Tíminn - 12.09.1992, Side 9
Laugardagur12. september 1992
Tíminn 9
um, sem fóru gegn þeim margar
herferðir er sumar voru titlaðar
kaþólskar krossferðir með fulltingi
páfans. Meirihluti Bosníumanna
hélt þó fast við bógómflsku og rétt-
trúnaðarkristni og hrundu þeir
sumum innrásunum, en stundum
lutu furstar þeirra Ungverjakon-
ungi að nafni til a.m.k. Hin kaþ-
ólska Vestur- og Mið-Evrópa bar þá
þungan hug til Bosníumanna, ekki
síður en Vesturlönd til Serbíu og
serbneskra Bosníumanna nú. Var
þá sagt í Páfagarði að Bosnía væri
land vaxið þyrnum og brenninetl-
um og byggt nöðrukyni.
Bógómílar breytast í
múslíma
Alkunna er að Bosníumenn okkar
tíma skiptast í þrennt eftir þjóðern-
um/trúflokkum (þetta tvennt er þar
mjög samofið): í múslíma,
Serba/rétttrúnaðarkristna og Kró-
ata/kaþólikka. (Um hlutdeild þess-
ara þriggja hópa hvers um sig í
heildaríbúafjölda landsins ber
heimildum ekki vel saman; þó er
víst að enginn er í meirihluta,
múslímar að líkindum fjölmenn-
astir og Króatar áreiðanlega fá-
mennastir, fímmtungur eða tæp-
lega það.) Mikið til vegna áður um-
fjallaðrar togstreitu trúarbragða og
ríkja var sú þrískipting þegar orðin
veruleiki um miðjar miðaldir, nema
hvað bógómflar voru þá í stað
múslíma.
En það breyttist fljótlega eftir að
hið islamska stórveldi Ósmans-
Tyrkja lagði Bosníu undir sig árin
1461-63. Stóðu þau yfirráð í rúmar
fjórar aldir, þangað til árið 1878,
fyrir aðeins 114 árum.
Ekki höfðu tyrknesku yfirráðin
staðið lengi, er bosníski aðallinn,
að mestu leyti bógómflskur, turn-
aðist nokkurn veginn í heilu lagi til
islams. f humátt á eftir aðlinum
fylgdi svo þangað drjúgur hluti al-
þýðu, einkum bógómflar. Ástæður
m.a.: 1. Bógómflskan var orðin
þjóðartrúarbrögð Bosníu og setti
því ofan, er Bosnía hvarf úr sög-
unni sem ríki. 2. Bógómíla kostuðu
þessi trúskipti að líkindum tiltölu-
lega lítið hugarstríð, vegna fjand-
skapar þeirra við höfuðgreinar
Þau varnarlausustu og saklausustu af öllum, börnin, fara ekki varhluta af ofbeldinu.
Serbneskur bardagamaöur
sparkar í islömsk lík: í einu vet-
fangi virtist hatriö á milli hinna
þriggja trúflokka/þjóða Bosníu
oröiö engu síður svæsiö og var
í heimsstyrjöldinni síöari.
an ásamt með Króatíu sambands-
ríkisins Júgóslavíu, þar sem Serbar
réðu mestu.
Serbneskir Bosníumenn, sem fyrir
1878 höfðu verið í uppreisn gegn
Tyrkjasoldáni, undu austurrísku yf-
irráðunum litlu betur en þeim tyrk-
nesku áður og það endaði með því
að einn þeirra kom heimsstyrjöld-
inni fyrri af stað með því að drepa
austurrísk-ungverska ríkiserfingj-
ann. Þar með var sem sé gamla tog-
streitan um Bosníu milli kaþólsku
og rétttrúnaðarkristni komin af
stað á ný eftir nokkurrá alda hlé. Sú
togstreita hélt áfram á næsta ill-
kynjaðan hátt í heimsstyrjöldinni
síðari milli króatfskra fasista með
kaþólsku yfirbragði og serbneskra
skæruliða, hvort heldur þeir voru
konungssinnar eða kommúnistar.
Og þegar dauðastríð Júgóslavíu
breiddist út til Bosníu hófst enn
nýr og viðurstyggilegur þáttur
þeirrar togstreitu.
Aftur eins og á mióöldum
(næstumj
Bosnískir múslímar höfðu heldur
hægt um sig undir yfirráðum Aust-
urríkiskeisara, hins serbneska
Júgóslavíukonungs og Titos; voru
öllum þessum herrum hlýðnir, í
von um gott atlæti að launum.
Hollusta þeirra var hinsvegar áfram
fyrst og fremst við islam, enda hin
versta villa samkvæmt lögmáli þess
að taka ríki og þjóðerni framyfir
trúna. En á öllu tímabilinu 1878-
1991 áttu Bosníumúslímar (sem af
kristnum löndum sínum voru
a.m.k. til skamms tíma kallaðir
Tyrkir; Tyrkir frá Tyrklandi hins
vegar Ósmanar) ekki annars kost
en að vera minnihluti í ríkjum
kristinna manna og kommúnista.
Á því ástandi varð gerbreyting s.l.
ár, er upplausn Júgóslavíu leiddi til
þess að Bosnía fékk möguleika á að
verða sjálfstætt ríki á ný, í fyrsta
sinn síðan á 15. öld. Þar eð múslím-
ar eru (eða af mörgum taldir vera)
fjölmennastir þjóða/trúflokka
landsins, þóttust þeir nú sjá sér leik
á borði að verða valdhafar þess
lands, sem forfeður þeirra höfðu
svo lengi ríkt yfir, sem kapetanar
Tyrkjasoldáns og þar áður sem bó-
gómflskir furstar og konungar.
Innbyrðis fjandskapur kristinna
landa þeirra, samur við sig og verið
hafði fyrir Tyrkjatímann, glæddi
þessar vonir þeirra.
Kristnir Bosníumenn, hvort held-
ur þeir eru kaþólskir Króatar eða
rétttrúnaðarkristnir Serbar, eru
hins vegar á grundvelli vitneskju
sinnar um tyrkneska tímann til alls
fúsari en að komast undir islamska
stjórn á ný. Enn sem á miðöldum
vilja ráðamenn Króatíu og Serbíu
innlima Bosníu, og vegna sameig-
inlegrar tortryggni í garð Bosníu-
múslíma, nú með í vaxandi mæli
herskáan og bókstafstrúaðan is-
lamsheim að baki, komust þessir
erkifjendur um sfðir niður á það að
skipta þrætueplinu með sér.
Eitt a.m.k. vantar þó í myndina frá
miðöldum: að þessu sinni er ekki á
Vesturlöndum blásið til neinna
krossferða gegn afkomendum bó-
gómíla. Þvert á móti hefur á Vest-
urlöndum orðið einskonar óform-
legt samkomulag um að gera Serba
(sem eru að vísu ekki kaþólikkar
eða mótmælendur, eins og Vestur-
landamenn flestir) að syndahöfrum
andstyggðarmáls þessa. En að vísu
mun ekki standa til að Evrópa/Vest-
urlönd fari með her gegn þeim.
Fari þau slíka krossferð, sem að
þessu sinni yrði undir fánum lýð-
ræðis og mannréttinda, gæti kald-
hæðnisleg niðurstaða hennar sem
best orðið sú að Bosnía kæmist á ný
undir islömsk yfirráð.
dþ.
kristninnar og þess að ýmislegt var
líkt með þeirra trú og islam, t.d. af-
staðan til Krists, sem ekki er guð-
legur í augum múslíma. 3. Með trú-
skiptunum fékk bosníski aðallinn
haldið eignum sínum og völdum og
jók þau raunar. Landinu var skipt í
48 sýslur milli bosnískra aðals-
manna, sem titlaðir voru kapetanar
og fengu að ráðskast með almenn-
ing að mestu óáreittir af soldáni;
höfðu þannig dómsvald yfir Ieigu-
liðum sínum. Fjölmargir aðals-
manna þessara komust og til mik-
illa metorða í þjónustu Tyrkjasol-
dáns; þannig urðu margir úr þeirra
hópi stórvesírar (einskonar forsæt-
isráðherrar). í atvinnu- og efna-
hagsmálum hnignaði landinu hins
vegar á tyrkneska tímanum.
Sumt í islömskum sið munu bos-
nískir múslímar að vísu aldrei hafa
tekið upp, t.d. fjölkvæni.
Jafnrétti óhugsandi
Rétttrúnaðarkristnir og kaþólskir
Bosníumenn héldu flestir fast við
trú sína, til þess hvattir af trú-
bræðrum í öðrum löndum, en voru
flestir smábændur sem áttu oft illa
ævi undir islömskum kapetönum
og öðrum aðalsmönnum, sem
höfðu yfir þeim takmarkalítil völd.
í soldánsdæmi Ósmansættar var
lögmál (sharia) islams mælikvarði
laga og réttar, og samkvæmt því
lögmáli er óhugsandi að fullt jafn-
rétti geti verið með islam og öðrum
trúarbrögðum. Fólk af öðrum trú-
arbrögðum á að vísu samkvæmt
sharia rétt á vernd samfélags hinna
trúuðu (islams), þó því aðeins að
það auðsýni múslímum undirgefni,
sem á margan hátt getur verið ögr-
andi og auðmýkjandi. Serbi einn
sagði t.d. um það þeim, er þetta rit-
ar, að ef ríðandi kristinn Bosníu-
maður á tyrkneska tímanum mætti
islömskum landa sínum, hafi hon-
um verið skylt að fara af baki; krist-
inn maður mátti ekki gnæfa yfir
múslíma.
Frá 1878 var Bosnía á ný hluti
kristinna ríkja, fyrst hins kaþólska
Austurríkis-Ungverjalands, sem
Króatía heyrði þá til einnig, og síð-
GÓÐ ÞJÓNUSTfl,
MARGRA ÁRA REYNSLA
HÖFÐABAKKA 9, 112 REYKJAVÍK, SÍMI 634000