Tíminn - 07.07.1992, Blaðsíða 7

Tíminn - 07.07.1992, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 7. júlí 1992 Tíminn 7 Hestaferðalög: Hafið dagleiðirnar hæfilega stuttar — rætt við Hjalta Pálsson um ferðalög á hestum. Á fjórðungsmót hestamanna og landsmót reyna allir að komast, ekki síst þegar þeir eru ættaðir úr fjórð- ungnum. Hjalti Pálsson hefúr reynd- ar gert meira því hann hefúr tekið saman móðurætt sína frá Deildar- tungu í tveimur bindum og býr auk þess að Lundarhólma í Lundarreykja- dal í Borgarfirði. Hann á því frændur á öðrum hverjum bæ í Borgarfirði, „þannig að það er eins gott að maður láti sig ekki vanta á fjórðungsmótin á Kaldármelum". Hjalti varumtólfára bil í stjóm Landssambands hesta- manna og framkvæmdastjóri þess frá 1988 til 1991. Hann stóð að tillögugerð á landssambandsþinginu í Stykkis- hólmi um skrásetningu á reiðleiðum jafnt í byggð sem í öræfum, þannig að hestamenn gætu alltaf ferðast af fúllu öryggi um land sitt án þess að lenda í einhverjum ófærum. Hann ritsfýrði svo þessu ritverki um reiðleiðimar og er það bókin Áfangar, sem kom út 1988 og margir hafa lesið og þegið fróðleik úr. Hjalti sagði það skipta höfúðmáli, þegar hestaferðlög væm á dagskrá, að skipuleggja dagleiðimar vel og hafa þær hæfilega stuttar. Mörgum finnast reiðtúrar skemmtilegustu stundir lífs síns og þá ekki síður heilu ferðalögin á hestbaki. Vanda ber þó allan undir- búning og sérstaklega hefur það mik- il áhrif á andann í hópnum að hestar séu aldrei gerðir uppgefnir, og for- sendan fyrir því er auðvitað sú að dag- leiðimar séu skipulagðar rétL Núna er sérstaklega gaman að ferð- ast um á hestbaki, vegna þeirrar þjón- ustu sem víða er búið að koma upp á reiðleiðum. Bændagistingar em hreint afbragð að þessu Ieyti, þar er hægt að fá góðan haga fyrir hestana og girðingar ásamt beina fyrir mann- fólkið. Sérstaklega er gaman að ríða út um byggð síðan þessi þjónusta byrjaði. Áður þurfti að reiða allt með sér, mat og viðlegubúnað og jafnvel vaka yfir hestunum. Þótt þetta hafi verið ævintýri í sjálfu sér um bjarta heiða júlínótt, hefði stundum skipt veðri á íslandi og þá hefði ævintýra- heimurinn stundum breyst Núna er líka komin aðstaða á fjöllum til fóður- kaupa og góðir skálar með hestheld- um girðingum. Þetta er hreint af- bragð og til fyrirmyndar. Hjalti sagðist fyrst hafa farið í langan reiðtúr 1953 yfir Amarvatnsheiði og ári seinna um Kjöl. Þetta væri árvisst hjá sér og hann skildi vel þrá útlend- inga til þess að ríða um Island. Svo gersamlega væm þessir tveir heimar ólíkir, borgarheimurinn og öræfin um bjartar nætur. Hann sagðist hafá riðið mikið út með Páli Sigurðssyni í Fomahvammi og Sveini á Varmalæk. Þeir hefðu verið yndislegir félagar og alltaf gaman með þeim. Eftirminnileg HESTAR Umsjón: Guðlaugur Tryggvi Karlsson væri ferð með Páli Sigurðsyni um Snæfellsnes, Dali og um Sanddal nið- ur í Borgarfjörð. Aldrei kom dropi úr lofti alla ferðina, góðir hestar og frá- bærir félagar. Þá var riðið um Þræla- skriður í Búlandshöfða í fylgd Ágústs Ólasonar í Mávahlíð og sóttist ferðin þá seinL enda mikið fall ef hesturinn hefði hrasað. Áfram var svo farið um TVöllaháls og Berserkjahraun. Svona ferðalög gleymast aldrei og það er í raun ekki undmnarefni að út- lendingar sæki svo mjög í þessar ferð- ir og þeir sem hafa farið um ísland á hestbaki gleyma því aldrei og hlakka alltaf til næstu ferðar. Synirnir Karl Óskar og Páll búnir aö leggja á og tilbúnir aö ríöa úr hlaði. Hjalti Pálsson og kona hans Ingigeröur Karlsdóttir heima I Lundar- hólma I Lundarreykjadal. Sparisjóðshlaupið í Hafnarfirði: 800MANNS TÓKU ÞÁTT í HLAUPINU Sparisjóður Hafnarfjarðar efndi til sparísjóðshlaups laugardaginn 26. júní sl. í tilefni af 90 ára af- mæli sparísjóðsins. Hlaupið hófst við sparisjóðinn á Strandgötu og voru hlaupnar 3 vegalengdir, 2,5 km, 4,5 km og 10,2 km. Góð þátttaka var í hlaup- inu, um 800 þátttakendur á öllum aldri, og er þetta langfjölmennasta hlaup sem haldið hefur verið í Hafnarfirði. Sigurvegarar í öllum vegalengdum karla og kvenna fengu eignarbikara og allir hlaup- arar fengu verðlaunapening og frisbídisk sem þakklætisvott fyrir þátttökuna. í flokki 12 ára og yngri sigruðu þau Magnús Leví Sveinsson, Hild- ur Ýr Viðarsdóttir, Kristinn Logi Hallgrímsson, Eyrún Ösp Birgis- dóttir, Orri Freyr Gíslason, Eva Dís Björgvinsdóttir og Erna Fannberg. í flokki 13-16 ára sigruðu Logi Viðarsson, Kolbrún Hauksdóttir, Njáll Bjarnason, Gauti Jóhannes- son og Gréta Rún Árnadóttir. í flokki 17 ára og eldri stóðu sig best þau Jóhann Ingibergsson, Bryndís Svavarsdóttir, Steinn Jó- hannsson, Svala Sigurðardóttir, Jóhannes Guðjónsson og Herborg Þorgeirsdóttir. —GKG. Þátttakendur við Sparisjóð Hafnarfjarðar. Islandsmótið í knattspyrnu: Úrslit leikja 2. deild Grindavík-BÍ Bí Selfoss 7115 7-19 4 70348-153 Þróttur N. Grótta Haukar Völsungur KS Magni Dalvík Skallagr. Ægir 8 4 3 1 22- 8 4 3 1 12- 8 3 3 2 15- 83 14 12- 8 3 0 5 12- 8 134 11- 8 2 1 5 14- 8 1 3 4 12- 8 0 44 3- 11 15 715 14 12 1611 21 9 Staðan í 2.deild Fylkir Keflavík Leiftur Stjarnan ÍR Þróttur Víðir Grindavík 7 6 0 1 17-6 18 7 5 11 16-8 16 7 4 12 13-4 13 731311-8 10 723 2 10-139 73 0 4 13-19 9 7 2 2 3 10-12 8 72 2 3 11-12 7 3. deild Grótta-Tindastóll 0-0 Magni-Þróttur 1-3 Haukar-Dalvík 3-2 Skallagrímur-Ægir 6-0 KS-Völsungur 3-2 Staðan í 3. Tindastóll deild 8 7 1 0 20- 9 22 4. deild Reynir S-Ernir 3-0 (Ernir gáfu) Hafnir-Njarðvík 2-4 Víkingur Ó-Afturelding 0-0 Hvatberar-Árvakur 7-2 Ármann-Leiknir 2-0 Bolungarvík-Snæfell 3-1 Víkverji-Fjölnir 2-1 Þrymur-HSÞ.b 1-4 SM-Neisti 3-4 Hvöt-Kormákur 3-1 Austri-KSH 1-1 Höttur-Sindri 6-0 Huginn F.-Huginn 1-6 í kvöld verða leiknir átta leikir í 16 liða úrslitum Mjólkurbikar- keppninnar og eigast eftirfar- andi lið við og hefjast leikirnir klukkan 20: UBK-Valur BÍ-Fram Valur R.-ÍA Völsungur-KR Leiftur-Fylkir FH-Keflavík Víkingur-ÍBV

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.