leiddi til þess að fyrirtækið, sem hafði um helming Bflddælinga í vinnu, varð að loka og senda starfs- mennina heim, kauplausa. Togaran- um á staðnum, sem átti að landa þar fyrir helgi, var snúið til Reykjavíkur þar sem hann seldi afla sinn á fisk- markaði í gær. Aðspurður sagði Matthías lokunina hafa verið framkvæmda svona upp úr þurru. „Viðræður voru búnar að standa yfir í í langan tíma á milli Byggðastofnunar og Landsbanka og ég hef orð eins bankastjóranna fyrir því að aftur yrði kallaður saman fundur áður en endanleg ákvörðun yrði tekin. Við það var ekki staðið. Vinnubrögð sem þessi eru óþolandi og ganga ekki í lýðræðisþjóðfélagi.“ Matthías hefúr kallað alla þing- menn kjördæmisins saman til fund- ar um málið á Bfldudal í dag. En sér hann einhver ráð? „Það er a.m.k. hægt að koma saman og láta í ljós álit sitt á þessum aðförum. Það ger- ist a.m.k. ekkert ef enginn hreyfir sig — annað en það að koma þess- um stað í eyði.“ „Það komu engin laun á föstudag- inn, því þá hafði öllum reikningum verið lokað í bankanum. Það var haldinn fundur með starfsfólkinu á föstudagsmorguninn fyrir venjuleg- an útborgunartíma. Okkur var þá Deila löglærðu fulltrúanna við ríkið: Skilið svo að þeir hafi hætt störfum Dóms- og kirkjumálaráðuneytið rit- aði bréf í gær til þeirra embætta þar sem löglærðir fulltrúar starfa. Þar kemur fram að ráðuneytið telji fjar- vistir lögfræðinga á þessum emb- ættum frá 1. júlí sl. ólögmætar, nema þeir hafi verið veikir eða í or- lofi. Viðkomandi yfirmanni er gert að boða þá fulltrúa sem hafa verið fjar- verandi án heimildar á sinn fund og krefjast þess að þeir mæti án tafar til vinnu. Verði þeir ekki við því er yfir- mönnunum skylt að tilkynna við- komandi að svo sé litið á að hann hætti störfum. Ráðuneytið hefur einnig óskað eft- ir nákvæmari greinargerð frá yfir- mönnunum um það hvaða löglærðir fulltrúar hafa verið fjarverandi án heimildar og hvort til þess komi að einhverjir láti af störfum. —GKG. sagt, í stuttu máli, að fyrirtækið hefði verið rekið úr viðskiptum við Landsbankann. Þetta voru mjög ein- kennileg vinnubrögð hjá bankan- um, í rauninni valdníðsla að því er virðist," sagði Jón Björnsson, for- maður Verkalýðsfélagsins Vörnin, á Bfldudal. Jón, eins og um helmingur Bflddæ- linga, er starfsmaður Fiskvinnsl- unnar hf. og var því atvinnulaus heima í gær. Hann segir Fiskvinnsl- una svo gott sem eina fyritækið á staðnum sem hafi starfað allt árið, utan eina verslun og banka (útibú Landsbankans). íbúar á Bfldudal eru kringum 350 hvar af reikna má með að kringum helmingurinn (170- 180) sé á vinnumarkaði. Spurður hvað mönnum sýndist blasa við sagði Jón: „Það er verið að bíða eftir því að hægt verði að halda fund með bankaráðsmönnum, sem verður ekki fyrr en á morgun. En þetta lítur mjög illa út eins og allir hljóta að skilja." Að sögn Jóns stóð til að togari Bfld- dælinga, Sölvi Bjarnason, landaði þar sl. föstudagsmorgun. Því hafi síðan verið frestað til laugardags að hann kæmi inn, en síðan ákveðið að senda hann suður til löndunar. —HEI Opinberri heimsókn forseta íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur, í Borg- arfjaröarhérað er nú lokið og tókst hún afar vel. Hún gróðursetti m.a. tré við Lund í Lundarreykjadal og hér má sjá hana í hópi barna við það tækifæri. Þetta tré var gróð- ursett fyrir stúlkurnar og fékk hún því aðstoð telpnanna við gróðursetninguna. Síð- an var gróðursett annað tré fyrir drengina og aðstoðuðu þeir þá forsetann og síðast en ekki síst hjálpuðust allir að við að gróöursetja tré fyrir öll ófæddu börnin. —GKG. Jón Steinar Gunnlaugsson, hrl.: Ólíklegt að dómstólar geti hnekkt bráðabirgðalögunum Menn hafa mikið velt vöngum yfír því hvort það standist lög að setja bráðabirgðalög á Kjaradóm. í lögfræðiáliti þriggja lög- manna sem Morgunblaðið birti á fímmtudag í síðustu viku og samið var að beiðni forsætis- og félagsmálaráðuneytis, var held- ur ráðið frá að sú Ieið yrði farin. Hún hefur nú verið farin og Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður sagði í samtali við Tímann að hann teldi hæpið að dómstólar geti hnekkt bráða- birgðalögunum. Til að hnekkja bráðabirgðalögum verður einhver almennur dómstóll að endurskoða mat löggjafans á því hvort brýna nauðsyn hafi borið til að setja bráðabirgðalög og ekki væri auðséð hverjir færu f slíkt mál. Jón Steinar telur líklegt að dóm- stólar færu mjög varlega í að end- urskoða slíkt mat, ef á það myndi reyna. Þess vegna væri ólíklegt að dómstólar gætu hnekkt þessum bráðabirgðalögum. Hins vegar standi álit hans óhaggað, hann tel- ur hæpið að skilyrði fyrir útgáfu bráðabirgðalaga hafi verið fyrir hendi. Til upprifjunar má skoða álit Ei- ríks Tómassonar hæstaréttarlög- manns en þar sagði m.a.: „Enn sem komið er hafa dómstólar ekki lýst því yfir að bráðabirgðalög brjóti í bága við stjórnarskrána vegna þess að brýna nauðsyn hafi skort til útgáfu þeirra, sbr. nú síð- ast héraðsdóm í svonefndu BHMR- máli, uppkveðnum 13. mars 1991. Af þessum dómi verður hins vegar ráðið að dómstólar áskilja sér rétt til þess að kanna í hverju einstöku tilviki hvort bráðabirgðalöggjafinn hafi gengið of langt í þessu efni og er það mín skoðun að til þess geti komið að dómstólar lýsi bráða- birgðalög ógild vegna þess að ekki hafi borið brýna nauðsyn til útgáfu þeirra. Þess vegna ræð ég frá að sú leið verði farin í þessu tilviki." Lögfræðiálit Jónatans Sveinsson- ar hæstaréttarlögmanns var á svip- uðum nótum, en þar sagði m.a.: „Mitt mat er að við þessar að- stæður sé rétt verklag að kalla saman þing til að afgreiða mál þetta í stað þess að neyta heim- ilda 28. greinar stjórnarskrárinn- ar um útgáfu bráðabirgðalaga. Hin „brýna nauðsyn" til slíkrar lagasetningar kynni að vera mjög umdeilanleg, svo ekki sé talað um að allir reglulegir dómarar lands- ins kynnu að verða vanhæfir til að fjaila um mál sem upp kynnu að koma af þessu tilefni." -BS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.