Tíminn - 12.09.1992, Side 11

Tíminn - 12.09.1992, Side 11
10 Tíminn Laugardagur 12. september 1992 Laugardagur 12. september 1992 Tíminn 11 Jóhann Hjaltason: Hákarlaveiðar á Ströndum Sá hluti lands vors, sem Strandir er nefndur í daglegu tali að fornu og nýju, er nyrðri hluti Strandasýslu og syðsti hluti Noröur- ísafjarðarsýslu, sá er að Húnaflóa veit, eða strandlengjan alltfrá Steingrímsfirði norður til Furufjarðar. Þar fyrir norðan eru Hornstrandir, norður fyrir Horn. Þar er byggð strjál og mun svo lengstum hafa verið, enda er þar ærið útgarðalegt um að litast, engir firðir, dalir eöa láglendi sem menn megi þrífast svo að nokkru nemi. Ströndin frá Furufirði norður til Homs mun nema tveim dagleiðum fullum, gangandi manni vorlangan dag, og eru þar þá aðeins tveir bæir í byggð og annar mestan part fyr- ir það að þar er viti sem vel hefur verið búið að frá ríkisins hálfu, enda þess ekki van- þörf á jafnhættulegri skipaleið og þarna er fyrir hin nyrstu gjögur. Sjávarveiði margs konar hefur verið og er enn mikið stunduð á Ströndum norður. Hefur sá at- vinnuvegur þar sem annars staðar á landi tekið mjög miklum stakka- skiptum á seinni árum um tækni og tilhögun alla. Og sumum þeim veiðiskap, er fyrrum var þar mikill, svo sem hákarlaveiði, er nú að mestu eða öllu lokið. Sexæringar, áttæringar og teinæringar Langt fram á fyrsta tug þessarar aldar var hákarlaveiði stunduð þar á opnum skipum, sexæringum, át- tæringum og teinæringum. Munu síðustu hákarlalegur, sem farnar voru á opnu skipi þaðan af slóðum, hafa átt sér stað veturinn 1915, er hinn mikli og þá háaldraði sjógarp- ur Guðmundur Pétursson í Ófeigs- firði hélt úti áttæringi sínum Ófeigi, sem enn er við lýði heill og óbrotinn nær 100 ára gamall. Um 1915 eða litlu fyrr var farið að nota vélbáta til þessara veiða og stóð svo fram um 1930, að þeim var nálega hætt með öllu. Enn eru á lífi nokkrir gamlir há- karlaformenn sem stunduðu veiði þessa á opnum skipum um og eftir 1880 og margir yngri menn, er í hákarlalegum voru á fyrstu árum 20. aldar. Það, sem hér verður sagt um það efni, er allt byggt á frásögn nokk- urra slíkra manna. Er þeirra helst- ur hinn aldni héraðshöfðingi Ingi- mundur hreppstjóri Guömunds- son á Hellu í Steingrímsfirði. Miðstöð veiða þessara í Húnaflóa mun frá fornu fari hafa verið Gjög- ur í Árnesnreppi, og svo var um 1850-70 eða svo langt fram sem elstu menn muna og hafa sagnir af. Víðar var þá gert út frá einstökum bæjum í Árneshreppi, s.s. úr Tré- kyllisvík, Ófeigsfirði og e.t.v. víöar. Á Gjögri höfðu uppsátur skip úr flestum hreppum Strandasýslu og einnig voru þar oft skip frá Skaga- strönd og víðar að úr Húnavatns- sýslu, sem gerðu út frá Gjögri lengri eða skemmri tíma í senn, en sjaldan heila vertíð. Hákarlavertíðin var talin frá þorrabyrjun til sumarmála. Eigi var farið í legu nema veður væri sæmilegt og batnandi. Fengu sjómennirnir þó margan hrakning- inn og áttu ærið oft tvísýnt tafl um líf og dauöa, við stórviðri, ósjó og vetrarhríðar. Verða allar þær hrakningssögur eigi tölum taldar, þó að mannskaðar yrðu færri en við hefði mátt búast oft og einatt. Sex fjórðungar lifrar á búð Aðallega voru það stærri bændur, sem áttu skipin og gerðu þau út, og áttu þeir þá jafnframt búðir á Gjögri. Búðir þessar voru reistar af eigendum og haldið við af þeim. Báru þær oftast nafn jarðanna, sem þær voru frá, svo sem Broddanes-, Fells- , Heliu-, Kleifa- og Nesbúð o.fl. Á sjónum var fram um 1880 aldr- ei kveiktur eldur um borð í skipun- um, heldur aðeins hafður með kaldur matur, sem nægja myndi til viku eða meira, því svo löng gat legan orðið og enda lengri ef afli var tregur og vond veður eða hrakningar bættust þar ofan á. Eigi var heldur um neinn svefn að ræða sem heitið gat. Hið mesta var ef menn dottuðu ofan í hendur sér eða drógu ýsur fýrir vöðunum, þó fyrir gæti það komið að menn fleygðu sér á plittana stund og stund í góðu veðri, ef lítið var að gera. Það var því hörð barátta og þrek- mönnum einum fær, sem þessir gömlu sægarpar háöu, liggjandi í opnu skipi langt úti á hafi, með sjó í miðjum hlíðum eða vel það á stundum, svefnlitlir í 5-10 sólar- hringa við vossama vinnu, engan heitan mat eða drykk, heldur e.t.v. hálffreðinn, eigandi yfir höfði sér norðanstórhríð og óvissa landtöku. Eldur meö um borö Það var hinn stórmerkilegi fram- kvæmda- og dugnaðarmaður Guð- mundur í Ófeigsfirði, sem fyrstur byrjaði á því að hafa eld um borð í skipunum og hita þar kaffi og elda annan mat. Það fór þannig fram að varakeðjan eða drekakeðjan var hringuð niður á annan plittinn og hvolft þar yfir botnlausum pottg- armi og eldur síðan látinn koma þar í, en ketillinn eða annað eldun- arílát sett þar yfir eins og á hlóð. Vart mun þetta nú hafa verið nein sældareldstó við að fást í misjöfnu veðri, en hún gerði sitt gagn og var mjög mikilsverð framför frá því sem áöur var. Eigi var um reglubundnar máltíð- ir að ræöa á sjónum, heldur tók hver sér bita þegar hann lysti, því allir höfðu sinn mat fyrir sig í koff- Höfundur þessarar frásagnar, Jóhann Hjaltason rithöfundur, fræöimaöur, kennari og ör- nefnasafnari, er nýlega látinn, 92 ára aö aldri. Hann var fæddur þann 6. september 1899 á Gilsstööum í Stein- grímsfiröi og átti langan starfsdag þar vestra. Kunn- asta bók hans er „Frá Djúpi og Ströndum". Greinina, sem hér birtist, ritaöi hann árið 1939, en viöfangsefniö þekkti Jóhann flestum mönnum bet- ur. orti, kistli eða skrínu. Veiðarfæri þau, sem hákarlaveiðunum til- heyrðu, voru einkum sóknir með vað og vaðsteini, drepur og skálm- ar. Sóknirnar voru gildur járnöngull, 1-2 fet á lengd, með þverhandar breiðri beygju um agnhaldið; upp frá spaðanum gekk svo 3 feta löng járnfesti sem lék í sigurnagla í vað- steinsfatinu, en upp frá vaðsteinin- um var vaðurinn 150-200 faðma langur, snúinn saman úr þrem fær- um. Vaðsteinninn var sporöskju- lagaður steinn, 2-3 kg á þyngd, með íklappaðri rauf að endilöngu og lá í henni járngjörð, sem soðin var saman utan um steininn. Hún nefndist fat eða vaðsteinsfat. Drep- urinn var tvíeggjuð skálm sem há- karlinn var stunginn með í mæn- una rétt aftan við hausinn, en skálmarnar voru eineggjuð söx sem hákarlinn var skorinn með. Auk þess voru svo ífærur, þ.e. lang- ir járnönglar sem festir voru í há- karlinn er hann kom í sjólokin; var hann síðan dreginn upp með „tal- íum“ er nefndust heisingar og voru tvær, sín hvors vegar á mastrinu. Útbúnaöur skipanna Um útbúnað skipanna er það helst að segja að þau voru ávallt ein- möstruð, en með tveim seglum, er bæði voru á sama mastri. Neðra seglið var geysistórt og nefndist stórsegl. Það var sem lög gera ráð fyrir breiðast neðst, en mjókkaði upp; að neðan var það fest við beiti- ásinn, en seglrána að ofan. Upp af því var fokkan, hún var með sama íagi, en miklu minni. Var hún að neðan fest við seglrá stórseglsins og dregin upp með sérstökum fal. í hverju skipi var Iifrarkassi, er tók 12-14 tunnur. Var hann í tveimur miðrúmum skipsins, þannig að hægt var að róa beggja vegna við hann. Með hverju skipi voru og tvö akk- eri, þó aðeins annað væri notað, var þá annað til vara; stundum var það akkeri og dreki. Þrjár 30 faðma íangar járnfestar fylgdu einnig. Ein þessara festa nefndist tampur og fylgdi henni svonefndur tampás. Hún var eigi notuð við akkeri, heldur þegar skurðarróðrar voru, þ.e. þegar leið á veiðitímann og far- ið var að taka mestmegnis aðeins lifrina í hákarlinum. Þegar tampurinn var notaður, var tampásinn festur þvert yfir skipið milli saxa fyrir framan mastrið og festarendarnir gerðir fastir í ásend- ana, en festarlykkjan lá í sjó undir botni skipsins. Þegar svo hákarl var settur í tamp, var aðeins tekin úr honum lifrin og látin í kassann, en skrokknum rennt á tampfestina þannig að gat var gert í haus há- karlsins fyrir ofan augu; var það nefnt að trumba hákarlinn og gatið einnig nefnt trumba og honum síð- an rennt á tampinn og lenti hann þá í festarlykkjunni undir botni skipsins. En gæta varð þess, er tveim fyrstu hákörlunum var rennt á festina, að eigi yrði bragð eða snúningur á milli þeirra á festinni, því þá áhlekkjaðist hann sem kallað var, þ.e. varð fastur á festinni, því rennt var á tampinn frá báðum endum hans. Varð þá aðeins helmingurinn af hákarlinum laus þegar öðrum endanum var sleppt, ef áhlekkjað var. Þá var aðeins um tvennt að gera: sleppa báðum endum og tapa festinni, sem ekki þótti gott, eða þá skera ofan af henni, þ.e. draga hana upp og skera af efstu hákarl- ana í sjólokunum jafnótt og upp komu. Var það oftast gert, ef áhlekkjun kom fyrir, en þótti aldr- ei gott verk. Akkerisfestin var, auk járnfestinn- ar, sem næst var akkerinu, um 150 faðma löng kaðallína, sem hringuð var niður á svonefndan línuplitt, þ.e. trépall í barkanum. Annar plittur var í skut og var varaakker- ið eða drekinn hafður þar. Með hverju skipi voru fjórir vaðir og aukavaður hinn fimmti, sem nefndur var sníkja. Venjulega sátu aðeins fjórir menn undir vað og voru valdir til þess hinir heppn- ustu og veiðimestu af skipshöfn- inni. Vaðglöggir þurftu menn að vera ef straumur var og vaðinn bar langt frá, sem oft kom fyrir, því þó rennt væri á 80-90 faðma dýpi gat borið frá upp í 150-200 faðma og nefndist það útburður. Var þá illt að finna hvort á kom eða eigi, en væri „sá grái“ ekki dreginn strax, gat hann annað tveggja etið af beituna og farið svo sína leið, eða aðrir hákarlar komu og átu hann, svo vaðmaðurinn dró aðeins haus- inn er upp kom. Hverju skipi fylgdi áttaviti, er var í tvíhólfuðum trékassa sem nefnd- ist nátthús. Gamalt, vestfirskt hákarlaskip. f öðru hólfi kassans var áttavit- inn, en lampi eða kerti í hinu. Milli hólfanna var glerrúða og eins yfir áttavitanum, til þess að hægt væri að sjá á hann í náttmyrkri. Komiö á miöin Þegar komið var á miðin og skip- ið lagst var það fyrsta verk for- mannsins að setja niður komp- ásinn, sem svo var nefnt, en það var í því innifalið að binda nátthús- ið niður og taka strik það, er eftir skyldi sigla í land, því jafnan mátti við búast að heimförin yrði í hríð- ar- eða næturmyrkri og landsýn falin. Hákarlabeitan var mestmegnis hakkað hrossaket, saltað selspik með húðinni — og hét þá húðar- selur — og einnig heilir selir sem þótti betra. Ennfremur var beitt úr hákarlinum sjálfum því sem nefnt var gallpungur og sál. Gallpungur- inn er hylki með grænleitum lýsis- kenndum vökva, er liggur milli lifrarbroddanna og heldur þeim saman. En sálin er hjartamyndað- ur kirtill eða vöðvi, sem liggur í brjóstholinu rétt við tálknin. Þegar beitt var bæði hrossaketi og sel var hafður sinn bitinn af hvoru og hét það að beita tálbeiting. Var beitt á allan legg sóknarinnar upp að spaða, en hvorki á odd né í bugðu. Venjulega byrjuðu róðrar heima- manna norður þar stuttu eftir ný- ár, en aðkomumenn þeir, er búðir áttu og uppsátur höfðu á Gjögri, komu eigi fýrr en með þorra. Það, sem aflaðist í fyrstu legun- um, var allt flutt í land, bæði há- karl og lifur, og nefndust það dogg- araróðrar. Það þótti skemma fyrir afla að kasta hákarli eða rusli úr honum í sjóinn og þurfti þá lengra að sækja í næsta róðri, en það þótti hvergi nærri gott meðan dag var lítt tekið að lengja. Til þess að koma skipu- lagi á þetta, héldu formenn fund í byrjun vertíðar og gerðu með sér skriflegan samning um það að eng- inn þeirra mætti sleppa hákarli í sjó fyrr en eftir einhvern tiltekinn tíma, t.d. 20. mars eða 1. aprfl, eft- ir því sem að samkomulagi varð í hvert sinn. Undir samninginn skrifuðu svo allir formenn á veiði- svæðinu og gilti hann eftir það sem lög fyrir þá vertíð. Þó að víti væru engin eða viður- lög við broti á samkomulagi þessu, var það víst betur haldið en mörg önnur lög, og sannaðist þar hiö fornkveðna, að gott er sem sjálfur semur. Smærri skipin, svo sem sexæring- ar, er lítið gátu flutt í samanburði við áttæringa og teinæringa, höfðu suma hákarlana heila utanborðs. Voru það nefndar hlessur og að róa fyrir hlessum. Var það oft ærið erf- iði og gekk seint, því oft fóru 12-16 klukkutímar í það að komast í land í blíðskaparveðri þá leið sem róin var á 2 tímum á lausu skipi. En það gat líka komið fyrir að 40 doggar væru utanborðs og því til nokkurs að vinna. Eftir að samningstíminn var út- runninn, var ekki flutt í land ann- að en lifrin, þ.e.a.s. ef afli var næg- ur. Var þá hákarlinn settur á tamp og honum fleygt í sjóinn er lands var leitað að lokinni legu. En væri hins vegar tregur afli, var oftast nær eitthvað hirt af hákarli. Þetta nefndust skurðarróðrar. Oftlega tók það 5-7 sólarhringa að fá fulla hleðslu (25-50 tunnur eftir stærð skipsins), þó gott veður væri, og stundum máttu menn sitja heilan sólarhring undir vað án þess að verða varir. Tvær legur án hvíldar Þegar veður var gott og stilla, gátu smærri skipin farið tvær leg- ur hverja ofan í aðra án hvíldar á milli, áður en veður breyttist. Þeg- ar mikill fjöldi skipa var á miðun- um, þurfti oft að færa sig og tók það langan tíma. Hákarlinn var næmur að renna á lyktina frá þeim, sem dýpra lágu, og tók þá undan hjá þeim, sem voru grynnra. Frá 1880-90 voru fremur slæm ár, hafís mikill og önnur harðindi og þar af leiðandi fátækt manna. Dró þá úr hákarlaútgerðinni, því sumir gátu ekki gert út sakir erfiðra ástæðna, en þeir sem gerðu út á þeim árum fengu oft góðan afla. Næstu tvo áratugi, 1890-1910, var yfirleitt betur ært og oft ágætur afli. Mestur afli, sem um er getið á þeim árum, var 6 tunnur lýsis í hlut, auk hákarls. Verð á lýsi var þá 25 kr. tunnan og 30 aurar kg af há- karli. Hlutaskipti voru þannig að dauðu 'hlutirnir voru þrír, það er útgerðin tók þrjá hluti fyrir skip, veiðarfæri og beitu. Væri skipseig- andi sjálfur formaður, tók hann að- eins 1 hlut eins og aðrir, og því engan formannshlut, en væri ann- ar formaður, þá galt útgerðin hon- um hálfan hlut af dauðu hlutunum í formannskaup. Lifrina bræddu menn sjálfir seinna á vorin eftir vertíðarlok. Sá útgerðarmaður oftast um það og sendi til þess 3-4 menn. Hákarlaskipin höfðu aldrei með sér eldivið að heiman, heldur keyptu rekavið til eldsneytis þar norður frá. Hákarlinn var skorinn í stykki og borinn saman í hrúgur á meðan á vertíð stóð. Af bökum stórra hákarla var flett skrápnum og nefndist það hreinn hákarl. Hákarlinn var fluttur heim og kasaður þar, en skipt áður, svo hver fékk sinn hlut til verkunar, en það var mjög misjafnt hvernig mönn- um fórst það úr hendi. Kösunin út af fyrir sig var ekki vandaverk. Hákarlinn var aðeins borinn í hrúgu í dæld eða skvompu, urðaður þar með grjóti og moldarhausum og látinn liggja í kösinni á sumar fram. Þá var hann tekinn og þveginn og skorinn í hæfilegar lengjur og hengdur upp í hjalli til herslu og þurrkunar. Þótti þá mestu varða að vindur blési um hann sem oftast og mest. Hákarl frá Eyjum á Bölum var víð- frægur um Strandir fyrir gæði og ávallt nefndur Eyjahákarl. Sami siður átti sér stað á Gjögri og í verstöðvunum við Djúp, að þeir, sem komu nýir, byrjuðu á því að glíma um „sýsluna" og varð sá sýslumaður sem flestar hafði bylt- urnar. Landlegur voru oft bæði tíð- ar og langar og voru þá glímur helsta skemmtunin. Dálítið var teflt, en spil sáust varla. Bækur var þá lítið um og lítið les- ið. Sumir unglingarnir og enda fullorðnir menn notuðu landleg- urnar til þess að læra lestur og skrift, ef einhver var í verstöðinni sem þau fræði gat og vildi kenna. Margir fengust við smíðar og skinnklæðasaum fyrir húsbændur sína. Þegar hagyrðingar eða kvæðamenn voru í verinu voru rímur kveðnar og ortar formanna- vísur. Tóbaksnotkun var mjög í hófi og mest notað munntóbak. Vínnautn var heldur eigi mikil; þó var dálítið drukkið í landlegum, ef vín var til, en á sjó var það aldrei haft. Til er gömul formannaríma frá Gjögri, frá því um 1870-’80 eða þar í kring. Mælt er að hún sé kveðin af Kristjáni ívarssyni, góðum hagyrð- ingi, ættuðum af Vatnsnesi í Húna- þingi og mun hafa búið þar, en gerði út skip sitt frá Gjögri. Skipið hét Hallvarður, eftir Hallvarði Hallssyni, sem hvflir í túninu í Skjalda-Bjarnarvík, en þar var skipið smíðað. Er hér upphaf rímunnar og endir. Önnur vísan í röðinni er um höf- undinn sjálfan: Sönglar tog, en svignar rd, sviðum bogar kólgan d, ginnarsloga gautar þd Gjögursvogum sigla frd. Gaufar tvistur sels um svið, sjaldan fyrstur út d mið. Hrotta-byrstur hlyni við heitir Kristjdn manntetrið. Ég hef talda þegna þd, þverra skvaldur kvæða md, sem að kaldan æginn d öskum halda Gjögri frd. MWWW—— VViT :--7T;wr. ^^mmmm^m "1.11 llii—■— Hll Ólympíuleikar fatlaðra: Geir Sverrisson vann gullió og setti ólympíumet Þriðju gullverölaun íslensku sveit- arinnar á ólympíuleikum fatlaðra bættust við myndariegt verðlauna- safn í gær, þegar Geir Sverrisson sigraði í lOOm bringusundi í gær- kvöldi. Þá varð Kristín Rós Hákon- ardóttir fimmta í lOOm bringu- sundi á nýju íslandsmeti. Geir keppti í gærmorgun í riðla- keppninni og varð númer eitt í úr- sUt og setti þá ólympíumet Hann gerði enn betur í gærkvöldi, bættl metið og tryggði sér eins og áður sagði guUið og synti á 1:19.48. Kristín Rós keppti einnig í gær- morgun f riðlakeppninni og tryggðl sár þátttöku í úrslitasund) í lOOm brlngusundi. Hún hafnaði i fimmta sæti f úrslitasundinu og synti hún á 1:44.78. Ólafur Eiríksson keppti f gær- morgun í lOOm bringusundi, en komst ekki f úrslit. Hann synti á 1:38.84 og hafnaði í tíunda sæti. Sóley Axelsdóttir keppti í 50m flug- sundi og hafnaði, eins og Ólafur, í tíunda sæti og komst ekki I úrslit. Sóley synti á 1:25.30 sem er nýtt íslandsmet. Svanur Ingvarsson keppti í 50m flugsundi, en hann gerði ógilt og var dæmdur úr keppni. Islenska sveitin sem staðið hefur sig frábæriega hefur nú unnið tíl 16 verðlauna, þrenn guU-, tvenn silfur- og eliefu bronsverðlaun. -PS Eilífðarmálið, hvort Maradona leikur með Sevilla í vetur eða ekki virðist, vera að skýrast: Maradona fer til Sevilla! Nú virðist vera orðið Ijóst að Diego Maradona leikur með Sevilla á Spáni yfirstandandi keppnistímabil, þar sem forráðamenn Napolí gáfu frá sér yfir- lýsingu þess efnis að þeir myndu gefa eftir og selja hann. Þeir vildu þó ekki staðfesta að hann færi til Sevilla. Þrátt fyrir að nær öruggt sé að Maradona leiki á Spáni mun taka nokkra daga að IÞROTTIR 1. deild kvenna í knattspyrnu: Blikastúlkur bíða ennþá Ekki sér fyrir endann á því hvort leik- ur ÍA og Stjörnunnar í 1. deild kvenna verður leikinn eður ei, en taka átti kæru Stjörnustúlkna fyrir í vikunni í héraðsdómstóli á Akranesi, en af- greiðslu málsins var frestað um nokkra daga. Blikastúlkur þurfa því að bíða enn um sinn eftir því að hampa ís- landsmeistaratitlinum, en næsta víst er að svo verði, því ef leikurinn verður leikinn þurfa Skagastúlkur að sigra með níu marka mun til að vinna ís- landsmeistaratitilinn í kvennaknatt- spyrnu -PS ganga endanlega frá samningum. Sevilla þarf að reiða fram 15 milljón- ir dollara fyrir Maradona og ku það vera tryggt í samningnum milli félag- anna að Sevilla skuldbindi sig til að selja Maradona ekki til annarra félaga í Evrópu á næstu tveimur árum. Þegar fréttir bárust um það á fimmtudaginn að yfirgnæfandi líkur væru á sölu kappans, tók sala á ár- smiðum á heimaleiki Sevilla mikinn kipp og flykktust aðdáendur liðsins á heimavöll félagsins til að kaupa miða. Einnig hafa spænskir fiölmiðlar farið hamförum vegna frétta af kaupum Se- villa á Maradona. Þá er bara að hann standi undir þeim miklu væntingum sem til hans eru gerðar. -PS/reuter Dómstóll KSI: IR-ingar halda stigunum þremur Dómstóll Knattspyrnusambands ís- lands kom saman í gærmorgun til að afgreiða kæru Leiftursmanna á hendur Evrópukeppnin i körfuknattleik: Tap hjá ÍBK Keflvíkingar veittu þýsku meistur- unum Bayer Leverkusen dágóða keppni í Evrópukeppni meistaraliða í körfuknattleik ytra í fyrrakvöld, en þrátt fyrir það sigruðu þeir þýsku með þrjátíu stiga mun, 130-100. Jonathan Bow var stigahæstur Kefl- víkinga með 31 stig. Síðari leikur liðanna verður einnig ytra og verður leikinn í kvöld. -PS ÍR í annarri deildinni í knattspymu, vegna leiks liðanna í lok júlímánaðar síðastliðinn. Dómstóllinn vísaði mál- inu frá á þeim forsendum að kæra í málinu hafi borist of seint í dómsorð- um segir eftirfarandi: ,Með tilvísun til 7.gr. ll.tl. dóms og refsiákvæða fyrir ÍSI, er mál þetta fellt niður. Eins og málið er vaxið er ekki rétt að beita kær- anda refsingu skv. 8. gr. dóms- og refsi- ákv. fyrir ÍSÍ. Mál þetta er fellt niður" Leikinn umrædda unnu ÍR-ingar og halda því stigunum þremur, sem eru þeim mjög nauðsynleg því liðið á í bar- áttu við Víði um aö halda sæti sínu í annarri deildinni í knattspymu. -PS MERKIÐ VIÐ 14 LEIKI Leikir 16. sept. 1992 Viltu gera uppkast að þinni spá? 1. VfB Stuttgart— Leeds United m 2. Glasgow Rangers — Lyngby m 3. Austria — CSKA Sofia u_________ 4. Glentoran — Olymp Marseille m 5. Víkingur — CSKA Moskva m 6. IFK Göteb. — Besiktas Istanb. m 7. Cardiff City — Admira Wacker b 8. Austria Salzb. — Ajax Amsterd. f 9. Manch. Unit. — Torpedo Moskva f 10- Wacker Innsbruck — Roma i 11. Valencia — Napoli f___________ 12. Paris SG — PAOK Saloniki f 13. IFK Norrköping —TorinpF 14. Grasshoppers - Sporting Lissab. BSE □H[T][T] 00[2] □HHDlI 000 rnrrm cmsd] CD0S □HHd] □0[2] E0H] 000 mBiTi u u □ u u H u u u u EE m m Handknattleikur: : J > O ■ ■ Ol 1 £ Q 3 i m cr 2 < 2 O .1 cr Q O < Q A © O- oc •Q C/> hC cr II —i LU U. e •Q É H r*. * S J Z s œ _) < Q < V! § =3 Q •>- £L —1 < >1 SAA 1 I ft HJJ X A LS 2 11 2 1 1 1 X 1 X 1 1 1 1 8 2 0 1 1 1 1 1 1 1 1 1 10 0 0 3 X X X X 1 1 2 X 2 X 2 6 2 4 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 0 0 10 5 2 2 1 X 2 2 2 X 2 2 1 2 7 6 X 1 1 X X 1 1 1 1 1 7 3 0 7 X X 2 2 X X 2 1 X 1 2 5 3 8 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 0 0 10 9 1 1 1 1 1 1 2 1 X 1 8 1 1 10 2 2 2 2 2 2 2 2 2 2 0 0 10 11 X X X X 1 X 1 2 1 2 3 5 2 12 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 10 0 0 13 1 X 2 2 2 X 2 2 2 X 1 3 6 14 X 1 X X 1 2 2 1 1 1 5 3 2 HEIMALIÐ 1. VfB Stuttgart er frá Þýskalandi 2. Glasgow Rangers er frá Skotlandi 3. Austria Wien er frá Austurríki 4. Clentoran Belfast er frá N- írlandi 5. Víkingur er frá íslandi 6. IFK Cöteborg er frá Svíþjóð 7. Cardiff City er frá Wales 8. Austria Salzburg er frá Austurríki 9. Manch. United er frá Englandi 10. Wacker Innsbruck er frá Austurríki 11. Valencia erfráSpáni 12. Paris SG er frá Frakklandi 13. IFK Norrköping er frá Svíþjóð 14. Grasshoppers er frá Sviss M = Evrópukeppni meistaraliða B = Evrópukeppni bikarhafa F = Evrópukeppni félagsliða UTILIÐ 1. Leeds United er frá Englandi 2. Lyngby BK er frá Danmörku 3. CSKA Sofia er frá Búlgaríu 4. Olymp. Marseille frá Frakklandi 5. CSKA Moskva er frá Samveldi sjálfstaeðra ríkja 6. Besiktas Istanbul er frá Týrklandi 7. Admira Wacker er frá Austurríki 8. Ajax Amsterdam er frá Hollandi 9. Torpedo Moskva er frá Samveldi sjálf stæðra ríkja 10. Roma er frá Ítalíu 11. Napolj erfráítaiíu 12. PAOK Saloniki er frá Grikklandi 13. Torino er frá Ítalíu 14. Sporting Lissabon er frá Portúgal Mörg félagaskipti óafgreidd Knattspyrnan um helgina Um þrjátíu félagaskipti hand- knattleiksmanna eru enn óafgreidd og einungis fjórir dagar eru nú í að íslandsmótið hefjist, en búið er að kæra vegna tveggja félagaskipta sem ekki hafa fengist staðfest Það er vegna Alexei Trúfan, sem fór úr Víkingi í FH, og Jens Gunnarsson- ar, sem fór úr ÍBV í ÍR. Þá eru einn- ig vandræði með félagaskipti Hans Guðmundssonar sem skipti úr FH í HK. Ef málin verða ekki leysta á milli félaganna sem um ræðir fara leikmennirnir í 10 mánaða leik- bann, en um leið og samkomulag næst um viðkomandi félagaskipti er leikmanni frá og með þeim degi frjálst að leika. -PS Laugardagun Vegna sjóslyssins við Eldey þar sem 1. deild ÞórA.-ÍA kl. 14.00 rækjubáturinn Sveinn Guðmundsson GK, en hann var gerður út frá Garði, Valur-KR kl. 14.00 hefur leik Víðis í Garði við Þrótt verið FH-Fram kl. 14.00 frestað fram yfir helgina og verður Víkingur-UBK kl. 16.00 leikinn á þriðjudag. ÍBV-KA kl. 16.00 2. deild Grindavík-ÍR kl. 14.00 Þriðjudagun Fylkir-Selfoss kl. 14.00 2. deild BÍ’88-Leiftur kl. 14.00 Víðir-Þróttur kl. 17.30 Stjaman-Keflavík kl. 14.00 -PS UHHnnHi mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmma^mm

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.