Tíminn - 31.07.1992, Blaðsíða 9

Tíminn - 31.07.1992, Blaðsíða 9
Föstudagur 31. júlf 1992 Tíminn 9 M Sumarferð Framsóknar- félaganna í Reykjavík laugardaginn 8. ágúst 1992 Farið verður um: Gullfoss — Geysi — Hveravelli — Blönduvirkjun Kl. 08:00 Lagt af stað frá BSl og ekiö að Geysi I Haukadal, þar sem fólki gefst kostur á að skreppa í sjoppu. Kl. 10:30 Lagt af stað frá Geysi. Ekið norður Kjöl að Hveravöllum. Þar munu ferðalangar borða nesti sitt. Kl. 15:00 Lagt af stað frá Hveravöllum og ekið norður að Blönduvirkjun, þar sem virkjunin verður skoðuö I fylgd leiðsögumanns. - Áður en komiö er að Blönduvirkjun verður stansað og Páll Pétursson, formaður þingflokks Framsóknarftokksins, flytur stutt ávarp. Kl. 18:00 Lagt af stað frá Blönduvirkjun og er ekið að Staðarskála. Kl. 21:00 Lagt af stað frá Staðarskála og ekið til Reykjavfkur. Áætlað er aö koma til Reykjavikur kl. 23:45. Fargjald kr. 2.800,-. Tekið verður á móti sætapöntunum i slma 624480 eöa á skrifstofu Framsóknar- flokksins, Hafnarstræti 20, 3. hæð, 4.-7. ágúst. V-Húnvetningar - Sumarferð Framsóknarfélag V-Húnvetninga fer f sumarferð laugardaginn 1. ágúst n.k. - f þetta skipti verður sildarstemningin á Sigiufiröi upplifuð. Einstakt tækifæri til að upplifa stemningu sildaráranna i góðum hópi. Nánari upplýsingar hjá Elfnu i simum 95-12596 og 12570 og hjá Kristjáni ( sima 95- 10016. Framsóknarfélag V-Húnvetnlnga. Sumartími skrifstofu Framsóknarflokksins Frá 18. mal er skrifstofa okkar f Hafriarstræti 20, III. hæö, opin frá kl. 8.00 til 16.00 mánudaga-föstudaga. Verið velkomin. Framsóknarfíokkurlnn. SUF-þing á Egilsstöðum 28.-30. ágúst DAGSKRÁ Föstudagur 28. ágúst: Kl. 16.00 Setning. Siv Friðleifsdóttir, formaður SUF. Kl. 16.30 Kosning embættismanna, skipað I nefndir Kl. 16.45 Ávörpgesta. Kl. 17.15 Lögð fram drög að ályktunum. Almennar umræður. Kl. 19.00 Kvöldverður. Kl. 20.00 Fyririestrar um sjávarútvegsmál. Fyrirspumir og umræður. Kl. 21.30 Nefndastörf. Kl. 22.30 Óvæntar uppákomur á Munaðarhóli og/eða I Hliðskjálf. Laugardagur 29. ágúst: Kl. 08.30 Árbítur. Kl. 09.00 Nefndastörf. Kl. 11.00 Umræður. Kl. 12.00 Hádegisverður. Kl. 13.00 Umræður og afgreiðsla ályktana. Kl. 14.30 Hlé. Ki. 16.00 Afgreiðsla stjómmálaályktunar. Kl. 17.00 Kosningar. Önnur mál. Kl. 18.00 Þingslit. Kl. 19.30 Grillveisla að hætti Héraðsbúa. Kl. 23.00 Sveitaball (með þverpólitlsku yfirbragöi). Sunnudagur 30. ágúst: Kl. 09.00 Árbítur. Brottför. Sumarhappdrætti Framsóknarflokksins 1992 Dregið var I Sumarhappdrætti Framsóknarflokksins 10. júli 1992. Vinningsnúmer eru sem hér segir: 1. vinningur nr. 29595 2. vinningur nr. 26487 3. vinningur nr. 1668 4. vinningur nr. 36086 5. vinningur nr. 9702 6. vlnningur nr. 23897 7. vinningur nr. 24772 8. vinningur nr. 39900 9. vinnlngurnr. 715 10. vinnlngur nr. 17477 11. vinnlngur nr. 4527 12. vinnlngur nr. 36239 13. vinningur nr. 3146 14. vinningur nr. 30173 15. vinningur nr. 1992 Ógreiddir miöar eru ógildir. Vinnings skal vitja innan árs frá útdrætti. Frekari upplýs- ingar eru veittar I sima 91-624480. Með kveðju og þakklæti fyrir veittan stuðning. Framsóknarfíokkurinn. Því hefur veriö haldiö fram aö Sigourney Weaver sé svo karlaleg aö hún geti vart talist til kvenna! Sigourney Weaver um Ripley ofursta, sem hún leikur í Alien-myndunum: Mun kvenlegri en skrækjandi gljápíur Leikkonan Sigourney Weaver var í Madrid nýlega og þar fór hún í sparigallann og heimsótti næturklúbb. Hún var hvítklædd frá hvirfli til ilja og mjög ólík Ripley ofursta, sem hún leikur í myndunum um geimófreskjuna ógurlegu. I nýjustu myndinni — Alien 3 — þurfti Weaver að krúnuraka sig í sex mánuði og ganga með augnlinsur til þess að augun virtust blóðhlaupin. En henni fannst það ekki mikil fórn. Aðspurð um persónuna Ripley, segir Weaver: „í mínum augum er hún ekki hetja. Hún er kona, sem lendir í málum sem hún tekst á við af krafti og hugrekki — og þannig tel ég að konur bregðist yfirleitt við. Mér finnst konur hugrakkar og sterkar, svo það veitti mér mikla ánægju að leika konu sem hag- aði sér í meira samræmi við þær konur sem ég þekki í raunveru- leikanum en litlu píurnar, sem við sjáum svo oft hlaupa um skrækjandi á hvíta tjaldinu." Sjálf átti hún aldrei á hættu að festast í slíkum hlutverkum. Sú staðreynd að hún er 180 sen- tímetrar á hæð átti þar hlut að máli. Og hún harmar það ekki. „Til eru leikarar," segir hún, „og svo eru til „glamour" leikarar. Sem betur fer tilheyri ég ekki síðartalda hópnum, ég held að það tæki of mikinn tíma frá starfi mínu.“ Hún skipaði sér sjálf sess sem óvenjuleg kvikmyndastjarna og hefur raunar alltaf verið sér á parti og ákveðin. Hún var aðeins þrettán ára gömul þegar hún lét breyta nafni sínu úr Susan (allt of fúlt) yfir í Sigourney, en það nafn fann hún í bókinni um Gatsby hinn mikla. Umræður hafa vaknað um kvenleika Weavers og konur hafa í fúlustu alvöru haldið því fram að þar sem hún líti út eins og karlmaður og hagi sér eins og karlmaður, geti þær ekki lengur talið hana til kvenna. „Þetta kemur mér á óvart hvað Ripley snertir, því hún er mjög kvenleg, óháð útliti hennar. Kvenleiki hennar kemur fram í því hvernig hún tengist öðru Leikkonan skemmti sér hiö besta á næturklúbbi f Madrid. fólki,“ segir Sigourney Weaver. Weaver og eiginmaður hennar, leikstjórinn Jim Thompson, eiga tveggja ára gamla dóttur. Þó svo að Weaver segist ekki geta mælt með því fyrir alla að eignast börn jafn seint og hún gerði — „hvað ef manni finnst það frá- bært og vill eignast fimm stykki?" — segir hún að það henti sér mjög vel. Hún hefur í hyggju að taka sér ársfrí bráð- lega og sinna dóttur sinni. Hún býr í New York ásamt fjölskyldu sinni þar sem hún reynir að forðast Hollywood-lífsstflinn eft- ir megni. „Fólk verður fyrir von- brigðum þegar það þekkir mig á götu. Það vill að kvikmynda- stjörnur líti ávallt út eins og kvikmyndastjörnur. En ég tel að sá tími sé liðinn undir lok.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.