Tíminn - 30.07.1992, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.07.1992, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 30. júlí 1992 Tíminn 3 Búnaðarbankinn greiddi 280 milljónir í opinber gjöld í fyrra: Landsbyggðin á meiri inneignir en skuldir Um 70 milljóna kr. hagnaður varð af rekstri Búnaðarbankans á síðasta ári, eftir gjaldfærslu 102 milljóna kr. tekju- og eignarskatta. En heildargjöld bankans til hins opinbera námu 281 núljjón kr. „og er vert að geta þess hér, að bankinn nýtur engra sérréttinda gagnvart opinberri skattlagningu í skjóli þess að eigandinn er ríkið sjálft", segir í ársskýrslu BÍ fyrir árið 1991. Eig- ið fé bankans nám rúmlega 3,4 milþ'örðum kr. í árslok. Það þýddi 9,4% eig- infjárhlutfall, sem er langt yfir lögbundnu (5%) lágmarki. Heildarinnlán Búnaðarbankans námu rúmlega 31 milljarði króna í árslok, sem var 14,3% aukning á ár- inu. Tæplega 58% innlánanna voru í aðalbanka og útibúum á Stór- Reykjavíkursvæðinu, þ.e. nánast sama og það hlutfall landsmanna sem býr á þessu svæði. Heildarútlán bankans námu um 29,7 milljörðum í árslok og höfðu aukist um 19% á árinu. Vekur m.a. athygli að mua meiri skuldaaukning varð á árinu hjá fólki og fyrirtækjum í Stór- Reykjavík heldur en á landsbyggð- inni. Inneignir landsbyggðarmanna í bankanum eru hærri upphæð en skuldirnar, en það hlutfall er öfugt hjá borgarbúum, sem skulda meira í bankanum en þeir eiga þar inni. Mest áberandi breytingarnar á skipt- ingu útlánanna á s.l. fimm árum eru þær, að hlutur landbúnaðarins hef- ur snarminnkað, úr 24,4% árið 1987 niður í 15,2% í fyrra. Lán til opinberra aðila hafa næst- um tvöfaldast á sama tíma, úr 11,1% upp í 20,9% í fyrra. Hlutfall lána til einstaklinga hafa einnig aukist töluvert, eða úr 15,5% upp í 18,8% á síðasta ári. Lánveitingar til atvinnuveganna dreifast verulega: Samgöngur eru með tæp 15%, verslun 14%, iðnaður rúmlega 9% og sjávarútvegur 7% heildarútlánanna. Rúmlega 43% útlánanna eru verð- tryggð lán. Skuldabréfalán eru ann- ar stærsti útlánaflokkurinn (21%), enda hafa þau aukist mjög á síðustu árum. Hlutfall afurðalána hefur á hinn bóginn minnkað stórlega, eða úr 21% árið 1987 niður í tæplega 12% í fyrra. Innlánamegin er Metbókin „algert met“. Hlutur hennar í heildarinn- lánum hefur vaxið ár frá ári, en þó langmest á síðasta ári, eða úr 25% í 31% milli ára. Gullbókin hefur þó ennþá vinninginn með tæplega 34% heildarinnlána, en það hlutfall lækkaði úr 38% árið áður. Um 447 milljónir kr. voru á af- skriftarreikningi útlána í byrjun síð- asta árs. Á árinu voru afskrifuð útlán upp á 130 milljónir, en 354 milljón- ir lagðar inn á reikninginn. Á af- skriftarreikningi útlána voru því um 672 milljónir í árslok, eða sem svar- ar 1,8% af útlánum, áföllnum vöxt- um og veittum ábyrgðum. Stöðugildi hjá Búnaðarbankanum voru 491 í ársbyrjun og héldust óbreytt til ársloka. Heildarlauna- greiðslur námu 873 milljónum (tæplega 1.778 þús.kr.á stöðugildi að meðaltali). Hlutfall yfirvinnu í heildarlaunagreiðslum varð aSeins rúmlega 5%. Bifreiðakostnaður bankans var um 38 milljónir kr., hvar af rúmlega 29 milljónir fóru í bílastyrki til starfsmanna og rúm- lega 8 milljónir í reksturskostnað á 10 bflum í eigu bankans. Samanlagður hagnaður af fimm hlutdeildarfélögum bankans — Kaupþingi hf., Greiðslumiðlun hf., Lýsingu hf., Kreditkortum hf. og Reiknistofu bankanna — var rúm- lega 37 milljónir kr. og hefur því ekki alveg dugað til greiðslu fyrr- nefnds 38 m.kr. bflakostnaðar bank- ans. - HEI Tryggingastofnun ríkisins: 20% tekjutrygg- ingarauki greidd- urútnúíágúst Þegar bætur Almannatrygg- inga vegna ágústmánaðar verða greiddar út, munu b'feyrisþegar með tekjutryggingu fá uppbót, 20% tekjutryggingarauka. Þessi uppbót er í samræmi vlð kjarasamninga á vinnumarkaði um greiðslu orlofsuppbótar. Fulla uppbót, kr. 7.140 hjá ellitífeyrisþegum og kr. 7.267 hjá öryrkjum, fá þeir sem hafa óskerta tekjutryggingu, helmil- isuppbót og sérstaka heimilis- uppbót Tbkjutryggingaraukinn skerðist svo í sama hlutfalli og þessir bótaflokkar bjá lífcyris- þega. Þeir, sem ekki njóta tekju- tryggingar, fá enga uppbót A greiösluseðli mun þessi uppbót ekki koma sérstaklega fram, heldur verður hún lögð við upphæð hvers þessara þriggja bótaflokka. Greiðslur lífeyrisþega með þessar bætur verða heldur lægri í ágúst en í júlí, vegna þess að 28% tekjutryggingar- auki (láglaunabætur) var greiddur íjúlt -BS Landlæknir og Kvennadeild Landspítalans: Brjóstamjólkin er best fyrstu 4-6 mánuðina Alþjóðasamtökin WABA (Worid Alliance for Breastfeeding Action), sem vinna að því að verja, styðja og örva brjóstagjöf í heiminum, hafa ákveðið að helga vikuna 1.-7. ágúst brjóstagjöf. Margir aðilar vinna innan vébanda þessara samtaka, s.s. alþjóðasamtök Ijósmæðra, hjúkrunarfræðinga og bamalækna og áhugafélög um brjóstagjöf. Markmið samtakanna er að samræma og koma áleiðis upplýs- ingum um brjóstagjöf milli landa og milli hinna ýmsu heilbrigðisfaghópa. Ráðgjafahópur á vegum Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar hefur bent á í skýrslum sínum að brjóstagjöf hafi verið á undanhaldi og þurrmjólkur- neysla hafi aukist. Þetta megi rekja til þess að heilbrigðisstéttir hafi ekki stutt brjóstagjöf nægilega, þekkingu og fæmi til að leiðbeina konum með barn á brjósti skorti og ekki sé skiln- ingur á þörfum mjólkandi mæðra. Hópur ljósmæðra og hjúkmnar- fræðinga frá Kvennadeild Landspítal- ans og Landlæknisembættið vilja reyna að fá svar við spumingunni hvort þetta eigi við um t'slenskar að- stæður. Gera á könnun og safna upp- lýsingum um brjóstagjöf. Hópurinn segir að líklega hafi íslendingar sér- stöðu meðal þjóða hvað brjóstagjöf varðar, því að nær allar konur byrji með bam sitt á brjósti eftir fæðingu. Hins vegar sé lítið vitað hversu lengi brjóstagjöf vari meðal íslenskra kvenna. Bent er á að brjóstamjólkin er besta næringin fyrir nýfædda bam- ið og oftast þurfi það ekki aðra nær- ingu fyrstu 4-6 mánuðina. -BS Tvö innbrot í fyrrinótt: Tóbaki stolið Tilkynnt var um innbrot í Golf- bylgjuofni stolið, en í sölutumin- klúbb Ness á Seltjarnarnesi í um tóbaki og skiptimynt, og virð- fyrradag og í söluturninn að Star- ist sem tóbaksinnbrot færist í vöxt mýri 2. um þessar mundir. Málið er í í Golfklúbbnum var tóbaki og ör- rannsókn hjá RLR. —GKG. Starfsfólk hins nýja útibús Landsbankans á Seltjarnamesi. F.v. Ás- dís Gunnarsdóttir afgreiðslustjóri, Helga Guðfinnsdóttir, Elín Jóna Gunnarsdóttir og Þórunn Ragnarsdóttir útibússtjóri. Nýtt bankaútibú opnað á Nesinu Fyrr í mánuðinum opnaði Landsbanki íslands nýtt þjónustuútibú að Aust- urströnd 1 á Seltjamamesi, Seltjarnaraesútibú. í Seltjarnamesútibúi Landsbankans er veitt öll almenn bankaþjónusta, en sérstök áhersla verður lögð á sérhæfða þjónustu fyrir einstaklinga. Lands- bankinn hefur verið brautryðjandi í því að aðlaga þjónustu sína að þörfum og óskum viðskiptavinanna. I þessu sambandi má minna á Námuna — námsmannaþjónustu Landsbankans, Vörðuna, sem er sérhæfð þjónusta fyr- ir einstaklinga, og RS, sem er regíu- bundinn spamaður. Landsbankinn hefur mótað nýja stefnu varðandi útibú sín. Felst hún í því að landinu og höfuðborgarsvæð- inu er skipt upp í umdæmi og í hverju þeirra verður staðbundið aðalútibú — umdæmisútibú. Önnur útibú á sama svæði heyra undir umdæmisútibúið. Umdæmisútibú á höfuðborgarsvæð- inu eru Austurstrætisútibú, Austur- bæjarútibú og Breiðholtsútibú. Nýja afgreiðslan á Seltjamamesi heyrir undir Austurstrætisútibú. —sá lambakjöl á funheitu grilltilboði • lambakjöt á funheitu grilltilboði • lambakjöt á funheitu grilltilboði • lambakjöt á funheitu grilltilboði HREINASTI BUHNYKKUR LAMBAKJÖT Á FUNHEITU GRILLTILBOÐI MEÐ MINNST 15% AFSLÆTTI Kryddlegnar framhryggjarsneiðar, rauðvínsleginn hryggur, kryddlegnar grillsneiðar. Notið tækifærið, gerið kjarakaup og setjið lambakjöt á funheitu grilltilboði - beint á grillið. lambakjöt á funheitu grilltilbobi • lambakjöt á funheitu grilltilboði • lambakjöt á funheitu grilltilbodi • lambakjöt á funheitu grilltilbobi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.