Tíminn - 12.09.1992, Síða 17
Tíminn 17
Laugardagur 12. september 1992
Varanleg lausn
á vatnsbrettum, sterk, rakaþétt og viðhaldsfrí.
Margir litir. Staðgreiðsluafsláttur.
Einnig sólbekkir og borðplötur í mörgum litum.
Ótrúlega lágt verð á legsteinum með rafbrenndum álplötum.
Sterkt og fallegt.
Marmaraiðjan, Höfðatúni 12.
Sími 629955. Fax 629956.
653794
LYFTARAR
Úrval nýrra og notaðra
rafmagns- og dísillyftara
Viðgerðir og
varahlutaþjónusta.
Sérpöntum varahluti
Leigjum og flytjum lyftara
LYFTARAR HF.
Simi 91-812655 og 91-812770
Fax 688028
Húseigendur
Önnumst sprungu- og
múrviögerðir. Lekaþétt-
ingar. Yfirförum þök fyr-
ir veturinn.
Sótthreinsum sorp-
geymslur og rennur.
Hreinsum kísil úr bað-
körum o.fl.
Fljót og góð þjónusta.
Upplýsingar í síma
BILALEIGA
AKUREYRAR
MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM
LANDIÐ.
MUNll) ÓDÝRU
HELGARPAKKANA OKKAR
REYKJAVÍK
91-686915
AKUREYRI
96-21715
PÖNTUM BÍLA ERLENDIS
llfl
W Flokk35tarf
Kópavogur— Framsóknarvist Spiluð verður framsóknarvist að Digranesvegi 12 sunnudaginn 13. september kl. 15.00. Kaffiveitingar og góð verðlaun. Freyja, félag framsóknarkvenna 1 Kópavogi
Kópavogur Aðalfundur Freyju, félags framsóknarkvenna 1 Kópavogi, verður haldinn að Digra- nesvegi 12 fimmtudaginn 24. september kl. 20.30. Dagskrá auglýst siðar. Stjómin
John Paul Getty III og Victoria Miltinn lætur fara vel um sig á bókasafninu sfnu. Efmyndin er grannt
Holdsworth. skoöuö, má sjá aö maöurinn er I alltof stórum skóm!
í forgrunni er ibúöarhús Gettys, en kastalinn mikli er á bak viö það.
John Paul Getty III á meiri peninga en hann getur eytt meö góðu
móti. Hann þarf alltaf að láta sér detta eitthvað nýtt í hug:
Getty byggir sér
miðaldakastala
Þegar fólk á svo mikið af pening-
um að það er orðinn meiriháttar
höfuðverkur að koma þeim í lóg,
svo þeir skemmist ekki, verður
hugmyndaflugið að vera í lagi.
Ekki er hægt að segja að hug-
myndirnar skorti hjá millanum
John Paul Getty III. Honum datt í
hug að byggja miðaldakastala í
bakgarðinum á glæsihýsinu sínu
og framkvæmdir hófust undir
eins. Kastalinn er nákvæm eftirlík-
ing af alvöru slíkum byggingum,
með síki í kring og öliu tilheyr-
andi. Svo má fara eftir neðanjarð-
argöngum milli íbúðarhússins og
kastalans.
John Paul Getty III er 58 ára gam-
all og einn af ríkustu mönnum
heims. Á árum áður flæktist hann
um götur Lundúna, eins og ræfill
til fara og viti sínu fjær af eitur-
lyfjaneyslu.
Þá gerðist það að syni hans var
rænt og hann varð að fá lánað fyrir
lausnargjaldinu hjá nirflinum föð-
ur sínum, sem krafði hann um
fjögur prósent vexti!
John Paúl tók sig þá saman í and-
litinu og fór í meðferð. Meðferðin
tók eina sextán mánuði og var
mjög erfið, segir hann nú. En
hann hefur staðist raunina og hef-
ur nú ekki snert eiturlyf í mörg ár.
Hann segist nú vera nýr maður og
nýtur lífsins og auðæfanna ásamt
hinni 41 árs gömlu vinkonu sinni
Viktoríu Holdsworth, sem gerði
eitt sinn garðinn frægan í Amerík-
unni með því að brosa sínu breið-
asta í tannkremsauglýsingum.
Gárungarnir segja að kastalinn sé
byggður í því skyni að John Paul
geti verið þar í friði til að hugleiða
hvað hann eigi að láta sér detta í
hug næst til að eyða öllum millj-
ónunum, sem stanslaust streyma
inn á bankareikninginn hans.