Tíminn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1992næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Tíminn - 31.07.1992, Blaðsíða 6

Tíminn - 31.07.1992, Blaðsíða 6
6 Tíminn Föstudagur31. júlí 1992 Kannski var eitthvað til í því sem Jeltsín sagði þegar hann hleypti öllu í bál og brand fyrir mánuði: Eru bandarískir stríðsfangar í Sov- étríkjunum gömlu ennþá á lífi? Nokkur fjöldi Bandaríkjamanna, sem teknir voru höndum í lok síð- ari heimsstyijaldarinnar, gætu enn verið á lífi í Rússlandi, segir í dagblaðinu Izvestia í gær. Dagblaðið hefur það eftir Dmitry Volkogonov hershöfðingja að a.m.k. 39 manns með bandarísk vegabréf, en af slavneskum upp- runa, sem teknir hafi verið höndum í stríðinu hafi verið komnir til Sov- étríkjanna árið 1945. í síðasta mánuði gaf Borís Jeltsín í skyn að einhverjir bandarískir fangar gætu enn verið á lífi ein- hversstaðar í gömlu Sovétríkjun- um. Ummæli hans þessa eðlis settu af stað mikið fjaðrafok í fjölmiðlum skömmu áður en kom til fundar þeirra Jeltsíns og Bush, forseta Bandarfkjanna. Volkogonov er varaformaður nefndar, sem ætlað er að rannsaka hvort bandarískir ríkisborgarar, teknir til fanga í síðari heimsstyrj- öldinni, Víetnamstríðinu eða Kór- eustyrjöldinni, séu enn á lífi ein- hversstaðar í Sovétríkjunum gömlu. Volkogonov segir að grunur sinn sé studdur gögnum, sem hann hafi uppgötvað í skjalasafni KGB. í þeim kemur fram að KGB, sem á sínum tíma gekk undir nafninu NKVD, hafi þvingað Bandaríkjamennina tií þess að láta vegabréf sín af hendi og taka upp sovéskt ríkisfang. Þeir, sem neituðu þessu, voru umsvifalaust dæmdir til 15 til 25 ára fangabúðavistar fyrir njósnir. Hinir, sem samþykktu, lentu reynd- ar líka í fangelsi, en sem sovéskir ríkisborgarar. Þeir gætu nú verið niðurkomnir nær hvar sem er í Sovétríkjunum gömlu. Volkogonov sagði að hlutverk sitt væri að finna þetta fólk, en það væri þrautin þyngri. Ekki treysti hann sér til að nafngreina nokkurn þess- ara manna. —Reuter/Krás. Mútugreiðslur AB Bofors eins og gamall uppvakningur í sænskum stjórnmálum: Greiddi Bofors mútur eða ekki? Það mun brátt lýðum Ijóst! Búist er við því að Svisslendingar aflétti bráðlega bankaleynd á pen- ingagreiðslum, er varða sænska fyrirtækið Bofors og greiðslur þess til Indverja vegna vopnasölusamninga. Þegar þessi skjöl, sem hér um ræðir verða gerð opinber, mun sjást svart á hvítu hvort Boforsfyrirtækið sænska borgaði mútur eða ekki. Ásakanir um slíkt komu fram fyrir fimm árum og hafa valdið deilum í Svíþjóð æ síðan. Fyrirtækið AB Bofors, sem er dótturfyrirtæki Nobel Industrier AB, var sakað um að hafa mútað ind- verskum embættismönnum, svo koma mætti á gríðarmiklum vopna- sölusamningi. Vopnasamningurinn fól í sér sölu á fallbyssum að mestu leyti og hljóð- aði uppá 1.3 miljarða dala. Svíar hafa ávallt neitað ásökunum Indverja um að hafa beitt mútum til þess að greiða fyrir samningnum. Þeir segja að greiðslurnar, ef ein- hverjar, hafi verið umboðslaun til sölufulltrúa. Sænsk stjórnvöld hafa sagt að þessu máli sé lokið af þeirra hálfu og engar kærur muni verða útgefnar. I fréttaþætti í sænsku útvarpi var haft eftir svissneskum embættis- manni að bankar þar í landi myndu bráðlega birta gögn, sem sýndu svart á hvítu hverjir það væru sem fengu 319 miljónir sænskra króna (um 3 miljarða ísl.kr.) frá Bofors. í þessum fréttaþætti var einnig sagt frá því að eigendur þessara bankareikninga hefðu barist í fimm ár fyrir því að nöfn þeirra yrðu ekki birt. Nú er fastlega búist við því að hæstiréttur í Lausanne felli dóm þar sem birting nafna reikningseigenda verði gerð opinber. Mútugreiðslur Bofors komust í hámæli árið 1987 þegar sænska út- varpið sagði frá því að embættis- menn í stjórn Rajivs Gandhi, sem þá var forsætisráðherra Indlands, hefðu þegið mútur gegn því að kaupa vopn af Bofors, í stað þess að eiga viðskipti við samkeppnisaðila fyrirtækisins. Samkeppnisaðilarnir voru frönsk og austurrísk fyrirtæki, sem framleiddu og seldu fallbyssur og sprengjuvörpur. Þessar ásakanir stuðluðu á sínum tíma að ósigri Kongressflokksins í kosningum árið 1989. Rajiv Gandhi, formaður flokksins, var síðan myrt- ur í maí árið 1991, en það er önnur saga. I mars síðastliðnum varð þáver- andi utanríkisráðherra Indlands, Madhavsinh Solanki, að segja af sér embætti vegna ásakana um að hann hefði beitt áhrifum sínum til þess að koma í veg fyrir rannsókn á þessum mútugreiðslum. —Reuter/Krás. Reynt að bjarga 220 útlendingum Menn frá S.Þ. reyna nú að vinna að því bak við tjöldin að bjarga 220 manns af erlendum uppruna frá Sarajevo. Þetta fólk lokaðist inni í borginni þegar átökin hófust í Bosníu fyrir fjórum mánuðum síðan. Meðal þessa fólks eru 20 Vesturlandabúar og hópur læknastúdenta frá Mið- austurlöndum. í Róm hittust bæði ráðherrar varnar- og utanríkismála þjóða, sem tilheyra Vestur-Evrópubandalaginu og ræddu leiðir til þess að halda uppi friðargæslu og hjálparstarfi á svæðinu. Frakkar telja að besta lausnin til þess að tryggja öryggi flóttamanna sé að koma upp griða- svæðum inni á sjálfum átakasvæð- unum í gömlu Júgóslavíu. Margrét Danadrottning vinsæl í Eystrasaltsríkjunum: Loka þurfti götum í miðborg Rígu vegna heim- sóknar drottningarinnar Umferðarongþveití varð í Rígu í frægu miðaldaborg. Lettar tóku gær, þegar Margrét Danadrottn- vel á mótí Margrétí, en hún hefur ing kom þangað í opinbera heim- verið í heimsókn í Eystrasalt- sókn. slöndunum. í síðustu viku sótti Þegar Margrét drottning fór í hún Eista heim og í dag, fðstu- skoðunarferð um borgina, varð að dag, mun hún halda tll Litháen. loka nokkrum götum í miðborg- Tilgangurinn með ferð hennar er inni vegna mannfjöldans, sem að tryggja enn frekar en orðið er safnaðist þar saman. samband og samskiptí Danmerk- Margrét fór um miðborgina og ur og Eystrasaltsþjóðanna. skoðaði garða, dómkirkjuna og — Reuter/Krás. ýmis minnismerid í þessari sögu- BERLÍN - Fyraim leiðtogi Aust- ur-Þýskalands, Erich Honecker, var fluttur til Þýskalands I gær og honum birt ákæra um að hafa látið myrða 49 manns við landa- mæri Austur- og Vestur- Þýska- lands. ( Moskvu birtist grein i dag- blaðinu Pravda þar sem borið var lof á Honecker og sagt: „Fyrir- gefðu okkur, Erich Honecker." Þá sagði i Pravda að núverandi leið- toga Rússlands gætu beðið sömu öriög og Honecker nú. Eins og kunnugt er var Pravda málgagn Kommúnistaflokks Sov- étrikjanna. MOSKVA - Hugsanlegt er að einhver fjöldi bandariskra stríðs- fanga frá þvi í siðari heimsstyrj- öldinni hafi verið fluttir til Sovét- ríkjanna og séu þar enn á Iffi. Dmitry Volkogonov hershöföingi sagði I samtali viö dagblaöið Iz- vestia að líklega hefðu 39 menn með bandarlskt vegabréf en af slavneskum uppruna verið teknir höndum í lok stríðsins og sendir til Rússlands. BAGDAD - Forseti (raks, Sadd- am Hussein, hefur stokkað upp i rikisstjórn sinni. Hann hefur skip- að nýjan utanríkisráðherra og nýjan fjármálaráðherra sam- kvæmt heimildum frá hinni opin- beru fréttastofu landsins, INA. BAALBEK, Líbanon - Skæru- liöar Hizbollah- hreyfingarinnar, sem hliðholl er klerkastjórninni i (ran, létu af hendi stærstu búðir sinar í Libanon og afhentu þær stjórnvöldum til yfirráða. Þetta er hluti áætlunar um að koma land- inu undir yfirráð löglega kjörinna stjórnvalda. BONN - Háttsettur maður í þýsku lögreglunni varaði við itölsku mafíunni og sagði að hún væri að hreiðra um sig i þeim hluta iandsins sem áöur var Austur- Þýskaland. Mafían keypti þar fasteignir og stundaði „pen- ingaþvott“, en peningarnir væru ágóði af eiturlyljasölu viða um heim. BEIJING - Kinverjar hafa visað 170 Afgönum úr landi, eftir því sem fulltrúi i flóttamannahjálp S.Þ. segir. Afganirnir leituðu til Kína sem pólitískir flóttamenn þegar bylting var gerö í landi þeirra. NO YAM, (srael - Gríðarieg sprenging varð í vopnabúri Isra- ela í gær. Vopnabúrsins hafði verið mjög vel gætt, en allt kom fyrir ekki. Tveir menn létu lífiö, en sprengingin var svo öflug að ná- læg hús hrundu til grunna. Um það bil 40 manns særðust alvar- lega. MERKIÐ VIÐ 13 LEIKI Leikir 1. og 2. ágúst 1992 Viltu gera uppkast að þinni spá? 1. OPE-Alnö O [T1EC2 ] 2. Tafteá — Morön U 00E 3. Visbv IF Gute— Tvresö u 11 ii x im 4. IHK Vásterás — Södertálje □ mmm 5. Hundiksvall — Karlskoga y raaH 6. Norrstrand — Ludvika y mmtn 7. Vaxjö —Kalmar AIK 8. Holmalund — Mölnlycke Hmmm 9. FC Jönköping — Strömstad BE0H] 10. Mellerud — Huskvama H rnmm 11. Astrio — Varberg h mnnm 12. Norvalla — IFK Trelleborg ee mnrim 13. Tommelilla — ASA E 000 J ■> O ■ ■ OI I® I Q 3 1 CO QC z < z i o J cc =3 3 Q n\ Q O. tr I ■ZD tn ■x. cr IC _i UJ u. £ ■Q ú | FM95.7 2 1 J z s < Q < \i i m 13 Q •>- n. >1 sah 1 I JTA xí r \ .s 2 11 X 1 1 1 2 1 X X 1 6 3 1 2 X 1 1 1 X 1 1 1 1 X 7 3 0 3 X 1 X 2 X 2 1 2 1 1 4 3 3 4 2 1 1 1 1 X 1 2 X 1 6 2 2 5 1 X 1 2 1 1 X 1 2 1 6 2 2 6 1 2 2 1 2 1 2 1 1 X 5 1 4 7 X 2 1 2 1 2 2 1 2 1 4 1 5 8 1 2 X 2 X X 2 2 1 1 3 3 4 9 1 1 1 1 1 1 1 2 2 1 8 0 2 10 2 2 1 2 1 2 2 X X 2 2 2 6 11 1 X X 1 2 2 1 1 X X 4 4 2 12 1 2 2 2 X 2 2 X 2 2 1 2 7 13 1 1 1 1 2 1 1 1 2 1 8 0 2 STAÐA HEIMALIÐA f! 0PE 144 64 23-19 18 4 Táltea 144 5 512-16 17 6 Visby 1444 6 18-24 16 4 IFK Varseras 1482427-16 26 3 Hudiksvall 14 43 7 17-33 15 6 Norrstrand 14 7 1 2 19- 9 22 1 Vaxjo 14446 18-23 16 6 Holmalund 143 5 6 16-23 14 7 Jonköping 14 53 6 12-19 18 4 Mellerud 10 7 0322-17 21 1 Astro 1434 7 18-22 13 7 Norvald 1443 7 11-20 15 7 Tommelilla 1461719-21 19 5 STADA ÚTILIDA 'OL *3 •■S 2! Alnö 14 65 3 23-17 23 3 Morön 14 54 5 16-14 19 5 Týresjö 14 3 65 18-18 15 6 Södertalje 143 6518-18 15 5 Karlskoga 14 63 525-20 21 4 Ludvika 14365 12-16 15 5 Kalmar 14 74 324-15 25 3 Mölnlycke 14 5 3 620-18 18 3 Strömstad 143 5 6 16-23 14 6 Huskvama 14 65 3 28-16 23 3 Varborg 14 52 7 18-21 17 5 Trelleborg 145 6327-17 21 3 Asa 14 52 7 16-22 17 6

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað: 140. Tölublað (31.07.1992)
https://timarit.is/issue/281525

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

140. Tölublað (31.07.1992)

Aðgerðir: