Tíminn - 31.07.1992, Side 3

Tíminn - 31.07.1992, Side 3
Föstudagur 31. júlí 1992 Tíminn 3 Þingmenn Vestfjaröa og viöbrögö viö afskiptaleysi ríkisstjórnar gagnvart byggöum sem fara verst út úr skeröingu þorskaflans: Ljóst má vera að rfldsstjórnin á nú í alvarlegri kreppu vegna ákvörðunar sinnar um veiðiheimildir á næsta ári. Bæði hefur mjög verið gagnrýnt að leyfðar hafi verið meiri veiðar á þorski en 190 þúsund tonn þegar bæði innlendum og erlendum fræðimönnum ber saman um að ástand hiygningastofnsins sé mjög alvariegt. Þá sætir rfldsstjórnin mjög þungri gagnrýni fyrir það að ætla lítið að gera til þess að létta undir með þeim byggðariögum og fyrir- tækjum sem verst fara út úr minni þorskafla, en þau eru einkum á Vestfjörðum. Þá er skemmst að minnast ályktunar sjávarútvegsnefndar frá í fyrradag þar sem afskiptaleysi rfldsstjómarinnar og viljaleysi til samstarfs við nefndina og hagsmunaaðila er harðlega gagniýnL Aðeins einn sjálfstæðisþingmaður í nefndinni greiddi atkvæði gegn ályktun sjávarútvegsnefndar, tveir sátu hjá og einn var flutnings- maður hennar; Matthías Bjarnason, fyrsti þingmaður Vestfjarða. Tíminn ræddi við þingmenn Vestflarðakjördæmis um á hvern hátt þeir hygðust bregðast við vanda byggða og fyrirtækja í kjördæmi þeirra í kjölfar ákvörðunar rfldsstjórnar og sjávarútvegsráðherra og hvort þeir hefðu haft eða myndu hafa samráð sín í milli um að- gerðir eða stefnu í málinu. Ekki náðist í Einar K. Guðfinnsson, Sjálfst.flokki, né Jónu Valgerði Kristjánsdóttur, Kvennalista, en talað var við Kristínu Ástgeirsdóttur, Kvennalista, í hennar stað. Svör þingmannanna fara hér á eftir. —sá Ólafur Þ. Þórðarson, Framsóknarflokki: Ekki víst að Davíð þurfi að segja af sér „Þingmenn Vestfjarða hafa ekki komið saman til að ræða þessa stöðu," segir Ólafur Þ. Þórðarson, þingmaður Vestfirðinga. „Þing- menn Vestfjarða em 6 af 63 og breyta þess vegna engu á Alþingi íslendinga. Hitt er annað mál að ef þessi ríkisstjóm fellur, þá liggur fyrir að enginn mun una þeim regl- um sem fram vom settar.“ Ólafur segir að ríkisstjórnin þurfi nú að leysa annað dæmi, þ.e. að koma saman fjárlögum, fyrir utan það að EES málunum sé ekki lokið. Þannig að margt geti gerst. „Það er ekki víst að Davíð þurfi að hafa fyr- ir því að segja af sér, það er hugsan- legt að hann fái á sig vantraust." Ólafúr bendir á að þegar að erfið- lega hefúr gengið hjá öðmm í sjáv- arútvegi, m.a. þeim sem veitt hafi loðnu, þá hafi sjávarútvegurinn sem heild verið látinn bera afleið- ingamar af þeim ákvörðunum sem Sighvatur Björgvinsson, heilbrigðisráðherra: Breyta þarf lögumum stjórnun f iskveiða þá voru teknar. Nú þegar menn ákveða að skerða þorskinn þá er ákveðið að þeir sem hafi átt þorsk- kvóta skuli einir bera það. En til að bæta þjóðarbúinu þetta upp, sem telur höggið of þungt fyrir sig, þá er auðkveðið að auka sókn í aðrar tegundir, þannig að útgerðir í Reykjavík og Vestmannaeyjum fá ríflega viðbót. Ólafur segir að það hafi verkað á sig sm hálfgert skop að sjávarút- vegsráðherra talaði um að Byggða- stofnun ætti 300 millj. lánsfjár- heimildir. „Hann mætti vita það að með þeirri reglugerð sem sett var, þá er ekki útlit fyrir að Byggða- stofnun hafi möguleika á að nýta sér þær heimildir." -BS Sighvatur Björgvinsson, þingmað- ur Vestfirðinga, segist hafa rætt við Vestfjarðaþingmenn Sjálfstæðis- flokksins um vanda byggðarlagsins eftir ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Einnig hafi hann rætt við fólk í kjör- dæminu og það sé alveg ljóst að þar sé óánægja. Niðurskurðurinn bitni mjög á Vestfjörðum sem þorskveiði- svæði og eins og lögin um stjórn fiskveiða séu frágengin, þá sé ekki unnt að bregðast við vandanum inn- an ramma laganna, það verði að gera breytingar á lögunum til þess að það sé hægt. Sighvatur telur að aifla- heimildir Hagræðingasjóðs séu að- eins bitamunur en ekki fjár, þær séu það litlar að þær vegi lítið í þeim erf- iðleikum sem fyrirtæki á Vestfjörð- um eigi í. Tólf þús. tonn þorskígilda leysi ekki vanda sjávarútvegsins. Sighvatur segist vonast eftir um- sögn Byggðastofnunar fljótlega. Síð- an taki ríkisstjómin þau mál fyrir í samræmi við þá samþykkt sem hún hefur þegar gert. -BS Kristín Ástgeirsdóttir, þingflokksformaður Kvennalista: Ríkisstjórnin að skjóta vandanum út í loftið Matthías Bjarnason, Sjálfstæðisflokki: Aðalatriðið að ranglætið sé leiðrétt Matthías Bjamason, þingmaður Vestfirðinga, sem hefur sagt sig úr miðstjóm Sjálfstæðisflokksins, segir að til að rétta hlut Vestfirðinga þurfi þingmeirihluta og vilja þeirrar ríkis- stjómar sem situr. Hann telur skyldu hennar að leiðrétta ranglæt- ið. „Ég ætla ekkert að setja það á odd- inn hvort það er gert með einhverri einni aðferð en ekki annarri. Ef ríkis- stjórnin vill alls ekki beita Hagræði- nagarsjóði og vill gera það með öðr- um hætti, þá er það aðalatriði að ranglætið sé leiðrétt." Matthías segir að ef ekkert verði að gert sjái hann ekki annað en hræði- lega framtíð fyrir þessar byggðir, ekki eingöngu Vestfirði heldur margar aðrar útgerðir sem verði hart úti. -BS „Mér þykir nú teflt á tæpasta vað í út- hlutunum á þorskkvótanum. Réttara hefði verið að fara nær tillögum fiski- fræðinga. Það má ekki gleyma því að tillögur Alþjóðahafrannsóknaráðsins voru töluvert lægri en þetta, þannig að það er ljóst að verið er að taka áhættu. Réttara hefði verið að taka dýfuna strax og reyna að byggja upp þorsk- stofninn hraðar," segir Kristín Ást- geirsdóttir, þingflokksformaður Kvennalista. Kristín lýsir einnig furðu sinni á meðferð aflaheimilda Hagræðingar- sjóðs og telur að við þessar aðstæður sé nauðsynlegt að reyna að jafna áfall- ið með úthlutun á þeim. Hún telur til- löguna um að láta Byggðastofnun gera úttekt á stöðunni einungis þýða frest- un á að tekið verði á vanda byggðar- laganna og fyrirtækjanna sem í hlut eiga. Kristín bendir á að fram hafi komið í máli Matthíasar Bjamasonar, stjómar- formanns Byggðastofnunar, að stofn- „Ég hef ekki haft samband við þing- menn Vestfirðinga vegna ákvarðana ríkisstjórnarinnar," segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Vestfirðinga. „Matthías Bjarnason hefur haft nóg á sinni könnu að glíma við eigin flokk og sjálfur hef ég ekki verið í bænum. Ég tel hins vegar fullvíst að þingflokk- ur Alþýðubandalagsins muni beita sér mjög hart fyrir úrbótum og lagfær- unin hafi lítið sem ekkert fé í slíka rannsókn, hvað þá að hún hafi pen- inga til að hjálpa byggðarlögum eða fyrirtækjum. ,Mér finnst því,“ segir Kristín, „að ríkisstjómin sé í raun að skjóta vandanum eitthvað út í loftið." Kristín telur það augljóst mál að við svona aðstæður verði hagsmunir sjáv- arútvegsins, sem við byggjum lífsaf- komu okkar á, að hafa foigang og að ríkissjóður verði að taka á sig skellinn. Kvennalistinn lagði til á þingi í vetur að ríkissjóður tæki lán til að halda uppi atvinnu í landinu. Segja mætti að úthlutun á kvóta Hagræðingarsjóðs jafngilti því að ríkissjóður væri að taka slíkt Ián. „Hinu megum við heldur ekki gleyma að jafnframt þessu þá verða menn að sýna raunsæi og fara ofan í stöðu fyrirtækjanna. Við getum ekki haldið fyrirtækjum áfram gang- andi, sem eiga sér enga framtíð. Það verður að leita annarra leiða og útvega fólki þá aðra vinnu,“ sagði Kristín Ást- geirsdóttir að lokum. -BS ingu á þessari skrýtnu ákvörðun ríkis- stjórnarinnar. Ég tel að þar standi menn saman sem einn maður." Kristinn segir að það byggi allt sam- an á að breyta lögum þegar Alþingi kemur saman, annaðhvort lögum um Hagræðingasjóðinn eða þá lögum um stjórn fiskveiða, hvort tveggja komi til greina. Málin hafa þó enn ekki verið rædd í flokknum. -BS Kristinn H. Gunnarsson, Alþýðubandalagi: Breyta þarf lögum þegar Alþingi kemur saman AUGLYSING UM INNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ *) ÁKR. 10.000,00 1984-1 .fl. 01.08.92-01.02.93 kr. 57.954,71 *)lnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur.. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, Júlí 1992. SEÐLABANKI ÍSLANDS

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.