Tíminn - 16.07.1992, Blaðsíða 7

Tíminn - 16.07.1992, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 16. júlí 1992 Tíminn 7 Háttvísisverðlaun fyrir sex fyrstu umferðir Samskipadeildarinnar og 1. deildar kvenna: Atli og Arney eru prúðust Kvennalandsleikur í knattspyrnu á r sunnudag: Island- England Næstkomandi sunnudag leikur ís- lenska kvennalandsliðið í knatt- spymu annan leik sinn gegn Eng- lendingum í Evrópukeppni kvenna- landsliða. Fyrri leiknum lauk með sigri þeirra ensku 4-0, þannig að ís- lensku stelpumar hafa harma að hefna. Þjálfarar liðsins, þeir Sigurð- ur Hannesson og Steinn Helgason, hafa valið íslenska liðið sem mætir þeim ensku á Kópavogsvelli á sunnudag klukkan 17.00: Markverðin Steindóra Steinsdóttir ÍA Sigríður Pálsdóttir KR Aðrir leikmenn: Auður Skúladóttir Stjaman Arney Magnúsdóttir Valur Ásta B. Gunnlaugsdóttir UBK Guðlaug Jónsdóttir ÍA Guðrún Jóna Kristjánsdóttir KR Guðrún Sæmundsdóttir Valur Halldóra Gylfadóttir ÍA Helena Ólafsdóttir ÍA Jónína Víglundsdóttir ÍA Karitas Jónsdóttir ÍA Magnea Guðlaugsdóttir ÍA Ragna Lóa Stefánsdóttir Stjaman Sigurlín Jónsdóttir ÍA Vanda Sigurgeirsdóttir UBK Þrjár stúlknanna hafa ekki áður leikið landsleik, þær Sigríður Páls- dóttir, Guðlaug Jónsdóttir og Magn- ea Guðlaugsdóttir. -PS í húsakynnum Knattspyrnusam- bands íslands vom í gær afhent fyrstu háttvísisverðlaun sumarsins í Samskipadeildinni og í 1. deild kvenna. I vor var endurnýjaður sá samningur, sem KSÍ og VISA ís- land gerðu á síðasta ári um sam- starf á þessum vettvangi, og var samningur framlengdur til tveggja ára. Verðlaunin eru afhent prúðustu leikmönnum beggja deilda ásamt prúðustu liðunum í deildunum tveimur, og er þá miðað við sex fyrstu umferðirnar. Prúðasta liðið í 1. deild kvenna er Stjarnan og prúðasti leikmaður deildarinnar er Arney Magnúsdóttir Val. Prúð- asta lið Samskipadeildarinnar er KR og prúðasti leikmaðurinn er Atli Eðvaldsson KR. Það er dóm- nefnd skipuð fulltrúum KSÍ, VISA íslands og fjölmiðlamönnum sem velur verðlaunahafa. -PS Evrópukeppnin í knattspyrnu: Handhafar háttvísisverðlaunanna og forráðamenn KSÍ og VISA íslands. Frá vinstri: Eggert Magnússon formaður KSÍ, Auður Skúladóttir fulltrúi Stjörnunnar, Atli Eðvaldsson fulltrúi KR og prúðasti leikmaður Samskipadeildarinnar, Arney Magnúsdóttir Val, prúðasti leikmað- ur 1. deildar kvenna, og Einar S. Einarsson forstjórí VISA íslands. Tímamynd Pjetur Víkingar mæta CSKA Moskva Dregið var í Evrópukeppninni í knattspymu í gær. f pottinum voru þrjú íslensk liö: Víkingur í Evrópukeppni meistaraliða, Valur í Evrópukeppni bikarhafa og Fram í Evrópukeppni félagsliða. Víkingar drógust gegn rússnesku meisturunum CSKA Moskva og verður fyrri leikurinn leikinn hér heima. Valsmenn drógust gegn Boavista frá Portúgal og Framarar fengu Kaiserslautern í Þýskalandi, og verða fyrri leikimir einnig hér á landi. Það er ekki hægt að segja að Vík- ingar séu heppnir með mótherja, þegar þeir taka þátt í Evrópu- keppni eftir langt hlé. Um er að ræða sterkt lið, auk þess sem um erfiðan útivöll er að ræða og ekki hægt að gera ráð fyrir mikilli að- sókn hér á heimavelli. Kaiserslaut- ern og Boavista eru líka bæði sterk félagslið og þvf ekki um mikla möguleika að ræða fyrir Val og Fram, en það skal þó aldrei segja aldrei. Um aðra athyglisverða leiki í Evr- ópukeppninni er það að segja að Stuttgart og Leeds mætast í Evr- ópukeppni meistaraliða. Liverpool mætir bikarmeisturum Kýpur, Li- massol; Real Madrid mætir Tim- isoara frá Rúmeníu, Juventus fer einnig til Kýpur og leikur við Fa- magusta, Norrköping mætir Tor- ino, Valencia fékk Napoli, og Manchester United mætir Torpedo f---------------------- D* Moskva. Færeysku liðin Klaksvikar Itrót- tafélag og Boltafélagið 1936 leika í forkeppni. Fyrri leikirnir í fyrstu umferð Evrópukeppninnar eru settir á 16. september og síðari leikir 30. september. -PS -------------------------N Lokað var á félagsskipti í gær og hefur verið dágott líf á knattspyrnu- mannamarkaðnum undanfarið: Þorsteinn Halld. í raðir FH-inga í dag var síðasti dagur fyrir lokun fé- lagsskipta á milli liða og hefur veríð töluverö hreyfíng á leikmönnum nú síðustu daga. FH- ingar og Þróttarar í Reykjavík styrkja sig bæði verulega með tveimur mönnum. Þau félagsskipti, sem mesta athygli vekja, eru þau að Þorsteinn Halldórs- son, miðvailarleikmaður úr KR, hefur ákveðið að leika með FH- ingum það sem eftir er keppnistímabils. Þor- steinn lék með Þrótti Neskaupstað áð- ur en hann gekk til Iiðs við KR. Hann hefur ekki náð að tryggja sér fast sæti í sterku KR-liði nú í sumar og hefur bví ákveðið að freista gæfunnar í Hafnarfirði. Þetta er tvímælalaust mikill fengur fyrir FH, en Þorsteinn hefur leikið 7 landsleiki með landsliði yngri en21 árs. Þorsteinn Halldórsson hefur ákveðið að leika með FH-ingum það sem eftir lifir keppnistímabils. Hann verður löglegur eftir viku. Á móti kemur að Magnús Pálsson hefur tilkynnt félagsskipti úr FH í Þrótt Reykjavík, og það hefur Sigfús Kárason einnig gert, en hann kemur úr Val Reykjavík. Valsmenn missa einnig annan Ieik- mann, en það er Davíð Garðarsson sem fyrir þetta keppnistímabil kom úr ÍK/HK, en hann hefur ákveðið að leika með FH. KR-ingar hafa einnig misst Þorstein Guðjónsson í raðir Grindvík- inga. Það eru einnig tíðindi úr kvennabolt- anum, en Laufey Sigurðardóttir hefur ákveðið að leika með hinu efnilega Stjömuliði úr Garðábæ. Laufey hefúr leikið með Skagamönnum, en ein að- alástæðan fyrir félagsskiptunum er sú að hún býr í Keflavík. -PS Faðir okkar Óskar Bjartmarz fyrrverandi forstöðumaður Löggildingarstofunnar lést 15. júll i hjúkrunardeild Seljahlíðar. Synir hins látna D* Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafl Sveinn Sveinsson frá Hólmaseli Birkivöilum 13, Selfossi verðurjarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 18. júlf kl. 13.00. Klara Karísdóttir Sveinn J. Sveinsson Björg Sigurðardóttir Nína Sveinsdóttir Amór Hannibalsson Ingibjörg S. Sveinsdóttir Freysteinn Sigurðsson Sigurður Sveinsson barnaböm og barnabarnabörn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.