Tíminn - 12.09.1992, Page 5

Tíminn - 12.09.1992, Page 5
Laugardagur 12. september 1992 Tíminn 5 Ný markmið Ingibjörg Pálmadóttir skrifar Það fer ekki milli mála að við íslendingar stöndum frammi fyrir meiri erfiðleikum í efnahags- og atvinnumálum en við höfum gert í a.m.k. tvo áratugi. Alls staðar blasir við vandi, sem brýnt er að taka á og leysa í sam- einingu. Til að svo megi verða, verður að auka skilning og samvinnu ráðamanna ríkis og aðila vinnumarkaðarins, samvinnu allra landsmanna, ef ekki á illa að fara og spár yinnuveitendasambandsins að rætast um 6% atvinnuleysi á næsta ári. Ef ekkert verður að gert hið (yrsta, virðist allt stefna í að sú spá rætist, því undantekningalítið er allt at- vinnulíf að draga saman seglin, öll hagræð- ing innan fyrirtækja, hvort sem er hjá ríki eða fyrirtækjum í annarra eigu, er í því fólg- in að fækka fólki. Flest fyrirtæki eru nú að finna smugu til að lifa af, og smugumar em yfirleitt þær að sameina fyrirtæki og samnýta meira bæði tæki og mannskap. Aukin hagræðing er auðvitað af hinu góða, svo langt sem hún nær, ef einhver nýsköpun væri til staðar og ný tækifæri biðu þess fólks, sem nú er að missa vinnuna. Þau tækifæri, sem við vitum að til em, er erfitt að nýta vegna þess að til þess þarf fjármagn sem at- vinnulífið á ekki, ekkert áhættufé er til stað- ar. Alls staðar er mögulegt að fækka fólki, en fáir möguleikar að fjölga, nema breið sam- staða náist um tryggar aðgerðir til lengri tíma og um bættan rekstrargmndvöll og rík- isstjómin flýti brýnum verkefnum. Verkefn- um, sem teljast mega þjóðhagslega hag- kvæm. En umfram allt þurfum við íslending- ar að byrja á nýrri hugsun, nota þetta erfið- leikaskeið rétt, ekki til að hlaupa á einhvetjar flýtilausnir, einmitt núna er t.d. ekki rétt að telja að einkavæðing allra ríkisfyrirtækja fjölgi störfum, eða auki hagkvæmni. Einkavæðingin Núna þegar sveitarfélögin um allt land neyðast til að setja allt sitt framkvæmdafé í fyrirtæki vegna bágs ástands og bjargi þann- ig því sem bjargað verður, getur ekki verið raunhæft að ríkið kasti allri ábyrgð af sér varðandi fyrirtækjarekstur og telji nú ná- kvæmlega rétta tímann til að selja þau helst öll og ná þannig inn fjármagni almennings, sem annars færi e.t.v. í nýsköpun eða í þau fyrirtæki sem sveitaríélög em að bjarga. Rík- ið er að fara í samkeppni um sparifé á kostn- að annarra atvinnuvega. Með þessu er ég ekki að segja að ekki sé réttlætanleg sala á ein- stökum fyrirtækjum, sem sýnt er að ekki em nægjanlega vel rekin af ríkisins hálfu eða em í samkeppni við annan atvinnurekstur. En einkavæðing á öllum sviðum hjá ríkinu núna, þegar sveitarfélögin neyðast til að vera stærstu atvinnurekendurnir víðast hvar, kall- ar á hróplegt ósamræmi þegar öll okkar gmnnframleiðsla er í þeim vanda sem raun ber vitni. Minnkandi framleiðsla á öllum sviðum landbúnaðarins þrengir svo að mörgum bú- um, að ekki verður hægt að lifa af þeim kvóta sem búunum er ætlað og þeir þjónustukjam- ar og bæir, sem lifa af viðskiptum við sveit- imar, dragast saman. Á þessum stöðum em bundin mikil verðmæti í mannvirkjum. Ný- sköpunin í sveitum hefur að stærstum hluta verið í aukinni þjónustu við ferðamenn, sem miklar vonir em bundnar við. í sumar fækk- aði þó erlendum ferðamönnum vegna hárrar gengisskráningar, sem gerði mörgum skrá- veifu sem bundu vonir við meiri viðskipti en raun bar vitni. En þetta er sá vaxtarbroddur, sem er langstærstur í nýsköpun í sveitum og því ríkisstjómin skyld að hlúa að. En ekkert bætir aðstöðuna betur í sveitum en bættar samgöngur, bæði til að auka ferðamanna- strauminn og til að auðvelda sveitafólki að sækja vinnu annað. En það er ekki vafi á því að lélegar samgöngur em ekki hvað síst þess valdandi að sveitarfélög sjá sér ekki hag í að sameinast og eiga erfitt með að sameinast um atvinnutækifærin. Þáttur samgangna Ég þekki reyndar vel þess dæmi að mjög spennandi atvinnutækifæri hefur mnnið út í sandinn í héraði þar sem vetrarsamgöngur vom of erfiðar til að fólkið í héraði gæti nýtt sér þær. Því er það gömul og ný saga að ekk- ert eykur bjartsýni og trú landsbyggðar- manna meira en greiðar samgöngur. Og sameining sveitarfélaga verður ekki að raun- vemleika víðast hvar án bættra samgangna. Það er því í hæsta máta öfugsnúið, sá mikli niðurskurður til vegamála sem hefur átt sér stað. Stöðunni í sjávarútvegi er best lýst með því að skoða 6 milljarða uppgjör sjávarútvegsfyr- irtækja almennt. Tvö stærstu útgerðarfyrir- tæki landsins, sem ég tel púlsinn á gangi mála, segja allt sem segja þarf, púls á því sem koma skal. ÚA og Grandi em jafnan best reknu og búnu fyrirtækin í sjávarútvegi, fyrirtæki sem hafa verið lengst á hluta- bréfamarkaðin- um og styrkt stöðu sína þannig langt umfram önnur sjávarútvegsfyr- irtæki. Útkom- an, að mati forstjóra þessara fyrirtækja, er í fáum orðum sagt óviðunandi — og enn stefnir í verra, er líður á árið. Greiðslur úr Verðjöfnunarsjóði sjávarútvegsins bjargar fyrri hluta ársins. Hvað þá með aðra, sem ekki hafa getað nýtt sér hlutabréfamarkaði og em ekki með jafn sterka stöðu og þessi tvö glæsilegu fyrirtæki? Þarf að segja meira? Ríkisstjómin gerir ekkert Forsætisráðherra sagði í utandagskrámm- ræðum á Alþingi í s.l. viku að sjávarútvegur- inn byggi við mjög hagstæðar aðstæður og því væri ekki ástæöa til aðgerða. Og rfkis- stjóm Davíðs Oddssonar gerir ekkert. Jú, það má ekki gleyma því, að hún ætlar að ríkis- styrkja sjávarútveginn. Hún ætlar að gera það, í óþökk allra aðila í sjávarútvegi, að senda útgerðarmönnum ávísun fyrir kvóta Hagræðingarsjóðs, svo þeir geti keypt hann aftur af ríkinu. Þetta er skrítin hagfræði. Þetta er það versta sem ríkisstjórnin getur gert, því sölumenn okkar erlendis hafa getað hingað til boðið okkar hráefni á hærra verði, vegna þess að íslenskur sjávarútvegur hefur ekki verið ríkisstyrktur og það hefur verið virt á erlendum mörkuðum. En í stað þess að úthluta aflanum beint til þeirra útgerða og sveitarfélaga, sem verst verða úti vegna kvótaskerðingar á þorski, þá á að fara þessar krókaleiðir núna til að fullnægja þjónustu- gjaldatrúnni, sem ríkisstjómin telur bót allra meina. Við skulum vona að ríkisstjómin end- urskoði þessi áform sín. Bjargar EES? Mikið hefur verið rætt um ný sóknarfæri, sem blasa við fiskiðnaðinum við næstu ára- mót með aðild landsins að Evrópsku efna- hagssvæði. Þessi tækifæri hafa því miður verið mjög ótúlkuð, þó allir viðurkenni mikil- vægi þess að losna við tolla af fersk- um flökum og saltfiski. Það mætti halda af umræðunni að við hefðum ekki verið að senda út full- unnar vörur í neytendapakkningar. Um 5 ára skeið hafa íslendingar sent fullunna frysta vöru á Evrópumarkað og af því hafa íslend- ingar enga tolla borgað og munu ekki gera, þökk sé bókun 6. Varðandi sfldina er þá sögu að segja, að allt er óljóst varðandi hana og það er engin svör að fá á Alþingi varðandi tollalækkanir á henni. Ef við komumst inn á Evrópumarkað með síld, mundi það skapa mörg ný störf, því allt er tilbúið til síldarsölt- unar — húsnæði, tæki, þekking — þannig að ekki þarf að ieggja í neinn tilkostnað. En við þessa samninga er ekki hægt að binda miklar vonir, því miður, og miklar líkur eru á að síldin fari áfram í gúanó. í sambandi við karfaflökin voru einnig mikl- ar vonir bundnar við það, að tollar féllu nið- ur, en þegar tollalækkunin er komin að fullu til framkvæmda árið 1997, eru samt 5% toll- ar á karfa. Ég tel ekki að um neina byltingu verði að ræða í sjávarútvegi, þrátt fyrir inn- göngu í Evrópska efnahagssvæðið. Nýr grundvöllur Fyrst af öllu þurfum við að breyta grundvelli atvinnulífsins til að geta farið í einhverja ný- sköpun. Við óbreyttar aðstæður kemur nýtt frumkvæði í atvinnumálum ekki frá atvinnu- lífinu sjálfu. Til þess eru einfaldlega engin rök. Fyrst þarf að grípa til almennra aðgerða í' efnahagsmálum og fjármálum til að at- vinnulífið sjálft geti komið með nýja sókn. En okkar sóknarfæri eru kannske ekki öll heima fyrir. Það þarf að sækja þau annað. Við getum nefnt dæmi af Icecon, sem er fyrir- tæki sem er samansett af útflutningsfyrir- tækjum, m.a. Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna, Samvinnusjóði og S.Í.F., sem stofnuðu hlutafélag til að taka bein verkefni að sér er- lendis. Gott dæmi um vel heppnað framtak. Má benda á uppbyggingu frystihúsa í Nuuk á Grænlandi, sem góður hagnaður var af, og annað verkefni sem Grandi er tengdur í Chile. Það bíða ótal tækifæri þessa félags í Indlandi, Mexíkó, Perú, Nairobi, Kamtsjatka, Austur-Þýskalandi, bæði í samvinnu við aðra og eins bein verkefhi, sem Icecon getur tekið að sér. En það vantar áhættufé, vegna þess að það er búið að mergsjúga svo íslensk útflutn- ingsfyrirtæki að þau eru ekki aflögufær með áhættufé. Við íslendingar eigum mörg tækifæri. Við höfum tækifæri til að efla íslenskan iðnað, þó ekki væri nema að kaupa íslenskt sjálf, en af því gerum við ekki nægilega mikið. Við get- um verslað á íslandi. Þessi ofúrtrú okkar á því hversu gott sé að versla í útlöndum og dagsferð til Dublin og Glasgow borgi sig og þá flugfarið sjaldan tekið inn í. Hugarfars- breytingar á þessu sviði er svo sannarlega þörf, en til þess þarf meiri sálfræðing en hingað til hefur fengist. Við íslendingar verðum, við neyðumst til að fara að hugsa upp á nýtt. Við getum ekki lengur gengið ótakmarkað í þann áður nægt- ar sjóð sem hafið gaf. Við þurfum að hafa arð- bærari hugsun en við höfum haft, hætta að hugsa um hreppamörk, líta á tækifærin sem bíða okkar í stóra heiminum, ekki bara í Evr- ópu. Við eigum óbeislaða orku sem getur orðið góð söluvara. Við eigum ómengaða náttúru, sem er ævintýri fyrir þreytta stórborgarbúa. Við eru sjálf okkur ráðandi, við megum ekki láta stundarerfiðleika byrgja okkur sýn. Þvert á móti nýta þá til að endurskoða aíla okkar möguleika hérlendis og erlendis. Við eigum að sækja fram í þau tækifæri, sem við eigum, og þurfum að leggja áhættufé til þess. íslend- ingar þola ekki atvinnuleysi og félagslegur vandi, sem af því leiðir, oft óbætanlegur og dýrari en sú áhætta, sem tekin er með nýjum sóknum til nýrra atvinnutækifæra. Menn og málefni

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.