Tíminn - 30.09.1992, Síða 2

Tíminn - 30.09.1992, Síða 2
2 Tíminn Miðvikudagur 30. september 1992 Kristján Ragnarsson. Steingrímur Hermannsson. Öm Fríðriksson. Þórarinn V. Þórarinsson. Stenst krónan náttúruhamfarir á alþjóðlegum gjaldeyrismörkuðum? Krístján segir að það verði að fella gengið Krístján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna, telur fall pundsins og fleiri evrópskra gjaldmiðla gera það að verkum að óhjákvæmilegt sé að gengi íslensku krónunnar verði lækkað. Fulltrúar ASÍ og VSÍ telja að forðast eigi gengisfellingu. Forystumenn Framsóknarflokksins vilja einnig að reynt verði að halda genginu stöðugu, en segja að hættulegt sé að gera gengisfestu að trúaratriði í efnahagsstjóm. Bent er á að afnám aðstöðugjaldsins komi atvinnulífinu betur en gengisfelling. Pundið hefur á skömmum tíma fall- ið um rúm 10%, gengi dollarans hef- ur fallið verulega frá því sem það var skrá í fyrravetur, líran hefur lækkað um 7% og pesetinn um 5%. Ítalía og Spánn eru, auk Portúgals, okkar mikilvægustu viðskiptalönd fyrir saltfisk. Um 25% af útfluttum sjávar- afurðum íslendinga fer til Bretlands. Rækjuiðnaðurinn selur afurðir sínar að stærstum hluta í pundum. Önnur markaðslönd fyrir rækju taka mið af söluverði í pundum. Þjóðhagsstofnun hefur reiknað það út að áhrifin af þessum gengisbreyt- ingum sé sú að afkoma þjóðarbúsins versni um 1,5%. Kristján telur úti- lokað að þessir útreikningar geti staðist. Áhrifin séu mun meiri og al- varlegri. Kristján Ragnarsson telur útilokað að hægt sé að halda gengi krónunnar óbreyttu við þessar aðstæður. Gengi krónunnar verði að fylgja gengi gjaldmiðla í okkar helstu viðskipta- löndum. Kristján telur að skrá verði gengið í samræmi við stöðu útflutn- ingsgreina okkar. Hann segist í því sambandi ekki einungis horfa á stöðu sjávarútvegsins. Samdráttur sé mik- ill í iðnframleiðslu okkar og ísland sé að verða dýrasta ferðamannaland í Átta af tuttugu veðurfræöingum á Veð- urstofu Islands hafa sagt upp: Uppsagnirnar geta lamaö veðurspadeild Átta af tuttugu veðurfræðingum fyrir og að skipulag stofnunar- á Veöurstofu íslanda hafa sagt innar verði cndurskoðað í ljósi upp störfum meft þriggja mánaða þeirra öru framfara og tæknilegu uppsagnarfresti. Astæóan er m.a. breytinga sem orðið hafa í starfs- vegna óánægju veöurfræöinga umhverfi veðurfræðinga. með launakjör sfn og innra Þar sem hér er um að ræða upp- skipulags á Veðurstofunni. Meiri- sagnir einstaklinga á Veðurstofu hlutl þeirra sem sagt hafa upp ísiands hefur málíö ekki komiö störfum vinna á vefturspádeild til kasta stéttarfélags þeirra sem stofnunarinnar og því getur svo er Félag íslenskra náttúrufræft- farift aft starfsemi spádeildar lam- inga. Þar fylgjast menn þó grannt ist, ef uppsagnirnar koma tíl meft framvindu málsins enda eru framkvæmda. launakjör annarra félagsmanna Eiöur Guðnason umhverfisráft- þess á svipuðum nótum og hjá herra, en Veðurstofan heyrir und- veöurfræðingum. Sem dæmi um ir ráöuneytið, segir að fulltrúar laun veðurfræðinga má nefna aö ráðuneytisins hafl átt viðræður eftfr 15 ára starf eru mánaðar- við hlutaðeigandi veðurfræðinga laun þeirra um 100 þúsund krón- og verftur þeim viftræftum haldift ur auk vaktaálags. Þótt þeir leiti áfram. Ráftherrann útilokar ekki ekki lengra en til Grænlands um aft uppsagnarfrestur vefturfræft- vinnu fá þeir nær fjórfalt hærri inganna verði framlengdur um laun þar en hér. þrjá mánuði eins og heimild er -grh Evrópu. „Grundvöllurinn fyrir þeim kjara- samningum sem gerðir hafa verið er stöðugleiki. Breytingar á gjaldeyris- mörkuðum kalla að mínu mati ekki á gengislækkun. Það liggur fyrir að raungengi launa hefur lækkað. Það segir manni að samkeppnisstaða fyr- irtækja hér á landi hefur batnað," sagði Öm Friðriksson, varaformaður ASÍ. Hann sagði engan vafa leika á að verkalýðshreyfingin muni taka því illa ef gengi krónunnar verði fellL Með gengisfellingu sé verið að brjóta það grundvallaratriði sem var mótað með kjarasamningunum sem gerðir voru 1990. Svar verkalýðshreyfingar- innar við gengisfellingu verði krafa um Iaunahækkanir. Formaður VSÍ, Magnús Gunnars- son, flutti ræðu fýrir rúmri viku á aö- alfundi Sambands fiskvinnslustöðva þar sem hann hafnaði gengisfellingu. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, sagði að engin breyting hefði orðið á þessari afstöðu vinnuveitanda. „Við emm þeirrar skoðunar að það sé afar brýnt að bæta rekstrarskilyrði atvinnulífsins almennt, en við teljum að grípa eigi til allra annarra aðgerða í því skyni áður en til gengisfellingar- umræðu kemur. Við erum þeirrar skoðunar að gengisfelling sé viður- kenning á mistökum í efnahags- stjóm, en ekki efnahagsleg aðgerð til að bæta aðstæður í efnahagslífi," sagði Þórarinn. Þórarinn sagði að VSÍ meti áhrifin af breytingunum á gjaldeyrismörkuð- unum í 1,5% verri viðskiptakjörum. Þetta er sama niðurstaða og hjá Þjóð- hagsstofnun. Þórarinn sagði eðlileg- asta aðgerð í því skyni að lækka kostnað atvinnulífsins sé að afnema aðstöðugjaldið. „Gengisbreytingunni fylgja svo margháttaðar hliðarverk- anir, sem margar em neikvæðar fyrir atvinnulífið. Við erum hins vegar sammála Kristjáni Ragnarssyni um að það sé þörf á því að grípa til að- gerða til að iækka innlendan kostn- að. Það er ekki nóg að stjómvöld segi að þau ætli að halda genginu stöð- ugu. Þau þurfa að grípa til ráðstafana sem gerir það bæði trúverðugt og mögulegt," sagði Þórarinn. „Ég er hlynntur stöðugleika í geng- ismálum, en ég tel að það sé jafn- hættulegt að ríghalda í þá kennisetn- ingu að ekki megi hreyfa gengið," sagði Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins. „Við verðum bara að horfa á staðreyndir í þessu sambandi. Því fer víðs fjarri að íslenska krónan sé með sterkustu gjaldmiðlum í heimi. Það sér hver heilvita maður. Það er einnig stað- reynd að hér er allt að verða það dýrt að við erum að spila okkur út af borð- inu í greinum eins og ferðaþjónustu. Það þarf hins vegar að fara varlega í að fella gengið og skoða vandlega öll tilefni. Ég get hins vegar vel tekið undir ummæli Kristjáns Ragnars- sonar. Ég held að krónan sé ekki eins sterk og hún er látin líta út fyrir að vera. Það væri t.d. fróðlegt að sjá hvað yrði um krónuna ef hún væri látin fljóta eins og Bretar hafa gert Ég er ansi hræddur um að hún myndi folla mikið,“ sagði Steingrím- ur. „Ég hef verið þeirrar skoðunar að raungengið sé of hátt skráð, en hef viljað fara þá leið ná fram lægra raun- gengi með því að ná fram kostnaðar- lækkun. Ég tel að ríkisvaldið þurfi að lækka kostnaðartengda skatta á at- vinnulífinu. Hvort þurfi að koma til gengisfellingar ætla ég ekki að full- yrða um. Aðalatriðið er að ríkis- stjómin virðist ekkert vera að hugsa um þessi mál og virðist vera ákveðin í að láta þetta bara eiga sig,“ sagði Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi sj ávarútvegsráðherra. „íslenska krónan þolir ekki hvað sem er þótt að mönnum finnist við vera miklir menn. Við höfum orðið fyrir miklum samdrætti í sjávarút- vegi og síðar sviptingar í gjaldeyris- mörkuðum. Þetta hlýtur að hafa áhrif á okkar stöðu. Forsætisráðherra virðist almennt vera þeirrar skoðun- ar að þetta sé í góðu lagi. Það er því miður ekki svo. Við lifum ekki á bjartsýninni einni saman," sagði Halldór. -EÓ Óvissan um framtíðina gerir atvinnurekendur varfærna og óörugga: Fólki sagt upp í öllum starfsgreinum Óskar Hallgrímsson, forstöðumaður vinnumálaskrifstofu félags- málaráðuneytisins, segir að atvinnurekendur séu mun fyrr á ferð- inni nú en oft áður með að tilkynna uppsagnir starfsmanna sinna til ráðuneytisins. Hann segir að mikið af tilkynntum uppsögnum séu úr ýmiss konar þjónustustarfsemi en í heildina tekið sé verið að segja upp fólki úr nær öllum greinum atvinnulífsins. Atvinnurekendur sem áförma að segja upp fjórum eða fleiri starfs- mönnum ber skylda til að tilkynna það til vinnumálaskrifstofu félags- málaráðuneytisins. Óskar Hall- grímsson segir að atvinnurekendur standi sig býsna vel að tilkynna fyr- irhugaðar uppsagnir þótt alltaf megi finna undantekningu þar á. Hann segir að uppsagnirnar berist víða að j)g séu alls ekki staðbundnar við eitthvert eitt svæði né við ákveðnar starfsgreinar öðru fremur. „Þetta er tíminn sem menn nota til að segja upp fólki og þá með tilliti til þriggja mánaða uppsagnarfrestsins sem flestir hafa. Astandið í þjóðfé- laginu er orðið svo að atvinnurek- endur vilja hafa vaðið fyrir neðan sig. óvissan um framtíðina hefur gert það að verkum að margir þeirra eru ákaflega varfærnir og óöryggir með sinn atvinnurekstur." Ef svo fer fram sem horfir áætlar vinnumálaskrifstofan að skráðir at- vinnuleysisdagar á árinu verði ná- lægt einni miljón. Áður hafa þeir aldrei orðið fleiri en rúm hálf miljón frá því núverandi skipulag var tekið upp við atvinnuleysisskráninguna. Forstöðumaður vinnumálaskrif- stofunnar segir að fyrir utan efna- hagslegar forsendur fyrir uppsögn- um starfsmanna, sé því ekki að leyna að svartsýnisumræðan í þjóðfélag- inu hefur frekar latt menn en hvatt: „Menn vaða ekki í bjartsýni þegar hver svartsýnisdýfan tekur við af annarri," sagði Óskar Hallgrímsson. -grh

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.