Tíminn - 16.07.1992, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 16. júlí 1992
Tíminn 9
Borðhald undir beru lofti. Gamla íbúðarhúsið á Heydalsá íbaksýn.
Ættarmót að Sæ-
vangi á Ströndum
Niðjar Heydalsárhjónanna, Guð-
brandar Bjömssonar og Ragnheiðar
Guðmundsdóttur, héldu sitt fyrsta
ættarmót að Sævangi dagana 10. til
12. júlí s.l.
Guðbrandur var fæddur á Smá-
hömmm í Kirkjubólshreppi 14. maí
1889, sonur hjónanna Bjöms Hall-
dórssonar frá Níp á Skarðsströnd og
Matthildar Benediktsdóttur Jónsson-
ar á Kirkjubóli.
Guðbrandur var búfræðingur frá
Hvanneyri og bóndi á Heydalsá frá
1917 til dánardægurs 1946. Stundaði
hann sjóróðra jafnframt búskapnum
og gegndi ýmsum félagsmála- og
trúnaðarstörfum fyrir sveit sína.
Guðbrandur var kvæntur Ragnheiði
Guðmundsdóttur Péturssonar í
Ófeigsfirði, sem var fædd 24. ágúst
1894. Móðir hennar var Sigrún Ás-
geirsdóttir Sigurðssonar á Heydalsá,
sem var seinni kona Guðmundar Pét-
urssonar. Þau Guðbrandur og Ragn-
heiður eignuðust 11 böm og komust
10 þeirra til fullorðinsára. Af þeim
hópi eru nú sex systkinanna á lífi.
Bamaböm Heydalsárhjónanna urðu
32, en alls em afkomendur þeirra nú
105.
Mótsgestir voru samtals 114 og
bjuggu flestir í tjöldum. Torfi Guð-
brandsson setti mótið með ræðu og
bauð gesti velkomna. Margir þeirra
áttu um langan veg að sækja, en
lengst allra þó Vigdís Guðbrandsdótt-
ir og fjölskylda hennar, sem kom alla
leið frá Reyðará í Lóni.
Á laugardagsmorguninn var ekið að
Kollafjarðamesi og blóm gróðursett á
leiði Heydalsárhjónanna og Sigur-
geirs sonar þeirra, sem bjó á Heydalsá
frá 15 ára aldri til dauðadags 1989, er
hann skorti mánuð á að verða fimm-
tíu og þriggja ára.
Sama dag var farin gönguferð fram á
Heydal undir fararstjóm Braga Guð-
brandssonar, bónda á Heydalsá. Þegar
skoðunarferðinni var lokið buðu kon-
urnar á Heydalsá og Smáhömrum
upp á rausnarlegar veitingar, sem
neytt var í skjóli fyrir norðanvindin-
um sunnan undir vegg. Konurnar,
sem að veitingunum stóðu, vom þær
Solveig Jónsdóttir kona Braga Guð-
brandssonar, Halldóra Guðjónsdóttir
ekkja Sigurgeirs, og Matthildur Guð-
brandsdóttir kona Bjöms Karlssonar
á Smáhömmm.
Síðdegis var efnt til kvöldvöku, sem
hófst með sameiginlegu borðhaldi.
En að því búnu hófst fjölbreytt dag-
skrá, þar sem leitast var við að láta
sem flesta ættliði leggja eitthvað af
mörkum. M.a. rakti Sverrir Guð-
brandsson, aldursforseti ættarinnar,
minningar frá sínum æskudögum.
Síðan rak hvert skemmtiatriðið ann-
að og að lokum var dansað. Hljóm-
sveitina skipuðu Heydalsárbræðumir,
þeir Jón Bjami og Ragnar Bragasynir,
ásamt Ragnari Torfasyni.
Á sunnudag undi unga fólkið sér við
knattspymu og frjálsar íþróttir. Þá var
komið hið fegursta veður og kunnu
menn vel að meta sólskinið eftir
napra norðangolu fyrri mótsdagana.
Matthildur Sverrisdóttir og Ragnar
Torfason bám hitann og þungann af
undirbúningi mótsins og stjóm þess.
Bar öllum saman um að mótið hefði
heppnast skínandi vel og svo sannar-
lega verið fyrirhafnarinnar virði.
Torfi Guðbrandsson
Heydalsárhjónin Ragnheiður Guðmundsdóttir og Guðbrandur Björnsson
25 ár á toppnum
Tískuhönnuðurinn Emanuel Ungaro er nú orðinn 59
ára gamall og hefur verið meðal fremstu tískuhönn-
uða heims í aldarfjórðung.
Hann hefur þótt djarfur í hönnun sinni, bæði hvað
litaval og snið snertir. í ár var sýning hans þó í hóg-
værari kantinum.
Sjálfur segist hann aldrei hafa hugmynd um hvað
hann ætli að gera, þegar hann setjist að teikniborð-
inu, „en það er töfrum þmngið augnablik, því allt er
mögulegt, útkoman getur orðið alveg frábær eða
hreinasta hörmung."
Eins og sjá má af meðfylgjandi myndum em dragtir
áberandi hjá Ungaro, bæði með buxum og síðum og
stuttum pilsum. Jakkarnir em einnig bæði síðir og
stuttir, víðir og þröngir, einlitir og mynstraðir.