Tíminn - 31.07.1992, Blaðsíða 1
HronwWw
Föstudagur
31. júlí 1992
140. tbl. 76. árg.
VERÐ í LAUSASÖLU
KR. 110.-
Svín og naut á góðri leið með að ryðja lambinu af diskum landsmanna:
Kindakjötið er í fyrsta sinn
minna en 50% kjötsölumar
Þau tímamót eru í Iq'ötsölumálum um þessar mundir að kindakjöt-
ið hefur í fyrsta sinn orðið að hopa niður fyrir helmingshlutfall af
seldu kjöti í landinu. Hlutfall nautsins slagar orðið hátt í helming á
við lambið. Svínið virðist samt helsti sigurvegarinn í samkeppninni
um stöðugt vaxandi hylli þeirra sem sjá um kjötinnkaup íslenskra
heimila
. Sala á alifuglakjöti breytist hins veg-
ar lítið ár frá ári. Einnig virðist at-
hyglivert hvað heildarsala á kjöti
minnkar mikið ár frá ári, eða úr rúm-
lega 70 kflóum á mann árið 1985 nið-
ur í tæplega 62 kfló á mann á síðasta
ári, svo dæmi sé tekið. Samverkandi
árhrif þessa eru m.a. þau að sala
kindakjöts hefur þessi sömu ár
minnkað úr 43,2 kflóum á mann nið-
ur í aðeins 31,2 kfló á síðasta ári. Þetta
þýðir meira en fjórðungs samdrátt í
sölu. Kindakjötið var enn nærri því
62% af öllu seldu kjöti innanlands um
miðjan síðasta áratug. Hlutur þess
lækkaði þó stórum þegar árið eftir, í
55% næstu tvö árin, og hélt svo áfram
að síga hægt en örugglega í tæplega
54% í lok áratugarins. Árið 1991 varð
annað „hrap“ í kindakjötssölunni,
þegar það marði aðeins helminginn
(50,4%) af kjötsölu ársins. Síðustu 12
mánuði (júlí-júni) hefur fjallalambinu
síðan verið ýtt niður fyrir helmings-
markið — og m.a.s. niður fyrir 49%
kjötsölunnar tímabilið aprfl-til júní sl.
Nautakjötið hefur aukið sinn hlut á
kjötmarkaðinum úr um 15% um
miðjan síðasta áratug og komst mest
upp í 21% tveim árum síðar. í fyrra var
hlutfall nautakjötsins tæplega 20%
(um 12,1 kg. á mann) og rétt rúmlega
það sl. tólf mánuði.
Svínið verður þó að teljst hlutfalls-
legur sigurvegari á kjötmarkaðinum.
Svínakjöt var aðeins rúmlega 9% af
seldu kjöti um miðjan níunda áratug-
inn. Segja má að það hafi síðan aukið
hlut sinn jafnt og þétt upp í rúmlega
16% í fyrra og á þessu ári. Þetta er yfir
50% aukning á nokkrum árum. Sala
svínakjöts svaraði til 10 kg á mann á
síðasta ári.
Samanlagt höfðu naut og svín tæp-
lega fjórðung markaðarins um miðjan
níunda áratuginn. Þetta hlutfall en nú
komið upp í tæplega 37% síðustu tólf
mánuðina.
Sala alifugla virðist á hinn bóginn
breytast hlutfallslega lítið. Árið 1985
seldist álíka mikið af alifuglakjöti og
svínakjöti, eða rúmlega 9% af heildar-
sölunni. Það hlutfall hefur síðan bæði
heldur minnkað og heldur aukist, en
var samt ennþá aðeins undir 10% í
fyrra sem og núna undanfama mán-
uði.
Þá er aðeins ónefnt hrossakjötið. Sala
þess hefur lítið breyst og verið á milli
4-5% heildarkjötsölunnar í landinu
síðustu árin. - HEI
Tlmamynd Pjetur
Ný Geirsgata
Framkvæmdir standa nú yfir við gömlu
höfnina í Reykjavík og er verið að reka nið-
ur stálþil til að færa út austurbakka hafnar-
innar skammt frá Bakkastaeði og bæki-
stöðvum Faxamarkaðar en húsið sem hýsir
fiskmarkaðinn var áður vöruskemma
skipafélagsins Hafskips.
Fyllt verður upp í höfnina fyrir innan þil-
in þama og í baksýn má sjá hvar búið er að
fylla verulega upp fyrir framan Tollstöðina
og Hafnarhúsið en þama er verið að undir-
búa lagningu nýrrar umferðaræðar, Geirs-
götu.
Gullfoss sálugi, millilandafarþegaskip
Eimskipafélagsins, lagðist á sínum tíma
við bryggju framan við tollstöðina. Nú eiga
íslendingar ekkert farþegaskip lengur og
e.t.v. má segja að því sé við hæfi að
„Snorrabúð verði stekkur". —GKG.
Skattframtölin sýndu 9,8% almennar launahækkanir í 6,8% verð-
bólgu milli 1990 og 1991:
Skattframtölin vitna um
3% aukinn kaupmátt
Samkvæmt upplýsingum úr skatt-
framtölunum virðast þau hafa stað-
fest fyrri spár um að laun lands-
manna hafi almennt verið um 9,8%
hærri að meðaltali árið 1991 en árið
á undan. Almennar verðlagsbreyt-
ingar (verðbólga) var um 6,8% á
sama tíma. „Samkvæmt því jókst
Vélstjórafélag íslands:
Gagnrýnir ákvörðun
ríkisstjórnarinnar
Vélstjórafélag íslands (VSPÍ) telur að
ákvörðun ríkisstjómarinnar, um veið-
ar á 205 þús. tonnum af þorski á
næsta fiskveiðiári, gangi of langt.
Fara ætti mun nær tillögum fiski-
fræðinga, en allt bendir til að þorsk-
stofninn hafi verið ofnýttur undan-
gengin ár, og sé í verulegri hættu.
Svo segir í fréttatilkynningu sem fé-
lagið sendi frá sér í gær.
VSFÍ bendir á það álit Þjóðhagsstofn-
unar að hagkvæmast sé fyrir þjóðar-
búið að fara strax í neðri mörk tillagna
fiskifræðinga, sú aðgerð muni skila
okkur meiri framtíðarhagsæld en sá
skammtímaávinningur sem felst í
meiri þorskveiðum nú en fiskifræð-
ingar leggja til. Þá telur VSFÍ að rétt-
lætanlegt sé, við ríkjandi aðstæður, að
heimila meiri veiði úr öðrum sterkum
fiskistofnum en fiskifræðingar hafi
lagt til. Séu fiskveiðimöguleikar næsta
árs einnig skoðaðir út frá auknum
veiðum úthafskarfa og aukinni loðnu-
veiði, bendi margt til að ekki þurfi að
koma til umtalsverðs aflasamdráttar
frá fyrra ári, mælt í þorskígildum.
Þá telur félagið að nýta ætti aflaheim-
ildir Hagræðingarsjóðs til jöfnunar
samkvæmt upphaflegu markmiði
hans og vegna þess að minnkun
þorskafla komi misjafnlega niður á
byggðir landsins. Hins vegar telur fé-
lagið útilokað að selja aflaheimildimar
á frjálsum markaði, þar sem verst
settu byggðimar hefðu ekki getu til að
kaupa þær við ríkjandi aðstæður.
VSFÍ telur þá ákvörðun broslega að
fela Byggðastofnun aðstoð við verst
settu byggðimar, þar sem fjármunir
sem stofnunin hafi yfir að ráða til
verkefna af þessu tagi verði ekki annað
sóttir en í ríkissjóð með einum eða
öðrum hætti. -BS
kaupmáttur atvinnutekna um 2,8%
á árinu 1991,“ segir m.a. í fréttatil-
kynningu frá fjármálaráðuneytinu
um helstu niðurstöður skattaálagn-
ingar 1992.
Tekjuskatturinn, sem lagður var á
tekjurnar sem einstaklingar öfluðu
1991, hækkaði samt ennþá meira en
tekjurnar, eða um 13,6% frá árinu
áður, sem er talsvert meiri hækkun
en á álögðu útsvari.
Af útsvarsálagningu (sem er flatur
skattur á heildartekjur) má ráða að
fólki með skattskildar tekjur hafi
fjölgað um 1,4% milli ára. Þótt
heildarupphæð álagðs útsvars hafi
hækkað um 11,6% milli ára hækk-
aði meðalálagning á hvem útsvars-
greiðanda (sem voru um 189.500)
þannig aðeins um 10%, eða nánast
það sama og almennar launatekjur.
Álagður tekjuskattur á tekjur síð-
asta árs var rúmlega 27 milljarðar.
Hlutfallsleg hækkun hans umfram
hækkun á útsvarinu samsvarar um
370 milljónum króna.
Samtök sveitarfélaga á Austurlandi deila á stjórn Davíðs:
Ríkisstjórn notar Byggða-
stofnun sem skálkaskjól
Stjóm Sambands sveitarfélaga í
Aushiriandskjördæmi hefur ritað
Davft Oddssyni forsætisráðherra
bréf þar sem megnustu óánægju er
lýst yflr með þá niðurstöðu rílris-
stjómarinnar f tengslum við ákvörð-
un um aflaheimildir botnfisks á
næsta kvótaári að seija skuli afla-
heimildir Hagræðingarsjóðs á mark-
aðsverði. í bréfinu segir
„Stjórnin telur ótvírætt að nú hefði
átt að nota Hagræðingarsjóðinn til
að jafna það áfall sem samdráttur i
þorskveiðiheimildum hefur i för
með sér og koma tU móts við þá
skerðingu, er við blasir íbúum
flestra útgerðarstaða á landsbyggð-
innL Þær upplýsingar, sem fyrir
liggja um hlutfall skerðingarinnar
eftir landshlutum, sýna að enn og
aftur virðist lítið að marka há-
stemmd lýsingarorð ráðamanna um
bættan hag landsbyggðarinnar þegar
á reynir. Meðan ektó liggur fyrir
ákvörðun um hvort og þá hvernig
þessi mismunun verður leiðrétt
hlýtur sú ákvörðun ríkisstjómarinn-
ar að visa vandanum til Byggða-
stofnunar að skoðast sem skálka-
skjól í orðsins fyllstu merldngu.“-sá