Tíminn - 30.07.1992, Blaðsíða 5

Tíminn - 30.07.1992, Blaðsíða 5
Fimmtdagur 30. júlí 1992 Tíminn 5 Agnar Hallgrímsson: HUGLEIÐING UM ÍSLAND OG EES í janúar é.I. birtist eftir mig grein í Tímanum, er fjallaði um samninga okkar íslendinga við Evrópubandalagið um svonefnt Evrópskt efnahagssvæði (skammstafað EES), sem þá voru í burðarliðnum. Frá því hún var rituð hefur það gerst í þessum málum helst, að Jón Baldvin hefur undirritað þennan samning fyrir hönd okkar íslendinga. Þetta átti sér stað hinn 2. maí s.I. og mun þess dags sennilega verða lengi minnst í íslandssögunni sem þess dags, er íslendingar glötuðu sjálfstæði sínu í annað skipti frá upphafl búsetu sinnar í landinu. Þetta er sem sagt búið og gert og verður ekki aftur tekið og nú er senn komið til kasta Alþingis að fjalla um þennan óhappa samning og staðfesta hann endanlega. Ríkisstjómin virðist hafa fullan hug á að keyra samninginn í gegn- um Alþingi núna síðsumars og skeyta í engu um vilja stjómarand- stöðunnar, sem krefst þess að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um hann, enda sé það beinlínis skylt, þar sem um brot á stjómarskránni sé að ræða og henni þurfi því að breyta. Á þetta hafa fjölmargir löglærðir menn bent og má þar meðal annarra nefna þá Guðmund Alfreðsson, þjóð- réttarfræðing hjá Sameinuðu þjóð- unum, og Ragnar Aðalsteinsson, for- mann Lögmannafélagsins, sem báð- ir telja samninginn kalla á stjómar- skrárbreytingu. Ríkisstjómin beitir hins vegar fyrir sig áliti svonefndrar lögfræðinganefndar, sem skipuð var af utanríkisráðherra nýlega til að skera úr um þetta, en hún komst að gagnstæðri niðurstöðu. Ég tel þó varhugavert að taka úr- skurð hennar allt of bókstaflega og vil benda á í því sambandi að tveir nefndarmanna em flokksbundnir sjálfstæðismenn, sá þriðji er skrif- stofustjóri í dómsmálaráðuneytinu. Um þann fjórða veit ég ekki, en tel þó ekki fráleitt að ætla að hann sé með öllu fjarhuga núverandi stjóm- arflokkum skoðanalega séð. Og hvað sem allri pólitík líður, tel ég það þó ekki fráleitt að ætla að í þessa nefnd hafi verið valdir eingöngu menn, sem vom ekki andsnúnir ríkisstjóm- inni í þessu máli. Annað væri í hæsta máta óeðlilegt Það er óumdeilt og þarf reyndar engan lögfræðing til að sjá, að EES- samningurinn felur í sér skerðingu á fullveldi íslendinga sem þjóðar, þar sem löggjafarvaldið færist að ein- hverju leyti til Brússel úr höndum Alþingis, sem samkvæmt stjómar- skránni skal fara með það ásamt for- seta íslands. Sama er uppi á teningn- um með dómsvald. Þar koma til sög- unnar yfirþjóðlegar stefnur í Evrópu óháðar íslenskum dómstólum. Ennfremur er það á allra vitorði að með þessum samningi erum við að ganga inn um anddyrið á Evrópu- bandalaginu, en innganga okkar í það myndi þýða endalok okkar sem sjálfstæðrar þjóðar fyrir fullt og allt. í bæklingi þeim, er Jón Baldvin lét senda inn á hvert heimili, er fátt bitastætt. Reynt er að draga upp glansmynd af EES-samningnum, en ekki minnst á neitt sem neikvætt er eða það sem orkað getur tvímælis. Ég get þó ekki stillt mig um að vitna hér til smáklausu í honum, þar sem talað er um íjáríestingar, en þar seg- ir orðrétt á bls. 9: „Meginreglan innan EES verður sú að engar hömlur megi leggja á Ijárfestingar einstaklinga eða fyrir- tækja þannig að mismunað sé eftir þjóðemi. Þetta gildir jafnt um fyrir- tæki, jarðnæði og aðrar fasteignir eftir að aðlögunartíma lýkur.“ Þar hafa menn það. Þetta er sem sagt meginreglan. Óhindmð eign og yfirráð útlendinga yfir löndum og Iausum aurum um ókomna framtíð. Eitt atriði vil ég nefna hér, sem ég veit ekki til að hafi komið fram áður í þessari umræðu. Samkvæmt EES- samningnum mun útlendingum heimilt að koma hingað í atvinnu- skyni hömlulítið. Alkunna er að at- vinnuleysi er mikið í löndum EES- svæðisins. Hingað mun því streyma ótölulegur fjöldi útlendinga í því skyni, þó einkum lægst launuðu stéttimar. Við íslendingar höfum blessunarlega ekki haft mikið af að segja kynþáttavandamálum í okkar landi, en með EES-samningnum kann þetta að breytast Ekki verður hjá því komist að hingað komi litað fólk, einkum frá Bretlandi þar sem þeldökkir menn em fjölmennir og þá einkum í lægst launuðu störfun- um. Enda þótt enginn sé að tala um að rækta hér hreina Aría, eins og Hitler sáluga dreymdi um forðum, er óhætt að fullyrða að við íslending- ar óskum ekki eftir því að Reykjavík verði eins útleikin og Los Angeles var eftir kynþáttaóeirðir nú á vor- dögum, með því að kalla slíkt vanda- mál yfir okkur að þarflausu. Við íslendingar höfum jafnan stært. okkur af því að vera lausir við herskyldu og útgjöld til hermála. En hvað skyldi það eiga langt í land að við yrðum skyldaðir til að leggja eitt- hvað af mörkum til Evrópuhersins, sem nú er verið að setja á stofn, ef við gengjum í EES? Ég held að við getum öll verið sammála um að slíkt sé ekki æskilegt fyrir okkar fámennu þjóð. Prestur einn, hvers nafn ég man nú ekki lengur, sagði í ríkisútvarp- inu nú fyrir nokkm að Islendingar hafi ávallt verið miklir Evrópusinnar og átt mikil samskipti við Evrópu, jafnvel þegar á miðöldum. Veit þá þessi ágæti maður ekki, að það var ekkert annað en utanfarir og utan- stefnur íslenskra höfðingja, er gerð- ust handgengnir Noregskonungum, sem olli falli íslenska þjóðveldisins á sínum tíma? Ef þessi samskipti við Evrópu hefðu aldrei komið til, hefð- um við sennilega aldrei glatað sjálf- stæðinu. Er ég næsta undrandi á hversu fáfróðir íslenskir prestar em um sögu landsins eftir vem sína í Guðfræðideildinni, ef þeir em marg- ir sama sinnis og þessi. Eftir tæp tvö ár höldum við ís- lendingar upp á, að liðin er hálf öld frá stofnun lýðveldis á íslandi, þar sem öll þjóðin stóð einhuga að baki að undangenginni þjóðaratkvæða- greiðslu. „Svo aldrei framar íslands byggö verði öðrum þjóðum háð“ orti Hulda skáldkona af því tilefni. Skyldi hana og aöra þá, sem að lýð- veldisstofnuninni stóðu, hafa boðið í Það er óumdeilt og þarf reyndar engan lögfrœöing tíl að sjá, að EES-samningurinn felur í sér skerðingu á full- veldi íslendinga sem þjóðar, þar sem löggjafarvaldið fœrist að einhvetju leyti til Briissel úr höndum Alþingis, sem samkvœmt sijómarskránni skal fara með það ásamt for- seta fslands. Sama er uppi á teningnum með dómsvald. Þar koma til sögunnar yfir- þjóðlegar stefnur i Evrópu óháðar íslenskum dómstólum. gmn, að innan svo skamms tíma hefði klafa ófrelsis og niðurlægingar verið smeygt um háls okkar án þess að við gætum þar nokkra rönd við reist? Allt vegna aðgerða misviturra stjómmálamanna, sem hika ekki við að drepa okkur í þennan dróma án þess að þjóðin fái sjálf að skera úr um það í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég held varla. Þess vega á það að vera skýlaus krafa af þjóðarinnar hálfu að krafan um stjómarskrárbreytingu verði tekin til greina og að þjóðin fái sjálf að skera úr um hvað hún vill í þessu máli með atkvæði sínu. Skoðana- kannanir sýna að lítill hluti þjóðar- innar vill að við göngum í EES, eink- um þær sem gerðar vom eftir að Danir höfnuðu Maastricht-sam- komulaginu. Hér er því verið að þröngva upp á þjóðina samningi, sem enginn meirihluti er fyrir með- al þjóðarinnar, og því ber að efna til kosninga sem allra fyrst Ég vil því hvetja alla þjóðholla ís- lendinga til að skera nú upp herör gegn þessum samningi. Sérstaklega vil ég beina orðum mínum til félaga minna í Félagi íslenskra fræða að þeir gangi fram fyrir skjöldu í þessu máli. Allir þeir, sem eitthvað hafa kynnt sér sögu íslands á liðnum öld- um, hljóta að sjá hvfiík vá er hér fyr- ir dymm, ef samningurinn verður staðfestur. Ef nógu margir em sam- taka um að koma í veg fyrir gildis- töku þessa samnings, þá mun ríkis- stjómin verða að láta undan þrýst- ingnum og sigur nást í málinu. Tök- um okkur í munn orð Jóns Sigurðssonar forseta og annarra fundarmanna á þjóðfundinum árið 1851: „Vér mótmælum allir" EES. Seljum ekki landið, höfum ísland fýrir íslendinga. Þá mun þjóðinni famast vel í framtíðinni. Höfundur er cand. mag. og starfar sem skrifstofumaður hjá Kaupfélag! Héraðs- búa. EES-samningurinn: F élagsmál launþega Um félagsmál launþega er á kveðið í 66.-71. gr. samningsins. „66. gr. Samningsaðilar em sam- mála um, að nauðsynlegt sé að stuðla að bættum starfsskilyrðum og lífs- kjömm launþega. 67. gr. 1. Samningsaðilar skulu sérstaklega leggja áherslu á að hvetja til umbótar, einkum varðandi vinnu- umhveríi, með tilliti til heilsu og ör- yggis launþega. Til að stuðla að því, að þessu markmiði verði náð, skulu lágmarkskröfur smám saman koma til framkvæmda og þá með hliðsjón af þeim aðstæðum og tæknilegu regl- um, er gilda hjá hverjum samnings- aðila. Slíkar lágmarkskröfur eru því ekki til fyrirstöðu, að samningsaðili láti strangari reglur um starfsskilyrði halda gildi sínu eða setji slíkar reglur, enda samrýmist þær samningi þess- um. — 2. í XVIII. viðauka (ath. hér ekki nánar að vikið) eru tilgreind nauðsynleg ákvæði vegna fram- kvæmdar lágmarkskrafna samkvæmt 1. mgr. 68. gr. Á sviði vinnulöggjafar skulu samningsaðilar gera nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja góða fram- kvæmd samnings þessa. Þessar ráð- stafanir eru tilgreindar í XVIII. við- auka (ath. hér ekki nánar að vikið). 69. gr. 1. Hver samningsaðili skal tryggja og viðhalda beitingu þeirrar meginreglu, að karlar og konur hljóti Um tilflutning launafólks á milli að- ildarlanda að Evrópsku efnahags- svæði er á kveðið í 28.-30. gr. samn- ingsins: „26. gr. 1. Frelsi launþega til flutn- inga skal vera tryggt í aðildarríkjum EB og EFTA-ríkjum. 2. Umrætt frelsi felur í sér afnám allrar mismununar milli launþega í aðildarríkjum EB og EFTA-ríkjum, sem byggð er á ríkis- fangi og lýtur að atvinnu, launakjör- um og öðrum starfs- og ráðningar- skilyrðum. 3. Með þeim takmörkun- sömu laun fyrir jafna vinnu. — Með „launum" er í þessari grein átt við venjulegt grunn- eða lágmarkskaup um, sem réttlætast af allsherjarreglu (public policy), almannaöryggi og al- mannaheilbrigði felur það í sér rétt til þess að (a) þiggja atvinnutilboð, sem raunverulega eru lögð fram; (b) fara að vild í þeim tilgangi um yfir- ráðasvæði aðildarríkja EB og EFTA- ríkja; (c) dveljast á yfirráðasvæði að- ildarríkis EB eða EFTA-ríkis í at- vinnuskyni í samræmi við ákvæði í lögum og stjómsýslufyrirmælum um starfskjör ríkisborgara þess ríkis; (d) að dveljast áfram á yfirráðasvæði að- ildarríkis EB eða EFTA-ríkis eftir að hafa starfað þar. 4. Ákvæði ásamt öllum öðrum greiðslum, hvort heldur er í fé eða fríðu, sem launþegi fær beint eða óbeint frá vinnuveit- anda sínum vegna starfs síns. — Með sömu launum án mismunar vegna kynferðis er átt við að: (a) laun fyrir sömu ákvæðisvinnu skuli miðuð við sömu mælieiningu; (b) laun fyrir tímavinnu skuli vera hin sömu fýrir sams konar starf. — 2. í XVIII. við- auka (ath. hér ekki nánar að vikið) þessarar greinar eiga ekki við um störf í opinberri þjónustu. 5. í V. við- auka (ath. hér ekki að vikið) eru sér- stök ákvæði um frelsi launþega til flutninga. 29. gr. Til að veita Iaunþegum og sjálfstætt starfandi einstaklingum frelsi til flutninga skulu samningsað- ilar á sviði almannatrygginga, í sam- ræmi við VI. viðauka (ath. hér ekki að vikið), einkum tryggja launþegum og sjálfstætt starfandi einstaklingum og þeim, sem þeir framfæra, að: (a) lögð verði saman öll tímabil, sem taka ber til greina samkvæmt lögum hinna ýmsu landa til að öðlast og viðhalda bótarétti, svo og reikna fjárhæð bóta; eru sérstök ákvæði um framkvæmd 1. mgr. 70. gr. Samningsaðilar skulu stuðla að því, að meginreglan um jafnrétti karla og kvenna verði virt (ath. hér ekki nánar að vikið) í fram- kvæmd. 71. gr. Samningsaðilar skulu leit- ast við að auka skoðanaskipti milli vinnuveitenda og launþega í Evrópu. (b) bætur séu greiddar fólki, sem er búsett á yfirráðasvæðum samnings- aðila. 30. gr. Til að auðvelda launþegum og sjálfstætt starfandi einstaklingum að hefja og stunda starfsemi skulu samningsaðilar í samræmi við VII. viðauka (ath. hér ekki að vikið) gera nauðsynlegar ráðstafanir varðandi gagnkvæma viðurkenningu á próf- skírteinum, vottorðum og öðrum vitnisburði um formlega menntun og hæfi, svo og samræmingu ákvæða í lögum og stjórnsýslufyrirmælum samningsaðila varðandi rétt launþega og sjálfstætt starfandi einstaklinga til að hefja og stunda starfsemi. Úr viðskiptalifinu Tilflutningur launafólks aðildarlanda á milli

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.