Tíminn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1992næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Tíminn - 31.07.1992, Blaðsíða 8

Tíminn - 31.07.1992, Blaðsíða 8
8 Tíminn Föstudagur 31. júlí 1992 Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, stjúpfaðir og afi Bjöm Einarsson Bessastöðum, Vestur-Húnavatnssýslu Páll Líndal ráðuneytisstjóri sem lést að heimili sinu laugardaginn 25. júli síðast liöinn, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 6. ágúst n.k. kl. 13.30. Guðrún Jónsdóttir Þórhildur Líndal Eirikur Tómasson Bjöm Líndal Sólveig Guðmundsdóttir Jón Úlfar Líndal Páll Jakob Líndal Hulda S. Jeppesen Anna Salka Jeppesen Stefán J.K. Jeppesen Bára Magnúsdóttir og bamaböm V_______________________________________________________J Fæddur 14. nóvember 1941 Dáinn 23. júlí 1992 Söknuður. Hvað er söknuður? Það er sterk tilfinning, djúp og oft sársaukafull, sem kemur yfir mann þegar hafnað er kröfu um að hafa eitthvað áfram sem maður hefir, svo lengi sem maður vill. Sé þessari kröfu hafnað, kemur söknuðurinn. Nú er hann Bjöm dáinn, farinn frá okkur. Við vildum hafa hann lengur hjá okkur, en fengum það ekki. Þess vegna kemur söknuðurinn. Söknuður er líka tómleikatilfinn- ing. Það vantar einhvem í hópinn. Rödd er hljóðnuð. Rödd sem áður VIÐSKIPTAVINIR ATHUGIÐ! Frá og með 27. júlí 1992 flytjum við í nýtt húsnæði að Skútuvogi 11A. Vinsamlegast athugið breytt síma- og faxnúmer. Nýtt símanúmcr: 91-677900,8 línur-fax: 91-677990 - telex: 2193 - pósthólf: 4250, 124 Reykjavík ÁSBJÖRN ÓLAFSSON HF. SKÚTUVOGUR 11A 104 REYKJAVÍK TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINStt? BREYTINGAR A LYFJAKOSTNAÐI, GERÐ LYFSEÐLA OG AFGREIÐSLU ÞEIRRA Frá og með 1. ágúst 1992 taka eftirfarandi breytingar gildi: í stað fastagjalds fyrir lyf koma hlutfallsgreiðslur. Almennt verð: Lífeyrisþegar: Fyrir hverja lyfjaafgreiðslu 25% af verði lyfs, 10% af verði lyfs, hámark 3000 kr. hámark 700 kr. Ein afgreiðsla miðast við mest 100 daga lyfjaskammt. Gegn framvísun lyfjaskírteinis fást ákveðin lyf við tilteknum, langvarandi sjúk- dómum, ókeypis eða gegn hlutfallsgreiðslu. Tryggingastofnun er heimilt að gefa út lyfjaskírteini á ódýrasta samheitalyf hverju sinni. Fjölnota lyfseðlar verða teknir í notkun. Þessi nýja tegund lyfseðla gefur kost á allt að fjórum afgreiðslum á sama lyfseðli. Læknir skal tilgreina á lyfseðli hvort heimilt sé að afgreiða ódýrasta samheita- lyf eða ekki, í stað þess sem ávísað er á. Að öðrum kosti er lyfseðill ógildur. Lyljafræðingur skal afhenda ódýrasta samheitalyf, sé heimild til þess á lyf- seðli. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS hljómaði, jafhvel hæst, er hljóðnuð, heyrist ekki lengur. Við söknum þessarar raddar, tómleikatilfinningin leggst yfir. Það er dauft yfir hópnum. Eitthvað vantar, röddin ætti að heyrast. Við lít- um í kringum okkur. Hvem vantar? Jú, Björn vantar í hópinn. Nú gemm við okkur grein fyrir lög- máli lífs og dauða. Hann Björn mæt- ir ekki framar. Hann er dáinn. Við höfðum reyndar vitað að Bjöm var veikur, en vonin lifði. Hann sem var hraustastur okkar allra. Við gemm okkur grein fyrir því að íramundan em breyttir tímar. Við munum ekki lengur heyra rödd- ina djúpu, við munum ekki lengur heyra hláturinn hressilega, við mun- um ekki ffamar heyra drynjandi bassann hans þegar lagið verður tek- ið á góðri stundu. Og þó. í minning- unni mun röddin hans hljóma. Við getum ekki framar leitað til hans í félagsmálavafstri hins daglega Iffs. Við getum ekki framar leitað til hans um úrræði þegar vanda ber að höndum. Og þó. Við getum hugleitt. Hvað hefði Bjöm lagt til málanna? Hans ráð vom jafnan góð. Við getum ekki Iengur nýtt okkur orku hans og atgervi. Nú verðum við sjálf að takast á við verkefni þar sem þekking hans og kraftur réð úrslitum áður. Við höfum hann ekki lengur til að létta okkur lundina á góðum stundum, eða til að kryfja vandamál dagsins þegar alvaran ber að dymm. Við drúpum höfði. Kröfu okkar urri að hafa hann áfram hjá okkur hefir verið hafnað. Við söknum hans. Tómleikatilfinning gripur hópinn. Við lítum til baka. Hvað hefði Björn lagt til málanna? Jú. Niðurstaða er fengin. Halda áfram. Rétta úr sér. Berjast áfram fyrir hagsmunum byggðar- lagsins, landsins og þjóðarinnar. Þetta hefði Bjöm lagt til málanna. Hans ráð vom jafnan góð. Ólöf og fjölskylda. Helga og fjöl- skylda. Þið eigið öll okkar dýpstu samúð. Anna og Ingólfur Fyrirspum í Tímanum 10. þ.m. er þetta haft eftir Steingrími Hermannssyni í inngangi frásagnar blaðsins („Stjórnarskráin toguð og teygð"): „í samningunum um EES felist valda- afsal sem íslenska stjórnarskráin heimili með ein- földum meiri- hluta á Alþingi." Þetta er endur- tekið síðar í frá- sögninni með beinum orðum Steingríms, þar sem hann greinir frá hverju lög- fræðingar utanríkisráðherra hefðu svarað spurningu hans um hvernig ákveðið væri í stjórnarskrá Norð- manna um valdaafsal, og þeir bætt við: „... hins vegar heimilaði stjórn- arskráin þetta valdaafsal með ein- földum meirihluta Alþingis." Hér er frásögnin eitthvað naum. Breytingu á stjómarskránni, sem meðal annars getur falið í sér framsal á valdi, má vissulega gera með einföld- um meirihluta Alþingis, en það er þó ekki svo einfalt, því að eftir að Al- þingi (einfaldur meirihluti) hefur samþykkt slíka breytingu er þing rofið og nýtt þing (ein- faldur meirihluti) þarf að endurtaka samþykktina. Ég leyfi mér að óska svars frá blaða- manninum (BS) eða Steingrími um það hvort viðbót mín er rétt. Bjöm S. Stefánsson (blaðbera vántar Víðsvegar í Reykjavík, Kópavogi og Seltjamamesi Tímans

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað: 140. Tölublað (31.07.1992)
https://timarit.is/issue/281525

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

140. Tölublað (31.07.1992)

Aðgerðir: