Tíminn - 30.07.1992, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.07.1992, Blaðsíða 2
2 Tfminn Fimmtudagur 30. júlí 1992 Forsætisráðherra segist rjúfa þing og boða til kosninga, reynist ekki þingmeirihluti að baki ríkisstjóminni í fiskveiðimálinu: Hnýtur Davíð um Hagræðingarsjóð? Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði í útvarpsviðtali í gærkvöld að reyndist ekki meirihlutastuðningur á Alþingi fyrir ákvörðun ríkisstjóm- ar og sjávarútvegsráðherra um fískveiðiheimildir yrði þing rofíð og boð- að til kosninga. „Niðurstaða ríkisstjómarinnar í fískveiðimálunum sýnir vanmáttuga, ráðlausa og sundurþykka ríkisstjóm. Á erfíðum tímum er ekki hægt að búa við slíka stjóm. Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar verður annaðhvort að sýna að hún geti haldið á málum með sannfærandi hætti eða að fara frá,“ segir Halldór Ásgrímsson, alþingismaður og fyrrv. sjáv- arútvegsráðherra, við Tímann. Halldór segir að niðurstaða fisk- veiðimálsins á næsta veiðiári, sem kynnt var í fyrradag, hafi mjög rýrt stjómina trausti mjög margra í þjóð- félaginu. Þetta komi m.a. fram í í við- tölum við ýmsa forystumenn vinnu- veitenda sem lagt hafa sig fram um að styðja stjómina fram að þessu. Harðorð ályktun sjáv- arútvegsnefndar Al- þingis Á fundi sjávarútvegsnefndar Alþing- is í gær kom fram mikil óánægja með vinnubrögð ríkisstjómarinnar varðandi ákvörðunina um fiskveiðar á næsta fiskveiðiári. Samþykkt var harðorð ályktun að tillögu formanns nefndarinnar, Matthíasar Bjarnason- ar, og varaformannsins Össurar Skarphéðinssonar þar sem sjávarút- vegsnefnd mótmælir vinnubrögðum ríkisstjómar og gagnrýnir að ítrekað hefur verið vanrækt að hafa samband við sjávarútvegsnefnd um þau mál sem á hennar verksviði eru. Sjávar- útvegsnefnd telur óhjákvæmilegt að allra leiða verði leitað til að minnka áhrif samdráttar í þorskveiðum á þau fyrirtæki, byggðarlög og landshluta sem verst verða úti og jafna eins og kostur er byrðum af yfirstandandi áfalli innan greinarinnar. Ályktunin var samþykkt með at- kvæðum formanns og varaformanns og allra þingmanna stjómarand- stöðu. Einn þingmaður Sjálfstæðis- flokks, Vilhjálmur Egilsson, var á móti og Ámi R. Árnason og Guð- mundur Hallvarðsson Sjálfstæðis- flokki sátu hjá. „Þessi ályktun lýsir í reynd vel í hvaða óefni er komið," segir Halldór Ásgrímsson. „Ríkisstjómin hefur af- greitt málið þannig að mikil óánægja ríkir með það í stjómarliðinu. Það er engin leið að jafna þessi áföll sem stafa af slæmu ástandi þorskstofnsins nema með því að beita Hagræðingar- sjóði eða öðmm svipuðum aðferð- um. Áfallið er þó miklu meira en svo að það verði einvörðungu bætt með slíkum hætti og gerðir ríkisstjórnar- innar í málinu gefa ekki tilefhi til bjartsýni um framhaldið." Sjávarútvegsnefnd í stjómarandstöðu? — Má líta svo á að sjávarútvegs- nefnd leggist hreinlega gegn niður- stöðu sjávarútvegsráðherra og ríkis- stjómarinnar og endurspegli þannig vilja Alþingis? Niðurstaðan er greini- leg málamiðlun, en sem kunnugt er fólst í upphaflegum hugmyndum Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráð- herra að þorskafli yrði 190 þúsund tonn og að Hagræðingarsjóði yrði beitt til að jafna áfalli af skerðingu þorskaflans milli þeirra byggðarlaga og fyrirtækja sem verst yrðu úti með því að úthluta þeim veiðiheimildum sjóðsins. í Morgunblaðinu í gær sagði sjávarútvegsráðherra að hefði hann haldið upphaflegum hugmynd- um sínum til streitu og yfirgefið síð- an ríkisstjórnina hefði að öllum lík- indum verið leyfður miklu meiri þorskafli en 205 þúsund tonnin sem Halldór Ásgrímsson, alþingis- maöur Framsóknarflokks og fyrrverandi sjávarútvegsráö- herra. samkomulag varð þó um. Halldór Ásgrímsson segir að látið verði á það reyna hvort einhver vilji sé hjá ríkisstjórn til þess að jafna þessi áföll. Hann gagnrýnir harðlega vinnubrögð hennar í málinu og seg- ir: „Við núverandi aðstæður bar rík- isstjórninni að reyna til þrautar að leita víðtækrar samstöðu innan sjáv- arútvegsins og milli stjómmála- flokkanna um að grípa til nauðsyn- legra ráðstafana. Ríkisstjómin kaus hins vegar að tala ekkert við stjómar- andstöðuna og hefur ráð hagsmuna- aðila í sjávarútvegi að engu. Ríkis- stjóm sem þannig stjómar getur varla setið lengi nema að breyta um starfshætti.“ Þá telur Halldór að þáttur Þorsteins Pálssonar í málinu sé sérkennilegur að því leyti að undarlegt sé að hann sem sjávarútvegsráðherra geti sætt sig við lausn sem bersýnilega er í andstöðu við hagsmuni sjávarút- vegsins og um leið þjóðfélagsins. Annaðhvort standi sjávarútvegsráð- Matthías Bjarnason, alþingis- maður Sjálfstæðisflokks, for- maður sjávarútvegsnefndar og stjórnarformaður Byggða- stofnunar. herra hverju sinni að því að gera það sem gera þarf eða segi af sér. Aðspurður hvort meirihluti sjávar- útvegsnefndar væri kominn í stjóm- arandstöðu í þessu máli og hvert framhald þess yrði af hálfu hennar og á Alþingi, sagði Halldór að nú ætti eftir að reyna á það hvort um væri að ræða storm í vatnsglasi eða raun- verulegan vilja til þess að koma fram breytingum og sagði síðan: „Ég met það svo að full einlægni sé af hálfu formanns nefndarinnar í þessum efnum. Ég geri mér hins vegar ekki grein fyrir því á þessari stundu hvort Davíð Oddsson ásamt Jóni Baldvin Hannibalssyni tekst að leiða þessa ríkisstjóm áfram á grundvelli þeirra villukenninga sem þeir komu sér saman um í Viðey forðum daga. Þeim ætlar að takast það ótrúlega lengi og nú er að sjá hvað þeir, sem segjast vera andvígir þessum leiðum, muni gera. — Nú er það í raun lagt í hendur Byggðastofnunar að skilgreina og leysa vanda byggðarlaga og fyrir- tækja því ekki má hrófla við Hagræð- ingarsjóði. Matthías Bjárnason er stjómarformaður Byggðastofnunar. Ríkisstjómin hafi nú falið stofnun- inni að koma með tillögur um aðstoð við þær byggðir sem skaðast mest af minnkandi þorskafla. Ljóst sé að stofnunin geti ekki lánað fé í þessum tilgangi nema að fyrir liggi traust veð. Þau fyrirtæki sem ekki eigi traust veð verði ekki hægt að lána nema þá að ríkisstjómin ákveði ann- að. „Það em auðvitað fyrst og fremst þeir sem stjóma landinu sem eiga að koma með tillögur og lýsa yfir hvað þeir vilja. Síðan er það Alþingis að fjalla um málin,“ sagði Matthías við Tímann í gær. Hann lýsti jafnframt vonbrigðum sínum með ákvörðun ríkisstjómar- innar. Henni verði ekki hnekkt en hins vegar sé hægt að gera margvís- legar ráðstafanir til að rétta af hag verst settu byggðanna og ríkisstjóm- inni beri að setja fram hugmyndir í þeim efnum. Hann segir að líta megi á ályktun sjávarútvegsnefndar á þann veg að hún sé viðvömn til stjómvalda fram- tíðarinnar um að slíkur skortur á samstarfi sem núverandi ríkisstjórn hafi sýnt sé með öllu óviðunandi. Halldór Ásgrímsson segir að ljóst sé að Byggðastofnun geti ekki leyst þann vanda sem við sé að etja. Það sama eigi einnig við um tvíhöfða nefnd ríkisstjómarinnar um sjávar- útvegsmál undir forystu tveggja for- manna; þeirra Þrastar Ólafssonar og Magnúsar Gunnarssonar. „Frá þeim hefur lítið heyrst um þessi mál þótt margir mánuðir séu liðnir síðan þeim var vísað til hennar. Það hefur líka komið fram hjá þingflokksfor- manni Alþýðuflokks að þessi tvíhöfða nefnd sé í reynd óstarfhæf. Henni var ætlað að hafa samráð við sjávarút- vegsnefnd þingsins, en við höfum lít- ið sem ekkert frá henni heyrt.“ —sá Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalags: Andlit forsætisráðherra meira virði en uppbygging þorsksins ,>lér finnst greinilegt að ágreining- ur milli ríkisstjórnarflokkanna og innan þeirra hefur ráðið meiru um þessa niðurstöðu en almenn skyn- semi og það að tryggja hagsmuni þjóðarinnar og jafnrétti byggðarlag- anna,“ segir Olafaur Ragnar Gríms- son um ákvörðun ríkisstjórnarinnar um fiskveiðar næsta árs. „Málið er svo alvarlegt að það var nauðsynlegt að ná niðurstöðu sem þjóðin teldi sanngjarna og skynsam- lega. í staðinn ákveður ríkisstjórnin 30% meiri afla á þorski en sérfræð- ingar lögðu upphaflega til, tillagan í byrjun var 150-170 þús. tonn." Ólafur segir ákvörðun ríkisstjóm- arinnar um 205 þús. tonna þorsk- veiði einungis tekna til að bjarga andliti forsætisráðherrans og að það sé greinilega meira virði en upp- bygging þorskstofnsins. Síðan er valin útfærsla sem felur í sér að sum byggðarlög muni hafa meiri afla- heimildir á næsta ári en í ár og þannig græða á öllu saman, á sama tíma og atvinnuöryggi annarra byggðarlaga, t.d. á Vestfjörðum og Ólafur Ragnar Grímsson, al- þingismaöur Alýöubandalags. Norðurlandi, er teflt á svo tæpt vað að í raun eru þau komin á fremstu brún hengiflugsins. Því geti ekki orðið samstaða um þessa niður- stöðu í landinu, þegar þjóðin stend- ur frammi fyrir einhverjum erfið- asta vanda sem hún hefur glímt við í nokkra áratugi. „Við í Alþýðubandalaginu hefðum viljað fara þá leið að úthluta nú hluta af þorskheimildunum og nota síðan afganginn af þeim og viðbótar- heimildir til að jafha milli byggðar- laganna svo að sú skerðing, sem þyrfti að koma, kæmi jafnt á öll byggðarlögin. Síðan væri aflaheim- ildum Hagræðingarsjóðs veitt til þeirra byggðalaga sem verst væru sett.“ Varðandi það að fela Byggðastofn- un athugun á vandanum, segist Ól- afur líta á það sem hálfgert grín. Davíð Oddsson forsætisráðherra hafi í heilt ár verið að lítillækka Byggðastofnun og talið hana fátt gera af viti og rýrt tekjumöguleika hennar. „Þessi vandi er af þeirri stærðargráðu að hann er ekki við- fangsefni starfsmanna Byggðastofn- unar, ríkisstjórnin á að sjálfsögðu að leysa hann sjálf. Hitt er aðeins katt- arþvottur," sagði Ólafur Ragnar Grímsson. -BS Þingflokksformaður krata, annar flutningsmaður ályktunar sjávarútvegsnefndar: Þingflokksformað- urinn alveg síma- sambandslaus? Össur Skarphéðinsson, þingflokks- Bjarnason, formaður nefndarinnar. formaður Alþýðuflokksins og vara- Össur sá sér ekki fært að ræða við formaður sjávarútvegsnefndar, var Tímann um málið í gær, en í álykt- annar flutningsmaður ályktunar uninni voru látin í ljós vonbrigði nefndarinnar sem samþykkt var á með störf ríkisstjórnarinnar. fundi í gær. Hinn var Matthías -BS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.